Morgunblaðið - 05.02.1982, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.02.1982, Qupperneq 1
56 SÍÐUR Ljósm. Mbl. Ka^nar Axvlsson. Gífurlegir vatnavextir - Feðgar sem óttast var um fundust heilir á húfi GÍFURLEGIR vatnavextir voru víða um land í gær, mestir á Suð-Vesturlandi. Vatn óx geysilega í Elliðaánum og var um tíma óttast um feðga, 48 og 7 ára, sem höfðu yfirgefið bíl sinn í Víðidal um hálfáttaleytið. Hundruð leitarmanna leituðu þeirra í gærkvöldi og á öðrum tímanum í nótt bárust þau gleðitíðindi að kafarar hefðu fundið feðgana heila á húfi í hesthúsi í Víðidal, sem var umflotið vatni. Þeir voru nokkuð þrekaðir en hressir eftir atvikum. Vegfarendur um Suðurlandsveg ráku upp stór augu í gær er þeir sáu þetta „stórfljót" á myndinni, belja fram rétt fyrir ofan Lækjarbotna, um 50 metra frá veginum. Venjulega rennur þarna lítill og saklevsislegur lækur og á haustin tínir fólk ber á þessum stað. En í hlýindunum og rigningunni í gær fossaði vatnið þarna um, og að sögn Vatnsveitunnar var vatnselgurinn á Heiðmerkursvæðinu sá mesti síðan í flóðunum 1968. Hús voru umflotin vatni á nokkrum stöðum en skemmdir eru ekki verulegar að því er talið er. Sjá: „Mesti vatnselgur síðan í flóðunum ’68“ og fleiri myndir á miðopnu og frétt á baksíðu. Hundrad ungmenni í fangelsi eftir uppþot Pólland: Varsjá, 4. febníar. Al*. Kl'nVlLEGA hundrað ungmenni í Gdansk voru í dag dæmd í cins til þriggja mánaða fangelsi fyrir þátttöku í uppþotunum ( borginni um síðustu helgi, að sögn l'AP-fréttastofunnar, og tugir hlutu fjársektir. Jafnframt voru níu náma- vcrkamenn við Ziemowit-námuna í Slésíu dæmdir í þriggja til sjö ára fangelsi hver fyrir hlutdeild í 12 daga verkfalli, sem efnt var til í námunni í mótmælaskyni við her- lagasetninguna í Póllandi. Litið er svo á, að fangelsun ung- mennanna í Gdansk, eigi að vera aðvörun af hálfu herstjórnarinnar til þeirra sem hyggja á mótmæli af hvers kyns tagi í landinu. Rúmlega 200 voru hnepptir í varðhald eftir uppþotin, en að sögn yfirvalda tóku þátt í þeim rúmlega þrjú þúsund manns. Lögregla notaði táragas til að dreifa fjöldanum, en a.m.k. átta lögreglumenn og sex óbreyttir slösuðust. Utnefndur var í dag nýr fylkis- stjóri fyrir Gdansk-svæðið og sagt að íbúar svæðisins yrðu að bera afleiðingar uppþotanna í auknum boðum og bönnum. Ólætin í Gdansk byrjuðu eftir að ungmenni lögðu kröfuspjöld og kransa að minnisvarða um verkamenn er féllu í átökum fyrir utan Lenin- skipasmíðastöðina 1970. Veltu ungmennin lögreglubifreið og köstuðu grjóti að lögreglunni. Jozef Glemp erkibiskup og tveir hefðarklerkar komu til Róma- borgar í dag til viðræðna við Jó- hannes Pál páfa annan um ástandið í Póllandi og til að ráð- færa sig við páfa um stefnu pólsku kirkjunnar gagnvart stjórnvöld- um í Varsjá. Maria Pia Fanfani, kona Amintore Fanfani þingforseta, tekur á móti Jozef Glemp erkibiskupi vid komu leiðtoga pólsku kirkjunnar til Rómaborgar í gær. Glemp og tveir pólskir hefðarklerkar komu til Kómar í gær til viðræðna við Jóhannes Pál páfa um ástandið í Póllandi. Simamynd. Al*.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.