Morgunblaðið - 27.02.1982, Síða 13

Morgunblaðið - 27.02.1982, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 13 £SS s i WKm |.Tj Sn' Jgf ssr pi - Bókamarkaðurinn Bóksalafélag íslands opnaði sinn árlega bókamarkað í Sýningahöll- inni á Artúnshöfða á fimmtudaginn. Bókaþjóðin lét ekki segja sér þetta tvisvar og fjölmennti eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Alls munu vera um 6000 bókatitlar á boðstólum og verðið við allra hæfi að sögn bóksalanna. Opið verður um helgina. „Aðildarafslátturinn er ekki greiddur úr sjóðum launþegahreyfingarinnar“ — segir Eysteinn Helgason framkvæmdastjóri Samvinnuferða „VIÐBRÖGÐIN við þessari nýjung Samvinnuferða-Landsýnar, koma mér ekki á óvart. Annarsvegar eru það viðbrögð markaðarins, fólk hef- ur flykkst á skrifstofur okkar hér í Reykjavík og úti á landi, náð í ferða- bæklinginn, kynnt sér ferðirnar og síðan pantað ferðir. Hinsvegar eru það viðbrögð keppinauta okkar, þau koma heldur ekki á óvart. Við höf- um áður bryddað upp á nýjungum og fengið sambærileg viðbrögð af þeirra hálfu,“ sagði Eysteinn Helga- son framkvæmdastjri Samvinnu- ferða-Landsýnar þegar Morgunblað- ið leitaði álits hans á viðbrögðum hinna ferðaskrifstofanna vegna til- boðs Samvinnuferða um ókeypis far til Reykjavíkur fyrir það fólk af landsbyggðinni, sem tekur þátt í ferðum Samvinnuferða. Keppinautar okkar hafa verið með dylgjur um óheiðarlega sam- keppni og ýmis slagorð. Gott dæmi um þetta er bréf ferðaskrifstofunn- ar Útsýnar til alþingismanna, þar sem lögð er áhersla á þjóðhagslega óhagkvæma samkeppni, sem hlýtur að teljast nýyrði í heimi viðskipt- anna. Einnig er gott dæmi um þetta hvernig aðildarafsláttur Samvinnu- ferða-Landsýnar brennur fyrir brjósti forráðamanna Útsýnar. Að- ildarafslátturinn er ekki greiddur af sjóðum verkalýðshreyfingarinn- ar, heldur kemur hann til af þeirri einföldu staðreynd, að ferðaskrif- stofan Samvinnuferðir-Landsýn er í eigu fjöldasamtaka og leggur áherslu á hagkvæmt verð fyrir fé- lagsmenn þessara hreyfinga,“ sagði Eysteinn. Þá sagði Eysteinn að reynt væri að gera lítið úr afslættinum, en hann kæmi á verð, sem þegar væri lægra en keppinautanna og tekin væru dæmi um eigin afslátt, sem næmi allt að 10 þúsund krónum á mann. „Þarna er dómgreind al- mennings stórlega misboðið, því að hin svonefndu normalfargjöld til sólarlanda og sem forstjóri Útsýnar nefnir, eru nánast aldrei notuð. Þau fargjöld sem notuð eru, eru sér- fargjöld og hópfargjöld, sem eru á bilinu frá 5500 til 6500 krónur (en ekki 11.500 til 13.000) á mann og eru reyndar heldur ekki notuð af ferða- skrifstofunum. Þær nota leigu- flugsverð, sem er mun lægra. Orð Útsýnarforstjórans eru því ódýr augiýsingabrella.“ Þó að viðskiptavinum okkar um land allt hafi reynst auðvelt að skilja þessa nýjung, þá hefur keppi- IIM 1400 undirskriftir fullorðinna og unglinga 16 ára og eldri hafa safnast meðal íbúa í Vogahverfi í Reykjavík, en þeim var safnað til að andmæla fyrirhugaðri breytingu á rekstri Voga- skóla. Ráðgert er að færa kennslu 4. til 9. bekkjar úr 3000 manna hverfi yfir í Langholtsskóla. í frétt frá Foreldra- og kennara- félagi Vogaskóla segir að félagið hafi barist gegn þessari breytingu og telur félagið langflesta íbúa nautum okkar ekki tekist að skilja hvernig við stöndum að fram- kvæmd okkar ferða, en það er algilt lögmál í viðskiptalífinu, að aukið magn, aukin sala, opnar möguleika á hagkvæmari rekstri og þar af leiðandi lægra verði. Allir þeir sem vilja bera saman á hlutlausan hátt okkar verð og keppinautanna, kom- ast að þeirri niðurstöðu, að okkar verð er lægra, þrátt fyrir þá stað- reynd, að af þessu verði veitum við aðildarafslátt og förum inn á þá nýjung að bjóða öllum landsmönn- um sama verð þegar þeir ferðast erlendis. Við erum færir um að gera þetta og það er markmið okkar að gefa launþegum landsins kost á, að ferðast á sem ódýrastan hátt. Markmið keppinauta okkar virðist vera að hámarka sinn ágóða," sagði Eysteinn Helgason að lokum. hverfisins andvíga henni. Hafa undirskriftalistar verið sendir menntamálaráðherra, borgarstjórn Reykjavíkur, fræðslustjóra og fræðsluráði og þess farið á leit að yfirvöld breyti ákvörðun sinni. Seg- ir jafnframt í fréttinni að þeir sem vilji styðja þessi sjónarmið félags- ins geti snúið sér til Margrétar Þorvaldsdóttur í Sólheimum 38 eða Ara Trausta Guðmundssonar Karfavogi 58. Foreldra- og kennarafélag Vogaskóla: Mótmæla breytingum á rekstri Vogaskóla NEC FISH FINUIX IERA í dag laugardag 27. feb. frá kl. 10-5 sýnum við í verslun okkar aó Lágmúla 7: HLJÓMTÆKI SJÓNVÖRP VIDEOTÆKI HEIMILISTÆKI Komió og kynnist því besta , á markaðnum í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.