Morgunblaðið - 17.03.1982, Page 25

Morgunblaðið - 17.03.1982, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982 25 í niðurstöðum Landsvirkjunar, að tryííKð sé hagnýting orkunnar með stóriðju, en ekkert liggi fyrir um stóriðjuframkvæmdir til þess að byggja á í þessu efni. I niðurstöðum að skýrslu Lands- virkjunar segir, að hagkvæmast virðist tvímælalaust vera, að næstu aðgerðir í raforkuöflun landsmanna verði stíflugerð við Sultartanga, vatnaveitur til Þór- isvatns, þ.e. Kvíslaveita og stækk- un Þórisvatnsmiðlunar. Um þetta hygg ég að geti naumast orðið ágreiningur. Um þetta efni er kveðið á í 1. tölulið þingsályktun- artillögunnar, eins og ég hef áður getið. En í skýrslu Landsvirkjunar segir, að samhliða þessum aðgerð- um eða í beinu framhaldi af þeim sé nauðsynlegt að auka uppsett afl á Þjórsársvæðinu. Og hvað þýðir nú þetta? Skýrsla Landsvirkjunar gefur skýringu á því. Þar segir, að stækkun Búrfellsvirkjunar virðist vera mun hagkvæmari kostur en stækkun Sigölduvirkjunar og Hrauneyjafossvirkjunar, sem gert er ráð fyrir í lögum um raforkuver frá síðasta ári. Komi hér einkum til, að stækkun Búrfellsvirkjunar bæti aflmisvægið, sem nú ríki milli þessara virkjana og gefi auk þess aukna orkuvinnslugetu, sem út af fyrir sig geti réttlætt þá fjár- festingu, sem til þarf. Þess megi og geta, að stækkun Búrfells kosti mjög ámóta upphæð og stækkanir Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkj- ana, sem ekki skili aukinni orku- vinnslu inn á hið samtengda landskerfi. Landsvirkjun leggur því eindregið til, að aflað verði lagaheimildar fyrir stækkun Búr- fellsvirkjunar að afli allt að 140 MW. Ég leyfi mér nú að spyrja hæstvirtan iðnaðarráðherra, hvort þetta þýði það, að Lands- virkjun leggi til, að næsta stór- virkjun verði reist á Þjórsár- svæðinu, að vísu ekki Sultartanga- virkjun með allt að 130 MW afli, heldur Búrfellsvirkjun með allt að 140 MW afli? Þá segir í skýrlsu Landsvirkjun- ar, að þegar á heildina sé litið bendi athuganir fyrirtækisins til þess, að Blönduvirkjun, þ.e. tilhög- un 1, sé hagkvæmasti virkjunar- kosturinn, sem næsta stórvirkjun fyrir landskerfið. Ráði þar fyrst og fremst lægri framleiðslukostn- aður, auk góðrar staðsetningar í landskerfinu. Tekið er fram, að Blönduvirkjun gæti hafið orku- framleiðslu í fyrsta lagi árið 1987. En bætt er við, að tímasetning virkjunarinnar að öðru leyti hljóti að ráðast af markaðsaðstæðum. Ég leyfi mér að spyrja hæstvirt- an iðnaðarráðherra, hvað það þýði, að tímasetning Blönduvirkj- unar ráðist af markaðsaðstæðum? Er það ætlun Landsvirkjunar, að ekki verði ráðist í Blönduvirkjun fyrr en séð sé fyrir orkunýting- unni með stóriðju? I skýrslu Landsvirkjunar skín alls staðar í gegn, að hún telur sig vera að vinna óvinnandi verk, þeg- ar henni er ætlað að gera tillögur um röð virkjunarframkvæmda, þar sem ekkert liggi fyrir um stofnun og staðsetningu stóriðju- fyrirtækja til hagnýtingar orkunnar. Þannig segir m.a. í skýrslunni, að Fljótsdalsvirkjun og Sultartangavirkjun virðast, eins og það er þar orðað, auk stækkunar Búrfellsvirkjunar vera hagkvæmar frá tæknilegu og fjár- hagslegu sjónarmiði. En röðun þessara virkjana og tímasetning lengra fram í tímann í framhaldi af aðgerðum á Þjórsársvæðinu og Blönduvirkjun sé hins vegar fyrst og fremst háð uppbyggingu mark- aðsins og staðsetningu nýrrar stóriðju. Fyrr en fyrir liggi ákveðnar forsendur um stærð og hagkvæmni aukins iðnaðarmark- aðs sé varla hægt að gera mark- tækan samanburð á því, hver þessara virkjana ætti að koma næst á eftir Blönduvirkjun. Það segir loks í skýrslu Landsvirkjun- ar, að athuganir fyrirtækisins bendi að öllu samanlögðu eindreg- ið til þess, að hröð uppbygging í orkuöflun sé fjárhagslega og þjóð- hagslega hagkvæm. En Lands- virkjun hefur fyrirvara fyrir þess- ari niðurstöðu og hann er sá, að viðunandi iðnaðarmarkaður verði fyrir hendi, eins og það er orðað í skýrslunni. Landsvirkjun leggur svo áherzlu á, að áhætta virkjun- arframkvæmda verði því meiri sem ráðizt er í meiri virkjana- framkvæmdir, ef þessar forsendur bregðist. maður hugsar fyrst og fremst um sig og sína. Tölulega er sýnt, að hver einstaklingur notar að jafn- aði 95% tekna sinna (eftir skattgreiðslur) í eigin þágu og 5% í þágu annarra. Enda þótt tölurn- ar yrðu lagaðar eilítið til, þannig að t.d. 10% teknanna væru notað- ar í annarra þágu, þá eru ennþá 90% eftir, sem fara til uppfyll- ingar eigin þarfa. Ef mælt væri út frá klukkustundum sem ráðstafað er, yrðu niðurstöðurnar vafalítið svipaðar. Varðandi þriðja mögu- leikann, þ.e. misjafna þolinmæði gagnvart verðandi skattbyrði, þá hef ég aldrei heyrt um, eða reynt, að það væri einn hópur öðrum fremur, sem reyndi að verja sitt, gegn ásælni skattheimtumanna með vöruskiptum, sérfræðiaðstoð til að lágmarka skattana eða und- andrætti. Meginatriðið í mínu máli er ekki að sýna fram á, að einn hjálpi ekki öðrum, heldur hitt, að enda þótt menn hafi mismikla þörf fyrir að rétta náunganum hjálparhönd, þá ber allt að sama brunni þ.e. að einstaklingurinn — ég — skipi ávallt öndvegið. Orðaskrípi eins og það „að vera félagslega sinnaður“, leysist því upp í moðreyk við nán- ari skoðun. Hér mætti spyrja sem svo: ef allir hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig, er það þá ekki sönnun þess að ríkið verði að mestu leyti að annast samhjálp? Ég tel svo ekki vera, enda þótt viðurkennt sé, að ríkið hafi veru- legt hlutverk á þessu sviði, þar sem vel má samtímis virkja eiginhagsmuni og góðgerðarhvöt- ina, t.a.m. á þann hátt að einstakl- ingar njóti starfa sinna og fram- laga í þágu annarra, í ríkara mæli við skattaútreikninga en nú þekk- ist. Þannig er fullvíst að þeir sem gefa allan sinn tíma öðrum eru um Ieið að uppfylla eigin þarfir. Eftir stendur, að einstaklingar eru alls staðar eins, án tillits til stjórnkerfa, ólíkra aðstæðna og uppeldis, — þeir eru fyrst og fremst eigin hagsmunaverur. — Gott dæmi um þetta er gegndar- laust svartamarkaðsbrask alls al- mennings í löndum kommúnista, í heimkynnum skortsins. Þrátt fyrir, að þetta fólk hafi frá barn- æsku verið heilaþvegið til þjón- ustu við kerfið, því hafi verið kennt að hugsa fyrst og fremst um heildina, og alin ótrú á einstakl- ingshyggju „auðvaldsins", þá brýst einstaklingseðlið fram í svartamarkaðsbraskinu. Það er augljóst, að ef heildarhyggjan stendur dýpra en einstaklings- hyggjan með fólkinu, þá þrifust engir svartir markaðir, og mútur væru ekki leiðin til að koma ár sinni betur fyrir borð. Menn deila ekki um gildi samhjálpar, en mín tilfinning ér sú, að hagur lítil- magnans batni ekki þótt eitthvert fólk þykist vera að springa af “fé- lagslegum þroska“. En er það ann- ars ekki einkennilegt hve fljótt menn hætta að vera „félagslega sinnaðir“ þegar þeir sjálfir þurfa að greiða fyrir góðverkin? Fjölskylduhátíð til styrkt- ar ferðafélagi þroskaheftra FERÐAFÉLAGIÐ Askja, sem er nýstofnað ferðafélag þroskaheftra, verður með sérstaka fjölskylduhátíð í Tónabæ næstkomandi sunnudag, 21. mars. Fjölskylduhátíðin hefst klukkan 13.30 og lýkur með dans- leik um kvöldið. Fjölmargir skemmtikraftar koma fram á fjölskylduhátíðinni og má þar nefna Graham Smith fiðluleikara, skemmtikraftana Ladda og Jörund, Þorgeir Ast- valdsson og Magnús Ólafsson. Þá verða stanzlausar kvikmynda- sýningar á vegum Samtaka áhugamanna um kvikmyndagerð. Islandsmeistararnir í borðtennis sýna og spilað verður bingó um miðjan dag. Þar verða góðir vinn- ingar í boði, eins og til dæmis sól- arlandaferð og hljómtæki. Um kvöldið verður dansleikur til miðnættis og einnig verða mörg skemmtiatriði á boðstólum fyrir gesti. Þroskaþjálfanemar á öðru ári verða með leikþátt, Vísnavinir koma fram og syngja, ennfremur mætir Ómar Ragnarsson og skemmtir og dansskóli Sigurðar Hákonarsonar sýnir vinsælustu dansana um þessar mundir. Jón Steinar, íslandsmeistari í disco- dansi, tekur nokkur spor. Kynnir á hátíðinni verður Bryndís Schram og Þórður gamli mun jafnvel að- stoða hana eitthvað. Tommi í Tommahamborgurum hefur gefið Ferðafélaginu Öskju hamborgara, sem seldir verða á vægu verði og einnig verður Askja með kökubasar í anddyri Tóna- bæjar til styrktar félaginu. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er krónur 40 og krónur 20 fyrir börn. Nýlega var opnuð í Keflavík verzlunin Nepal og leggur verzlunin áherzlu á sölu austurlenzkra vara. Auk hinna austurlenzku vara selur vczlunin ýmiskonar leikfóng og gjafavörur. — Verzlunin er til húsa að Hafnargötu 48 og eigendur eru hjónin Sigurður Hauksson og Guðrún S. Pálmadóttir. Sýning í verslun okkar við Smiðjustíg. Viö vorum aö taka upp matar- og kaffistell, hnífapör, dúka, servétt- ur, kerti og ýmislegt fleira frá Dansk Inter- national Designs Leirtauið er eldfast og má þvo þaö og hnífa- pörin í uppþvottavél. Stellin eru hönnuö þannig aö hver og einn geti raöaö saman fleiri en einni tegund eftir eigin smekk. Viö kynnum afborgunarskilmála viö meiriháttar viöskipti í gjafavöruversluninni. KRISTJPfl SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.