Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 GUÐJÓN GUÐNASON, yfiriæknir mæðradeildar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur og Fæðingarheimilis Reykjavíkur, skrifar formála íslensku útgáfunnar og segir þar m. a.: „Bamsfæðing er einn merkasti atburður í lífi konu, og allt verður að gera til þess að hún takist sem best Ég tel útkomu þessarar bókar í íslenskri þýðingu stuðla meðal annars að því að svo megi verða. “ - -SIGURÐUR THORLACIUS læknir þýddi bókina. ERTU BARNSHAFANDI ? MEÐGANGA OG FÆÐING suararþuí sem allar konur uilja uita um meðgönguna og nýfædda bamið . . . Hvemig veistu fyrir víst að þú sért bamshafandi? Verður barnið þitt eðlilegt? Hvaða mataræði er hollast fyrir bamið og fyrir þig sjálfa? Hvaða lyf er óhætt að taka inn á meðgöngutímanum? Þartu að borða á við tvo? Er óhætt að hafa samfarir á meðgöngutímanum? Hvað geturðu gert til þess að varðveita vöxt þinn og útlit? Hvenær þarf að leggja af stað á fæðingarstofnunina? Hvemig slökunaræfingar henta best? Hvemig fer fæðingin fram? Hvemig er fæðingarstofan? Laurence Pemoud ^eóganga og fæóiiu* I býður upp á mikið safn hagnýtra V upplýsingaogsegirþéralltsemþú \ þarft að vita um bamið þitt og þig sjálfa, frá getnaði til fæðingar. L#(i! ..diiliv Bræðraborgarstíg 16, Simar: 12923 og 19156 ,,Bókin ergædd mikilli hlýju og nákvæmni, allt niður í minnstu smáatriði. . . framsetningin er traustvekjandi og hefur veitt mörgum konum öryggiskennd. “ FIGARO ,,Þú geturfræðst um allt sem þú þarft að vita um meðgöngu og fæðingu bams . . . skrifuð af nærfæmi og samúð. “ FEMINA Fiskiðn*82 Fiskiðn, fagfélag fiskiðnaðarins, mun helgina 26.—28. mars standa fyrir sýningu á tækjum og búnaði fyrir fiskiðnað. Alls munu 25 fyrirtæki sýna í hinum rúmgóða „sýningasal“, sem er hin nýja 1000 fermetra frystigeymsla Bæjarútgerðar Reykjavíkur við Vesturhöfn í Reykjavík. Allt áhugafólk um fiskiðnað er velkomið á Fiskiðn '82 — fyrstu sýningu sinnar tegundar á íslandi. F/SK ■Ifll■# FAGFELAG iEJfV FISKIDNADARINS Guðríður Björns- dóttir — Minningarorð „Kn trúin á tilgang lífsins, og tryggðin við skylduverk, er Uugin. sem traustast bindur, — sú Uug hún er mjúk, en sterk. Og síðar, þo sönginn þrjóti, er sálunni reynslan merk.“ (Jakobína Johnson) 10. mars sl. var til moldar borin góð vinkona mín, Guðríður Björnsdóttir, eða Lilla eins og hún var kölluð af vinum sínum. Hún lést 26. febrúar í Borgarspítalan- um eftir stutta legu. Lilla var fædd 10. september 1930 og var elst þriggja systra. Foreldrar hennar eru Steinunn Pálsdóttir og Björn Jónatansson en hann lést 1973. 21. nóvember 1959 giftist hún eftirlifandi manni sínum Ólafi H. Jónssyni, flugumferðarstjóra, og áttu þau 4 dætur. Elst er Steinunn hjúkrunarfræðingur, gift syni mínum Sigurði Geirssyni og eiga þau eina dóttur, Ástu Jenný. Heima eru Herþrúður, gjaldkeri hjá Tryggingu hf., Anna Margrét og Guðrún Birna, sem báðar eru ennþá við nám. Þau hjón voru mjög samhent í öllu sem viðkom heimilinu og börnunum enda var hún mikil húsmóðir í sér, einnig fórnfús og sjálfstæð kona og sýndi það sig vel er Óli veiktist fyrir nokkrum ár- um. Lilla var ekki allra, en traustur og góður vinur þeirra sem hún tók. Það fékk ég að reyna fyrir nær 10 árum er ég stóð í þeim sporum er Óli stendur nú í. Þá voru þau hjón sem einn maður og réttu mér hjálparhendur, sem ég vona að ég hafi tekið þétt í og með þakklæti. Vonandi lærum við öll í lífinu að þiggja, og njótum þess þá betur að gefa, og þannig eignast maður trausta vini. Hún hafði sérstaklega mikla ánægju af að ferðast til annarra landa og eignaðist þar marga góða vini. Tvisvar var ég svo heppin að vera með í þessum ferðum, sem farnar voru á mót flugumferðar- stjóra, fyrst til Frakklands og síð- ar til Kýpur, þá var alltaf glatt á hjalla eins og í gamla daga er við vinirnir hittumst. En þessar ferðir verða ekki fleiri. Þegar ég sit nú hérna og kveð vinkonu mína, er við hlið mér lítil ömmustúlka, sem við Lilla áttum, hún fékk stutt að njóta hennar, aðeins tæp tvö ár. Við þökkum henni báðar allt það sem hún var og gerði fyrir okkur og biðjum henni blessunar, þar sem hún er horfin til æðra tilveru- stigs. Óli minn og dætur, ég bið Guð að gefa ykkur styrk og trú. „Af eilífdar Ijósi bjarma ber som brautina þungu greidir, vort líf som nvo stutt stopult er, þad .stofnir á æðri leidir. <>g upphiminn fojjri en augað .sór mót ollum onn faðminn breiðir.“ (Kinar Ben.) Lilý Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.