Morgunblaðið - 17.03.1982, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.03.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982 17 Frá blaðamannafundinum með fulltrúum Landverndaraamtaka vatnasvæða Blöndu og Héraðsvatna. Talið frá vinstri: Gunnar Oddsson, Eymundur Þórarinsson, Kristján Sigurpálsson, Þórarinn Magnússon formaður, Guðríður Helgadóttir, Sigurgeir Hannesson og lengst til hægri Ólafur Dýrmundsson ráðunautur Búnaðarsambands íslands. Landverndarsamtök vatnasvæða Blöndu og Héraðsvatna: Ákveðnir ráðamenn láti af þvermóðsku sinni og stífni - þá getum við breytt virkjunarsamningnum og bjargað 3.000 ha af gróðurlendi íslands „VIÐ ræðum í fyrramálið við iðnaðarráðherra, Hjörleif Guttormsson, um málið. Við teljum að mjög auðvelt sé að ná fram lagfæringu á samningum áður en gengið verður endanlega frá þeim í ríkisstjórninni. Það eina sem til þarf er að ákveðnir ráðamenn láti af þvermóðsku sinni og stífni. Við teljum það einu röksemdirnar fyrir því að þeir skuli vera á móti okkar röksemda- færslu, því allt mælir með að okkar virkjunarleið sé fremur valin,“ sögðu fulltrúar Landverndarsamtaka vatnasvæða Blöndu og Héraðsvatna m.a. á fréttamannafundi um Blönduvirkjunarsamninginn í gær. Þeir tóku sérstaklega fram, að iðnaðarráðherra hefði heitið þeim viðtalinu s.l. laugardag og að þeim fyndist harla lítil kurteisi af hans hálfu, að ganga til undirritunar samninganna með slíkum hraða í fyrradag, áður en þeim gæfist tæki- færi til að leggja rök sín fyrir hann. Fundarboðendur sögðu það nánast óskammfeilni að ætla að styrkja vanmiðlað kerfi Landsvirkjunar eins og þeir orðuðu það, með því að sökkva algrónum heiðarlöndum við Blöndu, þegar auðvelt væri að auka miðlun þessara virkjana svo viðun- andi væri á þeirra eigin vatnasvæði og það á gróðurlausu landi bæði við Þórisvatn og Langasjó. Þeir tóku þó skýrt fram, að þeir væru ekki að vinna gegn virkjun Blöndu, en að þeir teldu, að sökum stífni ráða- manna væri hér verið að velja versta kostinn og það án sýnilegra réttmætra ástæðna. Þá kom fram í málflutningi þeirra, að þeir töldu Landvernd og Náttúruverndarsamtök hafa brugð- ist í máli þessu, og því hefðu sam- tök þeirra verið stofnuð. Hér væri um að ræða algjört prófmál, sem varðaði náttúru og lífríki landsins og gæti niðurstaða þess haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar. Landverndarsamtakamenn gerðu sérstaklega að umræðuefni yfirlýs- ingar iðnaðarráðherra um að víð- tæk samstaða væri um virkjana- samninginn heima í héraði og mót- mæltu henni harðlega. Nefndu þeir sem dæmi að Bólstaðarhlíðarhrepp- ur hefði ekki tekið þátt í undirrit- uninni. Þá hefðu fulltrúar Svína- vatnshrepps undirritað hann í fullri óþökk íbúanna. Þrír af fjórum hreppsnefndarmönnum hefðu farið fram á atkvæðagreiðslu fyrir jólin. Þeirri atkvæðagreiðslu hefði lyktað á þá lund, að meirihluti íbúanna var á móti samningsdrögunum. Samt sem áður hefðu þessir sömu fulltrúar undirritað samningana, en þeir myndu eflaust gjalda þess í kosningunum í vor. Landverndarsamtökin heita, í yfirlýsingu sem dreift var á fundin- um, á alla hugsandi menn eins og þar stendur, að veita kröfum sam- takanna stuðning, þ.e. að virkjað verði eftir leið II, þ.e. að miðlun verði ofan Sandárhöfða. Segir að með því mega bjarga 3.000 ha af gróðurlendi Islands, þ.e. með því einu að færa stíflustæði. Þá segir einnig orðrétt: „Orkuverð frá virkj- uninni mun fremur lækka en hækka við þá breytingu. (Nema virkjunaraðili svíki ákvæði samn- ings um 220 G1 upphafsmiðlun.) Kæling og önnur skaðleg umhverf- isáhrif minnkuðu. Síðast en ekki síst, samkomulagi og samstöðu um framkvæmdina er auðvelt að ná á skömmum tíma. Útboð fram- kvæmda gæti hugsanlega dregist um nokkra mánuði, þar sem eftir er að gera jarðboranir vegna stíflu- gerðar við Sandárhöfða, en tveir ráðherrar komu í veg fyrir að þess- ar boranir færu fram í sumar. Sá dráttur sem á framkvæmdum yrði, ef einhver verður, færist því á reikning þessara tveggja ráðherra." Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í landnýtingu hjá Eúnaðarsam- bandi íslands, sagði lítillar viðleitni gæta hjá stjórnvöldum til að spara land. Hann spurði: Hvernig getur á því staðið að á sama tíma og rætt er um aukna land- og náttúruvernd skuli mönnum detta slík firra í hug? Eru íslendingar það illa settir peningalega? Hann sagðist hafa orðið fyrir miklum þrýstingi vegna skoðana sinna á þessu máli og hefði hann m.a. verið kallaður fyrir í landbúnaðarráðuneytinu. Hann hefði þó ekki látið slíkt breyta skoð- unum sínum eða verða til þess að hann sæti hjá afskiptur. Þess vegna væri hann á þessum fundi, og með fullri vitneskju og heimild yfir- manns síns, búnaðarmálastjóra. Ólafur fjallaði nokkuð um kostnað- arhlið virkjunarinnar og sagði að í þeim skýrslum, sem lagðar hefðu verið fram, væri bótakostnaði al- gjörlega sleppt, eða hann vanmet- inn, þannig að þegar upp væri stað- ið myndi virkjunarkostur II alls ekki vera kostnaðarsamari, nema síður væri. í lok fundarins var nokkuð rætt um landvernd og nýtingu og höfðu fundarboðendur á orði, að ef Blanda yrði virkjuð samkvæmt þeim samn- ingi sem undirritaður hefur verið, myndum við standa að mestu land- eyðingu sem vitað væri um af mannavöldum hérlendis, og það gjörsamlega að óþörfu. Með virkj- unarkosti I færu 60 ferkílómetrar lands undir vatn og væri þá 8,40% af grónu landi hérlendis komið und- ir vatn. Fundarmenn voru spurðir i lokin, hvort þeir myndu jafnvel fremur kjósa að Fljótsdalsvirkjun yrði virkjuð á undan Blönduvirkjun, ef það gæti breytt hér einhverju um. Formaður samtakanna lýsti því sem sinni skoðun, að hann sæi ekk- ert athugavert við það. Þeim lægi ekki svo á, að það réttlætti slík náttúruspjöll. Framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins: U tanríkisráðherra hefur stofnað stjórn- arsamstarfinu í hættu Á sameiginlegum fundi fram- kvæmdastjórnar og utanríkismála- nefndar Alþýðubandalagsins 16. mars 1982 var svofelld ályktun sam- þykkt samhljóða: Fundur framkvæmdastjórnar og utanríkismálanefndar mið- stjórnar Alþýðubandalagsins lýsir yfir fullum stuðningi við afstöðu og sjónarmið ráðherra Alþýðu- bandalagsins í svokölluðu Helgu- víkurmáli. Fundurinn leggur áherslu á að grundvöllur stjórn- arsamstarfsins er sá að engar meiriháttar ákvarðanir verði teknar varðandi herstöðina á Mið- nesheiði nema allir stjórnarflokk- arnir geti við þær unað. Fundurinn mótmælir vinnu- brögðum utanríkisráðherra, sem hefur með orðum sínum og gerð- um stofnað stjórnarsamstarfinu í hættu. Alþýðubandalagið andmælir harðlega öllum áformum um hafnarframkvæmdir á vegum Bandaríkjahers og um að leggja hér nýtt land undir hernaðar- framkvæmdir. Flokkurinn mun innan og utan ríkisstjórnar beita öllu afli sínu til að knýja fram viðunandi lausn á deilumálum um byggingu eldsneytisgeyma á Suð- urnesjum. Króttatilkynninj!. Bruni í eldhúsi að Reykhólum Midhúsum, 16. mars. Um KL. 13:30 í dag kviknaði í eld- húsi prestssetursins að Reykhól- um. Skemmdir urðu allmiklar á íbúðarhæð hússins, hins vegar var eldurinn bundinn við eldhúsið, en hann var hægt að slökkva fljót- lega. Innréttingar þar eru stór- skemmdar ef ekki ónýtar. Prestshjónin hér eru Eygló Bjarnadóttir og sr. Valdimar Hreiðarsson. Sveinn Arnarflug hefur feng- ið leyfi á Amsterdam Samgönguráðuneytið veitti Arnar flugi í gærdag leyfi til áætlunarflugs milli íslands og Amsterdam í Hol- landi, en í síðustu viku veitti ráðu- neytið félaginu áætlunarleyfi milli íslands og Dússeldorf í Vestur Þýzkalandi annars vegar og Zúrich í Sviss hins vegar. Gunnar Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Arnarflugs, sagði í samtali við Mbl., að hann væri mjög ánægður með að áætlunar- leyfismál félagsins væru nú loks endanlega í höfn, en væntanlega yrði tekin endanleg ákvörðun um hvernig áætlunarflugi félagsins í sumar yrði háttað í næstu viku. Fulltrúi félagsins ræðir um þessar mundir við flugmálayfir- völd í viðkomandi löndum, Hol- landi, Vestur-Þýzkalandi og Sviss, um væntanlegt áætlunarflug, en formlegt leyfi þeirra til handa fé- laginu hefur ekki legið fyrir, þar sem afgreiðsla á beiðni félagsins um áætlunarleyfin hefur dregizt mjög á langinn hér á landi. Arnarflug gerir ráð fyrir, að hefja áætlunarflugið á Boeing 720-þotu félagsins, en hins vegar er það skoðun forráðamanna fé- lagsins, að í framtíðinni sé Boeing 737 200-þota heppilegust til þessa flugs. Stjórnartíð Alþýðubandalagsins: Kaupgeta verkafólks hækkar um 2,3—3,9 stig Það kom fram í svari Svavars Gestssonar, félagsmálaráðherra, við fyrirspurn frá Halldóri Blöndal (S), hver hefðu orðið áhrif viðskipta- kjaraákvæða Ólafslaga á verðbætur launa 1981 ef í gildi hefðu verið, að áhrifin hefðu hækkað verðbætur á laun 1. júní 1981 um 0,9%, hækkað verðbætur um 0,6% 1. september 1981, en lækkað um 0,2% 1. desem- ber 1981. Hinsvegar vildi félags- málaráðherra meina, að ef ákvæði Ólafslaga um tóbak og áfengi og launalið búvöru hefði jafnframt ver ið í gildi, hefði heildarniðurstaðan verið neikvæð launþegum um 1,28%. Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra: Fagna samkomulaginu um virkjun Blöndu „ÉG VIL fagna því að nú hefur verið skrifað undir samninga um virkjun Blöndu og vil fyrir mitt leyti flytja öllum þeim þakkir, sem að þessu hafa unnið. Samningarnir hafa tekið langan tíma enda hefur þetta verið viða- mikið og flókið mál og ýmsir þættir þess viðkvæmir. En samningsaðilar hafa lagt sig fram um að taka tillit til þessara atriða og ailir hafa lagt sig fram um að ná samkomulagi, sem ég vænti að sé þeim mun betra eftir því sem meiri vinna hefur verið lögð f það,“ sagði landbúnaðarráðherra, Pálmi Jónsson, er Morgunblaðið ræddi við hann um undirritun samning- anna um virkjun Blöndu. Breytir það ekki einhverju að Bólstaðarhlíðarhreppur er ekki aðili að samkomulaginu? „Jú, að einhverju leyti er það svo. Það hefur verið ákveðið að bjóða hreppnum aðild að sam- komulaginu og þar sem nokkrar breytingar hafa orðið á því síðan hreppurinn hafði það síðast til meðferðar, vonast ég til þess að hreppurinn gangi inn í það. Með því tryggir hann sér aðild að nefndum þeim, sem fjalla um undirbúning framkvæmdanna og getur þannig haft hönd í bagga hvað þær varðar. Ef svo verður ekki mun væntanlega reyna á ákvæði vatnalaga, þar sem hreppnum gefst kostur á að krefjast mats og bóta. Þá er eign- arnám einnig mögulegt, en ég tel ekki ástæðu til að beita þeirri heimild laganna. Mér er ljóst, að það eru ekki allir ánægðir með samningana, þegar um slíkar stórframkvæmd- ir er að ræða, verða seint allir á eitt sáttir, en vonandi dregur úr óánægjunni þegar frá þessu máli hefur verið gengið. Ég vona það ennfremur að allir, sem hlut eiga að máli, leggist á eitt til þess að framkvæmdir gangi greiðlega, en þær hafa gífurlega þýðingu fyrir norðlenzkar byggðir og þjóðina í heild, bæði hvað varðar atvinnu- mál og öryggi í raforkumálum," sagði Pálmi. Fyrirspyrjandi og fleiri þing- menn töldu Alþýðubandalagið ha- fa haft forystu um að kippa viðsk- iptakjaraþætti verðbótanna úr sambandi, meðan hann var hag- stæður launþegum, en setja hann í gildi aftur, þegar áhrif hans vóru neikvæð. Kaupmáttur launa verkamanna, sem verið hefði 109,4 stig í febrúar 1978, er Alþýðu- bandalagið komst inn í ríkis- stjórn, að eigin sögn til að setja sólstöðusamninga í gildi, væri í febrúar 1982 kominn niður í 106,2 stig. Á sama tíma hefði kaupmátt- ur launa verkakvenna lækkað úr 114,6 stigum í 110,7 stig. Félags- málaráðherra kvaðst aðspurður, ekki rengja þessar tölur, sem lagð- ar vóru fram á fundi 72-manna nefndar ASÍ sl. föstudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.