Morgunblaðið - 05.02.1982, Page 17

Morgunblaðið - 05.02.1982, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982 17 Imerkursvæðinu „I»ETTA er mesti vatnselgur síð- an í flóðinu ’68“ sagði I»orvaldur Steinar Jónsson, yfirverkfræð- ingur Vatnsveitunnar á Heið- merkursvæðinu, í samtali við Mbl. í gær. Morgunblaðsmenn voru á ferðinni upp við Lækjar- botna og var þar allt fljótandi í vatni, vegir horfnir víðast hvar, og virtust stórfljót, fossar og stöðuvötn hafa myndast þar sem áður voru í mesta lagi litlar lækj- arsprænur. „l»að er erfítt að gera sér grein fyrir skemmdum að svo stöddu, en tvær trébrýr eru illa farnar, ef þær fara þá ekki alveg í þessum umbrotum." Að sögn Páls Bergþórssonar, á Veðurstofunni, hefur ýmis- legt hjálpast að við myndun þessa vatnselgs, úrkoma var um 20 mm á sólarhring í Reykjavík og hiti um 8 stig. „Hlákan hefur þó greinilega haft sitt að segja að þessu sinni þar sem úrkoma hefur oft mælst mun meiri eða allt að 60 mm.“ Ef þessi veðrátta heldur áfram má gera ráð fyrir að Iít- ið verði um snjó á skíðastöðum sunnanlands um helgina, en nægur snjór er þó enn fyrir norðan að sögn þeirra á Skíða- hótelinu í Hlíðarfjalli, þrátt fyrir rigningu að undanförnu. lustin Rétt austan við Gunnarshólma var þessi sumarbústaður umflotinn vatni og ýmis leiktæki komin í kaf. Bærinn Brú virðist næstum í kafi, rétt fyrir neðan Fáksheimilið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.