Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 1
Sunnudagur 14. marz Bls. 49-88 RETTARGLÆPUR SEM SNERTI SAMVIZKU HEIMSINS Þegar Dreyfus-málið kom til sögunnar voru um tuttugu og fimm ár liðin frá ósigri Frakka fyrir Prússum í stríðinu 1870. Þriðja lýðveldið, sem reist var á rústum ósigursins, stóð föst- um fótum. Meirihluti kjósenda hafði sætt sig við lýðveldisstjórn- ina, þótt hún ætti erfitt uppdrátt- ar í byrjun og mætti harðri mót- spyrnu hættulegra andstæðinga. Yfirleitt ríkti heilbrigt ástand í stjórnmálum, en nokkur fjármála- hneyksli komu upp, þeirra helzt Panama-málið 1889, þegar 800.000 franskir hluthafar töpuðu rúm- lega einum milljarði franka. En það mál kastaði fremur rýrð á þingmenn, sem höfðu alltaf verið óvinsælir í Frakklandi, en ákveðn- ar stéttir eða ríkisstjórnina. Velsæld ríkti í Frakklandi og frekar rólegt ástand á vinnumark- aðnum, þótt stundum skærist í odda. Talsvert orð fór af Frökkum í listum og menningu og þeir stóðu í fremstu röð í því vísindakapp- hlaupi, sem hófst á síðari helm- ingi aldarinnar. Áhrif Frakka út á við höfðu aukizt töluvert eftir ósigurinn mikla fyrir Prússum 1870 („La Debacle"). Þeir tóku þátt í nýlendukapphlaupinu 1880—1900, þó án verulegs áhuga, og stóðu öðrum stórveldum álfunnar jafn- fætis á ný. Samt áttu þeir ennþá nokkuð erfitt uppdráttar. Banda- lag Þjóðverja við tvíríkið Austur- ríki-Ungverjaland og ítalíu ógnaði þeim og nýlenduþrætur spilltu sambúðinni við Breta. Þeim fannst lítið öryggi í leynilegum hernaðarsamningi, sem þeir höfðu nýlega gert við Rússa. Ástandið í alþjóðamálum gegndi mikilvægu hlutverki í Dreyfus-málinu. Stríðsótti, eða öllu heldur ótti við að tapa öðru stríði, var ein skýringin á við- brögðum almennings. Frakkar höfðu ekki afsalað sér tilkalli til Elsass-Lothringen, sem þeir misstu eftir ófriðinn við Prússa. Þótt aðeins lítill hópur öfgafullra þjóðernissinna vildi stríð við Þjóð- verja taldi mikill meirihluti þjóð- arinnar stríð óumflýjanlegt og var staðráðinn í að sigra. Þetta skýrir gífurlegan áhuga venjulegra Frakka á hernum og mikið álit yfirmanna hans. Nokkr- ir þeirra leituðu að nýjum bjarg- vætti í stað Georges Boulangers hershöfðingja, sem gerði mis- heppnaða tilraun til að ná völdun- um 1889, sama árið og Eiffel- turninn var reistur á 100 ára af- mæli byltingarinnar, og er nú frægastur fyrir ummæli Charles Floquet forsætisráðherra: „Á þín- um aldri, hershöfðingi, var Napol- eon dauður." Val manna í ábyrgðarstöður í hernum hafði lítt breytzt frá því fyrir stofnun lýðveldisins. íhaldsmenn, konungssinnar og kaþólskir höfðu einokunaraðstöðu í yfirstjórn hersins. En þótt ein- stakir foringjar létu í ljós andúð á lýðveldinu sætti herinn sig við hlutverk sitt sem verkfæri ríkisins og lýðveldið vildi efla herinn. Her- inn var eins konar klúbbur utan við þjóðfélagið. Mikil njósnahræðsla ríkti og magnaðist í hvert sinn sem njósn- ari náðist. Margir Frakkar voru haldnir óvild í garð útlendinga og Gyðingahatri, sem var af sama meiði. Fjöldi Gyðinga tvöfaldaðist (úr 80.000) á tíma Dreyfus-máls- ins. Andúð á Gyðingum hafði færzt frá vinstri til hægri og varð einkenni þeirra sem vildu vera yf- ir aðra hafnir í þjóðfélaginu. Édouard Drumont, stofnandi And-Gyðingafélagsins og höfund- ur „La France Juive", ól á þessu íatri í daglegum greinum í „La Libre Parole" (Hið frjálsa orð). Blaðið barðist fyrir brottrekstri Alfred Dreyfus höfuosmaour hæfileikamaður en hrokafullur og Gyöingur í þokkabót. Dreyfus-málið í Frakklandi um síðustu aldamót klauf frönsku þjóðina, ýfði upp gömul sár og gagn- tók heila kynslóð. Hatur og ótti jafnt sem hugrekki og fórnarlund komu við sögu. Stuðningsmenn lýð- veldisins töldu líf þess í hættu. Stuðningsmenn hersins töldu líf hersins og varnir landsins í hættu. Frakkar voru einangraðir og óttuðust Þjóðverja: herinn var orðinn að kirkju og foringjar herráðsins klerkar hans. Annar deiluaðilinn var fulltrúi arfsins frá 1789 („frelsi, jafnrétti, bræðralag"). Hinn var fulltrúi gagnbyltingarinnar sem á eftir fylgdi. Annar aðilinn vildi hreinsa nafn lýðveldisins. Hinn vildi verja heiður föðurlandsins, hersins og kirkjunnar. Hvort höfuðs- maður af Gyðingaættum væri raunverulega sekur eða ekki af ákærum um njósnir virtist skipta litlu máli þegar heiður hersins eða lýðveldisins væri í hættu! Rithöndin sem leiddi til sakfell- ingar Dreyfusar — sídasta blaöid í skjalaskránni þar sem heitio var upplysmgum um hernaðarmalefni Sjá einnig bls.: 68-69-70-71

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.