Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 27 tengdabörn bið ég Guð að styrkja á þessari hryggu stund. Jón Jónasson. Kveðja frá Meistara- félagi húsasmiða Þegar voveifleg tíðindi berast okkur til eyrna, þá heyrum við að vísu, en skynjum í fyrstu ekki til fullnustu merkingu orðanna. Það er eins og tíminn hægi á sér augnablik. Síðan kemur skilningurinn og hugurinn fyllist örvæntingu og sorg og loks tómleika og trega. Þannig fór mér, þegar mér voru færð þau hörmulegu tíðindi að Sigurbjörn Guðjónsson hefði lát- ist við vinnu sína ásamt Sigur- karli syni sínum. Sigurbjörn hefur um árabil ver- ið einn af forustumönnum í sam- tökum byggingameistara. Hann var einn af stofnendum Meistara- félags húsasmiða árið 1954 og var alla tíð einn af virkustu félögum þess. Hann átti sæti í aðalstjórn í sex ár og þar af formaður í tvö ár 1970—’72. Síðan hefur hann gegnt ýmsum störfum fyrir félagið, átt sæti i trúnaðarmannaráði, verið gjaldkeri styrktarsjóðs og fulltrúi félagsins í fræðslunefnd og Iðn- ráði Reykjavíkur, svo nokkuð sé nefnt. Það er mikill fengur fyrir félagssamtök að eiga í sínum röð- um menn eins og Sigurbjörn, sem ævinlega var tilbúinn til starfa ef leitað var eftir og lagði góðum málum lið með hlýrri og jákvæðri framkomu sinni. En það var líka happ fyrir félagið, að eiginkona Sigurbjarnar, Stella Magnea Karlsdóttir, hafði brennandi áhuga á störfum hans, og studdi hann af ráðum og dáð. Þannig var hún frumkvöðull þess að eiginkonur húsasmíða- meistara stofnuðu með sér félag, Kynningarklúbbinn Björk, og var formaður hans fyrstu árin. Kynn- ingarklúbburinn hefur starfað af miklum þrótti og það er ekki ofsögum sagt, að með tilkomu hans hafi félags- og skemmtanalíf húsasmíðameistara gjörbreyst til hins betra. Meistarafélag húsa- smiða stendur því í mikilli þakk- arskuld við þau hjón, skuld fyrir forustustörf þeirra, fyrir sam- heldni þeirra og fyrir þann ómælda tíma sem þau hafa gefið samtökunum. Við setjum von okkar og trú á það, að allt okkar líf sé í alvalds- hendi, en við skiljum ekki þau rök sem að baki liggja. Við skiljum ekki það vald sem refsar saklaus- um með svo grimmilegum hætti, sundrar fjölskyldum og skilur eft- ir ógræðanleg sár. En þegar klukkan fer aftur að tifa og mesti sársaukinn hvarflar frá, þá sækja minningarnar að og við samferðamenn og samherjar Sigurbjarnar eigum skýra mynd í huga af gjörvilegum manni, fríð- um sýnum, drenglunduðum, hóg- værum en hreinskiptnum. Megi sú mynd og minningar um störf hans verða þeim, sem á eftir koma, hvatning til góðra verka. Ég vil persónulega og fyrir hönd Meist- arafélags húsasmiða þakka þeim hjónum ótaldar ánægjustundir við störf og í leik, um leið og ég bið Stellu Magneu og fjölskyldu henn- ar allrar blessunar í hennar miklu sorg. Kristinn Kristinsson Þegar allt leikur í lyndi og hlut- irnir ganga að óskum, þá finnst okkur að við höfum valið réttu sporin, við séum sterk og reiðubú- in til stórra átaka og séum vel bú- in til þess að stýra fram hjá hverj- um vanda og okkar vilji ráði og áætlanir standist. Okkur hættir þá tl þess að gleyma, hve skammt er á milli þeirrar gæfuleiðar, sem við viljum ganga og vegar sorgar og áfalla. Þegar svo á reynir og vinir hverfa á braut yfir móðuna miklu, vökn- um við upp við það, hve vanmátt- ug við erum, þegar við stöndum frammi fyrir þeim örlögum, sem við síst vildum mæta. Þá er afls vant og við drúpum höfði meira og minna ráðalaus, þá þörfnumst við hjálpar og styrks frá þeim mátt- arvöldum, sem veitt geta líkn í nauð. Orða var vant, þegar fregnin um Guðrún Elísa Þórð- ardóttir — Minning hið sviplega fráfall feðganna Sig- urbjörns Guðjónssonar og Sigur- karls sonar hans barst. Stutt var liðið frá því við Sigurbjörn vorum saman á góðri stundu þar sem glaðværðin ríkti. Sigurbjörn og kona hans, Stella, yoru í góðum hópi, sem kom reglulega saman sér til gagns og ánægju undan- farna vetur. Sigurbjörn átti vel heima í slíkum hópi. Hann var einstaklega léttur í lund og hug- ljúfur maður og notalegt var að vera í návist hans. Það leyndist ekki að Sigurbjörn naut trausts þeirra, sem þekktu hann. Hann bar mikla umhyggju fyrir fjöl- skyldu sinni og bar heimili þeirra hjónanna þess vitni að það var byggt upp af samhentum höndum, smekkvísi og myndarskap. Sigur- karl þekkti ég ekki nema af af- spurn en þar fór góður og dugmik- ill maður, sem mikils mátti af vænta. Þegar við félagar Sigur- björns kveðjum hann hinstu kveðju þá þökkum við samveru- stundirnar. Góður félagi er horf- inn úr hópnum. Feðgunum biðjum við blessunar á nýjum vegum. Éig- inkonum þeirra og aðstandendum öllum flytjum við innilegar sam- úðarkveðjur. Páll V. Daníelsson Sú blákalda og hörmulega stað- reynd að Sigurbjörn tengdafaðir minn, eða Diddi eins og við kölluð- um hann, og Sigurkarl mágur séu látnir vekur mann til umhugsunar um tilgang þessa lífs og maður spyr sjálfan sig aftur og aftur hvers vegna þeir hafi verið teknir frá okkur, menn sem voru í blóma lífsins, heilbrigðir og svo lífsglað- ir. En maður fær ekkert svar. Það er sárt að hugsa til þess að hinir ástkæru feðgar sem voru svo mjög dáðir hafi lokið sínu hlutverki hér á jörðu, hlutverki sem hefði getað orðið miklu lengra og sem þeir höfðu gegnt svo vel. En til þess að beiskjan nái ekki yfirtökum á okkur gagnvart æðri máttarvöld- um verðum við að trúa.því að þeim hafi verið úthlutað öðru hlutverki í öðrum heimi eins og bíður okkar allra. Því miður fékk ég ekki tækifæri til þess að kynnast náið Sigurkarli mági mínum vegna búsetu hans og fjölskyldunnar í Svíþjóð en eftir þau allt of stuttu kynni skilur hann samt eftir sig minningu um góðan dreng sem ætíð var svo kát- ur og hress í viðmóti og sem hafði svo skynsamlegar og fordómalaus- ar skoðanir á hlutunum. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast vel honum Didda tengdapabba þar sem ég kom inn á heimili þeirra aðeins 17 ára gömul og má með sanni segja að mér hafi verið tekið þar opnum örmum. Það sem hreif mig mest í dvöl minni hjá þeim var hve gott og innilegt samband þeirra hjóna var sem ég held að hafi verið með eindæmum. Ef ég ætti að reyna að lýsa inn- ræti tengdapabba þá rekur mig í vörðurnar því ég held að það séu ekki til nógu sterk og falleg lýs- ingarorð yfir manngæsku hans og geislandi persónuleika. Tengdapabbi reyndist okkur börnunum sínum ákaflega vel og var hann okkar góði ráðgjafi. Um- hyggja hans fyrir okkur var mikil og áhugi á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem það var lærdómur, vinna eða uppbygg- ing heimila okkar, og var hann ailtaf boðinn og búinn til þess að rétta okkur hjálparhönd ef eitt- hvað bjátaði á og var aldrei í rónni fyrr en úr rættist. Barngóður var hann Diddi og var mikil unun af því að horfa á hve hann var ætíð óþreytandi í leik við barnabörnin. Harma ég það að Viktor Björn, sonur okkar 9 mánaða, hafi ekki fengið að kynn- ast honum meira. En við sem syrgjum hina látnu feðga huggum okkur við fallegu minningarnar um þá og að þeir lifi ætíð í afkomendum sínum og verkum. Didda Að morgni hins 24. mars bárust okkur þau hörmulegu tíðindi, að starfsfélagi okkar og vinur, Sigur- karl Sigurbjörnsson, hefði farist af slysförum ásamt föður sínum kvöldið áður. Sigurkárl heitinn starfaði sem yfirmaður tölvudeildar islenskra Aðalverktaka frá 1. mars 1981 til dauðadags. Kynni okkar voru því stutt, aðeins rúmt ár, en nægði þó til að sannfæra okkur um mann- dóm hans og kosti. Með hlýju við- móti, drengilegri framkomu og óbilandi samstarfsvilja, ávann hann sér traust og virðingu allra starfsfélaga sinna. Starfi Sigur- karls var ærinn, á hans herðum hvíldi hiti og þungi daglegs amst- urs tölvuvæðingar fyrirtækisins, og leysti hann öll þau störf af hendi af stakri prýði. Aðalsmerki Sigurkarls verður okkur félögum hans þvi til eftir- breytni um ókomna tíð, og verður seint þakkað það lán að fá tæki- færi til að kynnast slíkum öðling, enda þótt samvera okkar hér í heimi yrði styttri en efni stóðu til. Má með ^nni segja að vegir Guðs séu órannsakanlegir. Við biðjum allar góðar vættir að styrkja Hrefnu eiginkonu hans, dæturnar tvær, móður hans og aðra ástvini í hinni miklu sorg þeirra. Okkur þykir við hæfi að enda þessa kveðju með eftirfarandi lín- um úr Hávamálum: Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur et sama en ordstír deyr aldregi hveims sér gódan getur. (F.h. starfsfélaga hans hjá fsl. Aðalverktökum, E.H., Ó.T., S.J. Miðvikudaginn 23. mars síðast- liðinn barst okkur sú harmafregn að Sigurbjörn Guðjónsson og elsti sonur hans, Sigurkarl, hefðu látist af slysförum kvöldið áður, þar sem þeir voru við byggingarfram- kvæmdir í Mosfellssveit. Sigurbjörn smiður, eins og við kölluðum hann, hóf störf hjá Karnabæ árið 1978 og sá þar um viðhald og endurbætur á þeim húsum sem fyrirtækið hefur að- setur í. Má nærri geta hversu um- fangsmikið slíkt starf er, því oft þarf að breyta innréttingum í fyrirtæki sem þessu. En Sigur- björn leysti þessi verkefni með stakri prýði. Æðruleysi og gott skap voru hans aðalsmerki í dag- legri umgengni. Ef eitthvað bját- aði á, svo sem að rúða brotnaði, krani fór að leka, eða það þurfti að setja upp hillu, svo eitthvað sé nefnt, þá var náð í Sigurbjörn. Úr öllum slíkum vandamálum leysti Sigurbjörn af slíkri samviskusemi að eftir var tekið. Hnyttni í til- svörum og léttleiki við störf eru kostir sem hann var búinn í ríkum mæli. Einnig er hann okkur minn- isstæður úr skemmtikvöldum þeim sem haldin hafa verið á veg- um fyrirtækisins, þar var Sigur- björn alltaf manna kátastur og fyrstur til í alls kyns leikjum sem þar voru til skemmtunar. Það er vandfyllt skarðið sem nú hefur höggvið í okkar hóp. Við starfsfélagar Sigurbjörns þökkum fyrir samfylgdina og minnumst Sigurbjörns og léttleika hans um ókomna tíð. Eiginkonu Sigurbjörns, Magneu, börnum þeirra og öðrum ættingjum, vottum við okkar dýpstu samúð. F.h. Starfsmanna- félags Karnabæjar, Örn Ingólfsson. Fædd 8. apríl 1908.' Dáin 2. mars 1982. Síðbúin kveðja mín er helguð minningu stjúpu minnar, Guðrún- ar Elísu Þórðardóttur, er lést á Landspítalanum annan þessa mánaðar og hafði þá átt við lang- varandi vanheilsu að stríða. Guðrún var fædd í Holti á Barðaströnd, Vestur-Barða- strandarsýslu, 8. apríl 1908. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Elí- asdóttir og Þórður Marteinsson og systkinahópurinn var stór, 12 börn. Eftirlifandi systkini hennar eru þrjú, Ólafía, Marta og Elías. Ung að árum stofnaði Guðrún til hjónabands með sveitunga sín- um, Marteini Gíslasyni frá Siglu- nesi, og hófu þau hjúskap sinn á Patreksfirði, þar sem Marteinn stundaði sjóinn. Og samhentum höndum byggðu þau börnum sín- um gott heimili þótt efnin væru lítil. Börnin urðu fimm og fjögur þeirra komust til fullorðinsára, en fyrsta barn þeirra, lítil stúlka, dó ung. Þau eru: Halldóra, gift Grét- ari Jónssyni og búsett á Akranesi. Halldóra lést árið 1974; Þórður, kvæntur Guðrúnu Halldórsdóttur, og búa þau í Holti; Þórdís, gift Ólafi Davíðssyni, búset't í Sand- gerði; Nói, kvæntur Fríðu Sigurð- ardóttur og búsett í Tálknafirði. En hamingjan er oft fallvölt í lífi mannanna og skyndilega dró ský fyrir sólu í lífi Guðrúnar þeg- ar eiginmaður hennar dó af slys- förum árið 1941. Börnin voru öll á æskuskeiði og enginn dans á rós- um i þá daga, frekar en nú, að standa uppi einstæð fjögurra barna móðir, án nokkurrar hjálp- ar frá hinu opinbera, en verða þess í stað að trúa á mátt sitt og megin og treysta á góðsemi ann- arra. Margt fólk, bæði skyldmenni og vinir, lagði Guðrúnu liðsinni á þessum erfiðu stundum og mat hún það mikils æ síðan. „Drottinn telur tárin mín, ég trúi og huggast læt.“ Ljóðlínur þessar eiga vel við Guðrúnu í þessum erfiðleikakafla í lífi hennar. Hún trúði á Guð og lét huggast, staðráðin í því að sjá börnum sínum farborða og koma þeim til manns. Nokkru síðar fluttist Guðrún til Breiðafjarðareyja ásamt tveimur yngstu börnunum, Nóa og Þórdísi, og réð sig í vinnumennsku í Hval- látur og síðar í Svefneyjar. Elstu börnin urðu eftir í góðum höndum; Halldóra hjá móðursystur sinni, Mörtu í Fit, og Þórður hjá afa sín- um á Siglunesi. Húsbændur Guð- rúnar voru gott fólk sem reyndist henni og börnum hennar vel. En vinnudagurinn var langur og börnin þörfnuðust móðurblíðu og umönnun. Hvorutveggja fengu þau í ríkum mæli og alkunna var, hversu mikið metnaðarmál það var Guðrúnu, að börnin væru allt- af hrein og snyrtileg. En þreytt hefur hún að öllum líkindum oft gengið til hvílu á kvöldin. Leið Guðrúnar lá síðan til Flat- eyjar og þar kynntist hún föður mínum, Jóni Matthíassyni, sem leiddi til þess að þau fara að búa saman. Arið 1948 fæddist þeim dóttir, Lilja Sigurrós, gift Ægi Geirdal og eiga þau fjögur börn. Fjórum árum síðar fluttu þau suð- ur og festu kaup á húsi á Bjarn- hólastig 8 í Kópavogi. Þar var heimili þeirra æ síðan og ári seinna, eða 1953, giftu þau sig. Faðir minn og Guðrún voru ólík að eðlisfari, en sambúð þeirra reyndist farsæl og byggðist á gagnkvæmum skilningi og tillits- semi þroskaðs fólks. Þegar aldur og heilsuieysi sótti á, studdu þau og hjálpuðu dyggilega hvort öðru. Bæði höfðu ánægju af því að blanda geði við fólk og oft var gestkvæmt á heimili þeirra þrátt fyrir lítil húsakynni, enda allir hjartanlega velkomnir og vel var veitt þótt efnin væru lítil. Lilja varð þeim góð dóttir og styrka stoðin í veikindum þeirra. Hún og eiginmaður hennar Ægir, höfðu rétt nýlokið við að byggja nýtt hús á Bjarnhólastíg 8, þar sem Guðrún hefði átt ríkulega hlutdeild og skipað stóran sess í heimilislífinu, hefði henni auðnast að lifa hér áfram. Sama máli gegndi um önnur börn Guðrúnar og barnabörn, sem öll hugsuðu vel um mömmu sína og ömmu. Sérstaklega vildi ég þó nefna elstu dætur Lilju og Ægis, Freyju og Sigurborgu. Þær voru óþreytandi að heimsækja ömmu sína í spítalalegum hennar og dvöldu hjá henni næturlangt í ein- veru hennar eftir að hún missti mann sinn í fyrra. Guðrún var hin sterka eik sem bognaði ekki, þótt stormarnir næddu, oft hvasst, í lífi hennar. í síðasta hretinu sýndi hún okkur það svo sannarlega, en það var þegar hún, sársjúk, neytti allra sinna krafta til þess að annast eig- inmann sinn í banalegunni, en bann dó 17. mars fyrir ári. Ég þakka Gunnu okkar fyrir mína hönd og barna minna, allar liðnar samverustundir og óska henni góðrar heimkomu til ljóss- ins byggða. Aðalbjörg Jónsdóttir t Konan mín, CATHERINE MURPHY AXELSSON, andaöist 25. mars 1982. Bálförin hefur farið fram. Björn Axelsaon, 1722 Scenic Orive. Meryville, Tenn. 37801, USA. t Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóöir, OKTAVÍA JÓHANNA KARLSDÓTTIR, er lézt 22. marz, veröur jarösungin frá Sauöaneskirkju í dag, miövikudaginn 31. marz, kl. 2 e.h. Þorgrfmur Kjartansson, börn og tengdabörn. t Eiginkona mín, INGIBJÖRG GUDBJARNAROÓTTIR, Lindargötu 29, sem lóst 25. mars, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 1. apríl kl. 10.30. Siguröur Bjarnason. t Litli drengurinn okkar, SIGURÐUR INGI, andaöist i Landspítalanum 19. marz sl. Jarðarförin hefur farið fram. Thelma Sigurðardóttir, Jón Otti Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.