Morgunblaðið - 17.03.1982, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982
Engir raunhæfir tilburðir
til undirbúnings stóriðju
Hér fer á eftir annar hluti
ræðu l»orvaldar Garðars
Kristjánssonar um orkumál:
Sýndarmennskan
í tillögu til þingsályktunar um
virkjunarframkvæmdir og orku-
nýtingu, sem við nú ræðum, er vís-
að til 2. gr. laga nr. 60 1981 um
raforkuver. Það verður því ekki
komizt hjá því að víkja nokkuð að
þessum lögum. Megin atriði þess-
ara laga voru fólgin í Blönduvirkj-
un, Fljótsdalsvirkjun og Sultar-
tangavirkjun, sem þingsályktun-
artillaga þessi fjallar líka um.
Auk þess var í lögunum heimild til
stækkunar Hrauneyjafossvirkjun-
ar, sem þegar hefur verið fram-
kvæmd og er því eðlilega ekki að
finna í þeirri þingsályktunartil-
iögu, sem við nú ræðum. Þannig
fjalla lögin um raforkuver um
sömu virkjunarframkvæmdir og
gert var ráð fyrir í frumvarpi
okkar sjálfstæðismanna á síðasta
þingi um ný orkuver. Það er ekki
nema gott um það að segja, að rík-
isstjórnin taki upp tillögugerð
okkar sjálfstæðismanna i þessum
efnum. Auðvitað hefði verið eðli-
legra að styðja frumvarp okkar
sjálfstæðismanna, þannig að það
hefði getað orðið lögfest án allra
vafninga. En ríkisstjórnin fór þá
leið að koma seint og síðar meir
með sitt eigið frumvarp með
látbragðsleik, sem átti að dreifa
athyglinni frá forustu okkar
sjáifstæðismanna í þessu efni.
Þess vegna er í lögunum um raf-
orkuver ýmis atriði, sem eru full-
komin sýndarmennska. Þar er t.d.
að finna ákvæði, sem heimila
Landsvirkjun að tryggja rekstur
orkuveranna á Þjórsársvæðinu og
koma vinnslugetu þeirra í eðlilegt
horf, m.a. með Kvíslaveitu, stækk-
un Þórisvatnsmiðlunar og stíflu
Annar hluti rœðu
Þorvaldar Garðars
Kristjánssonar um
orkumál
við Sultartanga. Þetta þurfti ekki
að setja í þessi lög, vegna þess að í
lögum um Landsvirkjun nr. 59
1965 er heimild að finna fyrir
Landsvirkjun til þess að gera það
sem hér er tíundað. Auk þess er
það nokkuð vafasamt að vera að
gera því skóna, að Landsvirkjun
hafi ekki haft heimild áður til þess
að hagnýta sér ákvæðið um þessi
efni, sem eru í gildandi lögum um
Landsvirkjun.
En sýndarmennskan ríður ekki
við einteyming í þessu efni. Fyrsti
töluliður í þeirri þingsályktun,
sem hér er á dagskrá, fjallar ein-
mitt um þetta sama atriði, þar
sem segir, að samhliða næstu
meiri háttar vatnsaflsvirkjunum
verði unnið að orkuöflunar-
framkvæmdum á Þjórsár-
Tungnár svæðinu. En hins vegar
verður að segja, að ríkisstjórninni
sé ekki alls varnað í þessum efn-
um, því að í þingsályktunartillög-
unni er ekki að finna öll sýndar-
mennskuákvæðin, sem eru í lögum
um raforkuver. Þannig eru í lög-
unum ákvæði um, að ríkisstjórnin
geti heimilað Rafmagnsveitum
ríkisins, Landsvirkjun og Orkubúi
Vestfjarða að reisa varastöðvar
með allt að 50 MW afli á næstu 10
árum í því skyni að tryggja viðun-
andi öryggi notenda gagnvart bil-
unum. Þetta er sett í lögin þrátt
fyrir það, að ekki hefur viðgengist
að setja í lög frá Alþingi, ef ein-
hver orkuveita keypti dísilvél til
þess að koma sér upp varaafli.
Hins vegar er í orkulögum ákvæði
um það, að lagaheimild þurfi til
þess, eins og það er orðið þar, að
reisa og reka orkuver, sem er
stærra en 2 MW. Ég veit ekki til
að þessu ákvæði hafi verið beitt,
nema þegar um vatnsaflsvirkjanir
er að ræða. En þá þarf að reisa
mannvirki, eins og við vitum. En
þessu ákvæði hefur ekki verið
beitt til þess að koma upp varaafli
í formi dísilstöðva. Þegar talað er
um varaafl í þrengri merkingu, og
ég held það verði að leggja þá
merkingu í þetta, þá er átt við
varaafl, sem er að jafnaði á staðn-
um eða þéttbýlisstöðunum og
fengið er einmitt með vélum, sem
þar eru settar upp. Það er með
tilburðum sem þessum, sem ríkis-
stjórnin taldi sig vera að leggja til
meiri framkvæmdir með lögum
um raforkuver en við sjálfstæð-
ismenn höfðum áður gert tillögu
um í frumvarpi okkar um ný
orkuver. Það verður að segja ríkis-
stjórninni til hróss, að allar sýnd-
armennskutillögur sínar endur-
tekur hún ekki í þingsályktunar-
tillögu þeirri, sem við hér ræðum.
Og ekki er hér heldur að finna
málamyndartillöguna um Vill-
inganesvirkjun, stækkun Sigöldu-
virkjunar og stækkun Hrauneyja-
fossvirkjunar.
Byggt á sandi
Eins og ég gat um áður þá fól
frumvarp okkar sjálfstæðismanna
á síðasta þingi um ný orkuver ekki
í sér röðun virkjunarfram-
kvæmda. Þetta kom til af því, að
ekkert lá þá fyrir um fyrirhugaðar
stóriðjuframkvæmdir í landinu.
Virkjunarframkvæmdir hlutu að
verða ákveðnar með hliðsjón af
framvindu stóriðjumála. Með til-
liti til þessa lögðum við sjálfstæð-
ismenn fram á síðasta þingi til-
lögu okkar til þingsályktunar um
stefnumótun í stóriðjumálum,
eins og ég áður gat um. Með því að
ríkisstjórnin hafði ekkert gert í
stóriðjumálunum var hún heldur
ekki þess umkomin að leggja til
röðun framkvæmda í frumvarpi
sínu að raforkuverum, sem hún
lagði fram í maí síðastliðnum.
Iðnaðarráðherra hefur nú upplýst
á Alþingi, að mál þetta hafi verið
á borði ríkisstjórnarinnar síðan
um miðjan október siðastliðinn.
En ætla má, að ríkisstjórnin hafi
skenkt málinu einhverja hugsun,
a.m.k. allt frá því að við sjálfstæð-
ismenn fluttum frumvarpið um ný
orkuver í marz síðastliðnum, ef
ekki hefur örlað á hugsun um
þetta efni fyrr. En alla vega hefur
ríkisstjórnin átt að hafa ærinn
tíma til að fást við þau viðfangs-
efni, sem sérstaka áherzlu skyldi
leggja á samkvæmt stjórnar-
sáttmálanum. Það hefði því mátt
vænta fullburða niðurstöðu, þegar
ríkisstjórnin hefur sig nú loks upp
í að kveða upp úr um fram-
kvæmdaröð þeirra virkjana, sem
hér um ræðir. En því er ekki að
heiisa, vegna þess að ríkisstjórnin
hefur ekki sýnt raunhæfa tilburði
til undirbúnings því að koma upp
stóriðju til að skapa grundvöll
fyrir þessum virkjunum. Þess
vegna hefði ríkisstjórnin eins get-
að ákveðið röðun virkjanafram-
kvæmda á síðastliðnum vetri þó
að hún hefði þá ekkert aðhafst í
stóriðjumálum. Sú ákvörðun hefði
að vísu verið byggð á sandi, en það
er einmitt það, sem nú hefur skeð.
Nidurstöður Landsvirkjunar
I lögum um orkuver var tekið
fram, að áður en ákveðin yrði
framkvæmdaröð virkjana skyldi
liggja fyrir greinargerð frá Lands-
virkjun, Orkustofnun og Raf-
magnsveitum ríkisins um
þjóðhagslega hagkvæmni virkj-
analeiða og þýðingu þeirra fyrir
raforkukerfi landsins. Greinar-
gerðir liggja fyrir og niðurstöður
þeirra fylgja þingsályktunartil-
lögu þeirri, sem við nú ræðum.
Með tilliti til þess, að lögin um
raforkuver gera ráð fyrir, að ríkis-
stjórnin semji við Landsvirkjun
um að reisa og reka þær vatns-
aflsvirkjanir, sem hér um ræðir,
er forvitnislegast að líta á niður-
stöður Landsvirkjunar um röð
virkjunarframkvæmda.
Niðurstöður Landsvirkjunar
bera vott um, hve röðun virkjun-
arframkvæmdanna er óraunhæf,
þegar ekki liggur meira fyrir um
stóriðjuframkvæmdir til hagnýt-
ingar orkunnar en raun ber vitni
um. Um þetta segir í yfirliti og
niðurstöðum Landsvirkjunar, eins
og það er þar orðað, að þar sem
mikil óvissa ríki í markaðsþróun,
hafi verið valið að lýsa því orku-
sölusvigrúmi umfram þarfir hins
almenna markaðar, sem skapa
megi með mismunandi hraðri upp-
byggingu orkuöflunarkerfisins. Sé
þá einungis reiknað með þeim
hraða, sem að mati Landsvirkjun-
ar liggi innan þeirra marka, sem
ráða megi við með innlendu vinnu-
afli og á fjárhagslega viðunandi
grundvelli. Þetta þýðir á venju-
legu máli, að Landsvirkjun sé að
meta, hvað séu mögulegar miklar
framkvæmdir í virkjunarmálun-
um af tæknilegum og fjárhagsleg-
um ástæðum, ef forsendur fram-
kvæmdanna séu fyrir hendi. For-
sendur framkvæmdanna eru, segir
Friðrik Friðriks-
son skrifar
frá Bandaríkjunum
„Að vera
félagslega sinnaður“
Það er skoplegt að skoða sum
orðatiltæki, sem daglega eru not-
uð í íslenskri tungu, en hafa litla
merkingu þegar greind eru. Eitt
slíkt er orðatiltækið „að vera fé-
lagslega sinnaður", sem tiltekinn
hópur manna hefur á hraðbergi,
sem nokkurs konar andstæðu ann-
ars orðtaks, betur skilgreinds,
þess að vera einstaklingshyggju-
maður. Hér er ekki átt við þá sem
einfaldlega hafa áhuga á félags-
málum. Ég hygg eina ástæðu þess,
að fólk notar orðatiltæki eins og
það „að vera félagslega sinnaður",
megi rekja til stjórnmálabaráttu,
það hljómar vel, hefur yfirbragð
góðsemi og gefur til kynna að þeir
„Er það annars ekki
einkennilegt hve fljótt
menn hætta „að vera fé-
lagslega sinnaðir“, þeg-
ar þeir sjálfir þurfa að
greiða fyrir góðverkin.“
sem það noti hljóti að vera góðir
menn.
Orðatiltækið „að vera félagslega
sinnaður" er gert að umtalsefni
hér, sökum þess, að greinarhöf-
undur á í erfiðieikum með að
skilja merkingu þess, og hann
væntir þess, að svo fari um fleiri.
Þeir sem nota orðatiltækið um
sjálfa sig, vilja láta okkur hin
halda, að þeir meti hag annarra
meira en sinn hag, taki hag heild-
arinnar fram yfir hag einstakl-
ingsins. Þeir telja sig gjarnan
hafa einkarétt á að nota orð eins
og umhyggja þar sem þeir einir
beri hag fátækra og sjúkra fyrir
brjósti. Einstaklingshyggjumenn,
— hinir „verri" menn, láta sig á
hinn bóginn, að sögn, hag annarra
litlu varða. En þá má spyrja: ef
það er rétt að sumir séu „félags-
lega sinnaðir" og aðrir ekki, er þá
ekki til einhverskonar mælikvarði
á „góðsemina", sem sker úr um
það undir hvern hópinn menn
falla? — Það má ætla, að þeir sem
bera hag heildarinnar fyrir brjósti
sýni það á áþreifanlegan hátt.
Nokkra mælikvarða má nota í
þessu skyni. í fyrsta lagi, þá má
mæla hversu stóran hluta tekna
sinna einstaklingar nota til að
uppfylla eigin þarfir í samanburði
við það, sem þeir eyða í almanna-
þágu, t.a.m. til samhjálpar. Eðli-
lega ættu þeir sem eru „félagslega
sinnaðir" að eyða stærri hluta til
samhjálpar en hinir. í öðru lagi,
þá má mæla á hvern hátt menn
ráðstafa tíma sínum t.a.m. hve
margar klukkustundir sólar-
hringsins fara í að uppfylla eigin
þarfir í samanburði við þær sem
notaðar eru í annarra þágu. Að
nýju ættu þeir „félagslega sinn-
uðu“ að skera sig úr. I þriðja lagi,
ættu þeir „félagslega sinnuðu" að
sætta sig betur við aukna skatt-
byrði en aðrir, þar sem þeir ætla
það, að skattarnir séu notaðir til
samhjálpar — í almannaþágu.
Mælingar í þessum dúr hafa
verið gerðar í Bandaríkjunum og
sýnt athyglisverðar niðurstöður,
sem engin ástæða er til að ætla að
yrðu aðrar þótt mælingar færu
fram á Islandi. Niðurstöðurnar
koma ekki á óvart, er þær gefa
semsé ótvírætt til kynna, að hver