Morgunblaðið - 17.03.1982, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982
Norska sveitin varð í öðru sæti eftir harða keppni við bandarísku
sveitina sem varð að láta sér nægja 3. sætið.
NVEIT Karls Sigurhjartarsonar
sigraði örugglega í stórmóti Elug-
leiða sem lauk í fyrrakvöld. Ilafði
sveitin tryggt sér sigurinn fyrir síð-
ustu umferðina sem verður að telj-
ast nokkuð óvenjulegt þar sem um
svo sterka andstæðinga er að ræða
sem raun ber vitni. Sveit Karls
Bridge
Arnór Ragnarsson
Sveit Karls Sjgurhjartarsonar sigraði örugglega á Stórmóti Flugleiða. Það er Sveinn Sæmundsson sem
lýsir úrslitum. Að baki hans stendur sveit Karls en ásamt honum eru í sveitinni Ásmundur Pálsson, Þórir
Sigurðsson, Hörður Blöndal, Hjalti Elíasson og Guðmundur Pétursson.
Atvinnumennirnir urðu að láta sér nægja 3. og 4. sætið:
Sveit Karls hafði unnið keppn-
ina áður en lokaumferðin hófst
byrjaði mjög vel í mótinu og vann
þrjá fyrstu leikina með 20 stigum.
Karl og félagar hans gersigruðu ís-
lenzku sveitirnar í fyrstu og þriðju
umferðunum og tóku brezku at-
vinnumennina í kennslustund í
annarri umferð. í fjórðu umferð-
inni voru bandarísku atvinnu-
mennirnir fórnarlömbin, en sveit
Karls vann þá 12—8 og þar með
mótið. Með Karli voru í sveitinni
Asmundur Pálsson, Hjalti Elías-
son, Þórir Sigurðsson, Guðmundur
Pétursson og Hörður Blöndal.
1. umferð:
Bandaríkin —
Sævar Þorbjörnsson 10—10
Bretland — Noregur 18—2
Karl — Örn Arnþórsson 20—*-2
Sveit Sævars gerði vel að
halda jöfnu gegn Bandaríkja-
mönnum á meðan Norðmenn
voru sérlega óheppnir á móti
Bretum.
2. umferð:
Sævar — Örn 11—9
Noregur — Bandaríkin 13—7
Bretland — Karl -nl—20
Það er ábyggilega ekki á
hverjum degi sem brezku at-
vinnumennirnir tapa hálfleik
með 0, en Karl og félagar höfðu
yfir 43—0 í hálfleik á móti þeim
í þessari umferð.
3. umferð:
Karl — Sævar 20—+3
Bandaríkin — Bretland 14—6
Noregur — Örn 16-4
Þessi úrslit voru nokkuð hag-
stæð Norðmönnum, þegar séð var að hverju stefndi með fyrsta
sætið.
4.umferð: Örn — Bretland 12-8
Noregur — Sævar 14-6
Karl — Bandaríkin 12-8
Örn vann nú sinn fyrsta og
eina leik í þessu móti og sveit
Karls vann 12—8 sem þýddi það
að þeir þoldu að tapa síðasta
leiknum með mesta mun en
vinna samt.
ð.umferð:
Noregur — Karl 16—4
Bandaríkin — Örn 20—0
Bretland — Sævar 16—4
Karl og félagar hans tóku síð-
asta leikinn ekkert of alvarlega
og í hálfleik höfðu Norðmenn yf-
ir 46—5 enda spilaði norska
sveitin mjög vel þó ekki sé dýpra
í árinni tekið. En það voru fleiri
sveitir sem höfðu áhuga á öðru
sætinu en Norðmenn. Banda-
ríkjamenn áttu einnig góða
möguleika á öðru sætinu og
höfðu yfir 41—4 á móti Erni. En
þótt þeir ynnu 20—0 þá dugði
það ekki til því Norðmenn unnu
einnig og nógu stórt til að hljóta
2. verðlaun, 800 dali, og fengu
þeir 200 dali hver eins og hver
sveitarmeðlimur í sveit Karls.
Lokastaðan:
Karl Sigurhjartarson 76
Noregur 61
Bandaríkin 59
Bretland 42
Sævar Þorbjörnsson 30
Örn Arnþórsson 23
Að mótinu loknu afhenti
blaðafulltrúi Flugleiða, Sveinn
Sæmundsson, sigurvegurunum
verðlaunin, horn með silfurhöfði
svo og farandbikar.
Hlustað 1. desember
eftir Friðrik
Þorvaldsson
Það er mikill siður, að að þjóð-
inni sæki mörg athyglisverð orð
hinn 1. desember ár hvert. Svo var
og að þessu sinni. Skemmtilegur
fyrirlesari, dr. Gunnar Kristjáns-
son, flutti mjög lærdómsríka ræðu
og fór mörgum orðum um kjarn-
orkuna og þær ógnir, sem henni
eru samfara. Þá nefndi hann víg-
búnaðarkapphlaup ónefndra stór-
velda og sagði frá áformum
Bandaríkjanna um að setja upp
eldflaugar í V-Þýskalandi. Hann
lýsti þeim nokkuð. Þær gætu farið
með 20.000 km hraða á klst. og
væru svo hittnar, að nær engu
munaði í 2.000 km fjarlægð. Þann-
ig gætu þær grandað niðurgröfn-
um eidflaugabyrgjum óskilgreinds
óvinar, sem ætla mætti að væri
svo blásaklaus og óvirkur að ekki
tæki að nefna hann á nafn.
Óvissan um skotmörkin óx þeg-
ar athugað er hvar óttinn er, en
það er í V-Þýskalandi sjálfu og
löndunum vestanvert við það, rétt
eins og NATO ætlaði að sáldra
þessu heléli þar. Þessi ótti er svo
almennur, að fólk safnast saman á
torgum og gengur um lönd til að
láta að sér kveða.
Hinsvegar ber lítið á þessum
ugg handan V-Þýskalands. Það er
undarlegt. Ég myndi ætla, ef ég
skil málin rétt, að þessi hrelling
vofði yfir fólki þar. Fyrir 10 árum
eða svo las ég í v-þýsku blaði
grein, sem mig minnir að bæri að
yfirskrift Wer zuerst schieszt
stirbt als Zweiter, sem lauslega
þýðir: Sá sem fyrstur drepur deyr
annar í röðinni.
Þá var rókræðan glögg, og
drápshraðinn talinn slíkur, að fólk
sem byggi efst í háhýsi og vildi ná
loftvarnabyrgi kynni að vera kom-
ið í 4. stiga, eftir að viðvörun hefði
borist, uns allt væri um garð geng-
ið. Dæmi: Ef Rússar vörpuðu
eldflaug á amerískt skotmark
myndi gagnflaug t.d. frá Balkan í
eldingarhröðum svifum sundra
upphafspunktinum, áður en þar
yrði talið upp að mörgum tugum.
Ilr. G. Kr. ræddi mjög um djörf-
ung og hugleysi, án þess að trana
því fram að 'honum bæri sá kost-
urinn, sem mun þykja meiri
manndómur að bera. Sannleikur-
inn er líka sá, að ekkert hugrekki
þarf til þess, i heimi hins frjálsa
orðs, að skíta Bandaríkin út frem-
ur en að tala settlega um Alþjóða-
kirkjuráðið.
Almennt sagt finnst mér það
þarft að hella sér yfir vígbúnað-
inn. Hann er kannske ekki í and-
stöðu við mannlegt eðli, en þegar
vopnabirgðirnar nægja til að eyða
öllu lífi margsinnis, þá yfirstígur
það mannlegan skilning til hvers
sé verið að safna öllum þessum
dauða.
Og enn er verið að. Dr. G. Kr.
segir að USA ætli að smíða 30
kafbáta, tvöfalt stærri en nú þekk-
ist. Þeir geti flutt 24 eldflaugar,
sem hver um sig geti borið 17
kjarnorkusprengjur. En að tala
um þessa köldu bölvun þannig, að
aðeins séu tínd til dæmi um USA
finnst mér að vísu skynsamleg að-
gát, en líka hafa nokkurn snert
undirlægjuháttar.
Ix>ks gerðist þó að fyrirlesarinn
nefndi Rússa. Hann lét þess getið
að rússneskur mannvinur hefði
komið þar, sem nokkur börn voru í
stríðsleik — sjálfsagt í einhverju
landi utan Varsjárbandalagsins.
Honum þótti þetta ósamboðið
börnum og spurði af hverju þau
lékju ekki heldur friðinn.
Áð leika friðinn er Rússum
harla tamt. Það breiðir siðfagra
blæju yfir orðagerðina, sem er
m.a. fólgin í þess háttar fram-
kvæmd að flytja inn ríkisstjórn
handa Afghanistan og láta kjarn-
orkukafbát læðast svo friðsamlega
inn að strönd Svíþjóðar, að ef
hefði staðið öðruvísi á vertíð
myndi hann hafa flækt sig í
hrokkelsanetum hinna ljúfu Svía
hefði hann ekki áður strandað á
skeri, sem reyndist honum
ofsterkt hró.
Eitthvað hefir þessi leikur með
friðinn sýnt sig í Póllandi. Þótt
Pólverjar mættu óttast eldflaug-
arnir í V-Þýskalandi hafa þeir
varla tíma til að fara í friðargöng-
ur vegna annríkis við að standa í
biðröðum, ef þeir með því gætu
satt hungur sitt og sinna, sem hin
rússneska klemma og stjórnarfar-
ið hafa bundið þjóðinni.
Enginn veit nú hvernig mál
skipast þarna, en mér finnst að
pólsk yfirvöld hafi farið gætilega
eins og komið var. Gleymum ekki
að Rússar eru að láta verja sína
lífskenningu, og aðgerðaleysi
táknaði hrun þeirra yfirráða, sem
þeir telja sig útvalda til að hafa
ólar á. Mér sýnist að það beri
menningu og þroska Pólverja
vitni, að enginn hefir gripið til ör-
þrifaráða né hermdarverka.
Þegar nú í annan stað er sótt að
Pólverjum og Rússum með svig-
urmælum og hefndaraðgerðum er
sú spurning nærtæk, hvort t.d.
USA hefði ekki brugðist álíka við,
ef þar hefði þurft að verja álit
stjórnarfarsins og hagkerfi þjóð-
arinnar.
En hungursneyð af mannavöld-
um inni í miðri Evrópu, og það í
jafngóðu landi og Pólland, er
áfellisdómur, sem minnir mig á
staðhæfingu erlends manns, sem í
áraraðir hefir haft samskipti við
kommúnista í Asiu og Evrópu.
Hann sagði sem svo: Ef Islend-
ingar eiga eftir að fá yfir sig
rússneska kerfið þá verður það
ekki þér eða þínum líkum sem
sárnar mest, heldur þeim sem
komu því á og verða að tileinka sér
hörku ósveigjanlegrar forskriftar
til að viðhalda því.
Svo vil ég segja dálítið meira
um Pólland. Mér er vel í minni að
1968 var ég staddur í Karlsruhe og
bjó í sama hóteli og pólskættaður
Ameríkani. Hann hafði heimsótt
frænku sína í Póllandi og verið í
sama þorpi og frænkan bjó í.
Hann var hrifinn af alúð fólksins,
t.d. hafði ættmóðirin spurt með
góðmannlegri nærgætni hvort
hann væri nú búinn að eignast
reiðhjól. Svona ókunnug var hún
amerískum almenningshögum.
Það þarf varla að taka það fram,
að á þessu Evrópuferðalagi var
maðurinn með eitt hið stærsta
„dollaragrin" sem ég hefi séð.
I því furðulega moldviðri Rússa,
að þeir verði að hafa stranga
vörslu á sínum undirlöndum
vegna rógs og áhrifa Bandaríkj-
anna er raunar að löðrunga sjálfa
sig. Bandaríkin eru í órafjarlægð
og þó þau sendi einhverja sögu-
menn og „slefbera" inn í grann-
lönd Rússa og jafnvel inn í Rúss-
land sjálft, hljóta þau áhrif að
blikna við aðstöðumuninn. Sögu-
sagnir, þó sennilegar kunni að
sýnast, mega sín lítils, segjum í
Afghanistan og Póllandi, sem eiga
landamæri að Rússlandi — sjálfu
móðurlandinu. Það getur á nær-
tækan hátt haft daglegar sýningar
á herlegheitunum, auk sjónvarps,
útvarps og tungumálatengsla.
Samgöngur eru greiðar og skoð-
unarferðir geta útskrifað sann-
færða sjónarvotta. Vel má vera að
nafnkunnar persónur sæjust þó
ekki á mannamótum vegna heilsu-
farstísku þar í landi um dvalir í
Síberíu og á geðveikrahælum, sem
líklega eru fágæt í þeim hreyst-
innar stað.
Það er því að fleiri vopnum að
h.VKKja en þeim atómknúðu. Það