Morgunblaðið - 28.01.1982, Síða 18

Morgunblaðið - 28.01.1982, Síða 18
18 MORGUNBLAÐrEV-FtMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1982 Samstarf kenn- ara í dreifbýli eftir Ingvar Ingvarsson Fátt er Ijúfara en að njóta sam- starfs og samvista KÓðra félajía. Þörfin, hjá okkur mönnunum, fyrir samneyti við aðra er að sjálfsögðu mismunandi eftir ein- staklinKum. Þó er það svo með okkur flest, að okkur líður betur í návist vinar eða í hópi góðra fé- laga. Vinurinn eða félagarnir eru þá xjarnan úr hópi þeirra sem hafa svipuð viðhorf til lífsins og tilverunnar — hafa svipaðar mannKÍldishuKsjónir — og/eða- hafa sömu áhunamál. ÁhuKamál manna eru afar fjöl- breytileg og marKvísleg, að ógjörningur er að telja þau upp hér. Hjá sumum fer áhugamálið og atvinnan saman, — aðalstarfið er aðaláhugamálið. I þeim tilfell- um nýtur starfið starfskrafta við- komandi nánast allan vökutíma hans. Starfið veitir honum lífsfyll- ingu og er honum annað og meira en brauðstritið eitt. Starfsgreinafélög mörg hver eru Ijós vottur þess, þegar saman tvinnast aðalstarf og áhugamál. Otult starf þeirra að eflingu starfsgreinanna kemur víða fram. Mörg félög leggja fram stóra fjár- muni og mikla vinnu í þessu skyni, þrátt fyrir að höfuðtilgangur þeirra hafi upphaflega verið að berjast fyrir betri kjörum félag- anna og fullnægja félagsþörf þeirra. Stjórnendum stofnana og fyrir- tækja er að verða það æ Ijósara hve mikilvægt öflugt félagsstarf starfsmanna getur verið starfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar, hvort heldur það er á sviði fram- leiðslu eða þjónustu. Góð líðan starfsmanna er forsenda þess, að þeir geti tekist á við erfið, vanda- söm og oft flókin verkefni. Virkt félag starfsmanna getur, í mörg- um tilfellum, lagt nokkuð af mörkum, t.d. við aðhlynningu ein- staklinganna, svo sem með því að aðstoða þá við úrlausn persónu- legra mála og sinna félagsþörf þeirra með því að virkja sem flesta til starfa innan félagsins. Nokkuð er um það að stjórnend- ur og féiög starfsmanna gangist sameiginlega fyrir námskeiðum eða fræðslufundum í hinum ýmsu starfsgreinum. Samstarf stjórn- enda menntamála og samtaka kennara er gott dæmi hér um. Hin svonefndu svæðasambönd grunnskólakennara — sem eru að meginreglu eitt í hverju kjördæmi landsins — hafa um margra ára skeið, staðið fyrir fræðsiufundum og námskeiðum um kennslu- og uppeldismál, í samvinnu við endurmenntunarstjóra Kennara- háskóla Islands og/eða námstjóra Skólarannsóknadeildar Mennta- málaráðuneytisins ásamt viðkom- andi fræðslustjóra. Eru fræðslu- fundir þessir og námskeið oftast í tengslum við félagsfundi kennara á haustin — haustþing — sem standa venjulega í tvo t il þrjá daga. Boðið er þá gjarnan upp á 7—12 valþætti hvern dag, í hinum ýmsu sérgreinum kennslunnar og hinum mörgu sviðum uppeldis- og kennslufræðanna. Oftast eru leiðbeinendur eða fyrirlesarar fengnir að, en einnig eru kennarar af heimaslóð kvaddir til. Haust- þing kennara eru oft á tíðum ærið fjölmennar samkomur (með allt að 300 þátttakendum), sem krefj- ast mikillar og nákvæmrar skipu- lagningar. Sýna kennarar ætíð mikinn áhuga fyrir fundunum, einkum og sér í lagi er námskeið eru í boði og eru ósínkir á fé og vinnu til þeirra hluta. Á haustþingunum er félags- fundum og námi stillt saman til þess að kennarar geti nýtt sömu ferðina, sem er ærið löng á stund- um, til félagsþátttöku og örlítillar endurmenntunar eða fróðleiksöfl- unar. Einnig gangast sömu aðilar fyrir einstökum námskeiðum og fundum um sérstök og aðkallandi málefni. Aðstaða kennara til félagsþátt- töku er með afar misjöfnum hætti. Einkanlega eru kennarar i fá- mennustu skólunum og heimavist- arskólunum í þröngri stöðu til að sækja fundi og námskeið lengra til. Ingvar Ingvarsson í seinni tíð hefur það orðið al- gengara með hverju árinu, að fræðslufundir séu haldnir á vinnutíma starfsmanna. Kennar- ar hafa sóst eftir þessari skipan eins og aðrar stéttir og hafa t.d. haustþingin, undangengin ár, ver- ið haldin, að einhverju eða öllu leyti, á starfsdögum skólanna. Skoðanir, meðal kennara, eru nokkuð skiptar um þessa tilhögun, enda eru aðstæður þeirra ólíkar eins og áður segir. T.d. eiga kenn- arar í heimavistarskólunum örð- ugt með að víkja sér frá, virka daga, eftir að skóli er hafinn. Hlutverk kennara í heimavist- arskólum er ábyrgðarmikið starf. Auk kennslunnar, annast þeir gæslu nemendanna á heimavist- unum og gagnvart yngri börnun- um sinna þeir hlutverkum foreldr- anna. Og ekki þykir geriegt að senda nemendur heim, sem komn- ir eru um langan veg, ef kennari æskir að sækja áríðandi fund eða námskeið. Kennarar fámennustu skólanna, eiga við sama vanda að etja. í skólum þar sem starfa einn, tveir eða þrír kennarar er oft miklum vandkvæðum bundið að útvega forfallakennara, ef kennari veikist eða þarf að bregða sér frá. Við það bætist, að margir þessara skóla eru bæði heimangöngu- og heimanakstursskólar og sumir heimavistarskólar jafnframt, þ.e. a.s. að hluti nemenda kemur gang- andi í skólann, öðrum er ekið og þriðji hluti nemenda býr í heima- vist skólans. Leggst því allt skólahald niður, ef kennarar þurfa að sækja fundi, ráðstefnur eða námskeið út fyrir byggðarlagið. Einnig þykir kenn- urum þéttbýlli staðanna ýmislegt að, er varðar aðstöðu til þátttöku í félagsstörfum og öðru sameigin- legu er lýtur að kennslustarfinu. Eru það fyrst og fremst vega- lengdir og víðátta félagssvæð- anna, sem vaxa mönnum í augum, sem eru eins og áður segir, sömu byggðarlögin og tengjast í kjör- dæmum landins, en vegna fámennis landsbyggðarinnar er ekki talið gerlegt að hafa þau fleiri og minni að landstærð. í hvert skipti, þegar boðað er til fundar eða námskeiðs, verður að taka tillit til allra félaganna á svæðinu eins og unnt er. En þegar t.d. aðeins eitt námskeið (hverrar tegundar) er haldið á svæðinu, er ekki hægt að komast hjá því að kennarar þurfi að sækja það um langan veg. Við þetta bætist rysj- ótt veður og oft slæm færð til ferðalaga, en veturinn hlýtur ávallt að vera sá tími ársins sem kennarar verja til félagsstarfa, það er á starfstíma skólanna. Á Norðurlandi, þar sem undirritaður er einna helst kunnugur, þykir langt t.d. úr Ólafsfirði og austur á Þórshöfn á Langanesi, jafnvel þótt helminguð væri og ótryggt að leggja upp í ferðalag á köldum og dimmum vetrardegi. Samt er það áreiðanlega barnaleikur í saman- burði við samgöngur á Vestfjörð- um og á Austurlandi. Hygg ég þó að Austfirðingar hafi orðið verst úti, hvað félagsmál kennara varð- ar, og eru samgöngurnar höfuð óvinurinn í þessum efnum. Er það virkilega verðugt verk- efni fyrir Kennarasamband Is- lands að leita lausna á félagsmál- um kennara í hinum afskiptu byggðum, einkanlega þeirra Aust- firðinganna, og athuga t.d. hvort breyting á félagssvæðinu, með til- liti til samgangna, væri einhver úrbót á þeirra málum. Rétt er að geta þess hér að lok- um, í vandamálapistli þessum, að oftast eru það þeir, sem mest fyrir hlutunum þurfa að hafa, sem eru með afbrigðum viljugir að leggja upp í langferð, í þágu starfs og stéttar, svo, að það hvarflar að manni, að það sem hér hefur verið sagt á undan, hljóti að vera langt fyrir utan og ofan allan raunveru- leika. Gott ef svo væri. Gleðilegt nýtt ár. Akureyri, janúar 1982 Ingvar Ingvarsson V ogaskóli eftir Sigurlaugu Magniísdóttur Ég er móðir í Vogaskólahverfi, og mér finnst eðlilegt og nauð- synlegt, að ég segi mínar skoðanir og skoðanir fleiri foreldra í hverf- inu á því, sem hefur komið til máls með Vogaskóla, en það er að flytja nemendur 5.-9. bekkjar grunn- skóla yfir í Langholtsskóla. Fræðsluráð Reykjavíkur sam- þykkti sumarið 1981, að stefnt yrði að því að færa eldri bekkina, þ.e. nemendur 10 ára og eldri, yfir í Langholtsskóla. Eins og lesendum mun vera kunnugt, hefur stór hluti Voga- skóla þegar verið seldur ríkinu til starfrækslu menntaskóla, og flutti Menntaskólinn við Tjörnina í skól- ann. Ég hef undanfarnar vikur hugs- að mikið um þetta mál. Mér er það mjög Ijóst, að gera verður sér ljósa stöðu unglinganna, sem stendur, ef til vill, til að flytja. Það er mikið talað um unglinga- vandamál, og eru þau sannarlega fyrir hendi. Við, hið fullorðna fólk, viljum oft gleyma því, sem enginn ætti að gleyma, en það er þroska- skeið unglinganna. Mér er það fullljóst, að það á að vera skylda okkar fullorðinna að styðja unglingana og gera þetta, oft erfiða, táningaskeið sem bjart- ast fyrir þá, sem ganga í gegnum það. Tel ég ekki vafa á því, að með því getum við forðað mörgum tán- ingnum frá þungum sporum. Ég tók það fram, hér að framan, að ég hefði mikið hugsað um þetta mál. Ég gerði það m.a. á þann hátt að reyna að meta, hvort slíkur flutningur táninga á viðkvæmu þroskastigi hefði ekki, eða gæti haft, mjög alvarlegar afleiðingar á gengi þeirra, og ef til vill leitt þá á leiðir, sem reyndist erfitt að leið- beina þeim af. Ég hef búið í hverfinu lengi, og hefur sonur minn sótt Vogaskóla frá 6 ára aldri, og ef til flutn- inganna kæmi, yrði hann einn þeirra sem fluttur yrði. Vogaskóli hefur gegnt starfi sínu mjög vel. Húsnæði skólans og aðstaða öll, þ.á m. stjórn og kennsla, er til fyrirmyndar. Finnst mér það synd og ábyrgð- arleysi, ef taka á þessa fyrirmynd, sem okkur á að vera skylda og gleði að taka þátt í og veita, frá táningunum sjálfum og okkur for- eldrunum, sem viljum af öllum mætti stuðla að björtu þroska- skeiði þeirra. Ég hef í hugsunum mínum ekki komist að niðurstöðu um, hvað hefur fengið Fræðsluráð til þess að ráðgera þennan flutning nem- enda, en mér hefur verið tjáð, að ráðið telji fækkun nemenda í hverfinu vera svo mikla, að þetta sé nauðsyn. Við, íbúar í hverfinu vitum, að fjöldi nemenda gengur í bylgjum, upp og niður. Eitt ár getur þeim fækkað, annað ár getur þeim fjölgað. Eftir því, sem ég kemst næst, er Vogaskólahverfið um 3000 íbúa „Ég talaði hér áðan um, að Vogaskólahverfi er um 3000 íbúa hverfi. Ég hef sjálf búið í 1000 íbúa bæ, árum saman. Við íbúarnir þar lögðum allt okkar fram til þess að ná fram grunnskóla og það tókst. Ég fæ mig varla til þess að trúa því, að Reykjavíkurborg treysti sér ekki til þess að starfrækja grunn- skóla fyrir 3000 íbúa hverfi.“ hverfi, og hefur upp á einn grunnskóla að bjóða, og mér er spurn, hvort Fræðsluráð ráðgeri virkilega, að taka þennan eina grunnskóla frá svona fjölmennu hverfi og flytja táningana til náms í annaö hverfi? Enginn má skilja orð mín svo, að ég sé að vanmeta Langholts- skóla. Það er ég ekki að gera, enda hefur hinn ágæti skólastjóri Langholtsskóla, Erlingur S. Tóm- asson, sagt í viðtali við Morgun- blaðið, að þeir í Langholtsskóla séu ekki að sækjast eftir því, að þessi breyting í Vogaskóla verði framkvæmd, og telur hann vafa- samt að fara út í að auka hlutdeild Langholtsskóla í skólahaldi á svæðinu, nema því aðeins, að Langholtsskóli verði efldur og þannig í alla staði fær um að sinna sínum nemendum sem skyldi. Á hann einkum við tvennt, þ.e. íþróttakennslu, en varðandi hana sé mikill húsnæðisskortur, og félagsstarf, en samkomusalur er ekki fyrir hendi. Ég talaði hér áðan um, að Voga- skólahverfi er um 3000 íbúa hverfi. Ég hef sjálf búið í 1000 íbúa bæ, árum saman. Við íbúarn- ir þar lögðum allt okkar fram til þess að ná fram grunnskóla og það tókst. Ég fæ mig varla til þess að trúa því að Reykjavíkurborg treysti sér ekki til þess að starf- rækja grunnskóla í 3000 íbúa hverfi. I vor verða enn einu sinni kosn- ingar til borgarstjórnar, og fara bréfakassar okkar íbúa Reykja- víkurborgar brátt að fyllast af myndum af brosandi frambjóð- endum. Ég efast ekki um, að þau, sem bjóða sig fram til væntan- legra trúnaðarstarfa, telji sig vandanum vaxin og ég efast ekki um, að það fólk, sem endanlega verður kosið, vinni sitt starf af samviskusemi, og ég vona, að það gleymi ekki okkur manneskjunum, sem borgina byggjum. Ég tel það eitt af aðalatriðum í ábyrgðar- stöðu og starfi, að sá sem gegnir þeirri stöðu og því starfi, beri virðingu fyrir manninum. Ég leyfi mér að vænta þess, að frambjóðendur kynni sér þetta mikilsverða mál vel, og ég vona að ekki verði hlaupið að ófarsælum lokum málsins í fljótfærni og á lítt hugsaðan hátt. Eitt er ég sannfærð um, að ef við missum skólann úr hverfinu, verður hann ekki færður okkur aftur. Að lokum vil ég benda núver- andi og væntanlegum borgar- stjórnarmönnum á það, að þetta er ekki mál, sem varðar einn póli- tískan flokk, því það vill svo til, að við íbúar í Vogaskólahverfi erum úr öllum flokkum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.