Morgunblaðið - 28.01.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.01.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1982 35 Minning: Agnar Norðfjörð hagfræðingur Fæddur 2. desember 1907 Dáinn 19. janúar 1982 Á undanförnum árum hefir Gísli Sigurbjörnsson í Ási af mik- illi rausn viöhaldið þeirri venju, sem faðir hans innleiddi. Séra Sig- urbjörn Ástvaldur hóf á sínum tíma að bjóða 50 ára stúdentum og eldri frá Menntaskólanum í Reykjavík til kaffidrykkju að Grund í byrjun janúarmánaðar ár hvert. Má segja, að þessar sam- komur séu ákaflega vinsælar með- al þeirra sem þar mæta. Menn hitta þar samstúdenta, gömul skólasystkin og ljúfar endurminn- ingar rifjast upp — að vísu stund- um dálítið tregakenndar þegar ljóst er, að einn félagi eða fleiri, sem áður höfðu mætt, voru horfn- ir úr hópnum. Siðasta samkoma þessarar teg- undar var haldin að Grund 8. þ.m. Að sjálfsögðu mættu þar stúdent- ar úr okkar árgangi, árgangnum 1927. Upphaflega voru í hópnum 54. Nú voru á lífi 27, en 13 mættu til hófsins. Einn þeirra sem ekki kom, var Agnar Norðfjörð, sem við kveðjum hinstu kveðju í dag. Við vissum öll, að vegna langra og erfiðra veikinda myndi hann ekki eiga afturkvæmt í okkar hóp hérna megin tjaldsins mikla. Það reyndist orð að sönnu, þvi hann andaðist í Landspítalanum ellefu dögum síðar, 19. janúar. Fullu nafni hét hann Kristján Agnar Sigurðsson, en jafnan að- eins kallaður Agnar. Hann fædd- ist á Sauðárkróki 2. desember 1907 og ólst þar upp til ársins 1912 er foreldrar hans fluttust til Reykja- víkur. Faðir hans, Jóhannes Jó- hannesson Norðfjörð, var ættaður úr Reykjavík. Hann nam úrsmíði í Stafvanger í Noregi og lauk þar prófi 1898, en var síðan við fram- haldsnám í Hamborg og Kaup- mannahöfn. Eftir komuna til Is- lands settist Jóhannes að á Sauð- árkróki og stundaði þar úrsmíði, verslun og greiðasölu. Hann kvæntist 1905 Ásu Jónsdóttur frá Ásmundarstöðum á Sléttu. Þeim hjónum varð sex barna auðið, 5 sona og einnar dóttur. Eftir lifa nú 2 synir, Hilmar og Wilhelm, og dóttirin Anna. Þau hjón fluttu til Reykjavíkur 1912 eins og fyrr seg- ir. Þar rak Jóhannes upp frá því verslun með úr, klukkur og skartgripi. Jóhannes var velmet- inn borgari og naut trausts stétt- arbræðra sinna. Var hann for- maður Úrsmiðafélags íslands 1934-38. Leiðir okkar Agnars lágu fyrst að ráði saman í Menntaskólanum. Þar tók hann mikinn þátt í félags- lífi nemenda. Hann var vinsæll meðal okkar félaganna og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Hann hafði þá þegar mjög aðlað- andi framkomu, frjálsmannlegur í fasi og fríður sýnum. Eignaðist hann þar ýmsa vini og tengdist þeim traustum og varanlegum böndum svo sem títt er og algengt meðal menntaskólanema fyrr og síðar. Ekki verður hér rakið hvað við félagar gerðum okkur til gam- ans — og stundum öðrum til ama — á þessum unglingsárum, enda hlutir sem ekki eru einsdæmi og eiga sér að sjálfsögðu stað enn í dag í skólum landsins. Rétt þykir þó að geta þess, að í 6. bekk áttu þeir Bjarni Guðmundsson, Lárus H. Blöndal, Agnar Norðfjörð og Halldór Vigfússon frumkvæði að því að þýða „En Spurv í Trane- dans“, söngleik í 4 þáttum eftir Chr. Hostrup; kvæðin í leiknum voru þýdd af Kristjáni Guðlaugs- syni, Símoni Ágústssyni og Lárusi Blöndal. Söngleikur þessi var síð- an uppfærður 1. mars 1927 undir nafninu „Töfrahringurinn". Allir þessir félagar og raunar margir aðrir bekkjarbræður komu fram í leiknum og stóðu sig vel, en Agnar þó best að því er talið var, en hann lék Pétur Rafn, skraddara, skringilega persónu. Að loknu stúdentsprófi hugði Agnar á nám erlendis. Um haustið 1927 sigldu þeir bekkjarbræður og vinir, Agnar og Hilmar Thors, til Kaupmannahafnar og innrituðust i verslunarháskólann. Hilmar hætti þar námi ári síðar og fór heim og lauk hér lögfræðiprófi 1933 — Agnar hinsvegar „verter- aði“ í hagfræði og lauk cand. pol- it.-prófi frá Hafnarháskóla 1935. Að loknu hagfræðiprófi kynnti hann sér um skeið fasteignavið- skipti hjá Öststifternes Kreditfor- ening. Virtist þetta vel ráðið, því verðbréfaviðskipti voru hér enn næsta frumstæð. Á námsárum mínum i Þýska- landi kom ég stundum til Kaup- mannahafnar í fríum. Hitti ég þá jafnan Agnar og aðra íslenska stúdenta. Sýndist mér þeir halda vel hópinn og almennt ekki hafa mikil samskipti við danska stúd- enta. Var þetta talsvert frá- brugðið því sem var hjá okkur ísl. stúdentunum sunnan landamær- anna. Ég þótti þó brátt verða þess var, að Agnar hafði hér nokkra sérstöðu að því er þetta snerti. Hann umgekkst mikið danska stúdenta og var m.a. kosinn „garð- prófastur" eða trúnaðarmaður stúdenta á nýjum stúdentagarði, sem hann bjó á um skeið. Hefir hér vafalaust ráðið miklu með- fæddur hæfileiki hans að umgang- ast fólk og góð framkoma. Agnar kom frá námi á árinu 1935. Var honum vel tekið, enda vel menntaður í sínu fagi. Hann Sœvar Benóngs- son - Kveðjuorð Sævar Benónýsson frá Gröf í Vestmannaeyjum var til grafar borinn 23. janúar síðastl. í Landa- kirkjugarði. — Þessi fáu orð skulu vera þakkar- og kveðjuorð til míns gamla vinar sem nú er genginn. Leiðir okkar Sævars lágu fyrst saman stutta stund fyrir rúmlega 10 árum og síðan aftur árið 1977. Hann tók mér strax, sem væri ég æskuvinur og sú vinátta hélst meðan leiðir okkar lágu saman. Það vill oft verða þannig að þá, sem svolítið stinga í stúf við fjöld- ann, er oft furðu hljótt um. Þann- ig er þessu t.d. oft farið með menn sem sækja gull í greipar Ægis. Þannig var Sævar vinur minn. Lítið atvik frá árinu 1977 á vor- degi einum. Ég var eitthvað að dytta að húsinu er Sævar kom til mín og við tókum tal saman. Hann var tiltakanlega ræðinn þennan dag. Nafna sínum (syni mínum) gaf hann nokkrar lifsreglur við þetta tækifæri, sem gætu orðið honum gott veganesti út í lífið. Nánustu ættingjum Sævars sendi ég og börn mín innilegar samúðarkveðjur. Bið Guð að geyma hjá þeim minninguna um góðan dreng. Mér kemur í huggamalt erfiljóð svohljóðandi: hú ert genginn gódur drengur, gr»nn Tengið hefur níU. Ileims á engi er lífsins lengur lítur enginn hlómið þitt. • - ------- < (torHteinn l>orHkabítur> Guðmundur frá Framtíð fékk strax atvinnu hjá fiskimála- nefnd, en það var ein af þeim stofnunum, sem samsteypustjórn Framsóknar- og Alþýðuflokksins settu á fót í því skyni að efla at- vinnulíf landsmanna, að nokkru leyti með „planokonomie" að leið- arljósi. Annars átti starf nefndar- innar m.a. að stuðla að uppbygg- ingu hraðfrystiiðnaðarins, fisk- herslu og fiskniðursuðu sem nú kallast einu nafni lagmetisiðnað- ur. Var því ekki að leyna, að hér var um mjög heillandi verkefni að ræða fyrir ungan velmenntaðan hagfræðing. Árið 1936 var Agnar skipaður í Tryggingaráð. Hefði honum þar auk fagmenntunar m.a. getað komið að góðu haldi starf hans hjá Kreditforeningen, því augljóst var, að hið nýja trygg- ingakerfi, sem þá var í uppbygg- ingu, kæmi til með að hafa yfir miklu fjármagni að ráða sem ávaxta þyrfti. Þessu starfi sagði Agnar lausu að eigin ósk 1937. Um tíma átti ég sæti í fiski- málanefnd sem varamaður Guð- mundar Ásbjörnssonar og mætti þar alllengi sökum veikinda hans og fjarveru. Fylgdist ég því nokk- uð með starfi nefndarinnar og verð því miður að segja að mér fannst nokkuð á það skorta, að andrúmsloftið væri þar eins æski- legt og skyldi. Við afgreiðslu mála var að mínum dómi um of tekið mið af pólitískum eða jafnvel hreinum flokkshagsmunum. Agnar starfaði hjá Fiskimála- nefnd til ársins 1941, en sagði þá starfinu lausu og stofnaði 2. ágúst 1941 fyrirtækið Agnar Norðfjörð & Co. hf. Fékkst það við heildsölu og veitti Agnar því forstöðu æ síð- an eða þar til hann hætti störfum vegna veikinda. Agnar var hamingjusamur í einkalífi. 3. júní 1939 kvæntist hann glæsilegri og góðri konu, Jó- hönnu Ingibjörgu Bernhöft. For- eldrar hennar voru Wilhelm Bern- höft, tannlæknir, og kona hans, Kristín Þorláksdóttir, kaupmanns O. Johnson í Reykjavík. Þeim Ingibjörgu og Agnari varð fjög- urra barna auðið, þau eru: Sverrir f. 17/6 1941, arkitekt, kv. Alenu Anderlovu, arkitekt, tékkneskrar ættar; Kristín, f. 27/8 ’42, lögfr., g. Þorvaldi Búasyni, eðlisfr.; Ingi- björg Nanna, flugfreyja, f. 3/6 ’47, og Agnar Óttar, viðskiptafr., f. 8/3 ’49. Barnabörnin eru 7 talsins. Áður en Agnar kvæntist eignað- ist hann 24/12 ’36 son, Jón Edwald, hæstaréttarlögmann í Reykjavík. Móðir hans er Matt- hildur Edwaldína Edwald. Hjónaband þeirra Ingibjargar og Ágnars var alla tíð ástríkt og farsælt. Hún mikilhæf og um- hygRjusöm húsmóðir sem bjó manni sínum fagurt heimili þar sem gestrisni var í hávegum höfð. Þar ríkti lengst af birta og heið- ríkja, en er ský dró þar fyrir sólu vegna langra og erfiðra veikinda Agnars, sýndi Ingibjörg einstaka hetjulund, er hún af ást og fórn- fýsi hjúkraði manni sínum svo sem mannlegur máttur leyfði. Við stúdentar frá 1927 sendum Ingibjörgu, börnum hennar og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur um leið og við minnumst látins vinar og félaga og höldum minningu hans í heiðri. Oddur Guðjónsson Kvedja frá barnabörnum Margar ljúfar minningar sækja á hugann þegar afi Agnar er kvaddur hinstu kveðju. Flestar tengjast þær heimili þeirra afa og ömmu, sem var eins konar vermi- reitur fjölskyldunnar. Varla leið .sá dagur, að eitthvert okkar ætti ekki leið þar um, ekki síst eftir að afi veiktist og var hjúkrað heima, oft fársjúkum af einstakri um- hyggju og ástúð ömmu. En aldrei var afi svo þreyttur eða þjáður, að ekki gæfist stund til að taka í hönd lítils vinar eða rabba um allt milli himins og jarðar við okkur eldri börnin. Þá var afi í essinu sínu. Hann kunni nefnilega þá list að ferðast í huganum, eftir að þrótturinn þvarr, og var unun að hlýða á hann lýsa landi og land- kostum, ám og vötnum, svo ekki sé nú talað um þekkingu hans á bæj- um og ábúendum þeirra fyrr og nú. Og við börnin sóttumst eftir návist hans, því sú líkn var lögð með þraut að lífsgleði sinni og andlegri reisn hélt hann til hinstu stundar, og sjaldan heyrðist kvartað. Þegar okkur öllum var ljóst, að kveðjustundin nálgaðist, var það heitasta ósk afa, að hann fengi að lifa jólin ásamt fjölskyldu sinni. Sú bæn var heyrð. Áramótin runnu upp og afi kallaði okkur til sín, barnabörnin sín hvert af öðru og kvaddi okkur og óskaði okkur Guðs blessunar á komandi tímum. Það var falleg og eftirminnileg kveðjustund. Nú er erfiðri sjúk- dómsbaráttu lokið, en eftir lifir dýrmætur fjársjóður minninga. Far þú í friði Friður Guðs þig blessi Hafðu þökk fyrir allt og allt. Svili minn og góðvinur, Agnar Norðfjörð hagfræðingur, sem lést í Landspítalanum hinn 19. þ.m., verður jarðsunginn í dag frá Fossvogskirkju. Agnar fæddist á Sauðárkróki hinn 2. des. 1907. Voru foreldrar hans þau Jóhannes Norðfjörð, kaupmaður og úrsmíðameistari, og kona hans, Ása Jónsdóttir Árnasonar, bónda og smiðs á Ásmundarstöðum á Sléttu, og konu hans, Hildar Jónsdóttur. I báðum þessum ættum eru hag- leiksmenn og tápmikið gáfufólk. Árið 1912 fluttist Jóhannes Norðfjörð með fjölskyldu sína til Reykjavíkur. Hann setti hér á fót úrsmíða- og skartgripaverslun undir eigin nafni, sem enn er rekin af afkomendum hans. Er hún nú í tölu elstu fyrirtækja borgarinnar. Agnar ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi. Hann gekk í Menntaskólann og tók þaðan stúdentspróf 1927. Sigldi síðan til Danmerkur og las hagfræði við Kaupmannahafnar- háskóla. Þaðan lauk hann hag- fræðiprófi árið 1935. Síðan lá leið- in aftur heim til íslands. Hér heima hóf Agnar störf hjá Fiskimálanefnd sama ár. Sú stofnun vann þá m.a. að því að koma á framfæri við landsmenn nýjungum á sviði fiskiðnaðar og gera markaðskannanir. Hann starfaði hjá nefndinni um 6 ára skeið. Árið 1941 stofnaði hann fyrirtækið Agnar Norðfjörð og Co hf., sem hann rak síðan alla tíð með ráðdeild og fyrirhyggju. Son- ur hans, Agnar Ottar Norðfjörð, viðskiptafræðingur, hefur nú und- anfarin 3 ár í veikindum föður síns annast reksturinn. Mesta gæfuspor sitt steig Agnar þegar hann hinn 3. júní 1939 gekk að eiga Jóhönnu Ingibjörgu Vil- helmsdóttur Bernhöft, tannlækn- is, og konu hans, Kristínar Þor- láksdóttur Johnson. Var hjóna- band þeirra ástríkt, enda þau mjög samhent í hvívetna á lífs- leiðinni. Eignuðust þau hjónin 4 mannvænleg börn og eru þau þessi: Sverrir Norðfjörð, arkitekt, kvæntur Alena Anderlova, arki- tekt, tékkneskri konu, Kristín Norðfjörð, kennari og lögfræðing- ur, gift Þorvaldi Búasyni, eðlis- fræðingi, Ingibjörg Nanna Norð- fjörð, flugfreyja, og Agnar Óttar Norðfjörð, viðskiptafræðingur. Á löngum og Iánsömum lífsferli verður ætíð mikil breyting þegar heilsan brestur. Agnar veiktist af hættulegum sjúkdómi haustið 1978 og komst ekki til heilsu upp frá því. Hann gerði sér grein fyrir að bata var ekki að vænta og tók þess vegna þessu hlutskipti sínu af æðruleysi og með jafnaðargeði. Hann átti líka hauk í horni í eig- inkonu sinni. Frú Ingibjörg var alla tíð við hlið hans og hjúkraði honum í hinum langvinnu veikind- um af ástúð, dæmafáu þreki og fórnfýsi. Hið hlýja viðmót hennar og skapfesta linuðu þrautirnar og voru honurrt styrkur. Fjölskyldur og ættingjar hjón- anna í Kjartansgötu 6 eiga á þess- ari skilnaðarstundu margs að minnast úr því góða húsi. Þær senda nú frú Ingibjörgu og börn- um hennar innilegar samúðar- kveðjur og biðja þeim blessunar. Fari vel minn gamli vinur, Agnar Norðfjörð. Láti guð honum raun lofi betri. Gunnlaugur Pétursson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fvrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðst- ætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á rainningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Flexello Flexallo vagnahjól. Fáanleg úr nylon og gúmmí, stœröir 35mm—250mm. VALD. POULSEN Suöurlandsbraut 10. Sími 86499. Innréttingadeild 2. hæö. 1 F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.