Morgunblaðið - 17.03.1982, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982
Utgefandi
Framkvaemdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 110 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö.
Upphlaup í
ríkisstjórninni
Enginn veit enn hvaða endi upphlaupið innan ríkisstjórnarinnar fær.
Það hófst sem deila um framkvæmdir í þágu varnarliðsins, er nú
farið að beinast að Blönduvirkjun og því kann að lykta í átökum stjórn-
arliða um kjaramál. Hér á þessum vettvangi hefur þegar verið gerð
grein fyrir síðustu atburðum í þróun Helguvíkurmálsins í ríkisstjórn-
inni. Ráðherrar saka hver annan um valdníðslu og annan yfirgang,
þingflokkar framsóknarmanna og alþýðubandalagsmanna eru á önd-
verðum meiði. Framsóknarmenn standa einhuga að baki utanríkis-
ráðherra, kommúnistum hefur mistekist að reka fleyg í þingflokk sam-
starfsmanna sinna í rikisstjórninni.
Annað er uppi á teningnum, þegar litið er til ákvarðana um Blöndu-
virkjun. Um það mál er ekki samstaða í þingflokki framsóknarmanna.
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Páll Pét-
ursson, þingflokksformaður, eru á öndverðum meiði í afstöðunni til
Blönduvirkjunar. Steingrímur er í ráðherranefnd, sem samþykkti, að
skrifað skyldi undir samning við 5 hreppa af 6 um Blönduvirkjun. I
tilefni af þeirri undirskrift sagði Páll Pétursson, þingflokksformaður:
„Þetta er eftir öðru. Hjörleifur (iðnaðarráðherra innsk.) ræður sér
nefnilega ekki sjálfur. Hann er látinn gera þetta. Pálmi Jónsson er
eiginlega orðinn allt annað en landbúnaðarráðherra .. .Hins vegar væri
kannski rétt að Hjörleifur tæki við landbúnaðarmálunum, vegna þess að
við höfum ekki efni á því að vcra landbúnaðarráðherralausir mörg ár í
röð.“
Þessar kveðjur fá tveir ráðherrar, sem ásamt Steingrími Hermanns-
syni samþykktu samningana um Blöndu, frá formanni fjölmennasta
þingflokksins að baki ríkisstjórninni. I Blöndumálinu er því ekki um
skýr átök milli kommúnista og framsóknarmanna að ræða, heldur
splundrast stjórnarliðið í smærri einingar. Ef til vill hefur það einmitt
ráðið mestu í skyndilegri kröfu iðnaðarráðherra um að ganga frá þessu
máli, að með henni sá hann sér fært að koma höggi á Framsóknarflokk-
inn. Er svo sannarlega undarlegt að sjálfur formaður Framsóknar-
flokksins skuli stuðla að þessum óvinafagnaði í eigin flokki.
í Þjóðviljanum í gær kveður svo við nýjan tón í afstöðu Alþýðubanda-
lagsins til kjaramála. Nú er það ekki talið duga fyrir „alþýðuna" í
landinu, að hin nýja stétt Alþýðubandalagsins sitji við kjötkatla kerfis-
ins og vermi ráðherrastóla. Þvert á móti lætur Þjóðviljinn í það skína að
grípa verði til verkfallsvopnsins. Hafa slíkar hótanir ekki sést í stjórn-
málaskrifum blaðsins síðan í tíð ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar á
árunum 1974 til 1978. Viðræður fulltrúa ASÍ og vinnuveitenda hófust á
mánudag og af því tilefni segir Þjóðviljinn: „Deiluna á að vera hægt að
leysa án meiriháttar illinda. Hafi hins vegar ekki tekist samningar fyrir
15. maí í vor má búast við alvarlegum verkfallsaðgerðum með ófyrirsjá-
anlegum afleiðingum."
Hótun Þjóðviljans um beitingu verkfallsvopnsins á alls ekki rætur að
rekja til umhyggju þess eða hinnar nýju stéttar Alþýðubandalagsins
fyrir hag launþega, þátttaka flokksins í ríkisstjórn síðan haustið 1978 er
ótvíræðasta staðfestingin á því. Nei, Þjóðviljinn mundar nú verkfalls-
vopnið til að hóta framsóknarmönnum. Er ekki að efa, að forvígismenn
verkalýðsins, sem ganga flokkspólitískra erinda Alþýðubandalagsins í
kjaraviðræðum, muni taka undir þessar hótanir Þjóðviljans. Kommún-
istar vita, að í þessu máli hafa þeir undirtökin í ríkisstjórninni og
hyggja nú gott til glóðarinnar bæði í ráðherranefndum, efnahagsnefnd-
um, viðræðunefndum og öðrum nefndum, sem settar eru á fót til að salta
sjónarmið framsóknarmanna og veita kröfum kommúnista brautar-
gengi.
íþróttafram-
kvæmdir í ólestri
Sveinn Björnsson, forseti íþróttasambands íslands og varaborgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kvaddi sér hljóðs í borgar-
stjórninni fyrir tæpum hálfum mánuði og flutti greinargóða yfirlits-
ræðu um „framkvæmdir" vinstri manna í íþróttamálum Reykvíkinga á
þessu kjörtímabili. Orðið framkvæmdir er sett í gæsalappir hér að
framan, af því að vinstri menn hafa stöðvað allar íþróttaframkvæmdir í
höfuðborginni. Aðeins ein nýframkvæmd hefur verið hafin, smíði laug-
arhúss við sundlaugina í Laugardal. Að vísu lágu teikningar að þessu
húsi fyrir, þegar vinstri menn tóku við stjórn borgarinnar 1978, en það
er ekki fyrr en á árinu 1981, sem veitt er fé til að hefja smíði þess. í ræðu
sinni sagði Sveinn Björnsson, að með því að ráðast í smíði laugarhússins
væru vinstri menn fyrst og fremst að reyna að klóra í bakkann vegna
þess framkvæmdaleysis, sem einkennt hefði þróun íþróttamála síðustu
þrjú ár. Sveinn taldi hins vegar víst, að núverandi meirihluti borgar-
stjórnar kæmist ekki upp úr jörðunni í íþróttaframkvæmdum á kjör-
tímabilinu.
Vinstri menn hafa ekki svarað þessari hörðu gagnrýni Sveins Björns-
sonar. Kemur það ekki á óvart, því að þeir geta ekki koinið sér saman um
gagnrökin. Hvaða köttur á að fá þessa bjöllu? Á meðan vinstri menn
velta því fyrir sér, ættu þeir einnig að semja svör við aðfinnslum Sveins
Björnssonar vegna „óheyrilegra" fjárhæða, sem varið hefur verið til
viðgerða á Sundhöllinni og sundlaugunum í Laugardal.
„Höfum byggt þennan
akstur upp með miklum
auglýsingakostnaðia
- segir Óskar Sigurjónsson á Hvolsvelli
„ÞVÍ ER fyrst til að svara, að sumir þessara manna á Austfjörðum, sem
lagt hafa niður akstur í fjórðungnum, eru ekki raunverulegir sérleyfis-
hafar, en ég læt það þó liggja milli hluta. Þegar hringvegurinn var
opnaður sumarið 1974 hafði ég ekið lengi til Kirkjubæjarklausturs, en við
opnun vegarins hófum við akstur austur á Höfn. Um svipað leyti hætti
Haukur Sigfússon, sérleyfishafi á Reyðarfirði, akstri milli Egilsstaða og
Hafnar í Hornafirði, en nú vill Haukur fá sérleyfið á þessari leið á ný.
Þegar ég hóf akstur á leiðinni Höfn-Egilsstaðir var þessi sérleið talin svo
rýr að ekki væri komandi nálægt þessu,“ sagði Óskar Sigurjónsson, einn
eigenda Austurleiðar á Hvolsvelli og sérleyfishafi á leiðinni Egilsstaðir
Höfn, þegar Morgunblaðið ræddi við hann.
„Til viðbótar við þetta má
benda á að Jón Egilsson hóf akst-
ur frá Akureyri til Egilsstaða ár-
ið 1967, en þá var leiðin talin svo
rýr, að Austfirðingar gáfust upp
á að aka.
Fyrstu árin, sem við héldum
uppi ferðum á milli Hafnar í
Hornafirði og Egilsstaða, gekk
reksturinn mjög illa, enda mjög
lítið að flytja. Hins vegar fannst
okkur útilokað, þegar fólk komst
loksins með áætlunarbílum aust-
ur yfir Skeiðarársand, að það
kæmist ekki hinn svokallaða
hringveg með áætlunarbílum.
Dæmið hefur hins vegar snúist
við tvö síðustu árin og nú fyrst
má segja að hægt sé að koma ná-
lægt þessu, en við höfum sífellt
fjölgað ferðum á þessari leið.
Áustfirðingar tala mikið um
Smyril og að vísu fáum við
nokkra farþega þaðan, en þeir
eru ekki margir sökum þess, að
flestir þeirra, sem koma með
Smyrli, koma með eigin bíla.
Okkur hefur tekist að fjölga far-
þegum mikið síðustu tvö árin með
miklum auglýsingakostnaði, en
mest er um farþega sem eru með
svokallaða hring- og tímamiða
sérleyfishafa," sagði Oskar.
„Austfirðingarnir ræða mikið
um að fá þennan akstur inn í
fjórðunginn, og er það fögur hug-
sjón, en það er aldrei nefnt að
einn eigenda fyrirtækisins Aust-
urleiðar, fyrirtækisins sem ann-
ast aksturinn milli Hafnar og Eg-
ilsstaða, flutti á Höfn þegar þessi
akstur okkar hófst. Stundar hann
sjómennsku yfir veturinn, en bif-
reiðaakstur þann tíma sem ekið
er á milli Egilsstaða og Hafnar
og því get ég sagt að við séum
með okkar starfsemi í Austfirð-
ingafjórðungi."
Þá sagði Óskar að ferðir í sam-
bandi við flug til Egilsstaða og
sérleyfisferðir yfir sumartímann
væru óskyld mál. „Það er ekki
hægt að menn geti gengið til ráð-
herra og krafist sérleyfa á þeirri
forsendu að þeim gangi ekki nógu
vel á sinni leið. Menn geta ekki
sagt ef ég fæ ekki þetta eða hitt,
þá er ég hættur. Þar sem ég þekki
til er barist um allan akstur,
hvort sem það er skólaakstur,
póstakstur eða eitthvað annað, og
ég er ekki búinn að sjá hvort það
eru ekki til einhverjir aðilar á
Austfjörðum sem vilja halda
samgöngunum vegna flugsins
áfram, áður en við hjá Austurleið
förum að hugsa um hvort við eig-
um að taka að okkur þessa þjón-
ustu,“ sagði Óskar
Sérleyfishafar á Austurlandi hætta akstri:
„Viljum fá sérleyfin
milli Egilsstaða - Horna-
fjarðar og Mývatnsa
- segir Haukur Sigfússon á Reyðarfirði
„VIÐ ERUM hættir akstri og munum ekki hefja akstur á ný, nema því
aðeins að við fáum sérleyfin á leiðunum HornafjörðurEgilsstaðir og
Mývatn-Egilsstaðir. Ástæðan fyrir því að við erum hættir akstri, er að við
treystum okkur ekki lengur til að halda uppi samgöngum í fjórðungnum
að vetrarlagi sökum taprekstrar, á sama tíma og aðilar utan fjórðungsins
aka hér að sumarlagi og fleyta rjóraann ofan af,“ sagði Haukur Sigfússon
sérleyfishafi á Reyðarfirði, þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Þeir
sérleyfishafar á Austurlandi, sem hafa lagt niður akstur, eru 5 talsins og
eru þeir á svæðinu frá Djúpavogi til Seyðisfjarðar.
Samgöngur á landi liggja nú
alveg niðri á Austfjörðum og
hafa nú þegar skapast mikil
vandræði, sökum þess að farþeg-
ar komast ekki á milli fjarðanna
og Egilsstaða. Samgönguráð-
herra hefur nú boðað sérleyfis-
hafa á Austfjörðum og forstjóra
Austurleiðar og Akureyringana,
sem hafa sumarleyfin til Aust-
fjarða, á sinn fund á föstu-
dagsmorgun klukkan 10 árdegis.
„Steingrímur Hermannsson
samgönguráðherra heldur því
fram, að við höfum haft áður
sérleyfi, á þeim leiðum sem við
viljum nú, og er það rétt. En
málið er, að ég hafði til dæmis
sérleyfið frá Höfn í Hornafirði
til Egilsstaða og var þá skikkað-
ur til að aka á þessari leið í fimm
mánuði á ári og neyddist ég til
að hætta sökum þess, að ekkert
var að gera vissan hluta akst-
urstímabilsins. Þegar ég hætti
sótti Austurleið á Hvolsvelli um
sérleyfið, en þeir töldu þetta ekki
betra sérleyfi en það, að þeir óku
ekki sjálfir. Heldur létu þeir
sendibílstjóra úr Reykjavík aka
á leiðinni í tvö ár og það aðeins
tvo mánuði á ári.
Um leiðina til Mývatns, er það
að segja, að faðir minn ók á milli
Austfjarða og Akureyrar í 40 ár.
Þá var honum allt í einu bannað
að aka farþegum á leiðinni Ak-
ureyri-Mývatn, sem var í leið-
inni, og því var sjálfgefist upp,“
sagði Haukur.
Þá sagði hann, að stórtap væri
á austfirsku sérleyfisleiðunum
sem stæði.
„Ef við fáum ekki sérleyfin,
sem við höfum sótt um, þá finnst
okkur sanngjarnt, að aðilarnir
frá Hvolsvelli og Akureyri, og
sem hafa þessi sérleyfi, fái þau
og haldi uppi samgöngum í
fjórðungnum yfir veturinn. Við
erum tilbúnir að hætta.
Ráðherra hefur sagt að hann
skrifi ekki undir neitt fyrr en
hann hafi haldið samningafund
og er nú hálfur mánuður síðan
hann sagðist boða til samninga-
fundar. Ekki hefur hann talað
aukatekið orð við okkur," sagði
Haukur.
Miklir erfiðleikar munu verða
strax í dag við að koma vörum og
farþegum milli fjarðanna og Eg-
ilsstaða. Samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins ætla Flug-
leiðir að reyna að koma vörum
niður á firðina tvisvar í viku, en
hins vegar verða farþegar að
koma sér sjálfir á milli.
„Leifur Karlsson formaður út-
hlutunarnefndar sérleyfa hefur
sagt í viðtali, að núverandi sér-
leyfishafar, á leiðunum sem við
viljum fá, séu með gífurlegar
fjárfestingar, og einnig komi
lagabókstafurinn í veg fyrir að
við fáum leyfin. Við vísum þessu
til föðurhúsanna, því bílarnir,
sem þeir hafa notað eru 8—15
ára gamlir og erum við tilbúnir
að kaupa þá. Þá kemur allt tal
um að veita verði sérleyfin aðil-
um, sem hafi haft þau áður, ein-
kennilega fyrir sjónir, því hið
nýja fyrirtæki Ólafur Ketilsson
hf. hefur nú fengið úthlutað leyfi
sem Sérleyfishafar Selfoss höfðu
áður.
Gott dæmi um hvernig að
okkur er búið, er að þeir Seyð-
firðingar sepi hafa haft leyfið á
milli Seyðisfjarðar og Egils-
staða, og rækt sínar skyldur af
mikilli kostgæfni, hafa ekki
fengið að hreyfa sína bíla, þá
daga sem Smyrill hefur verið á
Seyðisfirði. Ég fór einu sinni á
Seyðisfjörð á mínum bíl og það
endaði með því að umferðar-
máladeild fékk sýslumann
Norður-Múlasýslu í lið með sér
og tilkynnti hann mér að ef ég
kæmi aftur niður á Seyðisfjörð,
þann dag sem Smyrill væri þar,
yrði ég tekinn fastur og komu
þessi fyrirmæli beint frá Einari
Ógmundssyni forstöðumanni
umferðarmáladeildar Pósts og
síma," sagði Haukur Sigfússon
að lokum.