Morgunblaðið - 28.01.1982, Side 31

Morgunblaðið - 28.01.1982, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1982 31 Friedrich A. Hayek teiur aö frú Thatcher sé merkur stjórn- málamaður, en finnur tvennt aö hagstjórn hennar: aö hún hafi ekki tekiö óeölileg sérréttindi af verkalýðsfélögunum og aö hún hafi ekki fremur reynt að nota „leiftursókn" en „niöurtalningu" gegn veröbólgunni. Milton Friedman, kunnasti talsmaöur aðhalds í peninga- málum á okkar dögum, telur. aö tvennt hafi ekki tekist sem skyldi í Bretlandi: aö breyta ríkisfyrirtækjum í einkafyrirtæki og að lækka skatta. (Hann telur reyndar einnig, að peninga- magninu sé ekki stjórnaö meö réttum hætti, en það er of flókiö mál til að ræða í þessu viö- fangi.) vinnumarkaðnum hefur verið góður friður, verkfallsdögum hefur stór- lega fækkað, og kjarasamningar hafa verið hófsamlegir. Frú Thatch- er hefur ekki látið undan fjölmiðl- um og öðrum, sem hafa hvatt hana til að skipta sér af vinnudeilum og kaupa frið með ódýrum peningum. Það var umfram allt hún, sem sigr- aði í nýlokinni deilu um British Leyland, bresku bílaverksmiðjurn- ar, sem ríkið á. Verksmiðjurnar eru enn reknar með tapi, en það hefur minnkað mjög síðustu árin vegna hagræðingar. Stjórn verksmiðjanna neitaði í síðustu kjarasamningum að samþykkja meira en 3,8% launa- hækkun og sagði, að hún lokaði verksmiðjunum fyrir fullt og allt, ef þessu tilboði yrði ekki tekið. Að vísu stöðvuðu verkalýðsfélögin vinnu í nokkra daga, en þau tóku tilboðinu, er þau skildu, að frú Thatcher ætl- aði ekki að skipta sér af deilunui. Talið er, að launahækkanir i kjara- samnirtgunum verði ekki að meðal- tali nema um 7% á þessu ári (en það felur í sér raunverulegar launa- lækkanir í rúmlega 10% verðbólgu). Þannig hefur tekist að kom á sæmi- legum aga á vinnumarkaðnum með aðhaldi í ríkisfjármálum og pen- ingamálum. Launþegar og vinnu- veitendur geta ekki lengur treyst því, að ríkið kaupi frið af þeim með ódýrum peningum, að taugar ráð- herra bili. Verkamannaflokkurinn ógnar ekki heldur frú Thatcher. Hún er svo heppin, að í miðri kreppu, sem kemur illa við flesta, er stjórnar- andstaða hans máttlítil. Miðju- bandalag Frjálslynda flokksins og Jafnaðarmannaflokksins getur orð- ið henni hættulegra. Stefna þess er fremur að skapi bresks almennings en stefna Verkamannaflokksins, sem hefur orðið fyrir áhrifum af fámennum, en duglegum hópum öfgamanna. Það er reyndar fróðlegt að bera saman frú Thatcher og Shirley Williams, eina skærustu stjörnuna á himni Jafnaðarmanna- flokksins eftir stórsigur hennar í aukakosningunum í Crosby. Frú Williams er komin af yfirstéttar- fólki, faðir hennar var prófessor í stjórnfræði, móðir hennar kunnur rithöfundur, hún var í einkaskóla og þurfti síðan engan námsstyrk til að komast í Oxford eins og frú Thatch- er. Hún hefur alltaf getað vorkennt lítilmagnanum úr hæfilegri fjar- lægð, og um hana og samflokks- menn hennar má segja, að þau eru tilbúin til að hjálpa öðru fólki, ef það er þeim að kostnaðarlausu. Þetta er viðkunnanlegt fólk að sjá og heyra, en það hefur ekki hrifist af miklum hugsjónum, hefur ekkert til að berjast fyrir. Þetta fólk, sem breytir engu og engum getur verið illa við. En frú Thatcher breytir ýmsu, og þess vegna er mörgum illa við hana. Stundum er sagt, að miðjubanda- lagið hafi allt sitt fylgi, vegna þess að stóru flokkarnir tveir hafi færst hvor í sína áttina og skilið mikið fylgi eftir í miðjunni, frú Thatcher sé „of langt tíl hægri". Þeir, sem segja þetta, skilja ekki, að þeir eru að nota mjög óskýrar líkingar. Hvað er „hægri" og „vinstri“ og „miðja" í stjórnmálum? Þeir eru að strika út völl, sem ekki er til, tala um áttir, sem enginn getur bent á. Öfgamenn eins og Tony Benn hafa að vísu náð miklum áhrifum í Verkamanna- flokknum, en það er fjarri lagi að kenna frú Thatcher við öfga. Hvaða öfgar eru það að reyna að halda aukningu peningamagns á sama bili og aukningu þjóðarframleiðslu? Hvaða öfgar eru það, að reyna að stöðva hækkun ríkisútgjalda? Frú Thatcher hefur sennilega orðið fyrir hinu sama og margir aðrir baráttu- glaðir umbótamenn. Það er talið til marks um, að hún sé ekki hófsöm, að hún er herská, því að á okkar dögum leggja menn hófsemi að jöfnu við undanlátssemi. Að sigra söguna Það er síður en svo óhugsandi, að frú Thatcher sigri í næstu þingkosn- ingum í Bretlandi. Verið getur, að atvinnulífinu batni, og verið getur, að mönnum lítist ekki á það kvik- syndi sem Mitterrand er að leggja út í handan Ermarsundsins, og læri af því. En að svo komnu máli er miklu líklegra að hún tapi. Það er ekki nýmæli, að valdsmönnum sé blótað, þegar illa árar. Við munum það úr I leimskringlu, hvernig Svíar Mennmgar- og vís- indalegir DANSK-ÍSLENSKI sjóðurinn hefur nýlega veitt nokkur framlög og styrki til eflingar menningar og vís- indalegra tengsla þjóðanna á milli. Styrkirnir eru að upphæð samanlagt 27.000 danskar krónur eða ríflega 33.000 íslenskar krónur. Mestan styrk fær Þórir Þórð- arson prófessor og dr. theol. kr. 4000 danskar til að taka þátt í ráðstefnu í Árhus. 2000 danskar krónur fá Svend Funder mag. sci- ent til Islandsferðar og Lise Præstgaard Andersen til að skrifa bók, „Skáldmeyjar — kvennagoð- sögn“. 1000 krónur danskar fá eft- irtaldir: Árni Bragason stud. agro., Jón Guðmundsson, agro.. styrkir Guðmundur Halldórsson agro., Pia Sveinsdóttir arch., Þorsteinn Þorvarðarson agro., Frank Frið- riksson polit., Kristján Ásgeirsson arch., Jón Þorvaldsson arch., Sæ- var Birgisson polyt., Ingólfur Kristjánsson polyt., Þráinn Hauksson hort., Elísabet Sólbergsdóttir pharm., Helga Skúladóttir pharm., Guðjón Jónsson polyt., Ólafur Arin- björnsson pædagogik., Baldur Bjartmarsson polyt. og Ágúst Arnórsson polyt. Styrki að upphæð 500 danskar krónur hlutu: Loftur Þorsteinsson stud. tech., Jóhannes Benediktsson tech., Bjarni Snæbjörnsson udd.t. arkitekt og Þóra Hjálmarsdóttir. Shirley Williams og sam- flokksmenn hennar í Jafnaö- armannaflokknum tala mjög um „nýja stefnu'. En stefna þeirra er í rauninni gömul. Henni var fylgt á árunum 1950—1970 af ríkisafskiptasinnum beggja flokka, og hún reyndist ekki vel að lokum, svo að ekki sé meira sagt. fóru með konunga sína. Og margir hafa verið til að kenna frú Thatcher um, að illa hefur árað í Bretlandi. Hún hefur storminn í fangið. Hún ber á herðum sér vanrækslusyndir undanfarinna tveggja áratuga. Og að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir um hana. Hverjum líkar það, þegar hún birtist ströng á svip á sjónvarpsskjánum og segir mönnum þann óþægilega sannleik, að þeir eigi ekki að eyða um efni fram og að hún ætli að minnsta kosti ekki að auðvelda þeim það með framleiðslu ódýrra peninga? Ég horfði nýlega á leikrit um hana og eiginmann henn- ar í Lundúnum, „Anyone for Den- is?“ I því er dregin upp heldur ófrýnileg mynd af henni, þótt heita ætti að það væri gamanleikrit. Og róttæklingar hrópa á mannamótum: „Ditch the Bitch“. En samverka- menn hennar lýsa henni á svipaðan hátt og höfundur Njálu lýsir Berg- þóru — að hún sé skaphörð, en skör- ungur og drengur góður. Winston Churchill tapaði þing- kosningunum 1954 eftir frækilega forystu sína í heimsstyrjöldinni síð- ari. En hann sigraði söguna — og reyndar aftur í kosningunum 1951. Allir vita, að hann er einn merkasti stjórnskörungur Breta á þessari öld. Ég ætla ekki að spá því, að frú Thatcher tapi í næstu þingkosning- um, sem verða á því merka ári 1981. Hinu ætla ég að spá, hvort sem hún tapar í þeim eða ekki, að hún sigri söguna, að hún verði talin í hópi merkustu stjórnmalamanna Norð- urálfu á okkar dögum. Stundum læðist að okkur sumum sá grunur, að við séum að lifa síðustu daga glæsilegrar menningar, sem varla er orðin tvö hundruð ára — menningar frjálsra, vestrænna lýðræðisþjóða — og að framundan sé stofnanaræði (korpóratismi), þannig að stjórn- málaflokkar, ríkisstofnánir, einok- unarfyrirtæki og hagsmunasamtök skipti með sér valdinu og ekkert verði eftir handa einstaklingunum. Við getum ekki síst kennt skamm- sýnum, tækifærissinnuðum stjórn- málamönnum um það, ef þessi grun- ur verður að veruleika. Én við get- um þakkað stjórnmálamönnum eins og frú Thatcher fyrir það, ef okkur tekst að afstýra því. Oxford í nóvember 1981. Úlpurmreru úrnylon efiii, fóðraðarmeð dún. Með lausri hettu, sem auðvelt er að festa á, eða taka afi BarnastærÓir 116cm.- 176cm. DömustærÓir 34 36 38 40 42 44 Herrastæróir 48 50 52 54 56 Litir Dökkblátt Vinrautt Verð Frá 760r Kr. Snorrabraut Glæsibæ Miövangi - Hafnarfirói

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.