Morgunblaðið - 28.01.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.01.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1982 21 aður, en slíkir markaðir fyrir sauðfé á fæti höfðu mjög tíðkazt fyrir þann tíma. Reynd var sala saltaðs kindakjöts bæði til Bret- lands, Danmerkur og síðan Noregs, en gafst misjafnlega og oft illa. Kindakjöts- framleiðsla íslenzkra bænda var á þessum tfma mun meiri en markaður var fyrir innan lands, enda kaupstað- ir litlir, svo að allt kapp var lagt á sölu afurðanna til út- landa, en með lélegum ár- angri. Ýmsir forystumenn í félags- og þjóðmálum hófu þá baráttu fyrir úrbótum á þessu sviði og varð það með- al annars til, að Sláturfélag Suðurlands var, að allmikl- um undangengnum undir- búningi, stofnað við Þjórs- árbrú 28. janúar 1907. IJnnid vid pylsupökkun á Skúlagötu 20. Sláturfélagið er stærsti framleið- andi vínarpylsa á landinu og væri ársframleiðslan lögð fram, enda við enda, samsvaraði hún nær tvöfóldum hringveginum eignarhluta þessara aðilja og árið eftir var frystihúsið endurbyggt. 1953 var byggt sláturhús við Laxá í Skilmannahreppi og í því má slátra 500 fjár daglega. Þá var sláturhúsið að Djúpadal fullkom- lega endurbætt sama ár og slátrað þar 800 til 900 fjár á dag. 1954 var byggt sláturhús í Vík í Mýrdal og má þar slátra 550 fjár á dag. 1955 tók Kjötbúð Vesturbæjar að Bræðraborgarstíg til starfa. 1957 var matarbúð að Brekku- læk opnuð og verzlunarrekstur á Akranesi hafinn að nýju. 1960 tók kjörbúðin í Álfheimum 2 til starfa. 1962 hófst rekstur Vörumið- stöðvarinnar. Til að byrja með var hann til húsa að Grensásvegi 14, sem félagið keypti sama ár, en ár- ið 1969 flutti hún að Grensásvegi 16. 1963 tók frystihús á Hvolsvelli, sameign Sláturfélagins og Kaup- félags Rangæinga, til starfa. Árið 1974 var eignarhluti kaupfélagsins keyptur og húsið síðan stækkað. 1964 var tekið í notkun nýtt sláturhús í Laugarási í Biskups- tungum og hafinn rekstur kjör- búðar á Laugavegi 116. 1965 var keypt frystihús að Laxalóni við Reykjavík og sútun- arverksmiðja tók til starfa í ný- byggingu féiagsins að Grensásvegi 14. Þá hófst verzlunarrekstur að Háaleitisbraut 68, til að byrja með í bráðabirgðahúsnæði, en 1967 flutti verzlunin í nýtt húsnæði á sama stað, sem félagið hafði fest kaup á. 1971 var tekið í notkun fullkom- ið stórgripasláturhús á Selfossi og er það rekið allt árið. 1973 var verzlunarhúsnæði í Að- alstræti 9 keypt og hafinn þar rekstur verzlunar í tengslum við Matardeildina í Hafnarstræti. 1974 var hafinn rekstúr “kjör- búðar í Glæsibæ og húseign Bíla- smiðjunnar að Höfðabakka 1 keypt og er nú hluti af sútunar- verksmiðju félagsins. Eftir þetta hafa ýmis hús fé- lagsins verið verulega endurbætt svo og tækjakostur og ýmsar framkvæmdir fyrirhugaðar. Eins og fram hefur komið hefur meginviðfangsefni Sláturfélagins verið slátrun búfjár og vinnsla og sala búfjárafurða. Félagið starf- rækir nú 7 sláturhús, þar sem allt að 200.000 fjár hefur verið slátrað árlega og um 15.000 stórgripum og svínum. Þá hefur kjötvinnslan verið veigamikill þáttur í rekstri félagsins og matvörusala hefur verið á vegum þess síðan 1908. Sláturfélagið rekur nú 8 verzlanir í Reykjavík og eina á Akranesi. Þá rekur félagið umsvifamikla sútun- arverksmiðju. Um síðustu áramót voru fastráðnir starfsmenn fé- lagsins um 600. Fyrirhugað er að minnast 75 ára afmælis Sláturfélags Suður- lands samtímis aðalfundi félags- ins í vor. Texti HG Ljósmyndir Mbl. Kristján Jón H. Bergs forstjóri SS: Fjölbreytni og vörugæði í fyrirrúmi „ÉG HEK STARFAÐ vid Sláturfélagið í um 30 ár, eða frá því að ég lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1952, en auk þess hafði ég starfað við það á námsárum mínum. Síðan var ég frá störfum í I ár er ég var við framhaldsnám, aðallega í verzlunarrétti, við ('olumbia háskólann í New York 1953 til 1954. Eg var fulltrúi forstjóra, fiiður míns Helga Bergs, þessi ár, þar til hann lézt. En 1. janúar 1957 var ég formlega ráðinn forstjóri fyrirtækisins," sagði Jón II. Bergs, núverandi forstjóri Sláturfé- lags Suðurlands er Morgunblaðið ræddi við hann í tilefni afmælisins. „Það er ekki laust við að miklar breytingar hafi átt sér stað, þegar maður lítur til baka. Fyrirtækið hefur alltaf keppt að því að auka vörugæði og þjónustu við við- skiptavini sína og ná sem beztum árangri fyrir félagsmennina. En það voru vissir erfiðleikar sam- fara þessu fram undir 1960. Það, sem mér sárnaði mest, þegar ég kom að utan, var það hve miklir erfiðleikar voru samfara innflutn- ingi á umbúðum og tækjum til vöruvandunar. Á þeim tímum urð- um við jafnvel að notast við fisk- umbúðir, en á þeim voru ekki inn- flutningshöft þar sem þær voru ætlaðar til útflutnings. Því finnst mér mesta breytingin á rekstri fyrirtækisins, síðan ég hóf að vinna við það, hafa orðið er inn- flutningshöftunum var að miklu leyti aflétt um 1960 og hægt var að flytja inn nauðsynlegan vélakost og umbúðir. Það eru því um 20 ár síðan það var og eftir það hafa framfarirnar og vöxtur fyrirtæk- isins verið nær stöðugur. Það hef- ur alltaf verið Sláturfélaginu mik- ill akkur að hafa haft sínar eigin verzlanir frá upphafi, því að með því hefur náðst náið samband við viðskiptavinina og reynzt auðveld- ara að staðreyna óskir þeirra. Þannig hefur orðið auðveldara að auka þjónustuna, heldur en ef Sláturfélagið hefði bara verið framleiðandi. Hvað verðmyndun varðar er Sláturfélaginu fremur þröngur stakkur skorinn. Það selur nær eingöngu daglegar neyzluvörur, sem flestar eru tengdar vísitöl- unni. Flestar búvörur eru verð- lagðar til framleiðenda eftir verð- lagskerfi landbúnaðarins af 6 manna nefndinni og fyrirtækinu er naumt skammtaður vinnslu- kostnaðurinn. Síðan er verð á unn- um kjötvörum ákveðið af verð- lagsráði, en útflutningurinn, sem aðallega er skinnavörur, er háður heimsmarkaðsverði. Sláturfélagið er framleiðendafélag, selur búvöru framleiðendanna og reynir því að ná sem beztum árangri fyrir fé- lagsmenn sína hvað verð og gæði snertir eins og ég sagði áðan. Vegna þessa hefur Sláturfélagið aldrei verið rekið með verulegum hagnaði. Mikil áherzla hefur verið lögð á endurnýjun vinnslukerfis- ins og að dreifa framleiðslukerf- inu sem víðast út í héröðin og nú eru sláturhús, frystihús og vinnslustöðvar á sjö stöðum úti á landi. Áður fyrr fór nánast öll starfsemin fram hér við Skúlagöt- una í Reykjavík, en nú er slátrun- in öll úti á landi, en kjötiðnaður- inn aftur aðallega hér í Reykjavík, en margar tegundir unninna kjöt- vara er bezt að framleiða sem næst stærsta markaðssvæðinu. Við leggjum áherzlu á notkun hag- kvæmra vinnsluvéla, það er véla, sem ekki eru fyrirferðarmiklar en hafa mikla framleiðslugetu og er þetta okkur nauðsynlegt vegna takmarkaðs húsrýmis. Byggð hafa verið mjög afkastamikil slátur- og frystihús síðustu árin og nú er í undirbúningi bygging vinnslu- og dreifingastöðvar hér í Reykjavík og vinnslustöðvar á Hvolsvelli. Fyrirtækið er sem sagt í stöðug- um vexti og er nú samkvæmt niðurstöðum tímaritsins „Frjálsr- ar verzlunar" 15. stærsta fyrirtæki landsins miðað við veltu og eru þá á undan talin ýmis stórfyrirtæki ríkisins, svo sem Póstur og sími, Áfengis- og tóbaksverzlunin, bankar og ýmsar fleiri stofnanir. Sláturfélagið varð eitt af fyrstu fyrirtækjum landsins til að taka tölvutæknina í notkun, árið 1963, og skömmu síðar var fyrirtækið farið að taka að sér tölvuvinnslu fyrir önnur fyrirtæki. Því var síð- an hætt, en á tímabili var álitið heppilegra að kaupa slíka vinnslu að og hún keypt hjá Flugleiðum. Síðan breyttust viðhorf að nýju og aftur er fyrirtækið með eigin tölv- ur. Samfara hinum öra vexti hefur fjölbreytni í matvælaiðnaðinum hjá okkur margfaldast og nú er fjöldi tegunda unninnar kjötvöru frá Sláturfélaginu um 120, en hver tegund síðan framleidd og seld í marg\’íslegum stærðum og gerðum umbúða. Þá flytur Sláturfélagið talsvert inn af matvöru til þess að auka fjölbreytnina. Árið 1965 hóf Sláturfélagið starfrækslu sútunarverksmiðju, sem vinnur gærur frá öllum slát- urhúsum fyrirtækisins. Mestur hluti framleiðslu verksmiðjunnar er seldur á erlendum markaði," sagði Jón H. Bergs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.