Morgunblaðið - 17.03.1982, Page 15

Morgunblaðið - 17.03.1982, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982 15 Eiginkona Harrison Williams hughreystir mann sinn eftir að hann sagði af sér og áður en hann gekk til fundar við fjölmiðlamenn. Þungu fargi var lyft af þinginu þegar Williams sagði af sér Krá Önnu Hjarnadóttur. TréUaritara Mbl. í Wa.shington. I*að var grafarþögn í þingsalnum á fimmtudag þegar Harrison Willi- ams, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Jersey, sagði af sér þingstörfum. Hann kaus að segja af sér í stað þess að neyða þingheim til að greiða atkvæði um hvort ætti að reka hann úr þinginu. Kftir sex daga umræður um mál Williams var augljóst að meira en tveir þriðju hlutar þingsins vildu að hann yrði rekinn. Knginn hefur verið rekinn úr öldunga- deildinni síðan í þrælastríðinu. Williams er þriðji öldungadeildarþing- maðurinn í sögu handaríska þingsins sem er fundinn sekur um lögbrot. Hann var kærður fyrir mútur og samsæri eftir Abscam og dæmdur í þriggja ára fangelsi og til að borga 50.000 dollara sekt í október. Hann hefur áfrýjað dómnum, en meirihluti þingmanna telur að hann hafi sett blett á heiður öldungadeildarinnar og eigi því ekki heima þar lengur. I*eir telja hins vegar að dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan, FBI, eigi ekki að komast upp með starfsemi eins og Absram. Mál Williams mun leiða til rannsóknar þingsins á starfsemi ráðunevtisins, en þó sérstaklega FB1. Abscam var tilraun FBI til að grípa þingmenn glóðvolga við lögbrot og það reyndist tilraun sem tókst. Grunlausir þingmenn, 7 úr fulltrúadeildinni og 1 úr öld- ungadeildinni, voru kynntir fyrir starfsmanni FBI sem var dulbú- inn sem arabískur prins og þeim boðið upp á brennivín og him- inháar fjárfúlgur. I staðinn lof- uðu þeir að reynast prinsinum innanhandar í þinginu. Fundir þingmannanna með prinsinum voru festir á filmu og sýndir al- þjóð í sjónvarpi. Þeir sáust drekka sig útúrfulla, troða þykk- um seðlabúntum í vasa sína, lofa öllu fögru og monta sig af mik- ilvægi sínu og góðum sambönd- um í Washington. Flestir þeirra voru síðar ákærðir fyrir lögbrot og filmurnar notaðar gegn þeim í réttarsalnum. Þeir voru fundn- ir sekir og enginn þeirra situr lengur í þinginu. Williams tók aldrei við pen- ingum og þáði ekki vín, en hann þáði hlutabréf í títan-námu, sem vinur hans ætlaði að opna og hefja framkvæmdir í með aðstoð 100 milljóna dollara sem prins- inn lofaði að lána þeim félögum. Hlutabréfin áttu að vera í nafni vinarins, svo að enginn vissi að Williams hefði ágóða af nám- unni. Hann talaði sig upp í æs- ing um hvernig hann gæti notað góð sambönd sín í þinginu eftir 23ja ára starf þar til að selja ríkisstjórninni títan og lét eins og varaforsetinn og ráðherrar sem hann sagðist þekkja vel, hefðu mikil áhrif á ákvarðanir stjórnarinnar í sambandi við kaup á títani. Siðferðisnefnd öldungadeild- arinnar samþykkti einróma í ág- úst eftir ítarlega rannsókn að Williams væri sekur um að hafa misnotað embætti sitt og vanvirt öldungadeildina og lagði til að hann yrði rekinn. Williams stað- hæfði við réttarhöld, rannsókn nefndarinnar og umræðurnar í þinginu að hann væri saklaus. Hann hefði hagað sér heimsku- lega, en ekki framið neinn glæp. Hann sagðist hafa vitað að hlutabréfin myndu reynast ein- skis virði því vinur hans hefði áður haft stórbrotnar hugmynd- ir um gróðavænlegar fram- kvæmdir, en þær hefðu ávallt reynst lítilsnýtar skýjaborgir. Hann afþakkaði beina pen- ingagjöf, en lofaði prinsinum þó að hjálpa honum um dvalarleyfi í landinu fyrir ættingja hans. Williams sagðist aldrei hafa gert neitt í því sambandi. Skömmu eftir síðasta fund Williams með prinsinum var Abscam á forsíð- um blaðanna. Það dróst á langinn að tillaga siðferðisnefndarinnar yrði tekin fyrir í þinginu. Þingmönnum fannst sárt að þurfa að ræða mál Williams og flestir hefðu viljað að hann hefði sagt af sér fyrir löngu, en hann var sannfærður um sakleysi sitt og vildi ekki láta „viðurstyggilega starfsemi FBI“ verða til þess að hrekja sig úr embætti' fyrr en í fulla hnefana. Howard Beka Baker, leiðtogi meirihlutans, ákvað loks að taka málið fyrir. Hann bannaði nefndarfundi á meðan umræð- urnar stóðu og fór fram á við þingmenn að þeir væru viðstadd- ir og fylgdust með umræðunum. Það er ekki oft sem allir 100 öld- ungadeildarþingmennirnir eru saman komnir, en þeir voru það við upphaf umræðnanna og í lok þeirra. Howell Heflin, demókrati frá Alabama, flutti málið gegn Williams og sagði: „Þingmaður sem veit muninn á réttu og röngu hefði ekki hikað við að standa upp og fara — yfirgefa ógeðslega náunga sem blótuðu eins og sjóara og ganga burt frá umræðum um prinsa, viðskipti, falinn ágóða, fals og plat. Gerdi það ekki En hann gerði það ekki. Hann var um kyrrt, hann ræddi málin, hann samþykkti, sór og lofaði: að misnota embætti sitt og kjós- enda sinna og fyrir það verður að reka hann.“ Daniel Inouye, demókrati frá Hawaii, talaði máli Williams. Hann gagnrýndi FBI og Abscam og sagði að þingið gæti ekki þol- að þannig starfshætti. „Enginn okkar er öruggur. Þetta hefði getað hent okkur alla.“ Hann sagði að Williams hefði ekki brotið lögin heldur hagað sér eins og „asni“. „Mér finnst að öldungadeild- arþingmaður eigi ekki að vera rekinn fyrir að vera asni eða haga sér eins og asni,“ sagði In- ouye. „Kannski að alvarlegasti glæpurinn sem hann framdi sé sá að hann var okkur til skamm- ar.“ Williams útskýrði sína hlið á málinu og þingmenn tóku til máls. Á miðvikudag varð ljóst að tillagan yrði samþykkt ef hún kæmi til atkvæða. Þá varð einn- ig ljóst að þingmenn eru bál- öskureiðir út í dómsmálaráðu- neytið og FBI. Patrick Leahy, demókrati frá Vermont líkti starfsmanni FBI og Abscam- starfseminni við „slímugan, við- urstyggilegan orm“ og sagði „öngul sem var dinglað til að veiða í net“. Þingmenn sögðu að mál Williams sýndi að FBI gæti náð hverjum sem er og það yrði að vernda þjóðina gegn svona starfsemi. Williams sagði þegar hann sagði af sér að takmarki baráttu sinnar í þinginu væri náð fyrst rannsókn færi nú fram á athæfi FBI. Hann sagði að barátta sín fyrir dómstólunum myndi halda áfram og á endanum yrði hann sýknaður. Þingmenn gengu til hans og tóku í hönd hans eftir að hann lauk máli sínu. George Bush varaforseti, sem er forseti deildarinnar, fór upp á pallana og faðmaði konu Williams að sér og óskaði henni allra heilla. Á eftir sagði Williams að sér þætti leitt að hafa neitt þingmenn til að fjalla um þetta leiðindamál, en hann baðst ekki afsökunar. Hann vitnaði í Inouye og sagði: „Það er mannlegt að vera asni. Biðst maður afsökunar á því?“ Fæst í apótekum, helstu snyrtivöruverslunum og flestum stórmörkuöum. Heildsölubirgðir: Friörik Björnsson, Pósthólf 9133—129 Rvík. Sími 77311. Placido Domingo Óperusöngvarinn Placido Domingo og popparinn John Denver leiöa saman hesta sína á plötunni Per- haps Love. Samstarf þessara ólíku tónlistarmanna hefur skilaö einstökum árangri, því Perhaps Love er ein mest selda platan í Bandaríkjunum, Bretlandi og á islandi í dag. Viö vorum aö taka upp enn eina sendinguna af þessari s frábæru plötu. Líttu viö í dag. ^KARNABÆR iUinorhf Smmr »57« o« 15055. EFÞAÐ ERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.