Morgunblaðið - 28.01.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.01.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1982 19 Fundur sjálfstædismanna á Akureyri: Sjálfstæðismenn verða að sameina krafta sína og hrinda í framkvæmd stefnu sinni - sagði Geir Hallgrímsson SJALFSTÆÐISFLOKKURINN gekkst fyrir almennum fundi á Hótel Varðborg á Akureyri á fimmtudagskvöld í sl. viku. Fundar stjóri var Björn Jósef Arnviðarson en aðalræðumenn Geir Hall- grímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson, varaformaður, en meðal fundargesta voru báðir þingmenn flokksins í kjördæminu, Halldór Blöndal og Lárus Jónsson. 1‘egar fundur hafði verið settur, tók Geir Hallgrímsson til máls. Hann tók fram að aðalefni fundarins væri „leiðin til bættra lífskjara“. Hér fer á eftir efnislegur útdráttur úr ræðu hans. Dregið hefur úr þjóðartekjum („gengisaðlögun"). Ber það fyrst og þjóðarframleiðslu undanfarin ár, svo mun einnig verða á þessu ári, ef svo heldur fram sem horfir. Það er uggvænlegt, þar sem þorskafli hefur aldrei verið meiri og verðlag útflutningsafurða er með besta móti. — Skýringin felst í stefnu vinstri stjórna, sem verið hafa að völdum síðan haustið 1978. Algert fyrirhyggjuleysi ríkir í nýtingu orkulinda og stjórnað er með höftum og bönnum. — Efla þarf stórhuga átak til þess að ungt fólk fái störf við sitt hæfi. Landsfundur sjálfstæðismanna tók þessi mál til sérstakrar með- ferðar og segir svo í ályktun hans: „Sjálfstæðisflokkurinn telur, að brýn þörf sé á tvenns konar að- gerðum til að auka atvinnu og bæta lífskjör hér á landi og stöðva landflóttann án frekari dráttar. Annars vegar þarf víðtækar að- gerðir til þess að bæta starfsskil- yrði atvinnuveganna, leysa úr læðingi atorku, hugvit og framtak einstaklinga og örva þannig at- vinnustarfsemi. Hins vegar þarf að stórauka nýtingu orkulinda landsins, fyrst og fremst vatns- orkunnar, sem ennþá rennur að mestu ónotuð til sjávar og byggja upp stóriðju til útflutnings og auka þannig atvinnu um land allt.“ Tvenns konar orku þarf að leysa úr læðingi, atorku og vatns- orku, til þess að lífskjör í landinu geti batnað. Atorka, hugvit og framtak einstaklingsins Tekist er á um frelsi einstakl- ingsins. Baráttan gegn því er köll- uð ýmsum nöfnum af alþýðu- bandalagsmönnum („tala sig niður", „vinna sig niður"). Sjálf- stæðisflokkurinn vill virkja hug- vit og framtak einstaklinganna, sem byggja þetta land. Þeir munu láta hendur standa fram úr erm- um ef þeir njóta frelsis. Á einu ári hefur verð á dollar hækkað um 52%, en síðan stjórnin var mynd- uð 131% og frá því í sept. 1978 um 260%. Þó stendur rekstur at- vinnuveganna í járnum eða þeir eru reknir með tapi og jafnframt lofað áframhaidandi gengissigi og fremst vitni verðbólguþróun innanlands. Fyrir tveimur árum var sagt, að á árinu 1982 yrði verðbólgan orðin jöfn og í helstu viðskiptalöndum eða 10%, en hún er nú 50—60% að mati Þjóð- hagsstofnunar og Seðlabankans. Framfærsluvísitalan er líka föls- uð að ýmsu leyti og leikið með hana eftir hentugleikum stjórn- valda. Tækifærið með myntbreyt- inguna rann algerlega út i sand- inn. „Endurnýjuð verðstöðnun" hefur ekkert gagn gert, en stofnað atvinnuöryggi í hættu. Fátt er því nauðsynlegra en gerbreytt stefna í verðbólgumálum, þannig að frjáls verðmyndun geti sýnt kosti sína í reynd. Því varð ekki fram komið á ríkisstjórnarárum Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins, en þegar Fram- sóknarflokkurinn gekk í björg með Alþýðubandalaginu var slíkt afnumið aftur með lögunum. At- vinnuöryggi er byggt á sandi, gengisfellingum og kreppulánum, fjármögnuðum með seðlaprentun og erlendum lánum, sem kynda undir verðbólgunni enn meir. Fimmta hver króna af gjaldeyr- istekjum okkar fer í að greiða vexti og afborganir af erlendum lánum. Hvert mannsbarn á Is- landi skuldar 82 þúsund kr. er- lendis. (Pólverjar 6000 ísl. krónur á mann erlendis og þykir mikið). Slíkur samanburður ætti að vara menn við og glöggva menn á, hvert vinstri stefnan er að leiða þjóðina. Skattbyrði hefur aukist frá 1977 um 900—1000 millj. ný- króna. Tekjuskattar hafa aukist um 50% og eignarskattar um 100% frá 1977. Ekki er búist við að framleiðsla og framleiðni í fyrirtækjum landsins aukist. Fjárfestingin er ekki arðbær. Al- menn skilyrði fyrir rekstri at- vinnufyrirtækja eru ekki fyrir hendi á íslandi nú, og því engin skilyrði fyrir að leysa úr læðingi og virkja atorku landsmanna. Nýting orkulinda landsins Síðan vinstri menn tóku við stjórn 1978 hefur engin virkjun verið hafin og stóriðjunefnd hefur Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðustól, Björn Jósef Arnviðarson, fundarstjóri, og Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. verið lögð niður. Ekki þýðir að tala um aukna orkuframleiðslu án þess að stóriðja rísi. Við erum sjálfbjarga með raforku til heim- ilisnota og almenns iðnaðar út þessa öld. Stóriðja á að vera til þess fallin að styrkja þær at- vinnugreinar, sem fyrir eru í landinu. Þegar sjálfstæðismenn tala um 3—4 stóriðjufyrirtæki á næstu 2 áratugum er rökrétt að á Akureyri og í nágrenni rísi hluti þeirra. Að vísu eru rekstrar- og afkomusveiflur í stóriðju eins og öðrum greinum, en þær ganga yf- ir. ‘A af verðmæti áls er talinn skilinn eftir á íslandi, svo að hagnaður er rnikill af þeirri einu verksmiðju. Iðnaðarráðherra hef- ur gert sitt besta til að efla vantrú Islendinga á, að þeir geti samið við útlendinga um eignaraðild að stóriðju. Fjármál orkufyrirtækja lands- ins eru meira og minna í rúst. Fá þarf að láni stórfé til að greiða halla Landsvirkjunar og fá lánað- an allan stofnkostnað Hrauneyja- fossvirkjunar. Hitaveita Reykja- víkur er rekin með stórtapi af því að henni er neitað um hækkun af- notagjalds, þ.e. vandanum er frestað til seinni tíma. Auk þess verður vaxtabyrðin um megn og leggst ofan á afurðagjöld framtíð- arinnar. Engan veginn er unnið að því að nýta hugvit manna og atorku né heldur orkulindir landsins. Fiskistofnarnir þola ekki meiri sókn og landbúnaður þolir heldur ekki meira en á hann er lagt. Á þriggja mánaða fresti er svo gripið til efnahagsráðstaf- ana. Lítið heyrist frá félögum okkar í ríkisstjórn um hugmyndir í því efni. Alþýðubandalagsmenn segjast vera tilbúnir og álasa framsóknarmönnum fyrir að and- mæla sér. Alþýðubandalaginu líð- ur alveg ágætlega í ríkisstjórn, þeir hreiðra um sig í áhrifastöð- um, það fer vel um þá í ráðherra- stóium þó að verðbólgan geysist óðfluga áfram. Það verða varla burðugar ráð- stafanir, sem sjá dagsins ljós um eða eftir helgina. Sjálfstæðis- menn hafa aldrei verið hrifnir af niðurgreiðslum; allar ríkisstjórn- ir, sem til þeirra hafa gripið að nokkru ráði, hafa sprungið. Sú skylda hvílir á Sjálfstæðisflokkn- um að sameina krafta sína og hrinda í framkvæmd stefnu sinni sem felst í orðunum „leiðin til bættra lífskjara" og samþykkt síðasta landsfundar með þeirri yf- irskrift. Hagvöxtur verður enginn í ár — fólk flykkist úr landi - sagði Friðrik Sophusson Að loknu máli Geirs Hall- grímssonar talaði Friðrik Soph- usson. Hann skýrði í máli og myndum (línuritum) gengisþróun íslensku krónunnar, þróun kaup- gjalds, verðlags og kaupmáttar, lánskjör, markaðshlutdeild iðnað- arvara (innlendra og erlendra) o.fl. Hann sagði, að stjórnarstefna núverandi ríkisstjórnar hefði einkum verið fólgin í þessum meginmarkmiðum stjórnarsátt- málans: Hluti fundarmanna á fundi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri um atvinnumál í sl. viku. 1. Koma átti verðbólgu í 10 stig 1982, en hún verður 52% ef eng- ar aðgerðir koma til (þær verða víst aðallega frestunaraðgerð- ir). 2. Erlendar lántökur skyldu lækka, en þær eru í hámarki. 3. Atvinnumál: Hallarekstur er á undirstöðuatvinnugreinum. 4. Orkunýting: Engar ákvarðanir teknar, en skýrslur skrifaðar og þær flokkaðar til geymslu í Iðn- aðarráðuneytinu. Auðkenni þróunar eru þessi: 1. Mikill vöxtur sjávarafla, þar með þorskafla. 2. Vísitöluskerðing er samtals 26,3%. Flest atriði í félagsmála- pökkum voru svikin. 3. Stór-gengisfellingar — dollar hefur hækkað um 260% gagn- vart krónu á valdatima vinstri flokkanna. 4. Skattabyrði hefur stóraukist. Eigna- og tekjuskattar hafa hækkað um 295 millj. kr. á verðlagi ársins í ár. Óbeinir skattar, svo sem söluskattur, vörugjald, gjald á ferðalög, inn- flutningsgjald á sælgæti, skatt- ar á verslunar- og skrifstofu- húsnæði, verðjöfnunargjald á raforku, skattar á bensín, orkujöfnunargjald, gjald á Framkvæmdasjóð aldraðra o.fl. hafa hækkað um 1252 millj. kr., en frá dregst niðurfelling sölu- skatts á matvöru 1978 og lækk- un tolla og aðflutningsgjalda, 321 millj. kr., þannig að nettó- hækkun er 931 millj. kr. umfram verðlagsha'kkanir. Nú er talað um niðurskurð sem er 10% af skattaaukningunni. — Allt er þetta á föstu verðlagi ársins í ár. 5. Þensla eyðsluútgjalda ríkis- sjóðs tvöfaldast. 6. Erlendar skuldir nálgast 40% af þjóðarframleiðslu, sem eru hættumörk á alþjóðavettvangi. 7. Minni framkvæmdir, opinberar og íbúðabyggingar. Samdráttur er frá ári til árs. Sjálfstæðisflokkurinn vill ganga leiðina til bættra lífskjara. Aukning þjóðarframleiðslu (hag- vöxtur) er þar mjög mikilvæg. Annars verður landflótti og meiri verðbólga og minna verður til skiptanna. Rétt stjórnmálastefna ein getur bætt lífskjörin. Finna verður arðbær störf handa ungu fólki. Hagvöxtur verður enginn á þessu ári vegna rangrar stjórnarstefnu, enda flykkist fólk úr landi. Fram á samræmi milli lélegra afkomuára og landflóttaára hefur verið sýnt á fræðilegan hátt. Að lokum skýrði Friðrik nokkur helstu ráð núverandi valdhafa í vísitöluhagræðingu og niðurtaln- ingu. Meðal áhrifamestu tækj- anna er vitanlega að greiða niður vörur, sem ekki eru til, en slíkt hefur gerst. Fyrirspurnir komu fram frá Halldóri Rafnssyni, Sigurði J. Sigurðssyni og Trvggva Pálssyni. Gísli Jónsson fór með vísu. Geir svaraði fyrirspurnum. Að lokum flutti Halldór Blön- dal stutta ræðu en að því búnu sleit fundarstjóri fundi og þakk- aði frummælendum og fundar- gestum komuna. Sv.P. ■■•■■■■ " ' :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.