Morgunblaðið - 17.03.1982, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982
Kristín Teitsdóttir
Ijósmóöir
Fædd 7. nóvember 1891
Dáin 31. janúar 1982
Sesselja Kristín Teitsdóttir var
fædd og uppalin í Illíð í Hörðudal
í Dölum vestur. Foreldrar hennar
voru þau Teitur Bergsson og Ingi-
björg Þorleifsdóttir er þar bjujígu
ok önduðust í hárri elli. Börn
þeirra hjóna voru: Halldóra, Sess-
elja Kristín, sem lézt barnung,
Þorleifur, Sesselja Kristín, Guð-
björjí 0« Laufey. Börn Teits af
fyrra hjónabandi með IngibjörKu
Guðmundsdóttur sem féll frá inn-
an við fertugt, voru þeir Bergur og
Sturlaugur. Þau eru nú öll látin.
Er Kristín komst á legg, var
hún í vistum svo sem títt var á
þeim tíma og dvaldist hún á
myndarheimilum, m.a. að Svigna-
skarði í Borgarfirði. Kristín lauk
ljósmóðurnámi vorið 1918 og sett-
ist að á Skarði á Skarðströnd.
Sinnti hún upp frá því ljósmóður-
störfum í Skarðstrandar- og
Klofningshreppi og síðar einnig
Fellsstrandarhreppi, ásamt til-
heyrandi eyjum á Breiðafirði, sem
þá voru allmargar í byggð.
Ljósmóðurstarfið við þær að-
stæður, sem Kristín bjó við, var
ákaflega krefjandi og óvægið og
reyndi ailoft á hugrekki hennar og
fylgdarmanna, þegar óskað var
aðstoðar vegna barnsburðar. Sér-
staklega gátu ferðir hennar út í
Breiðafjarðareyjar á öllum árstíð-
um og í hvers kyns veðráttu verið
varhugaverðar. Reyndust sumar
ferðirnar hinar mestu svaðilfarir.
Kom þá til góða kunnátta breið-
firzkra sjómanna sem ger.gið hef-
ur í árf k.vnslóð fram af kynslóð, á
sjávarföllum og staðsf ningum
- Minning
skerja á Breiðafirði, mikilli sjó-
mennsku og ekki sízt bjartsýni á
farsæl ferðalok. I sameiningu
tókst þessum samstilltu einstakl-
ingum að yfirvinna alla erfiðleika
og Ijósmóðirin vann verk sitt af
kostgæfni.
Kristín var afar farsæl ljósmóð-
ir og ávann sér virðingu og viður-
kenningu fyrir störf sín. Sængur-
konur báru óbilandi traust til
Kristínar, en hún var trúhneigð og
sagði oft: „Ég treysti guði og kon-
urnar treystu mér.“ Kristín lét af
störfum eftir tæplega hálfrar ald-
ar Ijósmóðurstörf árið 1967, þá 76
ára að aldri. Kristín var gerð að
heiðursfélaga í Ljósmæðrafélagi
Islands og á nýjársdag 1982 var
hún svo sæmd riddarakrossi
Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir
ljósmóðurstörf sín og var hún vel
að þeim heiðri komin.
Kristín giftist 17. maí 1930 eft-
irlifandi manni sínum, Jóhannesi
Sigurðssyni, en foreldrar hans
voru þau Sigurður Óli Sigurðsson
úr Svefneyjum og Helga Þórðar-
dóttir, ljósmóðir, Kletti í Gufu-
dalssveit, sem bjuggu að Tröð í
Álftafirði við Djúp, síðar í Flatey
og loks í Reykjavík.
Þau hjónin voru fyrsta árið í
húsmennsku að Krossi í Skarð-
strandarhreppi, en 1931 festu þau
kaup á Hnúki í Klofningshreppi
og bjuggu þar síðan rausnarbúi.
Jóhannes hefur ætíð notið mikils
trausts sveitunga sinna og gegnt
mörgum trúnaðarstörfum. Hrepp-
stjóri hefur hann verið á fjórða
áratug, símstöðvarstjóri var hann
þar til sl. haust og einnig hefur
hann séð um rekstur frystihússins
+
HELGI FILIPPUSSON
stórkaupmaöur,
Goðheimum 21,
andaöist 16. mars i Hamborg.
Sigríður Einarsdóttir og dætur.
Eiginmaöur minn. + ÞORLAKUR HELGASON
lést 15. þ.m. verkfræðingur.
Elisabet Björgvinsdóttir.
t
Eiginmaður minn,
SIGFÚS HALLDÓRSSON,
Hraunbæ 82,
lést í Landakotsspítala, þann 15. mars.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Sígurborg Helgadóttir.
+
Sonur minn og bróðir okkar,
ELÍAS SÍMON JÓNSSON,
Hringbraut 85, Keflavík,
lést i Landspítalanum 14. þ.m.
Kristín Þórðardóttir og systkini hins látna.
+
Móðir okkar og tengdamóðir,
UNNUR BJARNADÓTTIR
íþróttakennari,
verður jarðsungin frá Bústaöakirkju, fimmtudaginn 18. mars nk. kl.
15 00.
Blóm og kransar afþakkaóir, en þeim sem vildu minnast hennar er
bent á Rauða kross íslands.
Fyrír hönd aðstandenda.
Jóna Eifa Jónsdóttir, Grétar Tryggvason,
Brynjólfur Jónsson, Sigríður Guðmundsdóttir.
í Hnúksnesi. Sökum heilsuleysis
heyddust þau hjónin til að hægja
róðurinn og draga saman seglin og
voru þau búlaus síðustu árin.
Eigi varð þeim barna auðið, en
ólu upp tvær fósturdætur. Elsu
Kjartansdóttur úr Fremri-Lang-
ey, sem síðar giftist Gunnari
Valdimarssyni, sem er bróðurson-
ur Jóhannesar. Þau reistu nýbýlið
Hnúk II og eignuðust þrjú mann-
vænleg börn. Þau skildu. I dag er
Elsa í sambúð með Ellerti Pét-
urssyni, bifreiðastjóra, og býr í
Reykjavík. Hin fósturdóttirin er
Erla Þórisdóttir, sem gift er
Þorsteini Guðmundssyni, stræt-
isvagnastjóra í Reykjavík, og eiga
þau fimm efnisbörn
Á Hnúksheimilinu hefur verið
mjög annasamt og gestkvæmt,
vegna stórs vinahóps og embættis-
verka Jóhannesar og kom þá vel í
ljós hve hæf húsfreyja Kristín var
og gestrisin. Hafði hún ráð undir
rifi hverju, hvernig haga bæri
gestamóttöku og gistingu þeirra
og hugsa margir með hlýju til
þeirra tíma.
Fjöldi barna fékk að vera í sveit
að Hnúki. Mörg þeirra dvöldu þar
sumar eftir sumar og héldu vin-
áttu við þau hjón æ síðan.
Einn er sá staður, sem verður
manni ósjálfrátt minnisstæður, á
Hnúki, en það er eldhúsið, með
bekknum góða og olíueldavélinni
másandi undir kraumandi pottum,
og Kristín á Hnúki að gömlum og
góðum sið að inna matargesti eftir
því, hvort ómögulega mætti bjóða
þeim meira.
Sl. tvö ár átti Kristín við van-
heilsu að stríða og dvaldi af þeim
orsökum löngum á Akranesspít-
ala, milli þess að hún skrapp heim
til sín á Hnúk eða dvaldi í skjóli
nöfnu sinnar, Kristínar Gunnars-
dóttur ljósmóður, sem vann þá við
fæðingardeild Akranesspítala og
var boðin og búin að aðstoða
ömmu sína.
I október sl. kom Kristín svo til
Reykjavíkur og dvaldi eftir það
hjá þeim Erlu og Þorsteini í
Nökkvavogi. Þann 7. nóvember
varð hún níræð. Svo hress var hún
þá, að hún hélt vinum sínum dýr-
lega veizlu.
Kristín var framúrskarandi
minnug og rökföst og hafði góða
frásagnar- og kímnigáfu. Hún var
sannur vinur vina sinna og báru
þeir mikla virðingu fyrir henni.
Mér er það mjög kært að hafa
fengið að kynnast Kristínu á
Hnúki og notið gestrisni og höfð-
ingskapar hennar og Jóhannesar.
Fjölskylda mín vottar Jóhannesi á
Hnúki innilegrar hluttekningar
við fráfall göfugrar eiginkonu. Við
munum ætíð minnast með trega
þeirra góðu stunda er við áttum
með þeim hjónum.
Kristín Teitsdóttir á Hnúki var
jarðsett á Skarði á Skarðströnd 9.
febrúar sl. en minningarathöfn
um hana fór fram í Fossvogskap-
ellu í Reykjavík 5. febrúar sl. að
viðstöddu fjölmenni.
Bjarni Stefánsson
Minning:
Jóhanna Emilía
Björnsdóttir
Fædd 29. október 1902
Dáin 23. janúar 1982
Hún elsku amma mín er nú
dáin.
Þegar ég kom til að heimsækja
hana þann 23. janúar sl. á Land-
spítalann þar sem hún hafði legið
síðustu mánuði ársins og háð
harða baráttu við erfiðan sjúk-
dóm, hélt ég að ég myndi fá að sjá
hana á lífi, en svo var ekki. Hún
hafði slökkt á síðasta lífsneistan-
um og kvatt þennan heim nokkr-
um mínútum áður.
Amma, eða Jóhanna Emilía
Björnsdóttir, var frá Fáskrúðs-
firði. Hún var yngst átta systkina,
en aðeins eitt þeirra er á lífi í dag
og er það Halldóra Björnsdóttir og
dvelur hún á Hrafnistu í Reykja-
vík.
Foreldrar ömmu voru Björn
Einarsson frá Kappeyri við Fá-
skrúðsfjörð og Sigurlaug Stefáns-
dóttir frá Norðfirði.
í þá daga mun hafa verið erfið
lífsbaráttan með svo stóran
barnahóp og ekki mikið til hnífs
og skeiðar og fluttist amma tii
Vestmannaeyja á tuttugasta ald-
ursári og fór í vist eins og títt var
í þá daga. Ári seinna fluttist hún
til Reykjavíkur og vann fyrir sér í
nokkur ár sem kaupakona og við
afgreiðslustörf. Árið 1929 kynntist
hún svo afa, Sigurði Guðmunds-
syni sjómanni, síðar múrara, og
felldu þau hugi saman og giftust
og eignuðust fjögur börn, Sigur-
laugu Gerðu, fædda 28.11. ’31, sem
sautján ára gömul fluttist til
Bandaríkjanna og er nú búsett og
gift í Kaliforníu og á hún þar 6
börn, sem nú eru öll uppkomin,
með manni sínum Robert Thorn.
Amma sá Sigurlaugu Gerðu að-
eins einu sinni eftir það, eða 30
árum síðar, og urðu þá miklir
fagnaðarfundir eins og gefur að
skilja eftir svona langan aðskilnað
þeirra mæðgna. Einkasonur
ömmu er Sigurður Erling, bíla-
smíðameistari, fæddur 17. 11. ’34.
Hann giftist Elísabetu Ragnars-
dóttur, húsmóður og sjúkraliða, og
eiga þau sex börn. Sigfríður Birna,
verzlunarm., fædd 14. 11. ’41 var
þriðja barnið. Hún á 5 börn með
manni sínum, Sigurbirni Davíðs-
syni, bílstjóra. Jóhanna Guðríður,
húsmóðir, er yngsta barn ömmu.
Hún er gift Ágli Ólafssyni línu-
manni og á fjögur börn.
Árið 1947 fluttu amma og afi að
Skúlagötu 78 í Reykjavík og bjó
amma þar til ársins 1967, en þá
flutti hún til barna sinna og bjó
hjá þeim til skiptis þar sem afa
missti hún árið 1964 og þótti erfitt
að búa ein eftir það.
Síðustu árin sem amma lifði bjó
hún á elliheimilinu Grund. En
þaðan fór hún á Landspítalann í
ágúst á sl. ári þegar heilsa og
kraftar hennar fóru að þverra.
Vissum við öll að hverju stefndi og
amma vissi það líka. Hún þráði
hvíldina og vildi komast til afa.
Amma var afar skörp og skyggn á
ýmsa hluti og hún vissi að afi beið
hennar handan þessa heims.
Ótal margt kemur upp í hugann
þegar ég minnist ömmu. Hún var
starfssöm og afar snyrtileg og
hreinlát kona alla tíð. Hún var
vön að taka strax eftir því ef við
krakkarnir vorum ekki hrein und-
ir nöglum eða um eyrun og urðum
við alltaf að þvo okkur rækilega
áður en við fengum að heyra sögu,
en amma kunni þá list að ferðast í
huganum og var afar minnug á
ýmsar sögur úr fortíðinni. Margt
sagði amma mér frá gamla tíman-
um þegar hún bjó á Fáskrúðsfirði
og urðu sögurnar eins og lifandi
fyrir hugskotssjónum, því amma
sagði vel og skemmtilega frá. Já,
það var alltaf svo gaman að koma
til ömmu og sakna ég hennar svo
sáran.
Þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti
í lífinu þá var amma alltaf í góðu
skapi. Hún var mjög trúuð kona
og vitnaði oft í hina helgu bók.
Henni var mikill styrkur að öllum
sinum ástvinum, sérstaklega síð-
ustu árin sem hún lifði og votta ég
þeim mína dýpstu samúð. Við er-
um mörg sem söknum hennar
djúpt, því amma var ætíð tilbúin
til að rétta fram hjálparhönd til
barna sinna og barnbarnanna sem
nú eru orðin 21 að tölu. Barna-
barnabörn eru 9.
Ævi ömmu er nú á enda og eftir
geymast minningar í hugum
okkar allra um aldur og ævi.
Amma er farin á vit þess óþekkta,
þar sem við öll eigum eftir að hitt-
ast. Kveð ég ömmu með trega, og
megi Guð blessa hana að eilífu.
„Sælir eru hjartahreinir því
þeir munu guð sjá.“ (Mattheus.)
Margrét Rós Erlingsdóttir
Taprekstur í fyrsta skipti
á sex árum hjá Caledonian
l/ondon, 15. marz. Al*.
ST/ERSTA flugfélag Bretlands í
einkaeign, British ('aledonian, til-
kynnti í dag, að 7,9 milljóna sterl-
ingspunda halli hefði orðið á rekstri
félagsins á síðastliðnu ári. Kr það í
fyrsta skipti í sex ár, að halli verður á
rekstri félagsins.
Adam Thompson forstjóri Cale-
donian sagði tajireksturinn ekki
mundu valda félaginu neinum erf-
iðleikum, og spáði hann rekstrar-
afgangi á þessu ári. British Cale-
donian var rekið með 3,1 milljónar
punda ágóða 1980.
Thompson sagði helztu ástæður
fyrir taprekstrinum vera far-
gjaldastríðið á Atlantshafinu, auk-
inn rekstrarkostnað flugvéla-
flotans og samdrátt í farþegaflutn-
ingum, sem rekja mætti til ai-
menns efnalegs samdráttar í heim-
inum.
FjárhagsStaða Caledonian er eft-
ir sem áður það styrk, að taprekst-
urinn mun ekki hafa nein áhrif á
flugvélakaup félagsins, og hefur
það þegar hlotið bankatryggingar
að upphæð 92 milljónir punda
vegna kaupa á þremur flugvélum
af gerðinni Airbus, sem verða af-
hentar 1984.
I ágústmánuði í fyrra féllst
þriðjungur starfsmanna félagsins á
að afsala sér átta prósent kaup-
hækkun til þess að ekki þyrfti að
koma til fækkunar starfsmanna.
Thompson fékk hins vegar 20%
kauphækkuq og hefur eftir hækk-
unina 53 þúsund punda árstekjur.