Morgunblaðið - 28.01.1982, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.01.1982, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐI&..FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1982 SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS 75 ÁRA í DAG í DAG, 28. janúar, eru liðin 75 ár frá stofnun Sláturfé- lags Suðurlands, en félagið er afurðasölufélag bænda á Suður- og Suðvesturlandi. Aðdragandinn að stofnun fé- lagsins voru miklir erfiðleik- ar á sölu búvara og þá ekki hvað sízt sauðfjárafurða um síðastliðin aldamót. Árið 1896 var innflutningur lif- •andi fjár til Bretlands bann- Sajía Sláturfélags Suðurlands og aðdrat'andi stofnunar þess er merkileg og margbreytt og verður henni ekki gerð skil svo að nokkru nemi í stuttri hlaðagrein. Er því aðeins ætlunin að stikla á stóru í þessari umfjöllun og er í henni stuðzt við ársskýrslur Sláturfé- lassins. Eins og áður sagði var Sláturfé- lajjið stofnað 1907 og var fyrsti stjórnarformaðurinn Ágúsl Helgason, Birtingaholti, sem gegndi formennsku til 1948, næst- ur var Pétur Ottesen, sem vai formaður til 1968, og Gísli Andr ésson, sem tók við af honum o$ gegnir enn formennsku. Fyrst forstjórinn var Hannes Thorar ensen, sem stýrði fyrirtækinu frá stofnun þess til 1924, þá tók Helgi Bergs við stjórnartaumunum tii 1957 er sonur hans, Jón H. Bergs tók við og er hann enn forstjóri. 1907 var lokið við byggingu slát- urhúss við Skúlagötu, sem var fyrsti áfangi byggingafram- kvæmda þar, upphaflega var mið- að við það að í húsinu mætti slátra 500 til 600 fjár á dag, en ekki leið á löngu þar til nauðsynlegt reyndist að slátra 1.000 til 1.200 fjár dag- lega. Auk sauðfjárslátrunar hófst slátrun nautgripa á árinu á vegum félagsins. Miklar endurbætur voru gerðar á sláturhúsinu 1937 og var slátrað þar allt fram til ársins 1970, en árið eftir skemmdist það í bruna og var ekki endurbyggt. 1908 var sláturhús byggt í Borg- arnesi og starfrækti Sláturfélagið húsið til 1919, en árið eftir gekk Borgarnesdeildin úr félaginu og tók við rekstri sláturhússins. Sama ár var matvöruverzlun D. Thomsens, síðar kölluð Matar- deildin, keypt. Fram til 1930 var hún til húsa í Kolasundi, en þá var hún flutt í Hafnarstræti 5 og hef- ur verið þar síðan. Þetta ár hófst pylsuvinnsla einnig, sem sérstök deild í húsakynnum félagsins við Skúlagötu. Fyrstu pylsugerðar- tækin, sem notuð voru, hafði fé- lagið eignazt er það keypti verzlun D. Thomsens. Húsakynni kjöt- vinnslunnar voru endurbætt veru- lega 1959 svo og á síðustu árum. Mokkaskinn unnin í sútunarverksmidju telagsins llannes Thorarensen var fyrsti for stjóri Sláturfélagsins, frá 1907 til 1924 Agúst Helgason frá Hirtingaholti var fyrsti formaður félagsins, frá 1907 til 1948 Helgi Bergs var forstjóri frá 1924 til 1957, lagði að öðrum ólöstuðum mestan grunn að velgengni Slátur félagsins. 1911 hófst slátrun í Vík í Mýrdal og fram til ársins 1915 var slátrað ákveðnum fjölda fjár samkvæmt sérstakri heimild félagsins, en frá árinu 1916 var heimilað að slátra þar öllu sláturfé Skaftfellinga. 1913 var byggt frystihús á lóð félagsins í Reykjavík. Mun það hafa verið fyrsta frystihús á Is- landi, sem eingöngu var byggt til frystingar og geymslu landbúnað- arafurða. Miklar endurbætur voru síðan gerðar á húsinu 1937 og 1960. 1920 hófst síðan framleiðsla á niðursoðnum vörum á vegum fé- lagsins í Reykjavík og voru fyrstu niðursuðuvélarnar fengnar úr niðursuðuverksmiðjunni íslandi á Isafirði, sem keypt var sumarið 1917. 1928 hófst slátrun á Akranesi í kjölfar inngöngu bænda í Innra- Akrahreppi, Skilmannahreppi og Leirár- og Melasveit í félagið. 1929 var reist niðursuðuhús á lóð félagsins í Reykjavík, búið ný- tízku vélum. 1930 tók kjötbúð á Akranesi til starfa í sambandi við slátrun á staðnum. 1931 var hafinn rekstur kjöt- búðar að Týsgötu 1, sem 1946 fluttist að Skólavörðustíg 22. 1933 var ullarverksmiðjan Framtíðin keypt og var unnin ull á vegum félagsins til ársins 1973. 1937 voru gerðar miklar endur- bætur á allri aðstöðu félagsins við Skúlagötu 20. 1938 voru keyptar sláturhús- byggingar að Djúpadal og þær síð- an endurbyggðar 1952. 1941 var byggt sláturhús á Hellu á Rangárvöllum og var síð- an cndurbætt tvívegis. 1942 var byggt slátur- og frysti- hús á Kirkjubæjarklaustri og hafa bæði húsin verið endurbyggð síð- an. 1946 var byggt sláturhús á Sel- fossi og var upphaflega slátrað 1.200 til 1.400 fjár á dag. Húsið var síðan endurbyggt 1970. 1950 var byggt frystihús á Sel- fossi í félagi við Kaupfélag Árnes- inga og Mjólkurbú Flóamanna. Árið 1968 keypti Sláturfélagið „Finnst tíminn hafa flogið frá mér“ - segir Jón Eyjólfs- son, sem starfad hef- ur hjá SS í rúmt 51 ár „MÉR hefur aldrei dottið í hug að fara út í verzlun á eigin vegum og gæti það bent til áhugaleysis við verzlunina, en það er nú ekki svo. Ég hef alltaf kunnað vel við mig hjá Sláturfélaginu, enda væri ég varla á 52. starfsári mínu hér ef svo væri ekki,“ sagði Jón Éyjólfs- son, yfírverzlunarstjóri hjá Slátur félagi Suðurlands, sem lengst allra hefur starfað hjá fyrirtækinu, í samtali við Morgunblaðið. nEg byrjaði sem sendill hjá Sláturfélaginu 13 ára 1930 og á þeim tíma, kreppuárunum, var það aðalatriðið að fá vinnu. Þeg- ar ég var svo orðinn verzlunar- stjóri í verzluninni að Laugavegi 42 1937, tvítugur að aldri, má segja að ég hafi verið orðinn fastur hjá fyrirtækinu. Það datt engum í hug að hlaupa frá slíkri stöðu á þessum tímum og síðan hefur þetta rúllað rólega og átakalaust áfram hjá mér innan fyrirtækisins og ég man ekki eft- ir neinum sérstökum þáttaskipt- um. Það hafa þó auðvitað orðið verulegar breytingar á öllum þessum tíma, þegar ég var að byrja var allt kjöt höggvið með exi á blokkum eða handsagað og er.gin kælitæki voru í verzlunun- um. Þá var aðeins nýtt kjöt til í sláturtíðinni en frosið, saltað og reykt á öðrum tímum, en auk þess var kjötvinnsla hafin í aðal- stöðvunum á Skúlagötunni og því hægt að fá pylsur, hakk og fars. Það var ekki fyrr en á stríðsárunum að við fengum raf- magnskjötsagir í verzlanirnar. Vinnutíminn var þá heldur lengri en nú og aðstaðan önnur. Þegar ég var sendill var unnið frá 8 á morgnana til 7 á kvöldin, en á laugardögum þótti gott að koma heim frá vinnu í þann mund, sem Sigrún, þulan í Ríkis- útvarpinu, bauð góða nótt að loknum danslógum. Annars hefur þetta rúllað svo átakalaust í gegn og tíminn liðið svo hratt, að mér finnst ekki geta staðist að ég sé kominn hátt á sjötugsaldurinn, mér finnst tíminn hreinlega hafa flogið frá mér. Mesta breytingin finnst mér vera munurinn á vinnutíma og vinnuaðstöðu, hvað afgreiðsl- una varðar, svo og hin geipilega aukning á vöruúrvali og tækni- þróunin samfara henni," sagði Jón.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.