Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 23 Grikkir banna Póllandssöfnun Aþcnu, 26. febrúar. AP. STJÓRN sósíalista hefur bannad störf nefndar sem hafði að mark- miði að safna peningum og hjálpar gögnum fyrir pólsk börn og fyrir aldraða í Póllandi. Maria Kyprio- taki-Perraki, aðstoðarfélagsmálaráð- herra, sagði í bréfi til nefndarinnar að ekki væri gert ráð fyrir slíku starfi í lögum frá 1931. í nefndinni áttu meðal annars sæti Odysseus Elytis, nóbelsverð- launahafi í bókmenntum og Ioanna Tsatsos, fyrrverandi forsetafrú Grikklands. Yfirleitt eru safnanir af þessu tagi mjög sjaldgæfar í Grikklandi, að frátöldum árlegum herferðum Rauða krossins og Krabbameins- félagsins. En í lögum frá því fyrir stríð er gert ráð fyrir að félagsmá- laráðherrann geti leyft slíkar saf- Veður víða um heim Akureyri 1 alskýjað Reykjavík 3 skúr á síó. klst Amsterdam 2 heiðskirt Aþena 14 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Berlín -2 skýjað BrUasel 4 heiðskírt Chicago -1 skýjað Dyflinni 9 heiðskírt Feneyjar 5 hélfskýjaö Frankfurt 0 skýjað Færeyjar vantar Genf 3 skýjað Helsinki 1 heiðskírt Hong Kong 14 skýjað Jerúsalem 16 skýjað Jóhannesarborg 27 heiöskírt Kaupmannahöfn -3 skýjað Kairó 22 skýjað Las Palmas 20 skýjað Lissabon 14 heiðskírt London 6 skýjað Los Angeles 21 skýjað Madrid 11 heiöskírt Malaga 15 skýjað Mallorca 13 skýjað Mexíkóborg 22 skýjað Miami 26 skýjað Moskva -4 skýjað New York -2 heiöskírt Nýja Delhí 23 skýjað Osló -1 skýjað París 6 skýjað Perth 31 skýjað Rió de Janeiró 33 skýjað Rómaborg 12 heiðskirt San Francisco 16 heiðskirt Stokkhólmur 0 skýjað Sydney 27 skýjaö Tel Aviv 22 skýjaö Tókýó 9 heiðskírt Vancouver 8 rigning Vínarborg 0 snjókoma nanir ef hann sjái ástæðu til þess. Stjórn Papandreus í Grikklandi hefur margsinnis neitað að fylgja fordæmi ýmissa ríkja innan EBE og NATO, varðandi refsiaðgerðir gegn pólsku herstjórninni. Páfinn fer til Fatima 13. maí nk. I'áfagardi, 26. febrúar. Al*. JÓHANNES Páll páfi II tók í dag á móti forsætisráðherra Portúgals, Pinto Balsemao, og staðfesti í sam- tali þeirra að hann myndi koma til Portúgals 13. maí nk. að því er Bals- emao skýrði fréttamönnum frá. Páfi mun vitja hins heilaga staðar Fatima, en þar birtist María guðsmóðir þremur litlum börnum 13. maí 1917 og hefur síð- an verið mikil helgi á þeim stað. Skotárásin á páfa var gerð 13. mái í fyrra og töldu margir táknrænt fyrir daginn að páfi lifði af tilræð- ið. Af börnunum þremur sem guðs- móðir birtist fyrir sextíu og fimm árum er eitt á lífi, Lucia do Sant- os, en hún gerðist nunna jafn- skjótt og hún hafði aldur til og hefur alla tíð verið í klaustrinu sem var reist i Fatima. Sýning á hrað- skreiðustu prjóna- konu heims liondon, 26. fehrúar. Al*. GWEN Matthewman, sem talin er í Guinessheimsmetabókinni prjóna hraðar en aðrir, hélt í dag sýningu á fimi sinni í hannyrða- verzlun í London og vakti óskipta athygli. Hraði Gwen Var mældur fyrir tveimur árum og náði hún 111 „prjónaslögum" á mínútu. Þess er og getið að hún hefur prjónað á einu ári 15 peysur og í þær fór sem svaraði 85 gær- um. Nýlega lauk hún við að prjóna gríðarmikinn ullarbol sem hentar m.a. mjög vel á fíla. Skákmótið í Mar del Plata: Timman sigurvegari - Karpov í Mar del l'lata, Argentínu, 26. febníar. AP. BENT Larsen frá Danmörku vann biðskák sína við Miguel Najdorf frá Argentínu, Zenon Franco frá Par aguay sigraði Oscar Panno frá Arg- entínu og Garcia Palcrmo frá Arg- entínu og Miguel Quinteros landi hans gerðu jafntefli á alþjóða- skákmótinu í Argentínu. Jan Timm- an frá Hollandi hefur forystu í mót- inu og er með tíu vinninga. Síðasta umferðin verður tefld í kvöld, föstu- dagskvöld, en óvíst að úrslit berist áður en Mbl. fer í prentun. í lokaumferðinni tefla saman Quinteros og Najdorf, Portish og 5.-6. sæti Garcia Palermo, Franco og Serfio Giardelli frá Argentínu, Fernando Braga, einnig frá Argentínu og Karpov heimsmeistari, Yasser Seriawan frá Bandaríkjunum og Panno, Lev Polugaievsky fá Sov- étríkjunum og Timman og Larsen og Ulf Anderson. Staðan að loknum tólf umferð- um af þrettán er: I. Timman, llollandi, 9 v., 2. Portish, llngverjalandi, 7'/« v„ 3.-4. Polugaievsky og Heriawan, 7 v„ 5.-6. Karpov og And- erson, 6Vi v„ 7. Larsen, 6 v„ 8.—10. Braga, Garcia Palermo og Najdorf, 5'/j v„ II. Panno, 5 v„ 12.—13. Giardelli og Quinteros, 4‘/j v„ 14. Franco 4 v. Stjórnarhermenn í El Salvador aðstoða særðan félaga í borginni San Felipe í síðustu viku. Hermaðurinn særðist í árás skæruliða á herflutningabifreið. Krá Önnu Bjarnadótlur, frétU- riUra Mbl. í Washinnlon ,,1‘AÐ ER styttra frá Texas til Kl Salvador en til Massachuss- etts,“ sagði Ronald Reagan Randaríkjaforseti í stefnu- markandi ræðu sem hann flutti á miðvikudag um löndin í Karabiska hafinu og Mið- Ameríku. Ræðu Reagans hafði verið beðið með nokkurri óþreyju. Yonast var til að hún myndi varpa Ijósi á fyrirætlanir hans í El Salvador. Hann gerði grein fyrir hugmyndum sínum um aukna efnahagsaðstoð við nágrannaþjóðirnar og sagði að Randaríkjamenn mundu gera það scm með þyrfti til að tryggja frið og öryggi á svæð- inu. Hann sagði ekki hvaða áhrif stefna hans myndi hafa í Kl Kalvador. Margir óttast að tillögur hans muni lítið gagn gera þar úr þessu en vonast til að þær muni koma í veg fyrir frekari uppreisnir í Mið- Ameríku og í Karabíska haf- inu þcgar efnahagsaðstoðar innar verður vart. Afstaða Reagans þyk- ir benda til að hann kynni að grípa til her- valds í Mið-Ameríku Stjórnarhermaður leitar að vopnum á farþegum strætisvagns í út- jaðri höfuðborgarinnar, San Salvador. Einnig er hermaðurinn að svipast um eftir hugsanlegum skæruliðum. Afskiptum Banda- ríkjastjórnar af E1 Salvador er í síauknum mæli líkt við þróunina í Víetnam. Bandaríkjamenn dróg- ust smátt og smátt inn í deilurnar þar. í upphafi var ekki meiningin að bandarískir hermenn myndu berjast þar. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki hugsað sér að senda herlið til El Salva- dor. En margir óttast að aukin efnahags- og hern- aðaraðstoð muni á end- anum leiða til enn frek- ari afskipta af uppreisn- inni í El Salvador. Alexander Haig, utan- ríkisráðherra, og Reagan eru mjög harðorðir í garð Kúbu og Nicaragua þegar þeir fjalla um Rómönsku-Ameríku. Þeir fullyrða að sovésk- um vopnum sé smyglað þaðan til uppreisnar- sveita I E1 Salvador. Stjórnvöld í í Nicaragua neita ásökununum en hersveitir þar hafa verið efldar verulega að und- anförnu og bandarískt herskip er út af strönd- um landsins og fylgist með ferðum þar. Inn- flutningur sovéskra vopna til Kúbu þrefald- aðist á síðasta ári sam- kvæmt tölum Banda- ríkjastjórnar. Harðorð stefna stjórn- ar Reagans gegn frekari áhrifum og aðgerðum Sovétmanna í gegnum Kúbu og Nicaragua og fullyrðingar hans um að hann muni „gera það sem með þarf“ til að tryggja „frið og öryggi" á svæðinu, þykja benda til, að hann kynni að grípa til hervalds gegn frekari útbreiðslu kommúnismans. Mikil andstaða er gegn þeirri hugmynd í Bandaríkjun- um og skoðanakönnun sem Newsweek gerði ný- lega, sýndi að 89 prósent þátttakenda voru gegn því að bandarískt herlið yrði sent til E1 Salvador. Eins og mál standa nú, vonast Reagan til að aukin efnahagsaðstoð við löndin muni koma í veg fyrir frekari vinstri- þróun og eitthvað já- kvætt komi út úr kosn- ingunum sem verða haldnar í E1 Salvador í lok marsmánaðar. Vinaþjóðir Banda- ríkjamanna í Evrópu og Mexíkó óttast að Banda- ríkjastjórn bindi allt of miklar vonir við úrslit kosninganna. Vinstri öfl- in í landinu hafa neitað að taka þátt í þeim þar sem herstjórnir í E1 Salvador hafa áður fals- að niðurstöður kosninga og hætt er við blóðbaði á kosningadag. Allt bendir til að hægri öflin muni vinna verulega á í kosn- ingunum og það mun sannarlega ekki leiða til friðar í landinu. Frjálsar forsetakosningar voru síðast haldnar í E1 Salvador 1931 en kosn- ingarnar nú verða um nýja stjórn sem á að undirbúa forsetakjör ár- ið 1983. José Lopez Portillo forseti Mexíkó lagði til í ræðu um helgina, að þeg- ar yrði sest að samningaborði og ekki beðið eftir úrslitum kosninganna. Hann bauðst til að verða milli- göngumaður í samn- ingaviðræðum Banda- ríkjamanna við Kúbu, Nicaragua og E1 Salva- dor. Vinstriöflin í E1 Salvador hafa sagst vera reiðubúin að setjast að samningaborði og telja það einu leiðina til lausnar á vandamálum þjóðarinnar. Reagan hefur ekki brugðist við tillögu Portillos. En raddir fylgismanna samningaviðræðna verða æ háværari. Bandaríska þingið fylgist mjög náið með framvindu mála í E1 Saivador. Mikill fjöldi fulltrúadeildarþing- manna var fyrst kjörinn á þing vegna andstöðu sinnar gegn þátttöku Bandarikjamanna í Ví- etnam-stríðinu. Þeir munu streitast gegn frekari afskiptum Bandaríkjanna af E1 Salvador í lengstu lög. Tillögur Reagans um aukna efnahagsaðstoð við svæðið allt munu jafnvel mæta andstöðu í þinginu, þar sem allt að þriðjungu'r 350 milljóna dollara sem hann fer fram á í styrkveitingar mun væntanlega fara til E1 Salvador. Ahugi stjórnvalda á E1 Salvador er stórum hluta almennings hulin ráðgáta. Hann veltir því fyrir sér hvers vegna milljónum dollara er varið í styrkveitingar til lítils lands sem litlu máli virðist skipta, á sama tíma og útgjöld ríkisins til félagsmála og upp- b.vggingar atvinnu í landinu eru skorin niður. Svar stjórnvalda við þessum vangaveltum er, að E1 Salvador liggur milli tveggja mikilvægra svæða fyrir Bandaríkin, olíusvæðanna í Suður- Mexíkó og Panama- -skipaskurðarins. Byltingarsinnar komust til valda í Nicaragua fyrir tveimur árum og nú er barist í El Salva- dor. Eins og Reagan benti á í ræðu sinni er E1 Salvador ekki svo ýkja langt frá Banda- ríkjunum og skiljanlegt að stjórnvöld hafi áhuga á framvindu mála þar. Vandi þjóðarinnar er mikill og langt í frá að séð sé fyrir endann á honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.