Morgunblaðið - 28.01.1982, Page 24

Morgunblaðið - 28.01.1982, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1982 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1982 25 Útgefandi Framkvæmdastjórj Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Að- alsiræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakið. Iðnaðarstefna Það hlýtur að vera tvíþætt meginmarkmið í atvinnu- og efnahags- málum þjóðarinnar, að tryggja atvinnuöryggi til frambúðar og bæta lífskjör hennar til samræmis við það sem bezt þekkist í V-Evrópu og N-Ameríku. Þetta verður ekki gert nema með því að styrkja rekstrar- lega stöðu atvinnugreina, sem fyrir eru, skapa þeim skilyrði til vaxtar og tækniþróunar, og skjóta nýjum stoðum undir afkomu þjóðarbúsins, t.d. með auknum orkuiðnaði, sem raunar er forsenda orkuafsetningar og arðsemi ráðgerðra stórvirkjana. Hornsteinar lífskjara í landinu eru tveir, verðmætasköpunin og viðskiptakjörin, sem sameiginlega ráða þjóð- artekjunum. Að þessu tvennu þarf að hyggja, öðru fremur, ef við viljum búa við afkomuöryggi næstu áratugi. Skammsýn stjórnarstefna hefur þrengt rekstrarlega stöðu atvinnu- greina okkar, útilokað eiginfjármyndun þeirra, vöxt og tæknivæðingu. Þessi stefna hefur birzt í skattamálum, gengismálum, verðlagsmálum og fleiri þáttum efnahagsmála. Innlendur tilkostnaður útflutningsiðnaðar hefur hækkað langt umfram markaðsverð og valdið samdrætti í iðnaði, bæði fyrir heimamarkað og gjaldeyrisskapandi markað. Það er því ekki seinna vænna að Alþingi íslendinga móti iðnaðar- stefnu, en í fyrradag mælti Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, fyrir tillögu til þingsályktunar um það efni: tillögu sem allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að, utan ráðherrar, og iðnaðar- ráðherra mælti fyrir annarri tillögu, síðar fram kominni. Að hluta til eiga þessar tillögur samleið. Tillaga sjálfstæðismanna er þó meir afger- andi að því er varðar almenn skilyrði fyrir arðbæran rekstur fyrirtækja, iðnþróun á grundvelli fríverzlunar og athafnafrelsis og orkuiðnað í tengslum við nýjar stórvirkjanir. Meginkjarninn í tillögu sjálfstæð- ismanna er að leysa úr læðingi atorku, hugvit og framtak einstaklinga og örva þannig atvinnustarfsemi og verðmætasköpun, sem lífskjör þjóðar- innar hvíla á. Óöryggi í hita- veitumálum höfuð- borgarsvæðis Asl. árum hefur árleg aukning í heitavatnssölu HR verið nálægt 4% sem samsvarar bæ á stærð við Keflavík eða Akureyri. Á sama tíma hefur mjög lítið verið um boranir hjá HR, eða sem nemur einni borholu á ári síðan 1977. Ástæðan er að sjálfsögðu það tekjusvelti HR, sem vísitölu- leikur stjórnvalda hefur haldið fyrirtækinu í. Afleiðingin er sú að Reyk- víkingar munu búa við gífurlegt óöryggi í orkumálum næstu 2 til 3 árin, jafnvel þótt HR fái þegar nauðsynlega gjaldskrárhækkun og verði gert mögulegt að ráðast í framkvæmdir til að mæta heitavatnsþörf á þjón- ustusvæði sínu í framtíðinni, enda tekur undirbúningur þeirra og fram- kvæmd allnokkurn tíma. Ef nýtt kuldakast gengur yfir höfuðborgarsvæðið getur skapazt neyð- arástand á hitaveitusvæðinu. Þegar hafa verið ræddar hugmyndir um, hvern veg skuli staðið að skömmtunaraðgerðum, sem sennilega kæmu fyrst fram í lokun sundstaða og grunnskóla borgarinnar. Þannig hefur verið búið að HR, bæði af hálfu ríkisstjórnar (verðlagsyfirvalda) og með linlegri borgarmálaforystu núverandi vinstri meirihluta. Reykvíkingar vóru áratugum á undan öðrum sveitarfélögum bæði í hitaveitumálum og varanlegri gatnagerð. Nú hefur þessu forskoti verið glutrað niður — og „skömmtunin", vörumerki vinstrimennskunnar, viðruð í stjórnkerfinu. Ráðherrar snið- ganga þingvilja Imarzmánuði 1981 var samþykkt þingsályktun varðandi alkalí- skemmdir í steinsteypu, sem Birgir ísleifur Gunnarsson stóð að. Þar lýsti Alþingi yfir tvíþættum vilja: að fela Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins rannsókn á orsökum alkalískemmda og hvern veg bezt yrði staðið að viðgerðum — og að skipuð yrði nefnd til að kanna leiðir til fjármagnsfyrirgreiðslu fólks, sem orðið hefði fyrir alvarlegum skakka- föllum af þessum sökum. Þegar Birgir Isleifur spyr, tæpu ári síðar, um framkvæmd þessarar þingsályktunar, koma nánast eintóm handarbakavinnubrögð í ljós. Fé- lagsmálaráðuneytið, sem fékk samþykktina til framkvæmdar, sinnti henni í engu — og taldi ekki í sínum verkahring. Iðnaðarráðherra fékk þó ekki vitneskju um þessa afstöðu félagsmálaráðherra fyrr en eftir dúk og disk. Viljayfirlýsing Alþingis um sérstaka nefndarskipan til að kanna fjármagnsfyrirgreiðslu hefur enn ekki verið rædd í ríkisstjórninni, sem Birgir Isleifur túlkaði sem virðingarleysi ráðherra gagnvart þinginu. Hinsvegar hefur Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, að sögn iðnaðarráðherra, sinnt rannsóknarverkefninu í einhverjum mæli, og er von „áfangaskýrslu" frá henni innan skamms, en „áfangaskýrslur" eru uppáhald iðnaðarráðherrans. Hinsvegar reynir enn á þolrifin í þeim, er bíða úrlausna. Og ekki þarf að rökstyðja þjóðhagslegt gildi þess að grafast fyrir rætur þessara skemmda í steinsteypu og fyrirbyggja þær, ef unnt er, og finna hagkvæma leið til viðgerða á þeim, sem þegar eru orðnar. Áhöfnin á Þorsteini, Gunnar Gunnlaugsson skipstjóri er annar frá vinstri. * 4 j M *. jKj Wtjk. v m K k ** M 1 wt jZwLá k: 900 fiskar komu í 3 fyrstu netin: „Trúðu ekki sfnum eigin augum þegar þeir sáu allan fiskinn“ Guðmundur Þorsteinsson útgerðarmaður gaf sér vart tíma til að líta upp, enda langur vinnudagur fyrir höndum að ganga frá öllum fiskinum. i.jósm. MM.: K.t\ segir Gunnar Gunnlaugsson skipstjóri á Þorsteini GK „ÞEGAH við vorum búnir að draga sex trossur og fimm net af þeirri sjöundu, þorði ég ekki annað en að hætta drætti og halda til hafnar. Báturinn var þá orðinn því sem næst sneisafull- ur og farið að spá brælu, og vildi ég frekar komast með þennan afla til hafnar án erfiðleika, heldur en Ijúka drætti og eiga síðar á hættu að lenda í erfið- leikum vegna mikillar hleðslu/* sagði Gunnar Gunnlaugsson, skipstjóri á Þorsteini frá Grindavík, þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Þorsteinn GK kom um hádegisbil í gær til Grindavíkur með fullfermi af ufsa, sem reyndust vera 96,5 tonn, og er þetta einn mesti netaafli, sem íslenskur bátur hefur fengið í einum róðri, og sennilega hcfur þetta ekki held- ur gerst í heiminum. Jón á Hofi frá Þorlákshöfn landaði 112 tonnum úr róðri í Þorlákshöfn í fyrravetur, en sá afli fékkst úr mun fleiri trossum, en Þorsteinn dró. „Okkur taldist til, að úr netun- um hefðu komið 18.500 fiskar," sagði Gunnar. „I fyrstu trossuna fengum við 4300 fiska, sem er hreint ótrúlegt, þar af komu 900 fiskar í fyrstu þrjú netin. Strák- arnir á dekkinu trúðu vart sínum eigin augum, þegar þeir sáu allan fiskinn í netunum, en þau voru búnkuð af fiski." Þorsteinn fór út frá Grindavík í fyrramorgun eftir helgarfrí og eru netin í 3'/i tíma siglingu frá Grindavík á Reykjanesgrunni. „Við byrjuðum að draga netin • klukkan 6.30 í gærmorgun og vor- um búnir að draga klukkan 8.30 í morgun og heim komum við um hádegi. Að öllu jöfnu hefði það tekið okkur 12—14 klukkustundir að draga netin og nú tók það röskan sólarhring sökum þess hve mikill afli var í þeim. Það er ekki hægt að segja, að strákarnir hafi tekið sér langan matartíma, heldur borðuðu þeir á hlaupum og voru allir á dekki þann tíma, sem tók að draga netin. í venju- legum róðri erum við 12 um borð, en nú vorum við svo heppnir að 13. maðurinn kom með okkur fyrir hálfgerða tilviljun og kom það sér vel. Það var rjómalogn á meðan við drógum netin, en ef eitthvað hefði verið að veðri hefðum við aldrei ráðið við að draga þetta mörg net. En því er ekki að neita, að það voru allir orðnir þreyttir í lokin og kannski má segja, að verra sé að fá svona stóra túra í byrjun vertíðar en þegar fer að líða á, sökum þess að áhöfnin er ekki komin í góða þjálfun fyrr en eftir nokkra róðra,“ sagði Gunn- ar. Þetta er önnur vertíð Gunnars sem skipstjóra á Þorsteini. Áður en hann tók við þessum báti, var hann stýrimaður á Grindvíkingi með þeim Björgvini Gunnarssyni og Williard Ólafssyni í fjölda ára. Þennan mikla afla fengu þeir á Þorsteini á Reykjanesgrunni, en að sögn Gunnars lögðu þeir netin fyrst í kantinn suður af Reykja- nesi og það gerði einnig fjöldi Grindavíkurbáta. Þar var ekkert að fá í fyrstu lögnunum og því færðu þeir sig. Þorsteinn fór ásamt 3—4 öðrum bátum á Reykjanesgrunn, en margir bátar fóru með netin í Villta vestrið og enn aðrir lögðu netin úti á Tá. Eigandi Þorsteins er Hóp hf., en framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins og aðaleigandi er Guðmundur Þorsteinsson útgerðarmaður og fiskverkandi. Hann sagði, að fyrirtækið ætti tvo báta, Kóp og Þorstein, en alls myndu fjórir bátar leggja upp hjá þeim á ver- tíðinni. „Þetta er alstærsti róður, sem ég man eftir og reyndar man ég ekki eftir að við höfum tekið á móti svona miklum afla áður á einum degi. Kópur landaði einnig 20 tonnum, þannig að nú erum við með nokkuð á annað hundrað tonn í húsinu," sagði Guðmundur, sem var ásamt starfsfólki Hóps hf. á fullri ferð í fisjdnum. „Skrifstofustörfin gleymast þeg- ar svona mikill afli berst á land, enda er maður alltaf jafn ánægð- ur að sjá báta koma svona hlaðna að landi." Aflinn úr Þorsteini fór allur í söltun og herslu. Tuttugu og fimm manns starfa nú hjá Hópi hf., en fyrirtækið er til húsa í nýju húsi, 2800 fermetra að grunnfleti. — Þ.Ó. Kvenréttindafélag íslands 75 ára Björn Þ. Guðmundsson yfirborgardómari, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgar- fulltrúi, Y'igdís Kinnbogadóttir forseti, Ása Guðjónsdóttir, yfirlæknir á Siglu- firði og Ester Guðmundsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Islands. - svipmyndir úr afmæl- ishófi að Hótel Borg UM 300 GESTIR sátu í gær hóf sem haldid var að Ilótel Borg í tilefni 75 ára afmælis Kvenréttindafélags íslands. Meðal gesta voru Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, Gunnar Thoroddsen, forsætisrádherra, Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri í Reykjavík, Geir Hallgríms- son, formadur Sjálfstæðis- flokksins, auk heiðursfélaga Kvenréttindafélags íslands. Félaginu barst fjöldi kveðja og heillaóska á þessum merkisdegi, en ræða Esterar Guðmundsdóttur, formanns félagsins, sem flutt var í upp- hafi samkomunnar, var öðr- um þræði hvatning til kvenna að halda áfram á þeirri braut sem Kvenrétt- indafélagið hefur fylgt frá upphafi, þ.e. að láta til sín taka í þjóðfélaginu til jafns við karla. Ester Guðmundsdóttir lagði áherzlu á nauðsyn þess að kon- ur tækju stóraukinn þátt í stjórnmálum og vitnaði í því sambandi til kjörorðs Kven- réttindafélags íslands fyrir sveitastjórnakosningarnar sem fram fara í vor, „Kjósum kon- ur“, og benti á að væri raun- verulegur vilji fyrir hendi að láta til skarar skríða til að rétta hlut kvenna í sveitar- stjórnum, þannig að þær yrðu ekki 6,1% kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum, væri tæki- færið nú. Hvatti hún konur til að skorast ekki undan því að fara í framboð og karla til að vera fúsa til að vinna við hlið þeirra. í hófinu fluttu ávörp: María Pétursdóttir, formaður Kven- félagasambands Islands, Unn- ur Ágústsdóttir, formaður Bandalags kvenna í Reykjavík og Thorvaldsenfélagsins, Ásdís Rafnar, varaformaður Hvatar, Björg Einarsdóttir, sem flutti kveðju frá Alþjóðasamtökum kvenréttindafélaga, og Unnur Jónasdóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar. Kvenréttinda- félaginu bárust margar góðar gjafir, en meðan setið var að kaffidrykkju lék Selma Kalda- lóns á píanó. Þá söng Sigríður Ella Magnúsdóttir lög eftir ís- lenzkar konur og tvær ungar stúlkur, Sigrún Eðvaldsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir, léku saman á fiðlu og píanó. A myndinni eru m.a. Guðný Gísladóttir, Brynhildur Kjartansdnttir, Ragna Ragnars, Oddrún Kristjánsdóttir, Hjörg Einarsdóttir og Valborg Bentsdóttir. Gestir ganga að ríkulegu kaffiborði, sem félagskonur höfðu undirbúið. Á myndinni má sjá Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, Helga H. Jónsson fréttamann, Elínu Pálmadóttur, l'nni Jónasdóttur og Sigríði Einarsdóttur. l'nnur Agústsdóttir, Margrét Einarsdóttir og María l’étursdóttir. (■uðný llelgadóttir, sem um árabil var formaður Kvenréttindafélagsins, og Anna Sigurðardóttir, sem veitir forstöðu Kvennasögusafni íslands, ræðast við, en þær eru báðar heiðursfélagar í félaginu. Hjá þeim situr Guðbjörg Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.