Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 7 Innilegar þakkir færi ég öllum, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 80 ára afmæli mínu 24. marz og gerðu mér og mínum nánustu daginn ógleymanlegan. Eg óska ykkur allra heilla og blessunar á komandi árum. Steinunn Auðunsdóttir, Bústaðavegi 89, R. Lærið vélritun Ný námskeiö hefjast fimmtudaginn 1. apríl. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heima- vinna. Innritun og upplýsingar í símá 41311 eftir kl. 3 Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20. Skrifstofustarf Trésmíöafyrirtæki í austurbæ, óskar aö ráöa starfskraft til starfa sem fela þetta í sér: 1. Almenn skrifstofustörf 2. Vinnu við bókhald 3. Sölumennsku Starf þetta krefst sjálfstæðis, nokkurrar reynslu viö almenn skrifstofustörf, bókhald og samviskusemi. Nánari uppl. gefur Kristjana. Magnús Hreggviösson, Síöumúla 33. Símar 86868 og 86888. TnnihurfiÍT Eigum fyrirliggjandi hinar vinsælu speldhurðir eða fulningahurðir. Tvennskonarefni: Massív fura, tilbúin undir lakk eða bæs og mótað harðtex (masonit), grunnmálaðarogtilbúnarundir málningu. Með hurðunum seljum við tilsniðna karma, dyrafalda (gerfiefni) og þröskulda. Auk þess skrár, lamir og húna. Spurningar sem ráðherra sniðgekk Þorvaldur Garðar Krist- jánsson (S) gat þess, í þing- rœðu um verksamning Orkustofnunar, að iðnað- arráðherra hefði skipað Orkustofnun sérstaka stjórn með bréfi dagsettu 24. febrúar 1981. Ráðherr- ann sagði í umræðu á Al- þingi að tilgangurinn með þeirri skipulagsbreytingu (áður heyrði stofnunin beint undir ráðuneytið) væri að bæta almenna stjórnun og stjórnsýshi á Orkustofnun og skapa grundvöll fyrir árangurs- ríkari rekstri, þ.á m. varð- andi fjármálastjórnun. Þorvaldur spurði iðnað- arráðherra á Alþingi 23. marz sl.: • Hver vóru afskipti stjórnar Orkustofnunar af samningi stofnunarinnar við Almennu verkfræði- skrifstofuna (boranir í Helguvík)? • Var samningurinn gerður með vilja og vitund stjórnarinnar? • Hefur ráðherra haft samráð við stjórnina um aðgerðir sínar vegna samn- ingsins? • Hver er afstaða stjórnarinnar til samnings- ins og aðgerða ráðherra? • Það sem hér er spurt um varðar formhlið þessa máls. Það er spurningin um valdþurrð. Þar að auki er efnishlið málsins, sagði Þorvaldur Garðar, það er valdníðsla iðnaðarráð- herra, eins og utanríkisráð- herra orðaði það. Iðnaðarráðherra snið- gekk allar þessar spurn- ingar. Þessvegna verður að spyrjæ Er ekki tímabært að stjórn Orkustofnunar geri almenningi grein fyrir hlut sínum í þessu máli, undan- bragðalaust? Og er ekki tímabært að búa þann veg um hnúta, að ríkisstofnan- ir, sem lúta sérstökum stjórnum, fái tryggingu fyrir því, að viðkomandi Ráðherra og stjórn Orkustofnunar Þaö kemur fram í viötali Mbl. í gær við Egil Skúla Ingi- bergsson, borgarstjóra og formann stjórnar Orkustofn- unar, aö eina breytingin á verksamningi stofnunarinnar um boranir í Helguvík væri lækkun á greiðslu til hennar fyrir verkið, þ.e. viömiöun við íslenzkar krónur í stað dollara. Aðspurður, hvort þeir hefðu metiö tapið, sagöi hann: „Nei, þaö höfum við ekki gert ennþá, en þaö gerum við aö sjálfsögöu þegar viö horfum til baka í verklok. Einn kostur er þó, en hann er sá að verkiö er ekki stórt miðað við veltu Jarðborana ríkisins ... “! Sem sagt: þökk sé forsjóninni aö ráöherra greip ekki fram í enn stærri verksamning!! Spurningin er hinsvegar sú, hvort stjórn Orkustofnunar hefur ekki frekari upplýsingaskyldu gagnvart almenningi í þessu máli? ráðherra geti ekki rýrt hag þeirra og afkomu með klaufalegum inngripum í mál — í annarlegum til- gangi? „Bændur sviknir um 11 miUjónir“ Þessi kaflafyrirsögn var aðalfyrirsögn á forsíðu DV í gær. Tilefnið var fullyrð- ing Steingríms Hermanns- sonar, formanns Fram- sóknarflokksins, á mið- stjórnarfundi, þess efnis, „að bændur hefðu verið sviknir um 11 af 15 m.kr. til nýrra búgreina og hag- ræðingar", eins og DV orðað það i frásögn af ræðu (lokksformannsins. „Ef verið er að tala um það að bændur hafi verið sviknir um fé,“ segir Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð- herra, í svari sínu í forsíðu- frétt DV, „er það á ábyrgð allrar rikisstjórnarinnar, því ég fékk engan stuðning hjá samstarfsaðilum til þess að halda þessum framlögum óskertum." Síðar segir Pálmi: „Ég varð þessi ekki var að ráðherrar Framsóknarflokksins hefðu mikinn áhuga á þessum málum við af- greiðslu fjárlaganna. Að minnsta kosti fékk ég ekki stuðning við þær fjárlaga- tillögur, sem ég lagði fram.“! Hér svarar Pálmi Steingrími fullum hálsi, sem von er, enda eru ekki öll þau býsn sem sá mál- glaði ráðherra dembir yfir fólk og fjölmiðla kórrétt „Svikin", ef svo má segja, eru á „ábyrgð ailrar ríkis- stjórnarinnar", segir land- búnaðarráðherra! Hann ætti aö þekkja bezt sín húsakynni. Hér er þessi DV-frétt tí- unduð til þess að sýna enn einn fleyginn, sem kominn er í stjórnarsamstarfið. Grunnur stjórnarsam- starfsins er margsprung- inn. Ráöherrar i hávaöa- roki hver í annars garð. Og forsætisráðherra hagar orðum eins og véfrétt þeg- ar hann er spurður um staðreyndir þjóömálanna. Orð hans gætu allt eins verið um landslag á tungl- inu, þó umræðuefnið eigi að vera vandi íslenzks þjóðarbúskapar. >•••••••••< i •••••••• 'Æm: >•••••••••( JSB15 ára A JSB15 ára j-, Nú er Líkamsrækt JSB 15 ára og við erum stolt að bjóða meiri og fjölbreyttari þjónustu með hverju árinu. Nýtt námskeið hefst 5. apríl. Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. 50 mín æfingatími meö músík. Sturtur — sauna — Ijósböö — gigtarlampar. Sólbekkir — samlokur. Hristibelti — hjól — róörarbekkur o.fl. Stuttir hádegistímar meö Ijósum. (Sólbekkir.) „Lausir tímar“ fyrir vaktavinnufólk. / Fyrir þær sem eru í megrun: sjy * 3ja vikna kúrar 4 sinnum í viku. + Opnum kl. 8 fyrir hádegi í Bolholti Líkamsrækt JSB, Sudurveri, sími 83730, Bolholti 6, simi 36645. HURÐIR HF Skeifan lí • 108 Reykjcivik-Simi 816 55 VANTAR ÞIG VINNU Q VANTAR ÞIG FÓLK g tz Þl AUGLYSIR l.M ALLT LAND ÞEGAR Þl AIG- I.ÝSIR I MORGINBLADINI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.