Morgunblaðið - 17.03.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982
3
Siuidhöllin í Reykjavík:
Kostnaður við viðgerð og
breytingar 5—6 millj. króna
„ÞAÐ er rétt að kostnaður við viðgerð og breytingar á Sundhöllinni við
Barónsstíg er orðinn mikili og er hann nú á bilinu 5—6 milljónir króna,“
sagði Eiríkur Tómasson lögfræðingur, formaður íþróttaráðs Reykjavíkur
þegar Morgunblaðið innti hann eftir kostnaðinum við viðgerðina og breyt-
ingarnar og eins hvers vegna verkið var ekki boðið út.
„Það er ekki rétt að ekkert af
verkinu hafi verið boðið út,“ sagði
Eiríkur. „Þar sem því var við komið
var það gert, en hins vegar er mjög
erfitt að bjóða út verk, þegar um
viðhald er að ræða, því sjaldnast er
vitað hve viðgerðir verða miklar.
Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa
unnið að mestu að breytingum
sundhallarinnar í tímavinnu og sjá
þeir einnig um viðhald á flestum
eignum borgarinnar í tímavinnu."
Eiríkur sagði, að viðgerð á sund-
höllinni væri mjög viðamikil, auk
þess sem tveir nýir pottar með
vatnsnuddi hefðu verið byggðir.
Kvað hann sundhöllina hafa verið
illa farna og aðsókn að henni hafa
verið orðna mjög dræma. Eftir
breytingarnar hefði aðsókn aukist
mjög mikið og því myndi viðgerðar-
kostnaðurinn skila sér að einhverju
leyti til baka.
Norskur rækjuveiðitogari hætt kominn
NORSKUR rækjuveiðitogari átti í erf-
iðleikum úti af Vestfjörðum í fyrrinótt
þegar leki kom að skipinu eftir árekst-
ur þess við ísjaka. Kom allstórt gat
miðskips við sjólínu. Varðskip aðstoð-
aði togarann til hafnar.
Norski togarinn heitir Thue Jun-
ior og var Slysavarnarfélaginu og
Landhelgisgæslunni tilkynnt að
hann óskaði aðstoðar um kvöldmat-
arleytið á mánudag. Var togarinn þá
staddur 130 til 150 mílur vest-suð-
vestur af Deild. Hélt varðskip á móti
Thue Junior og fóru varðskipsmenn
um borð með dælur. Var erfiðleikum
bundið að dæla úr skipinu þar sem
rækjur stífluðu dælur. Ætlunin var
að sigla til ísafjarðar en við mynni
Önundarfjarðar var kominn það
mikil slagsíða á skipið að ákveðið
var að halda til Flateyrar. Mun
bráðabirgðaviðgerð fara þar fram og
skipið síðan halda til Noregs.
ÞAÐ SKALVANDA
SEM LENGISKAL STANDA
Korrugal ál var valið sem þakefni á nýja rað- og einbýlishúsahverf-
ið við Granda i Vesturbænum i Reykjavik.
Hverfið stendur fyrir opnum Faxaflóanum, þar sem vindálag er
mikið og úrkoma oft lárétt eins og víðar hér á landi. Hér þurfti þvi
traust þak. Strangar kröfur voru einnig gerðar til nýtískulegs og
samræmds útlits húsanna. Valið var Korrugal ál.
Korrugal er vandað efni og úthugsað kerfi: Plötur, listar, smeygar,
vatnsbretti, hom. Snjallar og traustar festingar. Allt fyrirliggjandi.
Uppsetning er auðveld og greinargóðar upplýsingar fyrir hendi.
Korrugal er með innbrenndri, varanlegrí lakkáferð sem flagnar aldrei.
Það er því sama hvort þú hugsar um uppsetningu, útlit eða
endingu. Lausnin er sú sama: Korrugal álklæðning.
TÖGGURHR
BYGGINGAVÖRUPEILD
Bfldshöfða 16
Sími 81530