Morgunblaðið - 05.02.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.02.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982 Jón varð þýzkur fjórðungsmeistari JON Didriksson hlaupari í IIMSB varð sjötti í I »00 metra hlaupi á inn- anhússmeislaramóti vesturhluta Vesturl»ý/.kalands í Diisseldorf um helgina. Jón hljóp á 3:49,12 mínútum og varð rimmti í sínum ridli, en í öórum rióli skaust einn hlaupari upp fyrir hann. Sigurvegari varð bezti millivegalengda- og langhlaupari Vl'ýzkalands um árahil, Karl Fleschen. sem hljóp á 3:43,6 mínút- um og annar maður hljóp á 3:45,5 mín. Tæpum tveimur klukkustundum eftir þetta hlaup varð Jón lands- fjórðungsmeistari í 3x1000 metra boðhlaupi. „bað var búið að bóka Leverkusen, með Paul Wellman á síðasta spretti, sigurinn. Ég hljóp síðasta sprett fyrir Bonn/ Trois- dorf, lagði af stað um leið og Wellmann og átti sjálfur ekki von á öðru en hann styngi mig af. Hann hljóp greitt, en mér tókst að hanga með og komast síðan fram úr honum á endasprettinum. Ég fékk um 2:24 mínútur í millitíma," sagði Jon, en það var mikil stemmning í íþróttahöllinni í Dússeldorf þegar hann sneri Ólympíuverðlaunahafann frá Montreal af sér á síðustu metrun- um í boðhlaupinu, enda gott afrek hjá Jóni. Jón kvaðst hafa æft vel í vetur og sagðist hann vonast til að bæta árangur sinn í 1500 metra hlaupi og 3000 metra hindrunarhlaupi í sumar, en vart þarf að taka fram að hann á Islandsmetin í báðum þessum greinum, og reyndar fleir- um líka. Valsmenn hafa ráðið þjálfara fyrir IVIfl. í knattspyrnu Sigurður Dagsson þjálfar alla markverði KLAUS Peter 30 ára VesturÞjóð- verji hefur verið ráðinn þjálfari meistara- og 1. flokks-liða Vals í knattspyrnu. Hann mun auk þess vera ráðgefandi um þjálfun yngri flokka. Klaus l’eter lék frá 1970 til 1973 í 3. deildinni v-þýsku. 1974 iauk hann meistaraprófi íþrótta- kennara frá Kölnarháskóla með knattspyrnu sem aðalfag. 1975—78 kenndi hann við íþróttaháskólann í Nepal og þjálfaði og lék með þar lendu I. deildar liði er varð lands- meistari 1977. 1979 var Klaus Peter þjálfari unglingalandsliðs Nepal. Klaus Peter hefur tekið allar þjálfunargráður v-þýska knatt- spyrnusambandsins og lýkur í mars prófi er gefur rétt til þjálf- unar í V-þýsku úrvalsdeildinni. 1980 til 1981 var hann fram- kvæmdastjóri og leikmaður með áhugamannaliði í V-þýsku 3. deildinni. G. Bisants sem er æðsti yfir- maður allrar knattspyrnuþjálfun- arkennslu V-þýska sambandsins og þjálfari B-landsliðsins hefur gefið Klaus Peter þá umsögn að hann sé hvort tveggja mjög takt- ískur og fær við uppbyggingu æf- inga og geysilega áhugasamur. Klaus Peter, mun koma til ís- lands um miðjan febrúar og dvelja í nokkra daga við æfingar með Val en koma síðan til starfa í lok mars. Árni Njálsson mun þjálfa 150 strákar í 12 liðum tóku þátt í Borgarnesmótinu - Suöurnesjamenn voru sigursælir SUÐURNESJAMENN voru mjög sigursælir á 3ja Borgarnesmótinu í minnibolta sem haldið var um helg- ina. Njarðvíkingar og Keflvíkingar sigruðu, unnu alla sína leiki. Skalla- grímur, Borgarnesi, varð í þriðja sæti og KR í því fjórða. Met þátttaka var í Borgarnes- mótinu, um 150 strákar í 12 liðum voru með að þessu sinni. Auk ofangreindra liða voru lið ÍR, Reynis, Sandg., Fellaskóla, A- og B-lið Hauka, lið Vals, UBK og B- lið IBK. Á þessum tveimur dögum voru leiknir 24 leikir samkvæmt strangri tímaáætlun og stóðst mjög vel. Eins og kunnugt er er minniboltinn körfubolti fyrir krakka 11 ára og yngri og er hann leikinn eftir sérstökum leikregl- um. Er þar í fyrirrúmi að allir séu með í leiknum. Úrslit einstakra leikja urðu þessi: 1. IK ^ llaukar A 2. Reynir — KK 3. I’MFS - 1 Bk 4. Ilaukar B — ÍBK A 5. Valur - l’MFN 6. ÍBK B ~ fYllatikóli 13:11 14:21 13: 0 4:2fi 6:12 2: 6 Fimmta starfsár golfskóla Nolans GOLFSKÓLI Johns Nolans hóf starfsemi sína síöastliðinn fimmtu- dag og er þetta fimmti veturinn, sem skólinn er starfræktur. Hann er nú til húsa í Ford-húsinu í Skeifunni. Skólinn er jafnt fyrir byrjendur og engra komna og er boðið upp á margvíslega þjónustu fyrir einstakl- nga og hópa. Tilgangur skólans er að undirbúa og auðvelda kylfingum iomandi sumar og gera þeim kleift að njóta hins stutta sumars enn bet- ur en ella. I æfingasalnum eru þrír »ásar þar sem slegið er í net og stór flöt er fyrir „pútt“. 7. ÍK — Keynir H. Ilaukar A — KK 9. l’MKS - llaukar B 10. I'BK - ÍBK A 11. Yalur - ÍBK B 12. I MKN — Kellaskóli 13. Kellaskóli — I BK 14. ÍBK B - UMKS 15. KMKN - KK 18:20 16- Valur — Keynir S:25 17. ÍBK A — llaukar A K: K IK. Ilaukar II — ÍK 4:40 19. Fella.skóli — HMFS 14:10 20. ÍBK B — KK 10: 0 21. IIMFN - Kcynir 16: 8 22. Valur — llaukar A 11:14 23. ÍBKA —ÍK 16:12 24. Ilaukar B — I IIK • Danski leikmaðurinn Preben Elkjær, til vinstri, ræðir við forseta FC Niirnberg. Preben hefur mikinn áhuga á að fara frá Lokeren. Félög i V l'ýskalandi og á Ítalíu hafa áhuga á að fá hann í sínar raðir. Fer Elkjær til Inter Milano? IIANSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Preben Elkjær Larsen, sem leikur við hlið Arnórs Guð- johnsen með belgíska félaginu Lok- eren, hefur æft með ítalska félaginu Inter Milano síðan á sunnudaginn og talsmenn Inter hafa látið í Ijós áhuga á því að kaupa Larsen. í bígerð er á Ítalíu að heimila félögum að hafa innan vébanda sinna tvo er lenda leikmcnn en ekki einn eins og verið hefur. Fyrirliði hjá Inter Milano er austurríski landsliðsmað- urinn Herbert l’rohaska. Valsliðið þangað til og vinna með hinum nýja þjálfara í byrjun. Eins og kunnugt er er Árni Njálsson einn af okkar hæfustu þjálfurum. Knattspyrnudeild Vals hefur ráðið Sigurð Dagsson íþróttakenn- ara og fyrrum landsliðsmarkvörð sem sérstakan markmannsþjálf- ara hjá öllum knattspyrnuflokk- um Vals. Almennur vilji að fjölga leikjum UM SÍDUSTU helgi fór fram fundur með forráðamönnum handknatt- lciksdcilda I. deildarliðanna, þjálf- urum og stjórn HSÍ. Til þessa fund- ar var boðað til þess að ræða skipu- lag íslandsmótsins í handknattleik og framtíðarstefnuna í niðurröðun mótsins. Að sögn Jóns Erlendssonar, formanns mótanefndar HSI, voru mörg mál rædd á fundinum sem var mjög jákvæður fyrir alla aðila sem hann sátu. Var almennur vilji hjá öllum aðilum að reyna að fjölga leikjum í 1. deild. Skipuð var nefnd til þess að at- huga þessi mál niður í kjölinn. Hana skipa Jón Erlendsson HSÍ, Gunnar Hjaltalín KR, Hannes Guðmundsson Víking, Þorgeir Haraldsson Haukum og Hákon Bjarnason ÍR. Nefnd þessi mun skila niðurstöðum sínum til HSÍ fyrir 15. mars næstkomandi. — I»R 12 félög hafa boðað þátttöku í öldunga- mótið í knattspyrnu EIGI færri en tólf félög hafa tilkynnt þátttöku sína í hinu nýja Öldungamóti í knatt- spyrnu sem ætlað er leik- mönnum sem komnir eru á fer tugsaldurinn. Ákveðið var á síðasta ársþingi að hleypa þess- ari keppni af stokkunum og er að sjá að áhuga skorti ekki. Félögin tólf, sem hafa þeg- ar tilkynnt áhuga sinn, eru ÍBK, ÍA, FH, ÍBA, Þróttur Reykjavík, Haukar, UBK, Víkingur, Fram, Völsungur, Valur og KR. Vegna hinnar miklu þátttöku verður að leika öldungakeppnina í tveimur riðlum, en enn hefur ekki verið raðað niður í þá. Væntanlega verður það þó gert á næstunni. Metþátttaka í Islandsmótinu í knattspyrnu innanhuss íslandsmeistaramótið í knatt- spyrnu innanhúss er á dagskrá inn- an tíðar og aldrei hefur það verið umfangsmeira en nú. Mótið verður tvískipt að þessu sinni, enda eru þátttökuliðin nú 70 talsins. Kvenna- keppnin fer fram um aðra helgi, eða 13. og 14. febrúar. Karlakeppnin verður ekki fyrr en í mars og verður liðafjöldans vegna að bæta við D- riðli, en til þessa hefur verið nóg að stilla upp A-, B- og C-riðlum. Það verður sem sagt keppt í fjórum deildum. Liðin í A-riðli leika um ís- landsmeistaratitilinn, en í neðri deildunum verður leikið um sæti í næsta flokki fyrir ofan. Þá falla lið eins og í venjulegri deildakeppni, tvö falla, tvö flytjast upp í þeirra stað. Magur dagur hjá Islendingunum NOKKUÐ hefur verið leikið í evr ópsku knattspyrnunni í vikunni og „íslensku" liðin komið nokkuð við sögu. Þau hafa þó ckki riðið feitum hesti frá leikjum sínum, Anderlecht tapaði fyrir Waterschei 1-2 á úti- velli og Lokeren tapaði 0-1 á úti- velli fyrir Antwerpen. í Þýskalandi tapaði F'ortuna Diisseldorf fyrir Hamburger SV 1-6. Atli Eðvaldsson skoraði eina mark FI) og náði for ystunni fyrir lið sitt. En síðan ekki söguna meir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.