Morgunblaðið - 28.01.1982, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.01.1982, Qupperneq 30
3 0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1982 Margrét Thatcher með storminn í fangið Hannes H. Gissurarson skrifar frá Bretlandi Stjórnmálamenn eru stundum sakaðir um að „huiísa í kjörtímabil- um“, um að taka stundarhag flokks sins fram yfir þjóðarhag, um að þora ekki að gera það, sem er nauð- synlegt, af því að það komi illa við kjósendur. Margrét Thatcher, leið- togi íhaldsflokksins og forsætis- ráðherra Breta, verður ekki sökuð um þetta. Hún hefur í hálft þriðja ár reynt ásamt ráðuneyti sínu að koma lagi á breskt atvinnulíf, þótt það kosti hana vinsældir og jafnvel sigur i næstu kosningum. Að vísu dást margir að henni fyrir hugrekki hennar, dugnað og stjórnsemi, ekki síst samflokksmenn hennar, en sumir þingmenn íhaldsflokksins spyrja að vonum: Hvers erum við bættari, ef við missum þingsætin okkar (og launin okkar — en það ■gja þeir aldrei upphátt)? Frú Thatcher er merkilegur stjórnmála- maður af mörgum ástæðum. í fyrsta lagi er hún fyrsta konan, sem verður forsætisráðherra i Bretlandi. í öðru iagi glímir hún við vanda sem er að \ isu verri í Bretlandi en flestum oðrum vestrænum iðnríkjum, en þó arna eðlis í þeim öllum: Hvernig á að koma lagi á atvinnulífið í lýðræð- i kipulaginu eftir óhófseyðslu und- anfarinna ára? í þriðja lagi kemur til sögu það siðferðilega úrlausnar- efni, hverju stjórnmálámaður eigi að fórna af sannfæringu sinni fyrir sigurlíkur í kosningum. Stjórnmálamaður sannfæringar Frú Thatcher hefur sagt, að hún sé stjórnmálamaður sannfæringar (conviction politician) fremur en sátta (consensus politician). Hún hefur alltaf orðið að hafa fyrir því, sem hún hefur fengið. Hún var ekki borin til auðæfa eða aðalstignar eins og sumir „sáttamennirnir" í flokki hennar, sem sagt er, að séu of hræddir til að berjast og of feitir til að flýja (en þeir eru kallaðir „hey- brækurnar" eða „The Wets“ í Bret- landi). Hún er af fátæku fólki kom- in, og í þorpinu, sem hún ólst upp í, Grantham, þóttu það stórmerki, er hún hlaut styrk til að nema í Ox- ford. Stúlkur í þorpinu því sóttu ekki háskóla, síst í Oxford. Hún lauk prófi í efnafræði og síðan lögfræði, giftist Denis Thatcher, eignaðist tvíbura, varð þingmaður Ihalds- flokksins 1959, menntamálaráð- herra í stjórn Edward Heaths 1970 og reyndist síðan vera eini málsmet- andi stjórnmálamaðurinn, sem þorði að bjóða sig fram gegn Heath í leiðtogastarfið 1975. Hún sigraði og varð síðan forsætisráðherra 1979. Hver er sannfæring frú Thatch- ers? Lífsviðhorf hennar er einfalt. Það er, að menn eigi að njóta sjálfs- aflafjár síns, þeir eigi sjálfir að velja, en ekki stjórnmálamennirnir f.vrir þá, það er frelsi innan marka laga og almenns siðferðis. Fjöl- skyldan, kirkjan og fyrirtækið — þessir eru hornsteinar skipulagsins að hennar dómi. Hún varð fyrir miklum áhrifum af tveimur kunn- ustu frjálshyggjuhugsuðum okkar daga, þeim Friedrich A. Hayek og Milton Friedman, og ég veit, að þeir telja hana merkan stjórnmálamann, þótt þeir leggi síður en svo blessun sína yfir allt, sem stjórn hennar hefur gert. (Hayek telur, að verka- lýðsfélögin njóti enn óeðlilegra sér- réttinda í Bretlandi, sem geti tor- veldað framfarir, og að „leiftur- sókn“ hefði verið heppilegri gegn verðbólgu en „niðurtalning", en Friedman, að ríkisfyrirtækin hafi fengið allt of mikið fé úr almanna- sjóðum og að skattar hafi ekki verið lækkaðir nægilega.) En hvað er átt við með því, að frú Thatcher hafni sáttum? Það, að hún hafnar þeim vinnubrögðum, sem hafa verið algeng í mörgum lýðræðisríkjum frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Stjórnmála- menn hafa tekið að sér verkefni, sem þeir ráða ekki við. Þeir hafa látið undan öllum kröfum verka- lýðsfélaga og annarra hagsmuna- hópa með því að hækka skatta eða prenta peningaseðla. Þeir hafa keppt hver við annan um að gera góðverk — á kostnað almennings. Þeir hafa í sem fæstum orðum eytt um efni fram til þess að þóknast kjósendum. Afleiðingarnar hafa orðið þær, að einkaframtak hefur lamast vegna of hárra skatta og of mikillar verðbólgu og hætt að skila sama arði og áður. Verðið, sem stjórnmálamennirnir hafa keypt á öllum vígstöðvum fyrir friðinn, hef- ur reynst of hátt. (Það, sem þó hefur bjargað mörgum vestrænum þjóð- um frá gjaldþroti eða frestað skuldadögum þeirra, er aukin sam- keppni á alþjóðamörkuðum og tækninýjungar.) Hagstjórn frú Thatchers Myndin var ófögur, sem blasti við í Bretlandi, þegar frú Thatcher tók við af Callaghan 1979. Tæplega 2 milljónir manna voru atvinnulaus- ar, stjórn Callaghans hafði prentað svo marga peningaseðla síðustu mánuðina fyrir kosningarnar og stjórnarskiptin, að verðbólgan varð rúmlega 20% nokkrum mánuðum síðar, breskur útflutningsiðnaður var ekki samkeppnisfær vegna of- mönnunar og annarra óhagkvæmra framleiðsluhátta, ríkisfyrirtækin voru rekin með stórkostlegu tapi. Það, sem frú Thatchér gerði, var, að hún hóf strangt aðhald að pen- ingamagni og ríkisútgjöldum til Margret Thatcher, leiötogi breska íhaldsflokksins og forsætisráðherra Breta, seg- ist vera stjórnmálamaöur sannfæringar. Þaö veröur fróðlegt aö vita, hvort tilraun hennar til að koma lagi á at- vinnulíf Breta eftir áratuga óstjórn tekst, en í því máli eru tveir dómarar: kjósend- ur í næstu kosningum og sagan. þess að verðbólgan hjaðnaði. Og verðbólgan hefur hjaðnað, er rúm- lega 10%. En sársaukinn af því er óskaplegur. 1 milljón manna hefur misst atvinnuna, er fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota eða fækkað starfs- fólki. Hugmyndin er að sjálfsögðu sú, að atvinnulífið vaxi af sjálfu sér og veiti þessum þremur milljónum manna atvinnu, þegar fjárfesting aukist. (Frá fræðilegu sjónarmiði séð er atvinnuleysi alls ekki nauð- synlegt til að bæta hag atvinnulífs- ins. Atvinnulífið gæti veitt öllu þessu fólki atvinnu, ef laun þess fengju að lækka, en verkalýðsfélög- in hindra það. Þau bera ábyrgð á atvinnuleysinu, ef einhver gerir það.) En hvenær batnar atvinnulíf- inu? Bretar eru orðnir langeygir eftir því. Frú Thatcher er þó bjartsýn, eins og heyra mátti í ágætri ræðu henn- ar á landsþingi Ihaldsflokksins í Blackpool í október, en á hana hlustaði ég sem gestur á þinginu. Hún segir að vísu, að atvinnuleysið aukist sennilega á næstu mánuðum, en síðan valdi batnandi hagur at- vinnulífsins því, að það geti veitt mönnum atvinnu. Og það er rétt, að mörg merki eru um bata þess. Þegar hefur verið nefnt, að verðbólgan er smám saman að hjaðna, þótt hægar sé en frúnni líkar. Iðnaðarfram- leiðslan hefur aukist eftir að hafa minnkað í nokkur ár, útlend fyrir- tæki fjárfesta í Bretlandi, útflutn- ingsfyrirtæki hafa eflst þrátt fyrir hátt gengi pundsins, vinnufriður er miklu betri en áður, gróði fyrir- tækja hærri, líkur eru á aukinni fjárfestingu, sérfræðingum kemur saman um, að atvinnulífið hafi betri skilyrði til þess en áður að keppa á alþjóðamörkuðum. En allur þessi árangur getur orðið að engu og lækningin mistekist, ef frú Thatch- er er óheppin — ef olía hækkar í verði, ef vextir lækka ekki, ef ríkis- útgjöld hækka mjög. En frúin hefur ekki fellt seglin, þótt á ýmsu hafi gengið í sigling- unni um ólgusjó stjórnmálanna. Skömmu eftir landsþing íhalds- flokksins sagði orkuráðherra henn- ar, Nigel Lawson, frá áætlun stjórn- arinnar um að selja á almennum markaði hluta fyrirtækjanna, sem nýta norðursjávarolíuna (British National Oil Corporation) og selja starfsmönnum Flutningafyrirtæki ríkisins (National Freight Comp- any). Einnig hefur einkarekin póst- þjónusta verið leyfð og einokunar- valdið tekið af póstinum (Post Office). Frú Thatcher hefur einnig nýlega endurskipulagt Forsætis- ráðuneytið, hætt rekstri sumra deilda þess, en það er frægt, að ráðherrar fá stundum litlu ráðið fyrir embættismönnum, og það ætl- ar frúin ekki að láta gerast. Og félagsmálaráðherra hennar, Norm- an Tebbit, sagði í nóvember frá fyrirhuguðum lögum um verkalýðs- félög, en samkvæmt þeim verða þau ekki lengur friðhelg, leyfilegt verður að höfða mál gegn þeim fyrir laga- brot, en það hafa menn ekki getað frá 1906. Leikreglur stjórnmálanna Hailsham lávarður, sem er forseti Lávarðadeildarinnar og virtur rit- höfundur, kom til Oxford fyrir skömmu og snæddi kvöldverð með okkur nokkrum. Hann sagði, að einu ádeilurnar á frú Thatcher, sem tak- andi væri mark á, væru frá þeim, sem teldu hana ekki halda nægilega fast við stefnu sína, efna loforð sín ekki nægilega fljótt og vel. Ég get tekið undir þetta. Að vísu hefur margt verið gert, og annað í undir- búningi, eins og bent hefur verið á. En sannleikurinn er sá, að aðhaldið í ríkisfjármálum og peningamálum hefur ekki verið nægilega strangt, og þau ríkisfyrirtæki, sem rekin eru með tapi, hafa fengið ómælt fé, en rekstri þeirra hefur ekki verið hætt eða gerbreytt, og þau hafa ekki ver- ið seld einstaklingum. Það hefur reynst næstum því ógerlegt að lækka ríkisútgjöld veru- lega. Frú Thatcher og fjármálaráð- herra hennar, Sir Geoffrey Howe, hafa eytt óteljandi stundum í að semja við aðra ráðherra um fjár- kröfur þeirra, en með litlum ár- angri. Ég held, að þetta sýni eitt: í lýðræðisríki, þar sem stjórnmála- mönnum er leyft að keppa hverjum við annan um atkvæði með því að eyða almannafé og þar sem ekkert kostnaðaraðhald er að skriffinnum ríkisins, er svo sterk tilhneiging til hækkunar ríkisútgjalda, að einbeitt- ustu menn fá varla við ráðið. Leik- reglurnar eru þannig, að þeir hljóta næstum því alltaf að tapa. Þessum leikreglum verður því að breyta með því að takmarka fjárveitinga- eða skattlagningarvald ríkisins, t.d. við 25% af þjóðarframleiðslu. En í þessu er fólgin nokkur hætta: Frú Thatcher hefur gert nægilega margt til að missa fyrri vinsældir sínar, en verið getur, að hún fái ekki að gera nægilega margt fyrir heybrókunum til að ná góðum árangri og vinna vinsældir sínar aftur. Verkalýðsfélögin og stjórnarandstaðan Sumir óttuðust í byrjun stjórn- artíma frú Thatchers, að verka- lýðsfélögin hlytu að torvelda starf hennar. Það hefur þó ekki gerst. Á raðauglýsingar — radauglýsingar — raöauglýsingar ________óskast keypt__________ Mötuneyti Óskum aö kaupa fyrir lítiö mötuneyti eldavél og hrærivél, notað og í góöu standi. Uppl. í síma 97-8598 kl. 9—12 næstu daga. landbúnaöur Jörð til sölu Góö bújörö til sölu. Gæti hentaö tveim fjöl- skyldum. Uppl. í síma 95-5456 eftir kl. 7 á kvöldin. húsnæöi óskast Verslunar- húsnæði óskast Viö höfum veriö beönir um að auglýsa eftir verslunarhúsnæöi í eða nálægt miðborginni. Æskileg stærö væri 100—150 ferm. Upplýsingar gefnar á skrifstofu okkar. H.J. Sveinsson H/F, Gullteigi 6. Sími 83350. íbúð óskast Óska eftir aö kaupa (milliliðalaust) 2ja—5 herb. íbúö í Reykjavtk, innan Elliðaár. Uppl. i síma 23948 kl. 16—20 í dag og á morgun. Toyota Óskum eftir að taka á leigu húsnæöi í Kópa- vogi eöa Reykjavík (austurbæ) fyrir frágang á nýjum bifreiðum. Toyota-umboðið hf. Nýbýlavegi 8, Kópavogi, sími 44144. no??.ín( (d* f f irr’í |.fi .ii »• >» M/ja i-ic j yLin it:-\

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.