Morgunblaðið - 28.01.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.01.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANUAR 1982 Sigríður Kristín Pálsdóttir - Minning Fimmtudaginn 14. janúar sl. lést á heimili sínu Traðarstíg 6, Bolungarvík, Sigríður Kristín Pálsdóttir. Sigríður var fædd á ísafirði 21. maí 1910, dóttir hjónanna Páls Jó- hanns Jósúasonar frá Vatnsenda, Héðinsfirði, og Arnfríðar Þork- elsdóttur frá Dvergasteini við Ál- ftafjörð, en þau Páll og Arnfríður fluttust ári eftir fæðingu Sigríðar til Skálavíkur í Hólshreppi, og bjuggu þar myndarbúi. Sigríður Kristín var um margt sérstæð kona, vakti hún athygli hvar sem hún fór, enda ákveðin og skörugleg í framkomu. Broshýr og létt í lund var hún oftast, og leyndi sér ekki að þar fór hja- rtahlý manneskja. Ég átti þvi láni að fagna, að dveljast sex sumur og að auki hluta vetrar á heimili hennar og eftirlifandi eiginmanns, vinar míns Jóhanns Pálssonar. Sú dsvöl er eftirminnileg og minningar þess tíma allar ljúfar og hreinar. Þegar ung sál kemur í fyrsta sinn á ókunnugt heimili, kynnist nýjum húsbændum, nýjum siðum og háttum er margt sem leitar á hugann. Er fólkið gott? Verður dvölin ánægjuleg? o.s.frv. Vissu- lega var fólkið gott, viðtökur og aðbúnaður hinn besti. Sannast það best í minningunni um söknuð við heimferð að hausti og tilhlökkun við endurkomu að vori. Sigríður Kristín, Sigga Páls, eins og hún var oftast kölluð var góðhjörtuð kona, gjafmild og gestrisin. Sérstaka alúð sýndi hún okkur unglingunum fjölmörgu, sem dvöldu hjá henni um lengri eða skemmri tíma. Skilningur hennar á eðli og óskum æskunnar var slíkur, að telja má til fágætis. Sigga var sérstaklega ræðin, og hafði frá mörgu að segja. Frás- agnarmátinn var eins og hennar persónuleiki allur sérstæður og nokkuð óvanalegur, en skemmti- legur og um leið eftirminnilegur. Ósjaldan voru frásagnir af at- Minning um móður: Jódís Pálsdóttir Fædd 23. september 1895 Dáin 20. janúar 1982 „Klskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín lárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. I>egar stór ég orðin er allt það skal ég launa þér.“ Mamma var fædd að Viðvík í Skagafirði 23. september 1895, dóttir Jóhönnu Jónatansdóttur og Páls Kristjánssonar. Ekki giftust þau, svo að amma mín vann fyrir þessari einu dóttur sem hún átti. Eina hálfsystur átti mamma, Pál- ínu Pálsdóttur, sem látin er fyrir mörgum árum. Amma vann fyrir mömmu í 4—5 ár, en hún varð þá fyrir þeirri sáru raun að missa annan handlegginn í spunaverk- smiðju á Akureyri og varð því ekki gjaldgeng á vinnumarkaði eftir það. Þá þurfti hún að láta dóttur sína frá sér til tvíburasystur sinn- ar, Ingibjargar og manns hennar, Jóns að Hlíðarhaga í Eyjafirði. Mamma ólst. upp hjá þeim til 16 ára aldurs, þá hleypti hún heim- draganum og fór til Akureyrar og vann þar í fiski og öðru sem til féll. Hún vann fyrir ömmu eftir það, borgaði húsaleigu og það sem þurfti til litla heimilisins þeirra en amma hugsaði um heimilið því hún lærði að nota þennan eina handlegg sem hún hafði, hún gat gert svona flest innanhúss nema að prjóna. I kring um 1920 fer mamma til Reykjavíkur og þar voru kannski meiri tekjumöguleikar. Þar kynnt- ist hún honum föður okkar, Þor- steini Þórðarsyni frá Höfða í Bisk- upstungum. Pabbi var í Vélstjóra- skólanum og útskrifaðist 1921. Þau giftu sig 8. okt. 1921 og varð 9 barna auðið. 2 dóu í frumbernsku en 7 komust upp; Þórður, f. 10. 5. 1924, dáinn 11.1. 1944. Jóhanna, f. 13. 11. 1925, dáin 20. 10. 1973, Gunnar I.J. f. 9. 12. 1928, Harald- ur, f. 28. 2.1930, dáinn 23. 11.1965, Helga Guðrún, f. 14. 8. 1933, Hólmfríður, f. 21. 5. 1937, Jódís Steinunn, f. 31. 12. 1941. Jóhanna amma var tekin inn á heimilið og var hjá okkur uns yfir lauk 1939. Pabbi var vélstjóri á togurum og stundaði sjóinn og kom af og til í land, og alltaf var tilhlökkun þegar von var á honum. Svo kom stríðið með ennþá meiri vinnu og óteljandi fórnir. 11. jan. 1944 kom reiðarslagið, togarinn Max Pemperton var tal- inn af með 29 manns. Þar á meðal pabbi ogelsti bróðir minn, Þórður, aðeins 19 ára gamall. Það voru erfiðir dagar fyrir móður okkar sem komin var á miðjan aldur að standa ein uppi með börnin sín 6, flest á barns- aldri frá 2—18 ára. Hún var and- lega sterkbyggð kona og taldi kjark í okkur börnin. En margar andvökunætur hefur hún átt, því í þá daga voru hvorki mæðralaun né tryggingar. En áhættuþóknun fékk hún fyrir feðgana, svo með guðs hjálp tókst henni að halda öllum börnum sínum hjá sér og ól þau upp. En ég, sem 10 ára barn, skildi og sá hvað henni leið, því móðir okkar var það eina og mik- ilvægasta sem við áttum eftir í þessu lífi, án hennar hefðum við aldrei getað borið það sem á okkur var lagt. Ekki stóðum við þó alveg ein uppi því frændi minn, Magnús Víglundsson, og systkini hans frá Höfða stóðu vörð um heimilið í orðsins fyllstu merkingu, bæði með fjárhagslegri aðstoð og ekki síst innilegri vináttu. Þökk sé þeim öllum. Seinna árin bjó mamma með sonum sínum tveimur, Gunnari og Haraldi, og hélt heimili fyrir þá. 23. 11. 1965 lést Haraldur af slys- förum, drengurinn hennar sem kannski stóð henni næst og var lengst hjá henni. Þá var mamma orðin 70 ára gömul en Haraldur 35 ára. Mörg urðu áföllin á langri leið. Móðir mín, sem þrotin var að heilsu og kröftum, bugaðist við þetta áfall og bar aldrei sitt barr eftir það. Upp frá því fór að halla undan fæti smátt og smátt. Mörg hin síðari ár dvaldi hún á hjúkr- unarheimilinu Grund, heyrnar- laus var hún orðin og að mestu úr þessum heimi, en virtist líða vel og var ekki þjáð uhs yfir lauk. Fari móðir mín í friði. „Mildin þín studdi mig fyrsta fetið." Helga Gudrún 37 burðum og mannlífi í Skálavík, Hólshreppi, en á þeim stað hafði hún mestar mætur að ég best veit. Fyrir hjónaband eignaðist Si- gríður eina dóttur, Arnfríði Hólm Aradóttur, nú gifta í Reykjavík. Þá var hún um tíma heitbundin Kristjáni Þ. Kristjánssyni, og eignaðist með honum einn sop, Sumarliða er lést árið 1966. Sumarliði heitinn var andlega vanheill og átti við vanheilsu að stríða megin hluta ævi sinnar. Er mér minnistæð sú umhyggja sem Sigríður ávallt bar fyrir syni sín- um sjúkum. 7. júlí 1944 gekk hún að eiga eftirlifandi mann sinn Jóhann Pálsson frá Höfða í Grunnavík- urhreppi, og eignuðust þau fjóra syni og eina dóttur er lést skömmu eftir fæðingu. Synir þeirra hjóna eru: Páll Hólm fæddur 11/11 1944, kvæntur Rögnu Stefaníu Finnb- ogadóttur, Stinar Arnar fæddur 19/11 1947, kvæntur Ingibjörgu Björgvinsdóttur, báðir búsettir í Reykjavík, og Guðmundur, sem enn býr í föðurhúsum. Gunnar Hólm, sem var tvíburi Páls, lést í slysi, er sá hörmulegi atburður gerðist, að eldur kviknaði í eldhús- inu á Höfða þann 27. mars 1947. Búskap hófu þau Sigríður og Jó- hann að Höfða í Grunnavíkurhr- eppi árið 1945, en áður hafði Jó- hann búið þar með systkinum sín- um, en eignaðist nú jörðina einn. Mikil straumhvörf urðu næstu ár þar á eftir. Fólki fækkaði stöð- ugt í Jökulfjörðum. Breytt lífsv- iðhorf og aukin krafa til félags- og mannréttinda, svo og samgöngul- eg einangrun höfðu sterk áhrif á fjöldann. Flóttinn frá byggðunum að Norðan varðekki svöðvaður. Við getum reynt að setja okkur í fótspor þeirra fjölmörgu sem til- neyddir þurftu að yfirgefa át- thaga, fasteignir og þurftu að far- ga bústofni sínum og þannig að sjá að baki fjölmörgum mállaus- um vinum sínum. Hvort við svo aftur á móti skiljum þann söknuð og sársauka sem því fylgdi er svo annað mál. En fólkið fyrir norðan var ekki vant að flíka sínum tilfinningum. Staðreyndir voru viðurkenndar, brottför var óhjákvæmileg. Þau Sigríður og Jóhann voru með síð- ustu ábúendum innan Staðarheið- ar í Grunnavíkurhreppi. Til Bolungarvíkur fluttust þau árið 1957, var víst að nálægðin við Skálavík var Siggu vel að skapi. Þá er mér ekki grunlaust um að augu míns gamla húsbónda staldri oft við minni Jökulfjarða, en Bjarnarnúpur og Grænahlíð blasa við honum er hann gengur til vinnu sinnar, sem hann enn stundar af sama kappi og dugnaði og í gamladaga þrátt fyrir háan aldur. Enn er brottför hafin. Nú liggur leið yfir landamæri lífs og dauða. Kannski að eitt stærsta ævintýrið sé einmitt fólgið í þessari för. Hver veit? Merk samferðarkona hefur hafið ferðina mikli. Ég véit að þessi för skilur eftir sig söknuð í huga eiginmanns, barna og vina. Við hjónin kveðjum Sigríði, Siggu Páls, með þökk og virðingu um leið og við vottum Jóhanni og börnum, okkar innilegustu samúð. Olafur Kristján.sson, Bolungarvík fRíMSglffíN i Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI Vissir þú hvað steinflísar bjóða upp á marga möguleika. Sem vegg- eða gólfklæðningar á eldhús, baðherbergi og forstofur. Sem gluggakistur. í tröppur og eldstæði. Raunar hvar sem er. Efnið er margskonar: Marmari, blágrýti, skífa og grásteinn. Athugið að verðið er ótrúlega hagstætt. Eigum einnig margar gerðir af brotnum steini á veggi. Komið og skoðið úrvalið — eða hringið og fáið upplýsingar. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.