Morgunblaðið - 05.02.1982, Side 24

Morgunblaðið - 05.02.1982, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982 Eftir Ólaf Jónsson (i()st(n)(irh'(imkvœni(l(i- s tjóra S já varafuróa - (leildar Sambandsins: Inngangsorð Sú staða, sem nú er á sölu- horfum grásleppuhrogna, þegar mjög er skammt í næstu vertíð, veldur mörgum framleiðendum áhyggjum. Sérstaklega er hér um að ræða þá framleiðendur sem enn eiga í birgðum veru- legan hluta af framleiðslu sl. árs. Undirritaður hefur með höndum sölu þessarar afurðar hjá Sjávarafurðadeild Sam- bandsins. Nú horfa þessi mál þannig, að til að unnt verði að hefja vertíð á eðlilegan hátt, þarf að nást nokkuð víðtæk samstaða um verðlagningu á næsta ári. Til þess að sú samstaða gæti náðst þurftu að fara fram við- ræður við helstu kaupendur um þessi mál. Undirritaður beitti sér fyrir því að þær viðræður áttu sér stað í síðustu viku. Sölufyrirkomulag og verðákvörðun Sala grásleppuhrogna er frjáls, þannig að öllum, sem fást við útflutning, er heimill út- flutningur, að uppfylltum þeim skilyrðum, sem viðskiptaráðu- neytið setur hverju sinni. Sjáv- arafurðadeiid Sambandsins hef- ur alla tíð verið í hópi stærstu útflytjenda. Auk þess flytja að jafnaði út 5—10 aðrir aðilar þessa vöru. Kaupendur að þess- ari vöru, sem máli skipta, eru færri en 10. Til þess að tryggja samkeppn- isaðstöðu útflutningsaðilanna hefur verið sett lágmarksverð á þessa vöru. Að lokinni verðlagn- ingunni hefst svo keppni um hylii kaupenda og framleiðenda. Á árunum 1975—1978 var sæmilegur friður um þessa verð- lagningu og tókst að hækka verðið úr 175 Bandaríkjadölum (sem var verð ársins 1974) í 280 dali fyrir árið 1978, fyrir hverja tunnu hrogna. Árið 1979 urðu deilur um verðið, þannig að Sjávarafurða- deild og Samtökin vildu hækkun í 300 dali, en aðrir útflytjendur vildu hafa óbreytt verð. For- sendur þessarar hækkunar voru einfaldar, dalurinn hafði lækkað í verði, þannig að verðið til kaupenda, sem flestir eru í Evr- ópu, yrði óbreytt. Þessi „verð- hækkun" var síðan samþykkt og gekk sala bærilega það árið ef iitið er til heildarinnar. Einhverjum aðila, eða aðilum, þótti ástæða til að styrkja sess sinn hjá kaupendum erlendis á kostnað Sjávarafurðadeildar Sambandsins vegna þessa. Slíkt hafði skeð nokkrum sinnum áð- ur og er í sjálfu sér ekki stór- mál. Því er á þetta minnst hér, að menn hafi í huga hverra hagsmunum menn berjast fyrir, ef deilur verða um verðlagningu á þessu ári, og kannske sérstak- lega hvernig að málum hefur verið staðið nú. Árið 1980 var sæmilegu friður um verðlagninguna. Þó var, að mati undirritaðs, verðið ákveðið ívið of hátt. Ef verðið þá hefði verið ákveðið 325 dalir í stað 330 hefðu afskipanir gengið nokkru hraðar fyrir sig, þar eð nokkir stærri kaupendur hefðu betur sætt sig við þá verðlagningu. Þegar kom að verðlagningu á sl. ári, voru margar blikur á lofti. Bandaríkjadalur hafði stigið mjög í verði. Þegar verðið var ákveðið seint í apríl, óbreytt í dölum, þýddi það 23—25% verðhækkun í Evrópugjaldmiðli. Þetta var erfið ákvörðun, og því var aðeins unnt að taka slíka ákvörðun að enginn útflytjandi taldi ástæðu til að lækka verðið. Hins vegar voru til menn sem vildu hækkun. Það fylgir alltaf einhver áhætta þegar verð- ákvarðanir sem þessar eru tekn- ar. Aðstæður hafa hagað því þannig að forsendur þessa verðs eru nú ekki fyrir hendi, og hafa kannski aldrei verið. Banda- ríkjadalur hækkaði enn frekar í verði eftir verðlagninguna og framleiðsla grásleppuhrogna var mjög mikil. Á að gefa verðákvörð- unina frjálsa? Þessu er fljótsvarað neitandi. Með núverandi sölufyrirkomu- lagi fást kaupendur ekki til kaupa nema þeir hafi tryggingu fyrir því að þeir hafi einhverja vernd fyrir lægra verði. Þar sem um er að ræða vöru sem ekki er hægt að kalla eftir auknu fram- boði með verðhækkunum, nema skamman tíma á ári, þurfa selj- endur að setja verðið þar sem þeir trúa því að jafnvægi ríki miðað við eðlilegt árferði. Best er að sú ákvörðun sé samþykkt af kaupendum. I»áttur Samtaka grásleppuhrogna- framieiðenda Undirritaður fagnaði mjög stofnun Samtaka grásleppu- hrognaframleiðenda. Þeir, sem þennan atvinnuveg hafa stund- að, höfðu verið skattlagðir sér- staklega af yfirvöldum þessa lands. Þetta var og er sundur- leitur hópur skapmikilla manna. Samtökin hafa á vissum svið- um stundað sína starfsemi meira af kappi en forsjá. Út- flytjendur, margir hverjir, þótt- ust sjá þarna aðila, sem stofnaði starfsemi og tilvist þeirra í stórhættu. Hefur á undanförn- um árum staðið yfir óopinbert stríð þessara aðilja. Hefur grásleppukörlunum verið óspart beitt fyrir stríðsvagnana en minna farið fyrir málefnalegri umræðu. Undirritaður hefur leitt þessi átök hjá sér. Skoðun mín á nauðsyn og tilverurétti Samtak- anna hefur alltaf verið skýr. Ólafur Jónsson Nú er svo komið að hætta er á að starfsemi Samtakanna legg- ist niður. Slíkt má ekki ske. Mun ég síðar í þessari grein víkja að því. Ein staðreynd er ljós. Sam- tökin báru ekki ábyrgð á verð- lagningu á sl. ári. Það gerðu út- flytjendur alfarið, þar með tal- inn sá er þessa grein ritar. Samtökunum mun verða gef- inn kostur á að taka fulla ábyrgð á verðlagningu á kom- andi vertíð ásamt undirrituðum og þeim útflytjendum, sem til þess treysta sér. Ef einhverjir útflytjendur eða Samtökin verða ósammála þeirri stefnu sem lögð verður fyrir, er þeim rétt og skylt að greina frá því á opinberum vettvangi, þannig að grásleppukarlarnir hver fyrir sig, geti lagt sitt mat á stöðuna. Nú þýðir ekki að reyna að telja mönnum trú um, eftir á, að þeir hafi vitað betur. I»áttur Sölustofnunar lagmetis og íslenskrar kavíarnidurlagningar Það er óhjákvæmilegt að rita grein um grásleppuhrogn án þess að víkja nokkrum orðum að þessari starfsemi. Ég ætla einungis að lýsa stað- reyndum dagsins í dag, eins og þær koma mér fyrir sjónir. Þó einungis 1% af ásökunum keppinauta Sölustofnunar lag- metis um þeirra starfsemi sé sönn, er það nægjanlega alvar- legt. Ég hef ekki aðstöðu né tel það í mínum verkahring að dæma hér um. Eitt vil ég þó fullyrða. Ef árangur af starfi Sölu- stofnunarinnar er sá, að inn- lendar niðurlagningarverk- smiðjur telji sér unnt, og vænt- anlega með harmkvælum, að greiða aðeins 1.500 krónur fyrir hverja tunnu grásleppuhrogna af síðustu vertíð, þá er betra að hætta og það strax. Ef verksmiðjurnar greiða ekki lágmark 2.100 krónur og það strax í þessum mánuði, er þessi starfsemi á slíkum villigötum að stjórnvöldum ber skylda til að grípa hér inn í. Samkeppni á mörkuðunum er nægjanleg fyrir. Það getur ekki verið takmark út af fyrir sig að niðurlagning þessarar vöru eigi að leiða til 30% lægra skilaverðs til framleiðanda. Ég hef í gegnum árin reynt að styðja starfsemi Sölustofnunar þar sem því hefur verið við kom- ið. Ég hef hinsvegar ekki farið leynt með að oft hafi ég talið hæpnar efnahagslegar forsend- ur fyrir mörgu af því sem gert hefur verið. Fyrir alla muni svarið þessari ásökun ekki með enn einni fréttatilkynningunni um hvað þið ætlið að vera duglegir, þjóð- in veit það. Svarið þessari gagn- rýni með fréttatilkynningu, þar sem þið tilkynnið grásleppu- hrognaframleiðendum hvað verksmiðjur ykkar muni greiða fyrir hrognatunnuna og hvenær. Sé verðið yfir 2.100 krónum, þá óska ég ykkur til hamingju með þann árangur sem þið hafið náð. Að sjálfsögðu geng ég þá út frá því að starfsemi ykkar verði að þakka slíkt verð. Ekki að hluti af því verði verði tekinn úr sjóðum, sem grásleppukarlarnir hafa verið látnir Syggja upp með sérstakri skattlagningu á liðnum árum umfram aðra landsmenn. Ný verðákvörðun — veiðistefna á komandi vertíð Með því að ákveða söluverð fyrir 1982 dkr. 2.200 fyrir hverja tunnu eða jafnvirði í öðrum gjaldmiðli fyrir aðra markaði, tel ég að unnt sé að tryggja eft- irfarandi: a) Að selja fyrirliggjandi birgð- ir af sl. vertíð með viðunandi greiðslukjörum á dkr. 1.950.- til danskra kaupenda og dm. 595,- til þýskra og franskra kaupenda. Hvorttveggja er nettóverð. Greiðslukjörin verði þau að helmingur greiðist í apríl og helmingur í júní. b) Að kaupendur í Þýskalandi og Danmörku, sem mér er kunnugt um að hafi verð- lækkunarfyrirvara í sínum samningum, falla frá verð- bótakröfum með einni und- antekningu. Öðrum kaupend- um hefur verið tilkynnt um þá undantekningu. c) Að selja fyrirfram af veiði komandi vertíðar 6.000 tunn- ur til danskra kaupenda. Þýskir kaupendur hafa enn ekki tjáð sig um fyrirfram- kaup, en munu sætta sig við verðið. Greiðslukjör verði þau, að fyrir hrogn pöntuð og afskip- að fyrir júnílok verði veittur 60 daga greiðslufrestur, síð- an 30 daga greiðslufrestur. Umboðslaun til erlendra aðila verði felld niður, en í staðinn komi magnafsláttur, 1% fyrir kaup á 500—1.000 tunnum, 2% fyrir kaup á yfir 1.000 tunnum. d) Að stærri kaupendur munu gera söluátak til að auka sölu á kavíar og beina innkaupum sínum í auknum mæli til íslands. Með þessu tel ég að unnt sé að stefna að framleiðslu allt að 15.00 tunna á komandi vertíð. Veiðifyrirkomulag legg ég til að verði nokkuð frjálst, þannig að stefnt verði að 75% af meðal- veiði sl. 2ja ára á hverju veiði- svæði. Ef veiðin nær því án ann- arra takmarkana skal endur- skoða stöðuna með tilliti til söluhorfa og veiði á öðrum svæðum. Fyrir innkaup sl. vertíðar voru allir helstu kaupendur bún- ir að tryggja gengi á þeirri doll- araupphæð, sem þeir áætluðu til kaupa á hrognum þá. Gengis- hækkun dollarans er því enn ekki að öllu leyti komin fram á neyslumörkuðum. Með því að halda óbreyttu verði á hrognum verður vænt- anlega hægt að selja 1—2.000 tunnur af fyrirliggjandi birgð- um og komandi vertíð verður í algjörri óvissu. Það er hægt og létt verk að breyta um stefnu nú, í stað þess að sigla skútunni í strand. Það var hægt að gera það fyrir mán- uði, kannske í nóvemþer þegar ég lagði til að svo yrði gert. Þá var ekki samstaða. Ég hef mín fyrirmæli um að vinna að lausn þessa máls. Hér er mín tillaga. Hver er ykkar? Sambandið er með þessu ekki að reyna að yfirtaka grásleppu- hrognasöluna. Við höfum til sölumeðferðar um 4.500 tunnur af birgðum sl. vertíðar. Hér er verið að reyna að tryggja sölu þessa magns, auk þeirra birgða annarra sem til eru í landinu. Ég gerði kaupend- um fyllilega ljóst að ég myndi vilja hafa hönd í bagga með sölu þeirra birgða sem við höfum með höndum. Við hyggjumst koma andvirði þessara birgða til framleiðenda strax að lokinni afskipun, með lántökum. Ef út- flytjandi á pantanir umfram það, sem hann hefur til sölu- meðferðar, þá óska ég eftir að þið snúið ykkur fyrst til Sam- takanna og leysið vanda þeirra sem þar hafa birgðir. Ef það er ykkur ekki að skapi, þá til mín frekar en beint til okkar fram- leiðenda. Ef okkur semst ekki, þ.e. að við höfum magn aflögu, þá er ykkar skyldum lokið. Ef þið kjósið að fara beint til fram- leiðenda þá er það ykkar ákvörðun. Hér þarf fleira að koma til. Framleiðendur þurfa að gera vopnahlé. Þeir þurfa að styrkja innviði sinna samtaka. Þeir eiga að leggja ágrein- ingsmálin til hliðar, og hafa sig lítið í frammi í sölumálum með- an á þessari uppbyggingu stend- ur. Með aukningu á millifærslum til frestunar á lausn erfiðleika sjávarútvegsins verða greinar eins og grásleppuútvegur útund- an. Bændur eiga ekki að þurfa að bregða búi í þessum útvegi þó erfiðlega ári. Ekki frekar en að- rir bændur eða sjómenn í öðrum greinum. Hér er mikið verk að vinna og verður á ókomnum ár- um. Einnig eiga einstakir fram- leiðendur að afsala sér með öllu sölu til innlendra niðurlagn- ingaverksmiðja og eiga Samtök- in, ein allra seljenda, að hafa heimild til þeirrar sölu. Þau mega ekki misnota slíkan rétt, fái þau hann í hendur. Ein af ásökunum Samtakanna á hendur útflytjendum er að þau skili ekki réttu andvirði til framleiðenda. Ef slíkt kemur upp, verða útflytjendur að sætta sig við hlutlausa rannsókn. Þegar Samtökin hafa styrkt stöðu sína inn á við, geta þau hafið málefnanlega umræðu um ágreiningsmálin. Ef hagsmunum framleiðenda verður talið betur borgið með því að þeir einir eða með öðrum aðila sjái um söluna, þá á að framkvæma það ofanfrá. Fyrir komandi hrognavertíð þarf að vinna þetta með hefð- bundnum hætti. Þar sem óhjákvæmilegt verður að slaka á verðinu, þarf samstaðan að verða víðtækari. Lokaorð Af fleiru er að taka. Ég er til- búinn að rökstyðja mál mitt frekar. Ég fór þessa leið til að ná settum markmiðum. Mark- miðin eru að selja fyrirliggjandi birgðir á viðunandi verði og tryggja eðlilega vertíð á hæsta fáanlegu verði. Ef frekari umræðu þarf um þessi mál, þá skal sú umræða verða fyrir opnum tjöldum. „Samtök grásleppuhrognaframleiðenda mega ekki leggjast niður“ Unnt ad stefna ad 15.000 tunna fram- leiðslu grásleppuhrogna á næstu vertfð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.