Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 VER FOSTUREYÐINGAR Fá skottulæknar aftur byr undir báða vængi? Samkvæmt belgískum lögum hafa fóstureyðingar verið ólögleg- ar frá árinu 1867. Nú standa fyrir dyrum í hæstarétti Brussel próf- mál, en snerta fóstureyðingalögin og hafa 13 læknar og 15 konur ver- ið ákærð fyrir að hafa framkvæmt eða gengist undir fóstureyðingu. Um 10 ára skeið hefur það verið látið óáreitt að ýmsir læknar framkvæmdu fóstureyðingu, en þeir hafa ekki farið í launkofa með, að þeir gerðu slíkar aðgerðir við konur er þess æsktu. Fyrir árið 1970 voru fóstureyðingar algert bannorð í Belgíu, og væru konur staðráðnar í að láta fóstri, fóru þær annað hvort til Hollands, eða létu gera á sér aðgerðina með leynd. Árið 1973 hófu læknar á sjúkrahúsum í Brússel að fram- kvæma fóstureyðingar, þótt það strjddi gegn lögum. Við það misstu skottulæknar og aðrir, sem stundað höfðu þessar aðgerðir með leynd, spón úr aski sínum, en talið er að slíkum fóstureyðingum hafi þá fækkað úr 300 niður í 5 eða 6. Yfirheyrslur hófust í september sl., en þeim hefur ítrekað verið skotið á frest. Er það von þeirra, sem að málinu standa, að belgíska þingið muni samþykkja, að því verði vísað frá og núgildandi fóst- ureyðingalög numin úr gildi. Ekki hefur verið efnt til réttarhalda annars staðar en í Brússel, enda þótt vitað sé, að fóstureyðingar eru stundaðar í öllum helztu borg- um landsins. Meðal þeirra lækna, sem hafa verið ákærðir er dr. Pierre Hubin- ot, viðurkenndur sérfræðingur á sviði kvensjúkdóma. Hinir eru all- ir ungir læknar, en vilja leggja fram sinn skerf til aukins frjáls- ræðis á þessu sviði. Þeir starfa á sjúkrahúsum í Brússel og ná- grenni, þar sem konur geta fengið fóstureyðingu gegn smávægilegri greiðslu. Talsmenn læknanna segja, að ákærurnar á hendur þeim sé bein pólitísk árás á sjúkrahúsin. Konurnar, sem hér eiga hlut að máli eru ákærðar að undirlagi eiginmanna sinna eða unnusta. Leitað var til samtak- anna Provita, sem berjast gegn fóstureyðingum, og þau fengin til að ákæra skólastúlku, sem hafði látið eyða fóstri. 1 Flandern eru kaþólskir í SPÆJARASLOÐIR Myrkaverkin í næturlestinni Fjórir japanskir kjarnorkusér- fræðingar urðu fyrir hálfnötur- legri meðferð í sv^fnklefa járn- brautarlestar í Sovétríkjunum fyrir skömmu. Lestin var á leið frá Moskvu til Leningrad og einhvern staðar þar á milli var gasi úðað undir klefadyrnar með þeim af- leiðingum að fjórmenningarnir misstu meðvitund. Ýmislegt laus- legt var síðan hirt af þeim, en sumir diplómatar telja, að mál þetta beri svip af tilraunum til njósna. Japanarnir, sem allir eru sér- hæfðir í hagnýtingu kjarnorku í iðnaði, sögðu að þeir hefðu verið rændir vegabréfum sínum, ferða- tékkum og reiðufé. Ýmsir Japanir í Sovétríkjunum hafa þá látið í ljósi efasemdir um, að hér hafi verið um venjulegt rán að ræða, eins og sovézka lögreglan vill vera láta. Telja þeir að málið beri vott um, að hér hafi verið gerð tilraun til iðnaðarnjósna. Japanska sendiráðið hefur opinberlega skýrt frá því, að það taki góðar og gildar skýringar lögrelgunnar á atviki þessu. Lög- reglan skýrði sendiráðinu svo frá, að hún hafi handtekið tvo sovézka Grúsíumenn, sem úðað hafi gasinu undir klefadyrnar, en síðan farið inn og stolið af fjórmenningunum. Sagði lögreglan, að Grúsíumenn- irnir hefðu notað sömu aðferðir til að ræna aðra um borð í þessari sömu lest, en hafi náðst, er þeir reyndu að fara út úr lestinni á öðrum áfangasatað en þeim, er farseðill þeirra hljóðaði upp á. Eigi að síður segja Japanir í Moskvu, sem kunnugir eru máli þessu, að sendiráðsstarfsmenn séu í raun mjög tortryggnir á sann- leiksgildi þess sem lögreglan segir. Þar sé talað um hið „einstæða af- rek lögreglunnar", svo að notuð séu orð eins heimildarmannsins, og er þar átt við það, hvernig lög- reglunni tókst að hafa upp á og skila aftur fjórum vegabréfum að- eins 24 klukkustundum eftir að þau höfðu horfið úr hraðskreiðri járnbrautarlest á ótilgreindum tíma um hánótt. Fjórmenningarnir minntust ekki á, að hróflað hefði verið við tæknilegum upplýsingum, er þeir höfðu meðferðis. Japanskur heim- ildarmaður segir, að það sé þó ekki þar með sagt,- að enginn slíkur maðkur hafi verið í mysunni. Ekki sé ólíklegt að mennirnir hafi verið með leynileg plögg sem Rússarnir hafi ljósritað. Þá hefur komið fram sú tilgáta, að sovézkir leyniþjónustumenn hafi farið inn í klefann í von um að finna tækni- leg leyndarmál, en ekki haft erindi sem erfiði. JOHN F. BURNS meirihluta, og þar er mun erfiðara að fá fóstureyðingar en í Brússel og nágrenni. Kaþólíkkar reka bæði sjúkrahús og sérstaka læknadeild. Fyrir skömmu óskaði kona eftir því að fá framkvæmda fóstureyð- ingu á kaþólsku sjúkrahúsi. Henni var synjað. Þá reyndi hún sjálf að fjarlægja fóstrið með prjóni. Loks fékk hún inni á sjúkrahúsi sem styrkt er af sósíalistaflokknum í Belgíu, og þar var fóstureyðing gerð. Sjúkrahúsið var örskamman spöl frá kaþólska spítalanum, sem konan leitaði til fyrst. Ný fóstureyðingalöggjöf er ekki í sjónmáli. Þeir sem berjast fyrir henni, óttast, að þegar hún verður loks samþykkt, muni hún síður en svo veita konum frelsi til að láta eyða fóstri, þótt væntanlega verði hún nokkuð í frjálsræðisátt frá því sem nú er. Öll lönd Efnahags- handalags Evrópu nema Irland og Belgía hafa numið úr gildi gamlar lagasetningar um aigert bann við fóstureyðingum. — LIZ BRODER Fósturdeilan snýst um það glæpsamlegt sé að eyða því. hvort SJONVARP Ljóta bölið, þessar „blaðurskjóður“ Það var mikill hugur í sósíal- istum í Frakklandi eftir síðustu þingkosningar, og eitt af því sem þeir ætluðu að lagfæra og endur- bæta svo að um munaði var þjónusta við sjónvarpsáhorfend- ur. Skyldi kostað kapps um að hafa hana vandaða og uppbyggi- lega. Ekki er þó annað að sjá, en að áform þessi hafi mistekizt. Að minnsta kosti er þorri sjón- varpsáhorfenda stórhneykslaður á hundleiðinlegri sjónvarps- dagskrá. Jafnt starfsfólk sjónvarpsins sem áhorfendur eru óánægðir með sinn hlut. Starfsmenn kvarta yfir sinnuleysi, persónu- ríg og pólitískum þrýstingi. Ný- lega birti sunnudagsblaðið Journal de Dimanche skoðana- könnun, þar sem 62% þátttak- enda kváðust vera óánægðir með hina nýju sjónvarpsdagskrá. Þeir voru spurðir að því, hvort þeir slökktu oftar á sjónvarpinu nú en áður en sósíalistar komust til valda. 44% svöruðu því ját- andi, en aðeins 8% kváðust horfa oftar á sjónvarp nú en áð- ur. Sjónvarpsáhorfendur höfðu einkum það út á dagskrána að setja, að kvikmyndir og annað afþreyingarefni hafi verið látið víkja fyrir menningarþáttum á bezta tíma, þ.e. eftir kvöldmat. Dagskrárstjórarnir fá stuðn- ing frá sjónvarpsgagnrýnendum, er lengi höfðu kvartað sáran undan sífelldum sýningum á gömlum kvikmyndum. Þeir virð- ast ekkert ánægðari með umræðuþætti um leiklist, myndlist og tónlist, sem tekið hafa við af kvikmyndunum. Claude Sarraute, gagnrýnandi hins virta blaðs Le Monde, líkir þessum tilraunum til að mennta almenning við „þreytandi kvöld- skóla sem stýrt er af óstöðvandi blaðurskjóðum". Tímaritið Le Nouvelles Litt- éraires hefur bent á að breyt- ingarnar á sjónvarpsdagskránni séu sá þáttur í stjórn sósíalista, er harðast sé fordæmdur af al- menningi. Segir tímaritið m.a.: Þegar fólk hittist í kaffihús- um, á vinnustöðum eða í lestum, talar það varla um nokkuð ann- að. I herbúðum sósíalista eru skiptar skoðanir um, hvað bezt sé að taka til bragðs. Sumir sósí- alistar telja, að nauðsynlegt sé að láta undan þrýstingi almenn- ings og sýna meira skemmtiefni í sjónvarpinu. Að öðrum kosti muni kjósendur smá fara að telja sósíalista upp til hópa gleðisnauða smámunaseggi. Fréttamenn og aðrir dag- skrárgerðamenn kvarta og yfir aukinni skriffinnsku og póli- tískri hlutdrægni. Kommúnistar reyna að hag- nýta sér ringulreiðina til að gagnrýna fréttasendingar, sem þeir telja sér fjandsamlegar. Þeir hafa einnig reynt að knýja á með hlutdrægar fréttir af starf- semi kommúnista. Ef til vill reynir Mitterrand að greiða úr þessari flækju með þvl að flýta áformum um að gefa sjónvarp frjálst, en því hefur verið lofað fyrir löngu. Þegar það kemur til framkvæmda verða sjónvarpsstöðvarnar sjálfráðar um, hvaöa efni þær sýna í stað þess að vera ofurseld- ar opinberum afskiptum. — ROBIN SMYTH all 62% reyndust óánægðir með nýju sjónvarpsdagskrána. Glæpurinn þykir torirygguegur. LOGGÆSLA Dómurunum líst ekkert á dáleiðsluna Fyrir nokkrum árum var ungur og myndarlegur örygg- isvörður handtekinn í Los Angeles grunaður um að hafa á samvizkunni mörg morð og nauðganir. Þetta var annars býsna geðfelldur náungi og kvaðst hann jafnan hafa borið þá þrá í brjósti að verða lög- reglumaður. Hann neitaði staðfastlega öllum sakargift- um, þar til hann var dáleiddur, en þá leysti hann heldur betur frá skjóðunni. Kvaðst hann hafa nauðgað fjölda kvenna og myrt þær síðan. Þar var með öðrum orðum kominn „hæða- morðinginn" svonefndi, sem konur í Los Angeles höfðu óttazt meira en pestina um þriggja missera skeið. Félagar í „Svengali-hópn- um“ í Los Angeles, en það er sérstök deild í lögreglunni, er þjálfuð hefur verið til að beita dáleiðslu, leituðu upplýsinga um þau 12 morð, sem Bianchi var talinn hafa á samvizkunni. Þessi morð höfðu verið framin með ýmsum hætti. Til að mynda hafði 13 ára gömul stúlka verið pynduð til bana, og þeldökk vændiskona verið kyrkt með hálsjárni og síðan svívirt. En einn samnefnari var með þessum voðaverkum, en það var viðskilnaðurinn við fórnardýrin. Likum allra kvennanna hafði verið fleygt niður brekkur eða hæðir á af- viknum stöðum. Er dávaldarn- ir höfðu komið Bianchi í dá- leiðsluástand virtist persónu- gerð hans gerbreytast, og hann tók að tala með dimmri röddu, sem var alls ólík rödd hans sjálfs. — Skepnan hann Ken! hvæsti hann. — Hann veit ekki hvernig á að fara með konur. Það á að beita þær hörku. Síðan leysti hann frá skjóðunni og skýrði með ruddalegum og kaldrifjuðum hætti frá „afrekum" sínum í kynferðismálum. Hann sagði að frændi hans, Angelo Buono, hefði tekið þátt í tíu morðum með sér, og að þeir hefðu skipst á um að kyrkja konurn- ar eftir að hafa nauðgað þeim. Réttarhöld yfir Buono hóf- ust í Los Angeles fyrir skömmu, en kviðdómendum var ekki leyft að sjá upptöku af Bianchi í dáleiðsluástandi, sem til er á myndbandi. Þessi upptaka er mjög þýðingarmik- ið atriði í ákærunni á hendur Buono. Dómari er stjórnaði bráða- birgðayfirheyrslum við réttar- höldin, sagði að Bianchi hefði í rauninni aldrei verið dáleidd- ur, heldur þættist hann hafa margklofinn persónuleika. Bi- anchi, sem nú er þrítugur, af- plánar nú sex lífstíðardóma. Þessi ákvörðun er eins og olía á eld í deilum milli dóm- stóla í Bandaríkjunum og lög- reglunnar. Lögreglan í rúm- lega 10 fylkjum í Bandaríkjun- um telur að dáleiðsla geti kom- ið að mjög góðum notum við -< -r.t.'f*-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.