Morgunblaðið - 05.02.1982, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.02.1982, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982 Bretar veðja á Roy Jenkins liondon, 4. febrúar. Al*. VEÐMÁL hófusl { London í dag um úrslit næstu þingkosninga þótt þær fari ekki fram fyrr en að allt að tveimur árum liðnum og veðjað er á að Roy Jenkins, leiðtogi bandalags sósíaldemókrata og frjálslyndra, verði næsti forsætisráðherra. Líkur Jenkins á því að verða forsætisráðherra eru taldar 44%, Margaret Thatchers forsætisráð- herra 9,1%, Michael Foots 25% og David Steels 16,7%. Því er jafnvel spáð að frú Thatcher tapi kjör- dæmi sínu, Finchley í Norður- London. Veðmangarinn Ron Pollard sagði að erfiðara væri að spá um úrslit næstu þingkosninga en nokkurra annarra kosninga frá stríðslokum, því svo margt færi eftir aðgerðum stjórnarinnar á næstu vikum og hvernig málin þróuðust innan Verkamanna- flokksins og nýja flokksins. Jenkins situr ekki einu sinni á þingi, en er spáð sigri í aukakosn- ingu í Hillhead í Glasgow í næsta mánuði. Pollard spáir því að Jenk- ins verði leiðtogi nýja flokksins á þingi. Hann telur líka að enginn hinna þriggja flokka fái meiri- hluta atkvæða, heldur um 30% hver, og að hrossakaup sem fylgja muni í kjölfarið leiði til þess að Jenkins verði forsætisráðherra. Möguleikar bandalagsins á sigri í næstu kosningum eru rúmlega 80%, íhaldsmanna 66%, Verka- mannaflokksins 44%, segir Poll- ard. Fimm af hundraði telja að utanríkisráðherrann, Carrington lávarður, verði næsti forsætisráð- herra. Vissu flugmennirnir um ísinguna á vélinni? Flugslysið í Washington: Washington, 4. febrúar. AIV SAMTÖL milli flugmannanna á Air Florida-þotunni, sem hrapaði ofan í Potomac-ána í V\ ashington 13. janúar sl., benda ákveðið til þess, að þeir hafi vitað um ísinn og snjóinn á vængjum vélarinnar en reynt flugtak þrátt fyrir það. I»etta kemur fram í The Washington Post í dag, sem vitnar til ónefndra heimilda innan bandaríska loftferðaeftirlitsins. Við rannsókn á slysinu hefur komið í Ijós, að 43 mínútur liðu frá því vélin var afísuð þar til hún fór í loftið en það var of mikill tími miðað við ríkjandi aöstæður. Um það bil 30 sekúnd- um eftir flugtakið heyrist að- stoðarflugmaðurinn, Roger Al- an, segja við flugstjórann: „Við erum að hrapa, Larry.“ „Ég veit það,“ svaraði þá Larry Wheaton, flugstjórinn á vélinni. The Washington Post segir, að fyrstu rannsóknir á vélarhljóð- inu, sem segulböndin í svarta kassanum geyma, bendi til þess, að hreyflarnir hafi aðeins skilað 80% eðlilegs afls þegar vélin fór í loftið og að það hafi tekið vél- ina 47 sekúndur að ná flug- takshraða í stað 30 venjulega. Einnig segir, að heyra megi í tæki, sem hristist ef hætta er á að vélin ofrísi, og hafi hristing- urinn byrjað þegar vélin var komin á 267 km hraða, sem er 38 km meiri hraði en eðlilegur ofrishraði. Það styðji þá kenn- ingu, að ís og snjór hafi dregið úr lyftikraftinum og valdið ofrisi á meiri hraða en að öllu jöfnu hefði mátt búast við. Herferð gegn íbúum héraðs í Nicaragua Managua, 4. febrúar. AP. YFIRVÖLD í Nicaragua hafa boðað herferð gegn skilnaðarhreyfingu „gagn- byltingarmanna" í austurhéraðinu Zelaya og segja að rúmlega 100 hafi verið handteknir. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur sakað stjórn Sandinista um að kúga Miskito-indíána í Zelaya, sem er aðallega byggt enskumæl- andi blökkumönnum. Ráðuneytið sagði að stjórnin hefði lýst yfir hernaðarástandi í héraðinu, sem er um það bil helmingur yfirráða- svæðis Nicaragua, sett hömlur á ferðalög um svæðið, lagt undir sig aðalútvarpsstöðina, bannað dreif- ingu eina óháða blaðsins og rekið starfsmenn trúarsamtaka úr hér- aðinu. Talsmaður landvarnaráðuneytis Nicaragua, Roberto Sanchez höf- uðsmaður, sagði að hinir hand- teknu hefðu tekið þátt í samsæri „gagnbyltingarmanna" um að- skilnað Zelaya-héraðs, sem er auð- ugt af málmum, og Nicaragua. Sanchez segir að leiðtogi hreyf- ingar skilnaðarsinna sé Fagoth Muller höfðingi, Miskito-indíáni af þýzkum ættum, sem áður var leiðtogi Misurasata, samtaka þriggja ættflokka indíána sem byKRja Zelaya. Muller flúði úr landi í maí og býr í Honduras. Sanchez segir að skilnaðarhreyf- ingin heiti „Hernaðaraðgerð rauð jól“ og hún tók til starfa í nóvem- ber. Hann sagði að samsærismenn vildu ala á andúð í garð stjórnar- innar meðal íbúa héraðsins og koma af stað uppreisn. Þannig segir hann að búið verði í haginn fyrir íhlutun „erlends herliðs sem mundi skilja aðskilnaðaráætlun- ina“. Erlendir blaðamenn, sem hafa ferðazt um Zelaya, segja íbúana íhaldssama mótmælendur og kirkjurækið fólk, sem eigi erfitt með að aðlaga sig byltingarstjórn Nicaragua. Talsverður fjöldi hefur flúið til Honduras. Herlið sent? í New York hermdi sjónvarps- stöðin ABC að fulltrúar Ronald Reagans forseta hefðu farið þess á leit við Argentínustjórn að hún sendi hermenn til Nicaragua til að stöðva birgðaflutninga til E1 Salvador frá Kúbu um Nicaragua. Ef allt gengi að óskum skyldu hermennirnir gera gagnbyltingu. Hermennirnir eigi ekki að klæðast einkennisbúningum heldur kalla sig suður-amerískar frelsishetjur og berjast sem skæruliðar sam- kvæmt fréttinni. ítalskir kommúnistar úthrópaðir í Kreml Kremlverjar bókstaflega úthrópuðu ítalska kommúnistaflokkinn síð- astliðinn sunnudag. Var honum gefið að sök að hafa afneitað kenningum Marx og Leníns, ásamt öllu öðru því er tengir hann við alheimssamtök kommúnista, og þar með sýnt beinan stuðning við heimsvaldastefnuna. I yfirlýsingu frá sovéska kommúnistaflokknum eru leið- togar ítalskra kommúnista harð- lega ávítaðir fyrir það, sem nefnt er „afkáralegar" og „víta- verðar" ákvarðanir síðan herlög gengu í gildi í Póllandi 13. des- ember í fyrra. Fjórir helstu leið- togar ítalskra kommúnista voru sérstaklega nafngreindir í yfir- lýsingunni; Enrico Berlinguer, aðalritari flokksins, Pietro Ingrad, Girogio Napolitano og Alfredo Reihlin. Búist er við snörpum deilum innan kommún- istahreyfingarinnar vegna and- stöðu sovéskra við ítalska skoð- anabræður sína. Hin 2500 orða langa yfirlýsing var keimlík að innihaldi þeim, sem sendar voru Tító marskálki í Júgóslavíu 1948 og Kínverjum 1960, er sló í brýnu á milli þar- lendra og sovéskra kommúnista- leiðtoga. Yfirlýsingin, sem birt- ist í Prövdu sagði ákvarðanir þessar vera áfall fyrir ítalska kommúnista þar sem þær væru í algerri mótsögn við stefnu sósí- alista — baráttuna fyrir friði í heiminum. Yfirlýsingin á sunnudag virð- ist hafa verið hápunkturinn á langri hugmyndafræðilegri deilu á milli Kremlverja og ítalskra kommúnista, sem lagt hafa áherslu á nýjar og nútímalegri aðferðir við útbreiðslu kommún- ismans. Þá er það alkunna að ít- alskir kommúnistar hafa undan- farin ár staðið einir sér á meðal skoðanabræðra í afstöðu gagn- vart vandamálum líðandi stund- ar. Afstaða Kremlverja hefur ver- ið túlkuð á þann veg í Austur- Evrópu að opnuð hafi verið hyldjúp gjá, sem ekki muni verða auðvelt að brúa. ítalirnir hafa fordæmt setningu herlag- anna í Póllandi og kveðið þau bera hrakandi ástandi „kerfis- ins“ vitni, það sé löngu úr sér gengið. (Byggt á Washington Post.) Enrico Berlinguer, leiðtogi ítalskra kommúnista. ■ i > | Vj > i ( ; ípí il > te! ; i i 15 ÍSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH Bakkafoss 16 febr. Junior Lotte 26 febr. Bakkafoss 10. marz Junior Lotte 26. marz NEWYORK Ðakkafoss 18. febr Ðakkafoss 12. marz HALIFAX Goöafoss 8. febr. Selfoss 26. febr. BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Alafoss 8. febr. Eyrarfoss 15. febr. Alafoss 22. febr. Eyrarfoss 1. marz ANTWERPEN Alafoss 9. febr Eyrarfoss 16. febr. Alafoss 23. febr. Eyrarfoss 2 marz FELIXSTOWE Alafoss 10. febr. Eyrarfoss 17. febr. Alafoss 24. febr. Eyrarfoss 3. marz HAMBORG Alafoss 11. febr. Eyrarfoss 18. febr Alafoss 25. febr Eyrarfoss 4. marz WESTON POINT Vessel 9. febr. NOROURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 15. febr. Dettifoss 1. marz Dettifoss 15. marz KRISTIANSAND Dettifoss 16 febr Dettifoss 2. marz Dettifoss MOSS 16. marz Mánafoss 9. febr. Dettifoss 16. febr. Manafoss 23. febr. Dettifoss 2. marz GAUTABORG Manafoss 10. febr. Dettifoss 17. febr. Mánafoss 24 febr Dettifoss 3. marz KAUPMANNAHOFN Mánafoss 11. febr. Dettifoss 18. febr. Mánafoss 25 febr. Dettifoss 3. marz HELSINGBORG Mánafoss 12. febr. Dettifoss 19. febr. Mánafoss 26. febr. Dettifoss 5. marz HELSINKI Irafoss 10 febr. Mulafoss 24. febr. Irafoss 4. marz Mulafoss 18. mars. RIGA Mulafoss 26. febr. Irafoss 6 marz Mulafoss 20. marz GDYNIA Irafoss 13. febr. Mulafoss 1. marz Irafoss 8. marz Mulafoss 22. marz THORSHAVN Mánafoss 4. marz. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - framog til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá iSAFIRDI alla þriójudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SÍMI 27100 (ruiiu5 j I !;| (•; i;i(t I i I > >;'' I r i > (í • ( i’gsljií>■ t„!(I :J4f-iimt'.M

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.