Morgunblaðið - 05.02.1982, Page 5

Morgunblaðið - 05.02.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982 5 Helmingur hlutafjár Videoson til sölu: Fjórir aðilar íhuga kaup FJÓRIR adskildir aðilar íhuga nú kaup á helmingi hlutabréfa myndbandafyrirtækisins Videoson, bædi einstaklingar og fyrir tæki. Njáll Harðarson, annar eigenda Videoson-fyrirtækisins, hefur falið fasteignasölu hér í bæ að leita eftir kauptilboðum í sinn hlut og fjölskyldu sinnar í fyrirtækinu, en þar er um helmings- hlut að ræða og jafnvel nokkru meira. Að sögn Njáls vill hann son, en að sögn Kára Fanndal Talsverð nýmyndun íss norður af landinu selja sinn hlut í fyrirtækinu vegna anna við eigið vélaleigu- fyrirtæki. Á fundi í Félagi kvikmyndahúsaeigenda sem haldinn var sl. miðvikudag var alfarið hafnað þeirri hugmynd að kaupa þennan hlut í Video- hjá Fasteignaþjónustunni, sem fer með þessi mál fyrir Njál Harðarson, hafði hann nefnt þetta við Grétar Hjart- arson formann, Félags kvik- myndahúsaeigenda, þar eð honum þótti eðlilegt að kvik- myndahúsin hefðu áhuga á að geta nýtt myndir sínar í myndbandakerfi. Kári sagði að auk þessara fjögurra aðila, hefðu allmargir spurst fyrir og virtist sér sem áhuginn kæmi úr ólíklegustu áttum. Taldi hann að annars vegar væru aðilar sem hefðu áhuga á myndbandatækni og fjölmiðlun, en á hinn bóginn margir sem teldu að starfsemi á borð við Videoson gæti gefið góðan arð. HAFÍS milli íslands og Grænlands hefur aukist nokkuð síðan um ára- mót. Talsverð nýmyndun á sér stað um þessar mundir bæði vestur og norður af landinu. Fjarlægðin frá Vestfjörðum og Kolbeinsey er um 60 sjómilur (rúmlega 100 km). Landhelgisgæsla Islands kann- aði jaðarinn út af Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi sl. laug- ardag (30. janúar). Meginjaðarinn lá um eftirtalda staði: 70 sjómílur norðvestur af Barða, 60 sjómílur norðvestur af Straumnesi, 82 sjó- mílur norður af Horni og 60 sjó- mílur norð-norðvestur af Kol- beinsey. Meginbrúnin er þétt og eru þar 8 til 9 hlutar hafs þaktir ís, en meðfram henni er 5—20 sjómílna breitt jaðarsvæði með krapi og stökum jökum. Norðaustur frá Horni voru í þessu jaðarsvæði eða belti þéttar rastir og flákar. Brotalínur á kortinu tákna jafn- hitalínur við yfirborð sjávar (sjáv- arhita). Er þar farið eftir veður- tunglamyndum. Gera má ráð fyrir ónákvæmni í ágiskuninni, en víst þykir að sjór sé enn tiltölulega kaldur fyrir norðan land. Stjórnmálaskóli Sjálf- stæðisflokksins 15.-27. febr. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðis- flokksins verður starfræktur dagana 15.—27 febrúar nk. Skólinn verður að þessu sinni kvöld- og helgarskóli, sem hefst virka daga kl. 20.00 og stendur yfir til kl. 23.00. Laugardaga hefst skólinn kl. 10.00 og stendur yfir til kl. 18.00. Sunnudaginn kl. 13.30—18.00. Skólahald fer fram í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þar sem innritun nemenda er hafin, en skóla- gjald er 300 krónur. I frétt frá skólanefnd segir að Sala stöðvuð á Nina Paris snyrtivörum Morgunblaðinu barst í gær eftir farandi fréttatilkynning frá Heil- brigðiseftirliti ríkisins: „Heilbrigðiseftirlit ríkisins hef- ur látið stöðva sölu og fyrirskipað innköllun á snyrtivörum frá Taiw- an með vörumerkinu Nina Paris þar sem mikið blýmagn hefur fundist í þeim. Hér er um að ræða plasthylki með ýmsum litum, svo sem augnskuggum, augnlitum, varalitum, kinnalitum og augn- háralit. Stofnunin varar við notkun þessara snyrtivara, sem ekki mega innihalda blý sbr. 6. gr. reglugerð- ar nr. 129/1971 um notkun og bann við notkun tiltekinna eitur- efna og hættulegra efna. Getur notkun þeirra haft í för með sér sýkingarhættu." lögð verði áhersla á það í skóla- starfinu, að kynna almenn félags- störf, ræðumennsku, uppbyggingu launþega- og atvinnurekenda- samtaka, stefnumörkun og stefnu- framkvæmd Sjálfstæðisflokksins, starfshætti og sögu ísl. stjórnmál- aflokka og fundarsköp. Fjallað verður um utanríkis- og öryggis- mál, kjördæmamálið, sveitar- stjórnarmál, ásamt ýmisum öðr- um áhugaverðum þáttum sem lúta að stjórnmálum. Fararstjóranámskeið Feröaskrifstofan Útsýn efnir til námskeiðs á næstu vikum fyrir tilvonandi fararstjóra erlendis. Þátttökuskilyrði eru góö almenn menntun, góö ensku- kunnátta og nokkur færni í annaöhvort spænsku eöa ítölsku. Kennsla fer fram eitt kvöld í viku í 2—3 stundir í senn. Kennslugreinar: Saga Ítalíu og listasaga Kennari: Pétur Björnsson. Saga Spánar Kennari: Örnólfur Árnason. Hagnýt fræðsla um störf fararstjóra Kennari: Ingólfur Guöbrandsson o.fl. Þátttökugjald kr. 800. Skrifleg lýsing á tilhögun námskeiðsins ásamt eyðublööum fyrir umsækjend- ur fást á skrifstofu Útsýnar og sé skilað fyrir 12. febrúar. Feróaskrifstofan UTSÝN I |íj|r=o VANTAR ÞIG VINNU (nj Wjr\ VANTAR ÞIG FÓLK i 1 ÞL ALGLÝSIR UM ALLT 1 LAMl ÞKGAR Þl Al G- j | LYSIR I MORGl'NBLAÐIM | — II >1 Góðar sölur f Grimsby og Hull TVÖ íslcnzk fiskiskip scldu í Eng- landi í gærmorgun og fengu bæði ágætis verð. Gissur Hvíti frá Hornafirði seldi 61,2 tonn í Hull fyrir 678.800 þúsund krónur og var meðalverð á kílói kr. 11,09. Ýmir frá Hafnarfirði seldi síðan 132,7 tonn í Grimsby fyrir 1344.300 þúsund krónur og var meðalverð á kíló kr. 10,12. BlLASYNING LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 1 — 6. Sýndar verða 1982 árgerðirnar af MAZDA 323, MAZDA 626 og sérstaklega kynnum við hinn nýja MAZDA 929, sem kemur nú á markaðinn í nýju og gjörbreyttu útliti, með fjölmörgum tæknilegum nýjungum. KOMIÐ OG SKOÐIÐ ÞAÐ NÝJASTA FRÁ MAZDA. BÍLABORG HF. Smiöshöfða 23. íi-r^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.