Morgunblaðið - 27.02.1982, Side 11

Morgunblaðið - 27.02.1982, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 11 FÆÐA OG HEILBRIGÐI Eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent Fæðuvenjur Islendinga Hvers konar fæðu leggja ís- lendingar sér til munns? Er ekki allt of mikið á markaðnum af næringarsnauðum og óhollum mat með alls kyns skaðræðisefn- um í? Aðrir hafa ef til vill meiri áhuga á að vita hvernig matar- æðið hér er í samanburði við það sem sérfræðingar ráðleggja og hverning er það miðað við það sem áður var? Nýleg rannsókn Manneldis- ráðs Islands á neysluvenjum á höfuðborgarsvæðinu hefur varp- að ljósi á ýmislegt afar athygl- isvert um mataræði lands- manna. Til þess að ekki sé einblínt um of á það neikvæða sem kom fram í rannsókninni er rétt að byrja á því sem getur talist jákvætt á þessu sviði. Jákvæðar hliðar Rannsókn þessi sýnir glögg- lega að þrátt fyrir mikið og margvíslegt framboð á óhollum og næringarsnauðum mat hefur þjóðin ekki í aðra tíð átt kost á kjarnbetra og fjölbreyttara fæði. Rannsóknin sýnir jafnframt að hér er mikið framboð og neysla á innlendum afurðum sem taka flestum öðrum fram um hollustu, þ.á m. grænmeti yf- ir sumartímann, kjöt, fiskur og mjólkurmatur. I þriðja lagi hefur neysla á grófum brauðum aukist til muna frá því sem áður var. Eiga ís- lenskir bakarar heiður skilinn fyrir frumkvæði sitt í þeim efn- um. Þá hefur neysla á garðávöxt- um aukist svo á síðari árum að flestir fá nú þann skammt af C-vítamíni sem ráðlagður er. Kemur C-vítamínið einkum úr sítrusávöxtum og garðávöxtum. Loks virðist þorri höfuðborg- arbúa vel settur með ýmis nær- ingarefni, sem eru af skornum skammti í fæði sumra annarra þjóða, t.d. hvíta, kalk og B2-víta- mín. Þá er það ánægjulegt að hlut- ur fjölómettaðrar fitu ^hefur aukist talsvert á undanförnum árum. Ætti það að draga nokkuð úr hættunni á hárri blóðfitu og hjartasjúkdómum. Vankantar Því miður er ófátt sem miður fer í fæðuvenjum íbúa á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Virðist mataræðið oft í litlu samræmi við það sem ráðlagt er. Sennilega er alvarlegast hve stór hluti fæðunnar er „tómar hitaeiningar", þ.e. orkuríkar af- af öllum bætiefnum og trefja- efnum. Um fimmtungur orkunnar kemur úr sykri, þ.e. um fimmta hver hitaeining. Auk þess að rýra hollustugildi fæðunnar sem þessu nemur er þetta frumorsök hinna tíðu tannskemmda. Fimmtungur til viðbótar kem- ur úr harðfeiti og öðrum bæti- efnasnauðum fæðutegundum. Harðfeitin rýrir hollustugildið líkt og sykurinn og stuðlar auk þess að hjarta- og æðasjúkdóm- um. Af þessu má sjá að nærri læt- ur að um 40% fæðuorkunnar sé að jafnaði „tómar hitaeiningar." Þarf þorri fólks þá að ná öllum bætiefnum og trefjaefnum úr þeim 60% sem eftir eru. Auk þessa hefur orkuþörf minnkað til muna frá því sem áður var þegar húsakynni voru léleg og flest störf líkamiega erf- ið. Er því síst að undra þótt ýms- urðir meira eða minna snauðar ir eigi erfitt með að fá nægan skammt af öllum bætiefnum. Þriðji þátturinn sem er mjög áberandi í neysluvenjum hér er hve grænmetið er ennþá lítill þáttur. Þótt neyslan hafi aukist að undanförnu er hún enn marg- falt minni en í flestum grann- löndum. Mikil neysla á „tómum hita- einingum" og lítil neysla á grænmeti á mestan þátt í þvi að oft vantar talsvert á að fæðið innihaldi nóg af ýmsum bætiefn- um, t.d. járni, fólasini og D-víta- míni. Þá er það verulegur galli hve hlutur trefjaefna er lítill. Með aukinni neyslu á grófum korn- mat og grænmeti ætti að vera hægur vandi að kippa þessu í lag. Helstu úrbætur Rannsókn Manneldisráðs sýnir að það sem fer úrskeiðis í matar æðinu stafar fyrst og fremst af röngu fæðuvali, en ekki af ónógu framboði á hollum mat. Þessi niðurstaða undirstrikar gildi almenningsfræðslu. Eina leiðin til þess að breyta fæðuvali íslenskra neytenda til betri veg- ar er að fræða þá um hollar fæðuvenjur. Heilbrigðisyfirvöld þurfa jafnframt að átta sig á því að rannsóknir og fræðsla er stuðla að hollari lífsvenjum eru helsta von Islendinga um aukið langlífi og betri heilsu. Aðeins á einu sviði reyndist framboð á hollum afurðum af of skornum skammti, en það er fjöl- breytt framboð á fyrsta flokks grænmeti árið um kring. Á því sviði verða framleiðendur að gera umfangsmiklar endurbætur. I heild sýnir þessi rannsókn að enda þótt fæðið hafi að sumu leyti batnað á síðari árum er neysla á óhollum og óæskilegum afurðum miklu meiri en góðu hófi gegnir. Síðast en ekki síst er rétt að taka það fram að neysla á óhollri fæðu dreifist ekki jafnt á alla aldurshópa. En í stuttri grein er það allt of langt mál að gera því efni skil. Frekari rannsóknir Afar mikið er í húfi að ekki verði látið staðar numið við höf- uðborgarsvæðið í rannsóknum af þessu tagi. Margt bendir til þess að neysluvenjur sums staðar úti á landsbyggðinni séu talsvert frábrugðnar því sem gerist á Reykjavikursvæðinu. Af þessum sökum hefur Manneldisráð nú í hyggju að gera neyslurannsókn meðal íbúa landsbyggðarinnar. Aðeins þeg- ar niðurstöður hennar liggja fyrir verður hægt að gera fæðu- venjum íslendinga ítarlegri skil. tölvu- sýning SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.