Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 hersins að þeir væru undirgefnir borgaralegum yfirvöldum. Mikill meirihluti presta og trúaðra var á móti endurskoðun og andstæð- ingar kirkjunnar vildu losa æsk- una og herinn undan áhrifum þeirra. Starf Ómerkingardómstólsins, sem tók marga mánuði, var því erfitt. Blöð þjóðernissinna fóru hamförum af minnsta tilefni og allt sem gat komið í veg fyrir endurskoðun var notað. Dreyfus- málið varð prófsteinn á pólitíska afstöðu manna. Þar sem borgara- legir rannsóknardómarar fengu aðgang að skjölum, sem herinn einn hafði haft aðgang að til þessa, breikkaði bilið milli borg- aralegra yfirvalda og hersins, sem taldi þau fara inn á valdsvið sitt. Orðrómur um herbyltingu komst á kreik og tugir voru hand- teknir. En þrátt fyrir Dreyfus- málið litu foringjar hersins á sig sem þjóna ríkisins, bundna af eið gagnvart hverjum þeim sem fór með lagalegt vald ríkisstjórnar- innar. Óbreyttir borgarar hafa alltaf þurft að hafa frumkvæðið að byltingum eða byltingartil- raunum í Frakklandi síðan 1815. Skáldið og þjóðernissinnaleið- toginn Déroulede, sem stofnaði „Félag ættjarðarvina" í þessu skyni, sá sér leik á borði í ársbyrj- un 1899, þegar Félix Faure forseti, fyrrverandi húðakaupmaður frá Le Havre, lézt í örmum ástkonu sinnar í Élysée-höll. En bylt- ingartilraun félagsins var hlægi- legur skrípaleikur. Um sumarið virtist lýðveldið aftur í hættu, þegar aðalsmaður gerði árás á nýja forsetann, Emile Loubet, sem var hlynntur endurupptöku Dreyfus-málsins og hafði verið forsætisráðherra á dögum Pan- ama-hneykslisins — og sló af hon- um pípuhattinn við veðreiðar. En þetta var ekki aðeins árás á pípuhatt forsetans heldur sjálft lýðveldið og nú fannst Frökkum nóg komið. íhaldssamur lýðveld- issinni og fyrrverandi samstarfs- maður Gambetta og Ferry, René Waldeck-Rousseau („Períkles lýð- veldisins"), myndaði sterka og óháða stjórn til varnar lýðveldinu með þátttöku hæfustu manna sem voru óhræddir við að taka ákvarðanir, m.a. Alexandre Mill- errand, fyrsta sósíalistans sem varð ráðherra í Frakklandi, og Auguste de Gallifet, sem lagði „Parísarkommúnuna" að velli 1871. Hægrimenn hötuðu Miller- rand, en þótt skipun hans ylli sögulegum klofningi í flokki sósí- alista og alþjóðasambandi þeirra mæltist hún vel fyrir á vinstri vængnum. Vinstrisinnar hötuðu De Gallifet, en hann naut álits í hernum og gat kveðið niður alla óánægju úr þeirri átt. Ný réttarhöld Að lokum ómerkti æðsti áfrýj- unarréttur dóminn yfir Dreyfus eftir löng, stormasöm og oft af- káraleg og ógeðfelld réttarhöld. Dreyfus var færður aftur til Frakklands og leiddur fyrir her- dómstól í Rennes 7. ágúst 1899. Það var áhrifamikil stund þegar Dreyfus birtist í réttarsalnum. Enginn viðstaddra hafði litið hann augum í fimm ár. Raunar hafði enginn séð hann nokkurn tímann nema fjölskylda hans, lögfræðingar og þeir sem upphaf- lega ákærðu hann. Mönnum brá í brún þegar hann gekk inn: hann var eins og vofa, ekkert nema skinnin og beinin, lotinn og grá- hærður. Hann hefði nánast verið óþekkjanlegur ef hann hefði ekki verið með lonníettur sinar, sem menn könnuðust við af ljósmynd- um. Dreyfus vissi ekkert um allan hinn mikla málarekstur og það mikla umrót sem málið hafði vald- ið. Varla gat heitið að hann hefði heyrt mannlegt mál í fangavist- inni. Veikindi, hitasótt, steikjandi hiti og grimmd höfðu sett mark sitt á hann, en hann bar sig vel og var teinréttur. Og hann var and- lega óbugaður og eins staðráðinn og áður að sanna sakleysi sitt. Herráðið neitaði að viðurkenna ósigur í réttarhöldunum, sem stóðu í einn mánuð. Réttarhöldin snerust um ómerkilegustu smá- atriði. Atriði sem þegar höfðu ver- ið skýrð voru aftur og aftur dregin í efa og málið varð enn flóknara. Fjórtánda ágúst var gerð skot- árás á Labori, hinn harðskeytta lögfræðing Dreyfus, fyrir utan dómshúsið. Tilræðismaðurinn hrópaði þegar hann hljóp burtu: „Ég hef drepið Dreyfus! Ég hef drepið Dreyfus!" Dreyfus var ekki lengur einstaklingur heldur táknmynd. Meirihluti dómstólsins kvað að lokum upp óréttlátan og mót- sagnakenndan dóm, sem stríddi gegn vilja ríkisstjórnar Waldeck- Rousseau og de Galliffet hermála- ráðherra. Dreyfus var aftur fund- inn sekur, en mildandi kringum- stæður taldar honum til málsbóta. Fólk varð agndofa. „Hvað er orðið af þeirri sögulegu hefð sem eitt sinn gerði okkur að baráttu- mönnum réttlætis í öllum heimin- um?“ spurði Clemenceau. „Frakk- land getur ekki lengur varið frelsi, líf og heiður borgaranna." Dómurinn klauf endurskoðun- arsinna, sem höfðu staðið saman sem einn maður til þessa. Ætt- ingjum Dreyfusar fannst hann hafa orðið að þola nógu mikið písl- arvætti og fengu hann til að fall- ast á náðun, sem ríkisstjórn Waldeck-Rousseau bauð honum. De Galliffet gaf út dagskipun til hersins: „Málinu er lokið... Gleymið fortíðinni svo að þið getið einvörðungu hugsað um framtíð- ina.“ En „stjórnmálamennirnir" undir forystu Picquart, Clemenc- eau og Labori hefðu hins vegar kosið að halda áfram baráttu fyrir sýknun. Frægustu réttarhöldum í sögu síðari tíma var, eða virtist, þar með lokið og allir voru óánægðir. Þjóðin virtist skyndilega búin að fá leið á málinu og helzt vilja sam- þykkt almennra náðunarlaga til þess að losa stjórnina við málið fyrir fullt og allt. En ýmsir endurskoðunarsinnar gáfu ekki upp von um að finnast mundi ný staðreynd sem leiddi til endurupptöku málsins. Andstæð- ingar endurskoðunarinnar voru í vörn og mistök þeirra, þrjózka og samsæri urðu þeim dýrkeypt. Vinstristefna Waldeck-Rousseau og eftirmanns hans, Emile Comb- es, miðaði að því að auka völd lýð- veldisins. Málið snerist ekki leng- ur um réttlæti og endurskoðun heldur tilraunir stjórnvalda til að draga úr áhrifum klerkastéttar- innar og færa menntamálin og herinn undir stjórn lýðveldisins. A köflum virtust menn hafa mestan áhuga á að gera upp gamlar sakir. Stuðningsmenn hersins og kirkjunnar og kaþólskir menn yf- irleitt urðu^ fyrir miklu áfalli. Hreinsað var til í hernum, breyt- ingar gerðar á yfirherstjórninni og völd til að hækka menn í tign voru færð frá heryfirvöldum til hermálaráðuneytisins, þ.e.a.s. til stjórnmálamanna. Völdum hægri- manna var hnekkt og þeir voru útilokaðir frá ríkisstjórn í langan tíma. Uppreisn æru „Nyja staðreyndin", sem vonazt hafði verið eftir, fannst ekki fyrr en 1904 þegar André hershöfðingi, nýr hermálaráðherra, grúskaði í skjalasafni ráðuneytisins og fann nokkur fölsuð „leyniskjöl", sem höfðu farið fram hjá dómurunum í Rennes. Afleiðingin varð sú að Ómerkingardómstóllinn sam- þykkti 1906 að hnekkja Rennes- dómnum. Þrettánda júlí 1906 var frumvarp um að Dreyfus og Picquart fengju aftur að starfa í hernum samþykkt með 442 at- kvæðum gegn 32. Hinn 21. janúar var Dreyfus skipaður majór og gerður að ridd- ara heiðursfylkingarinnar við há- tíðlega athöfn á hersýningu við École Militaire, þar sem hann hafði verið rekinn úr hernum tólf árum áður. Nú hrópaði mannfjöld- inn „Heill Dreyfus," en Dreyfus svaraði: „Nei, heill Frakklandi, heill sannleikanum." Eftir réttarhöldin starfaði Dreyfus um tíma í herskrifstofu skammt frá París. Árið 1907 hætti hann störfum, en hann gekk aftur í herinn í fyrri heimsstyrjöldinni og var í orrustunum við Chemins des Dames og Verdun, þar sem sonur hans var einnig. Hinn 25. september 1918 var Dreyfus skipaður undirofursti og foringi í heiðursfylkingunni. Hann settist í helgan stein eftir stríðið og síð- ustu árin var hann orðinn skar. Hann lézt í París 12. júní 1935, 75 ára gamall. Picquart var skipaður hershöfð- ingi. Hann og Dreyfus fengu þannig þær nafnbætur sem þeir hefðu annars fengið ef allt hefði verið með felldu. Árið 1902 náði Drumont ekki kosningu á þing og „La Libre Parole" var boðið upp 1907, en enginn vildi kaupa blaðið. Zola fórst í bílslysi 1902 og við útför hans talaði Anatole France um réttsýnan og göfugan mann, sem „um hríð var samvizka heims- ins“. Aska Zola var flutt til Pan- théon 1908. Við útförina skaut maður að nafni Gregori að Dreyf- usi, sem særðist á handlegg, og var seinna sýknaður. Árið 1906 varð Clemenceau for- sætisráðherra og hann skipaði Picquart hermálaráðherra. Picqu- art reyndi aldrei að hefna sín á herforingjum þeim sem sýndu honum rangsleitni. Hann hafði aðeins gert það sem samvizkan bauð honum og talið að hann þjón- aði bezt hagsmunum hersins og þjóðarinnar með tryggð við sann- leika og réttlæti. Ekki voru öll kurl komin til grafar í Dreyfus-málinu. Þrjózka hermálaráðuneytisins var með slíkum eindæmum að sumir sagnfræðingar hafa talið að ein- hver valdameiri maður en Ester- hazy hefði verið viðriðinn njósnir og verið staðráðinn í að varpa sök- inni á Dreyfus. Sá möguleiki að annar njósnari hafi verið að verki er því ekki útilokaður. Eitt sem sjaldan var bent á var að Dreyfus hafði litla ástæðu til að njósna þar sem hann var auðugur og ham- ingjusamlega kvæntur. Löngu seinna sagði Schwartz- koppen að „þrjóturinn D..“, sem minnzt var á í skeytum frá honum og sagt að hefði afhent Panizzardi, ítalska hermálafulltrúanum, 12 herkort af Nizza, hefði ekki verið Dreyfus eins og Mercier hershöfð- ingi hélt fram. Schwartzkoppen sagði að „D“ hefði verið Dubois, starfsmaður kortagerðardeildar, sem var grunaður en síðar hreins- aður. Schwartzkoppen sagði að Dubois hefði selt Þjóðverjum og ítölum um langt skeið. Pólitísk áhrif Dreyfus-málsins voru mjög víðtæk og reyndust var- anleg. Klofningur Frakka í hægri og vinstri jókst gífurlega. Nokkrar af afleiðingum Dreyfus-málsins voru ný andúð á klerkastéttinni og hernum, aðskilnaður ríkis og 71 kirkju 1904 og ósjálfrátt vantraust frönsku þjóðarinnar á „ríkis- hagsmunum". Þótt langt sé um liðið er Dreyfus-málið eins konar tákn og lexía. Þriðja lýðveldið hrundi í innrás Þjóðverja 1940 eft- ir stormasama tilveru. Margir töldu afturhaldsstjórn Pétains marskálks, sem við tók, hefnd þeirra manna sem lutu í lægra haldi í Dreyfus-málinu. Páskaferð til Kaupmannahafnar Dvaliö veröur á Hótel Marienlyst í Helsingör, sem er eitt af bestu hótelum Danmerkur. Á hótelinu er casino, sundlaug og gufubað og góöur veitingastaöur. Skammt frá hótelinu 18 holu golfvöllur. Verð frá kr. 5.130.- Innifalið er: Flugfargjald, flugvallarskattur, flutningur frá/til flugvallar, gisting i tveggja manna herbergi meö sima og lita- sjónvarpi, morgunveröur og 3 réttaöur kvöldveröur. 2 hljómsveitir leika fyrir dansi á hverju kvöldi. Fararstjóri Útsýnar tekur á móti hópnum. Feröaskrtfstofan UTSÝN Austurstræti 17, sími 26611. Kaupvangsstræti 4, sími 22911. Er þetta ekki páskaferðin sem þér biðuð eftir? vekur ávallt heimsathygli Nýbýlavegi 2 - Kopavögi - Sími 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.