Morgunblaðið - 05.02.1982, Page 13

Morgunblaðið - 05.02.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982 13 Gylfi Bjarnason, Hafnarfírdi: Sé eigið húsnæði leigt út skal þá telja leigutekjur fram sem hreinar tekjur eða er leyfilegt að reikna þar einhvern frádrátt? Svar: Frá leigutekjum vegna útleigu íbúðarhúsnæðis má draga kostn- að tengdan öflun þessara tekna t.d. viðhald húsnæðis og fast- eignagjöld. Þó má ekki draga frá vexti af skuldum, afföll, gengis- töp eða fyrningar eigna. Frá- dráttur hvers árs má aldrei nema hærri fjárhæð en sem nemur þeim tekjum sem hann leyfist til frádráttar. Rósa Halldórsdóttir, Akranesi: Lækkun útsvars vegna fjöl- skyldu er kr. 761, en hvað bætist við fyrir hvert barn? Svar: Persónuafsláttur útsvars: Einstaklingur: kr. 762 Vegna barna, 1., 2. og 3.: kr. 153 Vegna 4 barna og fleiri: kr. 306 Kristinn Briem, Reyðarfírði: a) Er 10% frádráttur veittur af tekjuafgangi á rekstrarreikn- ingi? b) Hver er persónuafsláttur barna til skatts og til útsvars? c) Geta skattayfirvöld gert ómerka upphæð þeginna spari- merkja ef launþegi hefur ekki getað lagt þau inn á póststöð fyrir áramót? d) Varðandi svar til J.H. sl. sunnudag. Geta hjón beðið um að þau verði skattlögð sem ein- staklingar ef það kemur þeim betur? Bæði fái þá persónuaf- sláttinn, 11 þús. kr., og væri því á þeim forsendum skynsamlegra að rjúfa hjónabandið? Svar: a) Nei. b) Enginn, sbr. 2. málsgrein 67. gr. laga nr. 75/1981 og 2. mgr. 25. gr. laga nr. 73/1980. c) Frádráttur vegna skyldu- sparnaðar byggir á því að um sannanlegan sparnað hafi verið að ræða, sem telst ekki staðfest nema lagt hafi verið inn á skyldusparnaðarreikning við- komandi. d) Frá stofnun hjúskapar til slita skulu hjón sem samvistum eru, telja fram og skattleggjast samkvæmt þeim sérreglum er gilda um hjúskaparaðila. Tekið er á móti spurningum um skattamálin í síma 10100 kl. 13 til 15 virka daga. og gerðar eru í atvinnulífinu. Há aðflutningsgjöld af tölvum og öðr- um skrifstofuvélum letja hins veg- ar til víðtæks hagræðingarátaks. Niðurfelling þessara gjalda getur því skilað miklum arði fyrir þjóð- arbúið. 2.7. Skattur á banka og spari- sjóði. Bankar greiða nú landsút- svar og gjaldeyrisbankarnir greiða verulegan skatt af gjald- eyrisviðskiptum. Sá skattur er svo hár, að hann stendur í vegi fyrir því, að fleiri bankar óski eftir heimild til gjaldeyrisviðskipta. Auknir skattar á banka og skattlagning sparisjóða munu hækka vexti og auka þannig til- kostnað atvinnuveganna. Þeir skapa heldur ekkert réttlæti. Ef verið er að leita að réttlæti, væri nær að skattleggja þann opinbera atvinnurekstur, sem nú nýtur skattfríðinda, og er í samkeppni við einkarekstur. 3. Lokaorð Skammtímaaðgerðir í efna- hagsmálum geta verið nauðsyn- legar meðan verið er að skapa svigrúm til varanlegra lausna. Fátt bendir til að sú sé ætlunin nú. Því harmar Verzlunarráð ís- lands, að enn skuli verða bið á markvissri framtíðarstefnu í efnahagsmálum. A slíkri stefnu- mörkun er nú brýn þörf. Gunnar Örn opnar sýningu „ÞETTA er 12 einkasýning mín, en ég hef ekki sýnt hér í Reykja- vík sl. 5 ár, síðast sýndi ég hér á Kjarvalsstöðum 77,“ sagði Gunn- ar Örn sem opnar sýningu á 63 myndum sínum í Listmunahúsinu á laugardag. Myndirnar eru flest- ar málaðar á árinu 1981, nokkrar eru frá 1980 og tvær málaðar ’79. Blm. spurði Gunnar hvort einhverjar nýjungar væru hér á ferðinni. „Já, það má segja það. Ég hef að undanförnu málað mikið af andlitsmyndum, og má segja að andlitið sé komið sem efniviður í myndsköpun mína í stað konulíkamans áður. Þetta eru þó fremur óvenjulegar and- litsmyndir, ég leyfi mér að vinna myndirnar á minn hátt. Þessi myndsköpun snýst öll um það að túlka sjálfan sig og til að auka myndmálið nota ég bæði ýmsa liti og form til viðbótar andlitunum." Sýningin opnar, sem fyrr segir, nk. laugardag og verður opin á þriðjudögum til föstu- dags frá 10—18, lokað á mánu- dögum og opið frá 14—22 laug- ardaga og sunnudaga. Þetta er sölusýning og verður hún opin til febrúarloka. Gunnar Örn við tvö verka sinna í Listmunahúsinu, en þau heita andlit. Ljósm. OI.K.M. BÝÐUR ÞÚ VENJULECA TÉKKA EÐA ÁBYRGÐAR TÉKKA ^ FRA UTVEGSBANKANUM m\ 1 . 1 Sé Útvegsbanklnn þinn viðskiptabanki, eða opnir þú þar reikning nú, getur þú sótt um að íá rétt til útgáíu ábyrgðartékka. Þá íylgir hverjum tékka sem þú geíur út, skilyrðislaus innlausnarábyrgð írá Útvegsbanka íslands að upphœð kr. 1.000- Hve mikið íé þú átt inni á tékkareikningi þínum skiptir þann engu máli sem tekur við tékka írá þér. Bankinn ábyrgist innlausnina, s.s. áður segir. Jaíníramt íœrð þú skírteini írá Útvegsbankanum sem sannar það að bankinn treystir þér fyrir útgáíu ábyrgðartékka. Allir aígreiðslustaðir bankans veita nánari upplýsingar um ábyrgðartékkana og notkun þeirra. UTVEGSBANKI ÍSLANDS /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.