Morgunblaðið - 28.01.1982, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.01.1982, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1982 Besta hljómsveit í heimi? Hljjóm- plötur Finnbogi Marinósson Tenpole Tudor. I>et the Four Winds Blow. STIFF Records SEEZ 42. Það eru fáir, ef það er nokkur sem ekki hefur sönglað eða dill- að sér eftir lögunum „Swords of a Thousund Men“ og “Wunder- bar“. Þessi lög er að finna á fyrstu plötu Tenpole Tudor „Eddie, old Dick and Gary“, en hún kom út í fyrra og naut mik- illa vinsælda. Síðastliðið haust bættu félagarnir við nýjum manni en hann heitir því furðu- lega nafni Munch Universe og spilar á gítar. Nýi maðurinn var æfður inni í hljómsveitina og svo var farið inn í stúdíó og ný plata hljóðrituð. Hún kom svo út rétt fyrir jól og heitir „Let the Four Winds Blow“. Á plötunni eru 10 lög. Öll eru þau eftir þá félaga, einn eða fleiri saman. Titillag plötunnar, sem er fyrsta lag fyrri hliðar, ér eftir foringja Tenpole Tudor, Eddie. Náungi þessi hefur skrítinn vana. Hon- um þykir gott að hressa upp á minni fólks og þess vegna skiptir hann um ættarnafn einu sinni á ári. Á fyrstu plötunni hét hann Edward Tudor en í dag heitir hann Eddie Tuderpole. Fyrstu tvö lögin eru dæmigerð Tenpole-lög, hressir rokkarar með ágætlega grípandi laglínu. Þriðja lagið er rólegt og ósköp þægilegt. Það má eiginleg segja að það sé hvorki gott né vont. Tvö síðustu lögin eru eins og þau fyrstu, hress og rokkuð nema hvað þau hljóma ögn meira poppuð, þ.e. Tenpole-stíllinn er ekki eins áberandi og gerir lögin því líkari öðrum popp/rokkur- um. Sem sé ekki slæm fyrri hlið. hlustað á fyrsta lagið, „Local Animal", kemur allt annað hljóð í strokkinn. Það er all miklu öðruvísi en önnur lög Tenpole Tudor. Hér sýna þeir á sér alveg nýja hlið. Annað lagið er „Her Fruit Is Forbidden", þar eru þeir komnir aftur í sömu fötin og áð- ur, góður rokkari. Þriðja lagið er „Tonight Is the Night", rólegur popp-slagari eins og þeir gerast bestir. „Unpaid Debt“ er næst- síðasta lag plötunnar, virkilega grípandi og skemmtilegt lag. Síðasta lagið er svo „King of Siam“. Þetta lag er alveg sér á báti, ef hægt er að lýsa laginu, þá má segja að þetta sé enskur poppari í austurlenskum stíl. Ef þú trúir þessu ekki, hlustaðu þá á lagið. í heildina er þetta góð popp/ rokk plata. Að vísu er ekki neitt lag á plötunni eins grípandi og sum á þeirri fyrri en á annan hátt stendur hún þó jafnfætis henni. Það má til gamans geta þess að koliegi minn hjá mús- íkblaðinu Melody Maker sagði í upphafi umsagnar sinnar um plötuna: „Þetta mun virka sem áfall á ykkur öll, en það er til fólk á þessari jörð sem gerir sér ekki grein fyrir að Tenpole Tud- or er besta hljómsveit í heimi, megi guð fyrirgefa þeim.“ Stór orð en ... FM/AM. Turville-Petre og íslensk fræði Bókmenntir Erlendur Jónsson SPECVLVM NORROENVM. 508 bls. Odense University Press. 1981. Gabriel Turville-Petre var í tölu þeirra Breta sem best kunnu skil á norrænum og íslenskum fræðum um sína daga. Oft kom hann hingaö til lands, talaði og skrifaði íslensku og eignaðist hér vink Rit þetta átti eiginlega að verða af- mælisrit, en varð minningarrit — Turville-Petre lést áður en það sá dagsins ljós. Ritstjórar eru fjórir frá jafnmörgum löndum, þeirra á meðal Guðrún P. Helgadóttir. Hún á einnig ritgerð í bókinni. Nefnist hún Laukgarðr. Orðið laukur var sem kunnugt er mikið notað í fornum ritum, bæði í eig- inlegri og óeiginlegri merkingu. Til dæmis var fremsti maður í fjölskyldu gjarnan kallaður lauk- ur ættar sinnar. Hér dregur höf- undur fram hvaðeina sem varpað getur ljósi á merkingar orðsins og leiðir getum að því að laukagarð- ar, sem allvíða er getið, hafi verið garðar þar sem ræktaðar voru lækningajurtir. En sem kunnugt er hafa jurtir frá elstu tíð og fram á okkar daga verið notaðar til lækninga og ýmsar aðferðir tíðk- ast í meðferð þeirra og ræktun. Er mér ekki kunnugt um að nokkur hafi skýrt laukagarð svo á undan Guðrúnu P. Helgadóttur. Fróðleg ritgerð og skemmtileg! Fleiri íslendingar eru hér meðal höfunda, t.d. Jakob Benediktsson sem ritar um Hafgerðingadrápu, Kristján Eldjárn um bronsmynd frá Eyrarlandi, Davíð Erlingsson ritar um efni í Víga-Glúms sögu, Jón Helgason nefnir ritgerð sína Salfastar sveigar, og Jónas Krist- jánsson ritar um lærðan stíl og sögustíl. Flestar eru ritgerðirnar á ensku en nokkrar á þýsku. Formála fyrir bókinni ritar Ur- sula Dronke. Þar lofar hún sem Guðrún P. Helgadóttir Gabriel Turville-Petre verðugt er ævistarf Turville-Petre og gerir grein fyrir ritstörfum hans. Hef ég að sjálfsögðu ekkert við þau formálsorð að athuga nema hvað einatt er talað um »Norse«. Skrifaði Ari fróði á »Norse«? Var Njála skrifuð á »Norse«? Síðast en ekki síst ber svo að nefna minningargreinina, Um Gabriel Turville-Petre eftir Einar Ólaf Sveinsson. Rifjar hann upp þeirra fyrstu kynni sem forðum tókust á Landsbókasafninu hér: »Áttum við þá og síðar fleiri sam- töl um íslenzk fræði en talið verði. En það þarf ekki að taka fram, að á þessum tíma kynntist hann flestum vísindamönnum, sem þetta bókasafn sóttu, svo og þeim, er voru þá við háskólann, kennur- um og nemendum ...« Síðar, er Einar Ólafur var rit- stjóri Skírnis, barst honum grein frá Turville-Petre sem var rituð á íslensku og »þurfti ekki að breyta neinu, sem orð var á gerandi*. Þótt hlutur Islendinga í riti þessu sé verulegur eru höfundar þó flestir erlendir. Meðal þeirra sem hér eru gamalkunnir vegna starfa að íslenskum fræðum má nefna Peter Foote og Hans Kuhn. Þótt íslenskar miðaldabók- menntir skipi ekki svo háan sess í heimsbókmenntunum sem verðugt væri — t.d. mun lægri en ítalskar endurreisnarbókmenntir — má þó segja að allnokkur rækt sé lögð við þær í löndum þeim sem næst okkur liggja: á Norðurlöndum, í Bretlandi, Þýskalandi og einnig nokkuð í Norður-Ameríku. Þegar út fyrir það svæði dregur er þeim sama og ekkert sinnt. ítölsku endurreisnarbókmenntirnar eru hins vegar lesnar um víða veröld og sífellt gefnar út eftir þörfum. Ekki er það gæðamatið sem sköp- um skiptir heldur sá styrkleika- munur sem var og er á rómönsk- um þjóðum annars vegar og ein- angraðri smáþjóð hér í norðurhöf- um hinsvegar. Þegar menn eins og Gabriel Turville-Petre taka sér fyrir hend- ur að rannsaka og kynna þessar bókmenntir okkar í heimalöndum sínum er það því meira en þakkar vert. Það er ómetanlegt. Það styrkir íslendinga til að bera höf- uðið hátt í menningarheiminum. Rit þetta er verðugt að þvi leyti að það heldur á lofti minningunni um mann sem skilaði miklu og lofs- verðu ævistarfi. Og það er einnig athyglisvert og merkilegt vegna þess efnis sem þar er saman dreg- ið. Þarna eru samankomnir fræði- og vísindamenn sem vita hvað þeir eru að segja. Af Listasafni háskólans og Listasafni Islands Myndlist Bragi Ásgeirsson Lokið er fyrsta starfsári Listasafns háskólans og í því til- efni eru nú til sýnis listaverk þau er stjórn safnsins hefur keypt á tímabilinu ásamt tveim- ur málverkum er gefin hafa ver- ið til safnsins. Eru það 21 verk sem safnið hefur fest sér og til sýnis eru í forsal aðalbyggingar háskóians ásamt sjálfsmynd Þorvaldar Skúlasonar, og lands- lagsmynd eftir Gísla Jónsson, eða samtals 23 myndir. Svo segir í þriðju grein stofnskrár safns- ins; að Háskóli íslands skuli ár- lega leggja til safnsins eitt pró- sent þeirrar fjárhæðar, sem var- ið er til nýbyggingar á vegum skólans. Þannig hefur verið var- ið til listaverkakaupa á starfsár- inu 173.025 krónum en öðrum tekjum til Ijósmyndunar, tækja og almennrar varðveislu safns- ins. Listasafn háskólans er annað safnið á landinu, sem ég þekki til, er nýtur fastra prósentu- tekna til starfsemi sinnar en hitt er Listasafn Kópavogs, en slíkt er hverju safni nauðsynlegt ef það á að geta starfað eðlilega. Þannig hafa bæði þessi söfn á skömmum tíma orðið íslenzkri myndlist meiri lyftistöng með innkaupum sínum en sjálft Listasafn Islands, en það háir þeim báðum að ennþá ráða þau hvorki yfir húsnæði né sjálf- stæðum sýningarsal. Það er hressilegt að líta inn í anddyri háskólans þessa dagana þótt myndirnar séu ekki margar og vafalaust megi deila um hvernig til hefur tekist um val á myndum. Að mínu mati er þetta snoturt samsafn og góð viðbót við það sem fyrir er, en menn verða einmitt að taka mið af því. Vegna prófa við háskólann eiga velflestir nemendur og kennarar skólans leið um anddyrið þessa dagana og er tíminn því vel val- inn til kynningar safnsins. Ég sá þó ekki betur, er mig bar að garði sl. laugardag, en að flestir væru þar á ferð og þá í því eina augnamiði að skoða myndirnar. Sýningin er öllum opin og ættu sem flestir að gera sér ferð í anddyri æðstu menntastofnunar þjóðarinnar til að fylgjast með vexti og viðgangi safnsins frá upphafi. Sem kunnugt er þá var Listasafn Háskóla íslands stofnað af frumgjöf þeirra hjóna Ingi- bjargar Guðmundsdóttur og Sverr is Sigurðssonar. Mér þykir rétt að geta þess hér einnig, að í sölum Listasafns íslands er nú uppihangandi all- mikið safn „portrett“-mynda, sem eru í eigu safnsins, gerðum í olíu, vatnslit, grafík og teikni- tækni. Slíka sérsýningu minnist ég ekki að hafa séð þar áður, og þótti mér hún hin forvitni- legasta til skoðunar enda spann- ar hún langt tímabil. Mest ber á hefðbundnum portrett-myndum en minna á svipmiklum umbúða- lausum vinnubrögðu enda er stórum meira úrval hefðbund- inna vinnubragða á markaðin- um. Ég held, að enginn íslenzkur myndlistamaður hafi sérstak- lega lagt það fyrir sig, að mála skynrænar myndir af samtíðar- mönnum sínum, þótt sumir hafi gert það á afmörkuðu tímaskeiði eða grípa til þess endrum og eins. Þetta er svipað og með landslagið, en þar verða menn flestir að þekkja eitthvað af sléttri og felldri ytri byrði fyrir- myndarinnar til að vera með á nótunum. Allur fremsti salurinn hefur verið lagður undir myndir eftir Jón Stefánsson, sem er vel til fundið. Menn geta hér séð hvílík- ur afbragðsmálari hann var. Jón fegrar sannarlega ekki fyrir- myndir sínar en frá myndunum stafar svipmikill lífskraftur og það var nú einmitt það, sem þessi ágæti málari stefndi að með þessum sérkennilega mál- unarmáta sínum. Þar sem ég minnist á Jón Stefánsson vil ég að það komi hér fram, að er ég skrifaði um hann í „mannlífs- vettvangi" mínum á dögunum Málverk af Sveini Bjömssyni fv. forseta íslands eftir Jón Stefáns- son. láðist mér að geta þess, að sett var upp lítil en falleg sýning á verkum hans á Sauðárkróki, en þar var hann fæddur hinn 22. febrúar árið 1881. Bið ég hlutað- eigandi velvirðingar á þessu og þakka ábendinguna með virkt- um. Sýningin í Listasafni íslands er menningarviðburður, er fæst- ir er hafa áhuga á íslenzkri myndlist mega láta fram hjá sér fara og vísa ég því sérstaklega til hennar. Að lokum vil ég koma þeirri frómu ósk á framfæri, að Lista- safn íslands hljóti fastskorðaðar tekjur, — njóti ákveðinna pró- senta árlega af einhverjum tekjustofni ríkisins og verði þannig sjálfstæð stofnun og óháð duttlungum fjármálavalds- ins frá ári til árs sem er dragbít- ur á allri starfsemi þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.