Morgunblaðið - 08.01.1982, Síða 11

Morgunblaðið - 08.01.1982, Síða 11
HVAD ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1982 43 „Undir álminum“ aftur á fjalirnar Þrjú leikrit verða sýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur um helgina. í kvöld (föstu- dagskvöld) er sýning á JÓA eftir Kjartan Ragnarsson og er uppselt á þá sýningu. Annað kvöld verður fyrsta sýningin eftir nokkurt hlé vegna hátíðanna á leikriti Eugene O’Neill UNDIR ÁLMINUM. Þýð- ingu verksins gerði Árni Guðnason, leik- stjóri er Hallmar Sigurðsson og leikmynd gerði Steinþór Sigurðsson. í aðalhlutverk- unum eru Ragnheiður Steindórsdóttir, Gísli Halldórsson og Karl Ágúst Úlfsson. — Á sunnudagskvöldið verður svo leikritið ROMMÍ sýnt í 121. skipti og þar eru það Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín sem fara með hlutverkin tvö. Vegna þrengsla í leikhúsinu verður aðeins unnt að hafa ör- fáar sýningar enn á verkinu. — Á mánu- daginn, 11. janúar, halda Leikfélagsmenn upp á 85 ára afmæli félagsins með ýmsu móti. Meðal annars verður haldinn hátíð- arfundur í kjallara nýja Borgarleikhússins kl. 18 og eru borgarbúar velkomnir að vera þar viðstaddir. Erlendar kvikmyndir Sunnudaginn 10. jan. nk. kl. 2.00 verða sýndar erlendar verðlaunamyndir í kvik- myndasal Loftleiðahötelsins. Myndirnar sem sýndar verða eru frá Danmörku, Sví- þjóð og Finnlandi. Hafa flestar þessara mynda hlotið verðlaun á kvikmyndahátíð Nordisk Smalfilm og verður því fróðlegt að sjá hvar íslenskar myndir standa gagn- vart myndum frá hinum Norðurlöndunum. Ætti því enginn að v;rða svikinn af því að líta við á Hótel Loftleiðum sunnudaginn 10. jan. nk. kl. 2.00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan að húsrúm leyfir. Þjóöleikhúsið: Sýningum fer fækkandi á „Dans á rósum“ Föstudaginn 8. janúar og sunnudaginn 10. janúar verða sýningar á Húsi skálds- ins, ieikgerð Sveins Einarssonar á verki Halldórs Laxness í leikstjórn Eyvindar Erlendssonar. Hús skáldsins var frumsýnt á annan dag jóla en uppselt hefur verið á allar sýningar hingað til. Á laugardag og sunnudag kl. 15.00 eru sýningar á barnaleikritinu Gosa, sem frumsýnt var milli jóla og nýárs og er sömu sögu að segja af því að uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa. Gosi er í leikbúningi og Ieikstjórn Brynju Bene- diktsdóttur. Á laugardagskvöld verður sýning á leik- riti Steinunnar Jóhannesdóttur, Dansi á rósum, í leikstjórn Lárusar Ýmis Óskars- sonar. Verk þetta var frumsýnt í október sl. Sýningar lágu niðri á verkinu allan des- embermánuð meðan Hús skáldsins og Gosi voru að komast á svið en nú hefjast sýn- ingar að nýju. Er fólki bent á að sýningum fer nú fækkandi á Dansi á rósum. Á sunnudagskvöld verður á Litla sviðinu 2. sýning á ungverska leikritinu Kisuleik, eftir István Örkény í leikstjórn Benedikts Árnasonar. Verk þetta var frumsýnt í gærkvöld (7. jan.) fyrir fullu húsi. Fyrirlestur í Fé- lagi áhugamanna um heimspeki Sunnudaginn 10. janúar flytur Hannes H. Gissurarson fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki. Fyrirlestur- inn nefnist „Ósýnilega höndin" og fjallar um hagfræði og heimspeki Adam Smiths. Fyrirlesturinn er haldinn i Lögbergi, stofu 101, og hefst kl. 14.30. Öllum er heim- ill aðgangur. Utivistarferð að Gullfossi Það sem af er þessum vetri hefur verið óvenjulega kalt. Gullfoss er því nú i mikil- úðlegum klakaböndum, sem birtast okkur í óviðjafnanlegri fegurð og litadýrð skammdegissólarinnar. Á sunnudaginn, 10. jartúar, efnir Útivist til skoðunarferðar að Gullfossi. Lagt verður af stað frá Umferðarmið- stöðinni um morguninn kl. 10.00 og komið aftur til borgarinnar á sunnudagskvöld. í ferðinni verður komið við í Haukadal og horft á hverina gjósa, en gos þeirra eru sérstaklega fögur í frosti og logni. Geysir verður skoðaður sérstaklega. Einnig verð- ur andagt í Haukadalskirkju. Fólk þarf að vera vel búið og hafa með sér nesti til dagsins. Kunnugir fararstjór- ar verða með í ferðinni. Árni Elvar á Hótel Holti Árni Elvar, píanóleikari, leikur nú um þessar mundir á Pínaó-barnum hverja helgi létt lög, en um helgar er hótelið ætíð opnað kl. 18.00 fyrir matargesti. Dansað í Templ- arahöllinni Fram eftir vetri verður í Templarahöll- inni í Reykjavík við Eiríksgötu alla föstu- daga kl. 21.00 félagsvist og dansað eftir að spilað hefur verið. Dansað verður á hverju kvöldi til kl. 1.30. Þetta eru gömlu dans- arnir en Tríó Þorvaldar sér um að leika undir dansinum. Þetta er skemmtun án áfengis. Vita Andersen í Norræna húsinu Danska skáldkonan Vita Andersen er stödd hér á landi en Alþýðuleikhúsið sýnir nú leikrit hennar „Elskaðu mig“. Vita mun á laugardaginn 9. jan. kl. 16.00 ásamt Nínu Björk Árnadóttur og Kristínu Bjarnadótt- ur lesa upp úr verkum skáldkonunnar. Daginn áður, föstudaginn 8. jan., er hádeg- isverðarfundur á vegum Kvenréttindafé- lags Islands í Norræna húsinu kl. 12.15, þar sem Vita Andersen mun lesa upp og svara spurningum. Fundurinn er öllum opinn. LJÓSMYNDIR SKAFTA GUOJÓNSSONAR Ljósmynda- sýning Skafta framlengd Vegna mikillar aðsóknar verður sýningu ljósmyndasafnsins á Reykjavíkurmyndum Skafta Guðjónssonar frá árunum 1911—’46 opin í Listasafni Alþýðu nú um helgina, 9.—10. janúar. Ferðafélag íslands: Gengið í Reykja- nesfólkvangi Á sunnudaginn, 10. janúar, verður geng- ið í Reykjanesfólkvangi. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin, kl. 11 f.h. Ekið verður í áttina að Sveifluhálsi, en gengið vestan megin við hann. Gengið er á Fjallið eina og í Hrútagjá. Þetta er auð- veld ganga fyrir alla fjölskylduna og landslag afar fjölbreytilegt. Aldrei er fólk of oft minnt á að vera í þægilegum og góðum fótabúnaði, en einmitt á Reykja- nesinu er mikið af gömlum hraunum, sem verður að fara yfir nánast hvar sem gengið er. Kuldarnir undanfarið hafa trúlega neytt alla til þess að hafa einungis hlýjan fatnað við höndina, svo að óþarft er að minna á slíkt, þegar halda skal í göngu- ferð. Á miðvikudagskvöld verður fyrsta myndakvöldið á árinu að Hótel Heklu. Þar verða sýndar myndir úr ferðum víðsvegar um landið. Tónleikar í Norræna húsinu Sunnudaginn 10. janúar kl. 16.00 halda Unnur Jensdóttir, söngkona, og Jónína Gísladóttir, píanóleikari, tónleika í Nor- ræna húsinu. Þar verða flutt verk eftir Brahms, Debussy, Fauré, Duparc, Rach- maninoff o.fl. Unnur Jensdóttir er fædd í Reykjavík. Hún stundaði nám í píanóleik hjá Katrinu Viðar um 10 ára skeið og eitt ár í Tónl.skóla Akraness hjá Hauki Guð- laugssyni. Unnur hóf söngnám í Söngskól- anum í Reykjavík 1973. Kennarar hennar voru Rut Magnússon, Garðar Cortes og Sieglinde Kahmann. Hún lauk 8. stigi í söng 1977 og 8. stigi í píanó 1979 frá Söngskólanum. Veturinn 1979—1980 stundaði Unnur söngnám í London. Meðal kennara hennar þar voru Rudolf Pierney, Andrew Knight og Morag Noble, Ilse Wolf og Ubalde Gardini. Þetta eru fyrstu sjálfstæðu tónleikar Unnar Jensdóttur. Hún starfar nú sem söngkennari við Tónlistarskólann á Akra- nesi. Jónína Gísladóttir stundaði nám í pí- anóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík, fyrst hjá Hermínu Kristjánsson og síðar hjá Árna Kristjánssyni og lauk þaðan tónmenntakennaraprófi. Jónína hefur komið fram sem undirleik- ari hjá einsöngvurum og kórum á fjöl- mörgum tónleikum, bæði heima og utan. Jónína starfar nú sem kennari við Söng- skólann í Reykjavík og Nýja tónlistarskól- ann. Antonio Corveiras í Akureyrarkirkju Spænski orgelleikarinn Antonio Cor- veiras heldur í dag, föstudag, kl. 20.30 orgeltónleika í Akureyrarkirkju. Flytur hann verk eftir J.S. Bach, Schuman, Boyv- in og fleiri. Daginn eftir, laugardagskvöld, heldur hann aðra tónleika í kirkjunni og hefjast þeir á sama tíma, 20.30. Þá leikur hann verk eftir Franck, Brahms, Satie, Cook og fleiri. „Gullna hliðið“ í Garðinum Litla leikfélagið í Garði sýnir leikritið „Gullna hliðið" eftir Davíð Stefánsson í Félagsbíói í Keflavík föstudaginn 8. jan. og hefst sýningin kl. 21.00. Leikstjóri er Jón Júlíusson en með aðalhlutverk fara María Guðfinnsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Unn- steinn Kristinsson og Viggó Benediktsson. Listmunahúsið sýnir myndir Magnúsar Tómassonar Sölusýning stendur nú yfir þessa dagana í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, þar sem meðal annars er að finna gamlar myndir eftir Magnús Tómasson. Myndirnar eru frá árinu 1963, málaðar í olíu og olíukrít- armyndir, en „mótífin" eru frá Bernhöfts- torfu og höfninni í Reykjavík. Hjá Listmunahúsinu eru einnig til sölu verk eftir Tryggva Ólafsson, Alfreð Flóka, Gunnar Örn Gunnarsson, Þorbjörgu Hösk- uldsdóttur, Jón Engilberts, Óskar Magn- ússon og Blómeyju Stefánsdóttur, en þau síðastnefndu eiga myndvefnað á sölusýn- ingunni. Alþýðuleikhúsið: Fyrstu sýningar eftir áramót „Elskaðu mig“ verður sýnt á föstu- dagskvöld og sunnudagskvöld kl. 20.30 og er uppselt. Vita Andersen höfundur leik- ritsins verður með umræður á eftir sýn- ingunni á sunnudagskvöldið. „Illur fengur" verður sýnt á laugardagskvöldið kl. 20.30 og „Sterkari en Súpermann" verður á sunnudaginn kl. 15.00. Japani, Englend- ingur og Kínverji Hér á landi er nú stödd Yuko Inour, lágfiðluleikari frá Japan, og enski kontra- bassaleikarinn Duncan Metier ásamt Jos- eph Fung, gítarleikara frá Hong Kong. Þau halda hér nokkra tónleika á næstu dögum. Á tónleikunum verða bæði ein- leiks- og samleiksverk, gömul og ný, m.a. eftir Bach, Hayden, Bartók og fleiri. Hljómleikarnir í Reykjavík verða í Nor- ræna húsinu mánudag 11. jan. kl. 20.30 og einnig leika þau úti á landi sem hér segir: 10. jan. Njarðvík kl. 17.00, 14. jan. Egils- stöðum, 15. jan. Eiðum og 17. jan. Vík í taýrdal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.