Morgunblaðið - 17.03.1982, Síða 32
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
Síminn á afgreiðslunni er
83033
MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982
Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins:
Haföi ekki hugmynd um
undirritun samninganna
500 á dag
í Reykjavík hófst aðalskoðun
bíla hinn 15. febrúar sl. og
anna bifreiðaeftirlitsmenn
kringum 500 bílum á dag.
Guðni Karlsson, forstöðumað-
ur Bifreiðaeftirlits ríkisins,
tjáði Mbl. í gær að búið væri
að skoða rétt um 11 þúsund
bíla og væru heimtur nokkuð
góðar.
Steingrími var þad full-
ljóst segir Hjörleifur
„É(> HAFÐI ekki hut'mynd um að þad ætti að undirrita í i>a‘r. Þetta er hrein
vitleysa, sem haft er eftir Iljörleifi í Dagblaðinu og Víni í dag, að ég hafi átt
hugmyndina að þessu. Það var ekki minn.st einu orði á að undirritunin ætti að fara
fram á mánudag," sagði Steingrímur Hermannsson ráðherra og formaður Fram-
sóknarflokksins, er Mbl. spurði hann í gær, hvort honum hefði ekki verið Ijóst
fyrir þingflokksfund Framsóknar á mánudag, að Blönduvirkjunarsamningarnir
yrðu undirritaðir þann hinn sama dag. „Við Steingrímur fórum yfir þetta í þriggja
manna ráðherranefndinni, sem fjallað hefur um málið, snemma á mánudagsmorg-
un og þar var full eining um málsmeðferð, einnig á ríkisstjórnarfundi sem haldinn
var vegna þessa litlu síðar, en þá gerðu Steingrímur og Tómas Arnason það að
kröfu sinni að fyrirvari yrði hafður á við undirritunina vegna þingflokks þeirra. Ég
ra-ddi síðast við Steingrím kl. 17 á mánudag og þá var honum fullljóst að
undirritunin ætti að fara fram kl. 18,“ sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráð-
herra aftur á móti aðspurður um þetta sama mál.
Steingrímur sagði það rétt vera,
að hann og Tómas hefðu á áður-
nefndum ríkisstjórnarfundi beðið
um að umræddur fyrirvari yrði á
hafður, en þá hefðu þeir ekki reiknað
með að undirritunin væri svo
skammt undan, enda ekki verið
minnst á það af hálfu iðnaðarráð-
herra. í tilefni af því að iðnaðar-
ráðherra lét hafa það eftir sér í DV,
að hugmyndin um þessa málsmeð-
ferð væri frá Steingrimi komin sagði
Steingrímur, að sér hefði verið tjáð
að eftir að málið var komið í hnút
eins og hann orðaði það hefði komið
tillaga frá fjármálaráðherra um
þessa meðferð mála. Steingrímur
bætti því við, að sér fyndist ekkert
athugavert við þessa málsmeðferð
iðnaðarráðherra. „Okkur kemur
þetta í raun ekkert við. Honum er
heimilt að láta undirrita samninga á
þennan hátt. Þetta er hans mála-
flokkur og samningurinn undirritað-
ur með fyrirvara um samþykki ríkis-
stjórnarinnar.“
Málið verður tekið fyrir á þing-
flokksfundi Framsóknarflokksins í
dag að sögn Páls Péturssonar. Hann
var spurður í gær hvort hann teldi
sig hafa meirihluta í þingflokknum
gegn Blönduvirkjunarsamningum.
„Ég er svo sem ekkert að berja neitt
á það, en af fenginni reynslu hef ég
óbilandi trú á þingflokki Framsókn-
arflokksins. Þar verður tekin afstaða
til aðferða. Það þarf að breyta þess-
um samningi og fá skynsamlegri
samning, sem allir geta sætt sig við,“
svaraði Páll.
Forsætisráðherra lýsir yfir
trausti á utanríkisráðherra
Þrfr þingflokkar styðja Ólaf Jóhannesson í Helguvíkurmálinu
Alþýðubandalagið segir Ólaf stofna stjórnarsamstarfinu í hættu
í FMK/KDr utan dagskrár á Al-
þingi í gær lýsti Gunnar Thorodd-
sen, forsætisrádherra, yfir stuðningi
við Olaf Jóhannesson, utanríkis-
ráðherra. Tilefni umræðnanna voru
tilmæli þingflokks Alþýðuflokksins
um hvort forsætisráðherra hefði eða
myndi kveða upp úrskurð í deilumáli
fagráðherra varðandi framkvæmdir
í Helguvík. Gunnar Thoroddsen, for
sætisráðherra, sagði í svari sínu, að
ekki væri þörf úrskurðar í viðkom-
andi máli. Þingmenn Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðuflokks og Framsókn-
arfiokks hafa lýst yfir stuðningi við
vinnubrögð Olafs Jóhannessonar í
þessu máli. Kramkvæmdastjórn og
utanríkismálanefnd Alþýðubanda-
lagsins mótmæltu hins vegar í gær
vinnubrögðum utanríkisráðherra og
segir í ályktun Alþýðubandalagsins,
að hann hafi „með orðum sínum og
gerðum stofnað stjórnarsamstarfinu
í hættu“.
Geir Hallgrímsson, formaður
utanríkismálanefndar, sagði það
áiit fulltrúa bæði Alþýðu- og
Framsóknarflokks í utanríkis-
málanefnd, eftir að utanríkisráð-
herra hafi gefið nefndinni skýrslu
um framkvæmd þingsályktunar
um flutning eldsneytisgeyma
varnarliðsins, að framkvæmdir
ráðherra í þessu máli hafi í einu
og öllu verið innan starfssviðs
ráðuneytis hans og í samræmi við
einróma þingsályktun um málið.
Þingflokkur Framsóknar hafi
ályktað í sömu veru og því sé ljóst,
Blönduvirkjunarsamningarnir:
Nauðungarsamningar, sem menn
hafa verið kúgaðir til að undirrita
- segja forsvarsmenn Landverndarsamtaka vatnasvæda Blöndu og Héraðsvatna
að þrír þingflokkar standi að baki
utanríkisráðherra í þessu máli.
Við umræðurnar voru ráðherrar
Alþýðubandalagsins spurðir hvort
þeir myndu slíta stjórnarsam-
starfinu ef utanríkisráðherra léti
ekki að vilja þeirra í þessu máli.
Af ráðherrum Alþýðubandalags-
ins tók aðeins Svavar Gestsson til
máls og í stuttri ræðu svaraði
hann ekki þessari spurningu og
gat ekki samþykktar fram-
kvæmdastjórnar Alþýðubanda-
lagsins, sem um svipað leyti var
dreift til blaðamanna. Þingmenn
lögðu áherzlu á að farið yrði að
einróma samþykkt Alþingis í
þessu máli.
A fundi ríkisstjórnarinnar í gær
var fjallað um Helguvíkurmálið,
en þar fékkst engin niðurstaða.
Sjá „Þrír þingflokkar styðja
utanríkisráðherra“ á bls. 18,
„Hndirbúningur í samráði við
heimamenn" á bls. 2 og „Skipu-
lagið og Helguvík“ bls. 12.
„VIÐ MÓTMÆLUM harðlega ummælum iðnðarráðherra um að víðtæk
samstaða hafi náðst fyrir norðan vegna Blönduvirkjunarsamninga þeirra,
sem undirritaðir hafa nú verið með fyrirvara ... Það er óverjandi að byggja
þessa miðlun ... Þetta eru nauðungarsamningar, sem raenn hafa verið
kúgaðir til að undirrita og algjör óhæfa af hendi stjórnvalda hvernig staðið
hefur verið að málum ... Þetta yrði mesta landeyðing sem vitað er um af
manna völdum hérlendis. Við munum gera allt til að fá þessum samningum
breytt í land- og náttúruverndarskyni. Ef það tekst ekki verður áreiðanlega
eftirmáli af okkar hendi.“
Þessar yfirlýsingar eru smásýn-
ishorn af mörgum, sem fulltrúar
Landverndarsamtaka vatnasvæða
Blöndu og Héraðsvatna og ólafur
Dýrmundson, ráðunautur í land-
nýtingu, létu frá sér fara á frétta-
mannafundi sem þeir boðuðu til í
gær, en þar kynntu þeir sjónarmið
sín vegna nýundirritaðra Blöndu-
virkjunarsamninga.
Fulltrúar samtakanna sögðu í
upphafi fundarins, að þeir væru
komnir til Reykjavíkur gagngert
til að ræða við iðnaðarráðherra.
„Slagurinn stendur ekki um hvort
virkja eigi Blöndu, heldur hvernig.
Við teljum að það séu sárafáir á
móti virkjuninni, en við höfum
áreiðanlega meirihlutann með
okkar málstað,“ sagði formaður
samtakanna, Þórarinn Magnússon
m.a. Fundarboðendur gerðu síðan
grein fyrir afstöðu sinni og sögðu
m.a. að hér væri boðið upp á, af
ráðamönnum, virkjun samkvæmt
tilhögun I með minni miðlun.
Samningurinn hefði verið þannig
skýrður að hér væri um að ræða 5
ára tímabil, sem miðlun yrði 220
Gl. Hefðu hreppsnefndarmenn í
Lýtingsstaðahreppi til að mynda
undirritað samninginn með því
skilyrði að ekki verði hækkað í
miðlunarlóninu, fyrr en reynsla
væri komin á notagildi upp-
græðslu. Þeir sögðust telja að sá
reynslutími hlyti að vera nær 10
árum en 5, eins og talað hefði ver-
ið um. í framhaldi af þessari stað-
reynd væri það einföld krafa
Landverndarsamtakanna, að
miðlunin verði færð að Sandár-
höfða eða virkjað eftir tilhögun II
með sömu miðlun og nú væri boðið
upp á til að byrja með, eða 220 Gl.
Landverndarsamtakamenn sögu
að með þessu móti áynnist eftir-
farandi m.a.: Lónsstærð yrði um
27 ferkílómetrar og góðureyðing
minnkaði um 50%. Kostnaður við
þessa tilhögun yrði aðeins 3%
hærri en við tilhögun I með sömu
miðlun. Sá munur myndi jafnast
að fullu vegna minni bóta-
greiðslna og auk þess fengist 10%
betri nýting á miðlunarorku vegna
minna yfirborðs á lóninu. Skaðleg
umhverfisáhrif minnkuðu einnig í
hlutfalli við minna yfirborð.
Fundarboðendur tóku skýrt
fram, að tillögur þeirra yrðu ekki
til að seinka framkvæmdum og
orkuverð frá virkjuninni myndi
fremur lækka en hækka við breyt-
inguna.
Sjá „Ákveðnir ráðamenn láti af
þvermóðsku sinni og stífni“ í
miðopnu blaðsins.
Dollarinn
yfir 10 kr.
SÖLIIGKNGI Bandaríkjadollara
fór í fyrsta skipti yfir 10 krónur,
eða 1.000 gkrónur í gærdag, þegar
sölugengi hans var skráð 10,009
krónur. Frá því, að gengissig sam-
kvæmt ákvörðun stjórnvalda,
hófst í byrjun marz sl., hefur sölu-
gengi Bandaríkjadoilara hækkað
um 1,83%, en 4. marz sl. var sölu-
gengið skráð 9,829 krónur.
Frá áramótum, eða gengis-
skráningu 31. desember sl., hef-
ur sölugengi Bandaríkjadollara
hækkað um 22,228%, en það var
skráð 8,185 krónur.