Morgunblaðið - 28.01.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1982 Fagnað nýju ári — ári hundsins Sl. sunnudagskvöld var áramótafagnað- ur í Félagsheimili Rafveitunnar í Elliða- árdal. Nokkuð seint á ferðinni, segja kannski einhverjir. Ekki aldeilis. Með þorratunglinu var að Ijúka ári hanans og hcfjast ár hundsins, að austurlandasið. I'arna var víetnamska flóttafólkið, sem settist að á íslandi fyrir rúmum tveimur árum, að fagna nýju ári með vinum sínum. Víetnömsku flóttamennirnir, sem nú eru 26 talsins hér á landi, stofnuðu með sér átthagafélag á árinu, og gekkst það fyrir þessum nýjársfagnaði. Þeir buðu þangað velgerðarmönnum sínum og hver víetnömsk fjölskylda bauð sínum perónulegu vinum, svo að alls voru þarna um 120 manns, börn og fullorðn- ir. Samkvæmt tímatali, sem tekið var upp í Kína fyrir 4.680 árum, hefst hvert nýtt ár með þorratungli, sem var nú einmitt 25. janúar. Tímatalið byggir á 10 kínverskum stofnum og 12 jarðnesk- um greinum, sem síðar urðu að árum, er bera dýraheiti. Víetnamar nota ekki kínverska ártalið 4.680, heldur sömu tölu ára og við. En 12 ára hringurinn ber heitin: rotta, uxi, tigrísdýr, héri, dreki, snákur, hestur, geit, api, hani, hundur og göltur. Nú er semsagt ár hanans að kveðja og ár hundsins að byrja, og því fagnað á viðeigandi hátt með flugeldum og blysum, og sameig- inlegum fagnaði. Víetnamska flóttafólkinu vegnar hér vel. Upphaflega komu 34 flóttamenn. Eitt barn er látið og sjö manna fjöl- skylda fór til Kanada í heimsókn til ættingja og og hefur ekki til hennar spurst síðan. Þeir 26 sem eftir eru, eru að koma sér fyrir í íslenzku samfélagi. Einn piltur hefur þó hug á að flytja síðar til ættfólks í Kanada. Hinir koma sér fyrir til frambúðar og líkar vel. Þrír piltanna eru komnir í iðnám, tveir í bifvélavirkjun og sá þriðji í matargerð. Tveir fjölskyldufeðurnir, sem eru lærð- ir matsveinar, starfa á veitingahúsum í Reykjavík, í Kirnunni og Kaffivagnin- um á Grandanum. Þriðji fjölskyldufað- irinn vinnur í kexverksmiðju. Konurnar vinna á saumastofum og í sundlaugum. Allir eru í Reykjavík, nema einn á Stöðvarfirði. Fólkinu fer vel fram í íslenzku. Krakkarnir eru í íslenzkum skólum. Á árshátíðinni voru pienn að hafa orð á því hve skemmtilegur þáttur hefði verið í sjónvarpinu, gamalt grín með Ómari Ragnarssyni, og sýnir það hve vel menn eru farnir að skilja íslenzku. Því síðast nær fólk jafnan í framandi máli orða- leikjum og gríni. Fyrir nokkuð löngu hafði fengist samþykkt ríkisstjórnar- innar fyrir 7 flóttamönnum í viðbót, ættingjum þeirra sem þegar eru hér. Þeir hafa þó ekki fengið að fara úr landi, en nú hafa um nokkurt skeið staðið vonir til að móðir eins Víetnam- ans og tvær ungar systur fengju að koma til hans. Nýjárshátíðina á sunnudag setti formaður átthagafélags Víetnamana, Jón Thuy Xuan Bui, en hann er mæl- ingamaður og hefur frá komu sinni til íslands starfað við virkjunarfram- kvæmdir við Hrauneyjafoss. Hann bauð gesti veikomna á íslanzku. Næst ávarpaði Hanna L. Pham sem nam í Háskóla íslands gestina, líka á ís- lenzku. Fyrir hönd gesta þakkaði Björn Friðfinnsson, og talaði nokkur orð á ví- etnömsku. Síðan var sezt að snæðingi. En víetnamska fólkið hafði allan dag- inn verið að elda og útbúa veizluna, sem þeir buðu vinum sínum og velunnurum til. Voru þar víetnamskir réttir á borð- um og góður fagnaður. — E.Pá. Skotið upp flugeldum, til að fagna ári hundsins og kveðja ár hanans. Krakkarnir veifuðu stjörnuljósum og blysum úti á svölunum. Svo er hvert mál sem það er virt Eftir Kristin Baldursson aöstoöarfram- kvœmdastjóra SR í síðustu viku dvaldist fjögurra manna sendinefnd bæjarstjórnar Siglufjarðar í Reykjavík, og gekk á fund ráðherra, stjórnar Síldar- verksmiðja ríkisins og fjölmiðla, til að leggja áherslu á að lögum SR væri framfylgt samkvæmt bókstaf þeirra og til að koma í veg fyrir að fjárhags- og viðskipta- bókhald SR yrði flutt frá Siglu- firði til Reykjavíkur, en það væri „yfirlýst stefna stjórnvalda" að flytja sem flestar ríkisstofnanir frá Reykjavík út um landsbyggð- ina, en ekki öfugt. Hefur mál þetta komist inn á Alþingi. Tilefni þessara umbrota er sam- hljóða samþykkt stjórnar SR frá 18. nóv. sl. (einn stjórnarmanna greiddi ekki atkvæði) um að kaupa nýjan tölvubúnað, sem settur yrði upp í Reykjavík, þar sem fjár- hags- og viðskiptamannabókhald verksmiðjanna yrði fært, en sá tækjabúnaður, sem fyrir er á Siglufirði yrði þar áfram og þar yrði tekin upp tölvuskráning allra véla í verksmiðjunum og vara- hlutabirgðabókhald verksmiðja SR. Að sjálfsögðu verður skrifstofa áfram á Siglufirði og skrifstofu- stjóri, aðeins fjárhags- og við- skiptabókhald verður flutt. Á sama fundi verksmiðjustjórn- ar kom fram, að yfirmaður tækni- deildar flytti til Siglufjarðar er núverandi skrifstofustjóri flytti suður. Nauðsynlegt er að rekja sögu Síldarverksmiðja ríkisins í stuttu máli til að skýra hvað hér er um að vera. Síldarverksmiðjur ríkisins hófu starfsemi sína árið 1930 með rekstri einnar verksmiðju á Siglu- firði, SR'30. Árið 1933 keyptu SR Dr. Pauls verksmiðjuna þar og 1935 tók þriðja verksmiðjan til starfa, SRN. Á árunum 1945 til 1947 var síðan reist ný verksmiðja SR’46 og er hún nú eina verk- smiðjan, sem þar er starfrækt, mikið breytt og endurnýjuð frá því sem í upphafi var. SR eiga nú verksmiðjur á fimm öðrum stöðum á Norður- og Aust- urlandi: Litla beinamjölsverk- smiðju á Húsavík, sem rekin hefur verið síðan fyrir stríð, verksmiðju á Skagaströnd, er reist var á sama tíma og SR’46 verksmiðjan á Siglufirði, verksmiðju á Raufar- höfn, upphaflega keypt 1935 en „Flutningur á yfirmanni tæknideildar til Siglu- fjarðar er margfalt meira virði fyrir Sigl- firðinga en það, hvort fjárhags- og viðskipta- bókhald er flutt til Reykjavíkur, stjórnend- um og viðskipta- mönnum til hagræðis.“ stækkuð og endurbætt 1940 og síð- ar, verksmiðju á Seyðisfirði sem reist var 1962 og á Reyðarfirði, er reist var sama ár. Lög um Síldarverksmiðjur ríkisins voru fyrst sett 1929 en núgildandi lög eru frá árinu 1938, með nokkrum breytingum síðar. I stjórn verksmiðjanna voru í upphafi 3 menn, síðan urðu þeir 5 en frá 1967 eru 7 menn í stjórn- inni. Hefur skipan manna í stjórn verið með ýmsum hætti. í fyrstu stjórn skipaði atvinnumálaráð- herra 1 mann, bæjarstjórn Siglu- fjarðar annan og stjórn Síldar- einkasölunnar hinn þriðja. Er Síldareinkasalan varð gjaldþrota varð sú breyting á, að atvinnu- málaráðherra skipaði um skeið alla stjórnina. Með lögum frá 1938 kaus Alþingi stjórnina, 5 menn, en frá 1967 hafa hagsmunaaðilar, út- vegsmenn og launþegar, skipað 1 mann hvor til viðbótar. Á þeim rúmum 50 árum sem verksmiðjurnar hafa starfað, hafa skiptst á skin og skúrir í rekstri þeirra og afkomu. Aðalviðfangsefni þeirra var bræðsla síldar fram til ársins 1967, en þá hvarf síldin af miðum Islendinga. Bræðsla loðnu hófst ekki að marki hjá SR fyrr en 1973. Árið 1953 hófu SR rekstur hraðfrystihúss á Siglufirði með ieyfi ríkisstjórnarinnar en án lagaheimildar. Stóð sá rekstur til ársins 1973 er frystihúsið var selt ríkissjóði. Einnig sá stjórn SR um rekstur togara Bæjarútgerðar Siglufjarðar og síðar Útgerðarfé- lags Siglufjarðar frá 1953 til 1972. Þá fór stjórn SR með stjórn Síld- arniðursuðuverksmiðju rikisins meðan hún starfaði, en 1972 yfir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.