Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 17 ismál eftir að mælendaskrá væri lokað og lagði til að þar sem til stæði að skrá sögu Framsóknarflokksins síðustu áratugi væri rétt og skylt að sjá til þess að þar verði þáttar Eysteins Jónssonar í því að gera herinn var- anlegan hérlendis sérstaklega getið. Einnig tók til máls Helgi H. Jónsson fréttamaður. Hann sagði m.a. að drögin væru hugsmíð hans og Þórarins Þórarinssonar ritstjóra Tímans. Ólafur Jóhannesson utan- ríkisráðherra hefði lesið þau yfir, þegar þau hefðu verið lengri og ít- arlegri, þ.e. áður en þurft hefði að stytta þau. Hann hefði gert ýmsar athugasemdir, sem Helgi sagðist telja að komið hefði verið til móts við. Þá deildi Helgi einnig á Ólaf Þ. Þórðarson fyrir að skopast að þvi sem fram kæmi í tillögunum, sagði Helgi að þrátt fyrir smæð okkar, gætum við haft áhrif á alþjóða- vettvangi. Björn Líndal Reykjavík tók undir orð Ólafs hvað varðar friðarhreyf- ingarnar og sagði vitað mál, að þær friðarhreyfingar sem borið hefði hvað mest á hefðu viljað einhliða afvopnun í V-Evrópu. En við mætt- um ekki vera haldin þeim barna- skap að halda að friður yrði tryggð- ur með því að við ein afvopnuðumst. Haraldur Ólafsson lektor sagðist sammála um að fella ætti niður síð- ustu málsgreinina. Hann sagði varnir íslands miklu víðtækari og í stærra samhengi en svo, að unnt væri að afgreiða málið, eins og þar væri gert. Utanríkismálaályktun fundarins er svohljóðandi, með þeim breyting- um sem samþykktar voru í fundar- lok: „Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins telur nauð- synlegt að íslendingar geri hvað þeir geta til að draga úr hættunni á því, að kjarnorkustyrjöld brjótist út í heimnum. Nauðsynlegt er að Framsóknarflokkurinn hafi frum- kvæði í þessum efnum. Aðalfundurinn fagnar þings- ályktunartillögu þingmanna flokks- ins um alþjóðlega ráðstefnu um af- vopnnn á Norður-Atlantshafi. Fundurinn lýsir stuðningi við frjáisar og óháðar friðarhreyfingar sem vinna að gagnkvæmri afvopn- un. Enn sem fyrr er það stefna Fram- sóknarflokksins að taka þátt í varn- arsamtökum vestrænna þjóða en jafnframt að hinn erlendi her fari héðan jafnskjótt og aðstæður leyfa. Við ríkjandi aðstæður telur fundur- inn rétt að fylgt sé óbreyttri stefnu > öryggismálum. Átelja ber allar til- raunir varnarliðsins til afskipta af innlendum málefnum. Því íeggur fundurinn áherslu á að umsvif varnarliðsins verði í engu aukin. Skilið verði á milli herliðs og þjóðar eftir því sem frekast er unnt. Fagn- ar fundurinn því starfi sem utanrík- isráðherra hefur unnið á þessu sviði. Aðalfundurinn telur nauðsynlegt að gerð verði grein fyrir því með hverjum hætti ætlunin er að verja ísland, ef til átaka kæmi. Slíka vit- neskju telur aðalfundurinn nauð- synlega fyrir starfsemi Almanna- varna ríkisins." SIF-skýrslan um salt- verksmiðju afhent iðn- aðarráðuneyti í gær SÖLUSAMBAND íslenzkra fiskframleiðenda, SÍF, afhenti í gær iðn- aðarráðuneytinu skýrslu, sem það hefur látið vinna um hagkvæmni saltverksmiðju á Reykjanesi. SÍF afhendir ráðuneytinu skýrsluna til skoðunar, en samkvæmt upplýsingum Friðriks Pálssonar, fram- kvæmdastjóra, er skýrslan enn trúnaðarmál, en hann kvaðst hafa óskað cftir því við ráðuneytið að skoðun skýrslunnar yrði flýtt. Almenna verkfræðistofan hefur unnið skýrsluna, en tilurð hennar er þannig, að á aðalfundi SÍF í sumar var samþykkt að stjórnin léti fara fram hlutlausa skoðun á því, hver væri hagkvæmni þess fyrir saltfiskframleiðendur að nota innlent salt i samanburði við innflutt salt. Könnunin tók aðeins til hagkvæmnihliðar málsins, en hin hliðin, þ.e. hver gæði fisksins yrðu við notkun á innlendu salti er enn órannsökuð. En í könnuninni er gengið út frá því að hvort- tveggja saltið sé jafngott. Aðeins er borinn saman geymslukostnað- ur og flutningskostnaður á inn- fluttu salti á móti innlendu og hvað það þýðir í tekjur fyrir verk- smiðjuna, eigi hún að keppa við innflutt salt á jafnréttisgrund- velli. Þyrfti í raun að kanna fjöldamörg atriði til viðbótar, ef hagkvæmnin reynist nóg. Friðrik Pálsson sagði aðspurð- ur, að hann vissi ekki, hvenær unnt yrði að gera niðurstöður skýrslunnar opinberar. Það byggðist á því, hve lengi það tæki ráðuneytið að skoða skýrsluna. ' ' í < í í í í'y i \ í í í HllíHH llllli ■I 1111 Friðarsinnar í Menntaskólanum við Hamrahlíð, efndu til hátíðardagskrár 30. mars í tilefni af 33 ára veru íslendinga í NATO. Dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra flutti ávarp við góðar undirtektir rúmlega 250 skólanema. U tankjör s taðakosning hefst laugardag 24. apríl Utankjörstaðakosning til bæjar- og sveitarstjórna hefst laugardaginn 24. apríl nk. Mbl. ræddi við Óskar Frið- riksson um starfsvið utan- kjörstaðaskrifstofu Sjálfstæð- isflokksins sem hann veitir forstöðu. Óskar kvað skrif- stofuna m.a. annast kjör- skrárkærur, en nokkur brögð hefðu verið að þvi að fólk sé ekki á kjörskrá sökum tölvu- mistaka. Þess vegna vildi hann brýna fyrir fólki að ganga úr skugga um að það sé á kjörskrá áður en kosið yrði. Einnig reyndi skrifstofan að fylgjast með því hvort kjósend- ur flokksins væru erlendis er gengið væri til kosninga. Þá gæti hún tekið við atkvæðum þeirra áður en þeir færu utan og komið þeim til skila. Óskar vildi koma þeirri bón á fram- færi að þessir kjósendur hefðu samband við flokkinn svo að tryggt yrði að atkvæði þeirra kæmust rétta leið. Að sögn Óskars leitast skrifstofan við að hafa sam- band við þá námsmenn erlend- is sem styðja flokkinn og sér um að atkvæði þeirra skili sér. Hann kvað það mikilvægt að aðstandendur námsmannanna gæfu skrifstofunni upplýsingar um dvalarstað þeirra erlendis Óskar Friðriksson til að öruggt væri að samband yrði við þá haft. Ennfremur hefði skrifstofan milligöngu um að koma til skila atkvæðum þeirra stuðn- ingsmanna flokksins sem ekki hafa tök á því að kjósa í þeim kjördæmum sem þeir eru skráðir í. Að lokum vildi Óskar hvetja alla þá sem hyggjast greiða flokknum atkvæði sitt í utan- kjörstaðakosningu að kjósa sem fyrst. Guðmundur Frímann, Gylfi Gröndal, Hafliði Vilhelmsson, Indriði G. Þorsteinsson, Ingimar Erl. Sigurðsson, Jón frá Pálmholti, Jón úr Vör, Kristján Árnason, Kristján Jóhann Jónsson, Leifur Jóelsson, Líney Jóhannesdóttir, Málfríður Einarsdóttir, Nína Björk Árnadóttir, Oddur Björnsson, Ólafur Ormsson, Ólafur Haukur Símonarson, Olga Guðrún Árnadóttir, Páll Baldvinsson og ('A 3ja), Sigurjón Sighvatsson (‘/2 3ja), Pétur Gunnarsson, Pjetur Hafstein Lárusson, Sigurður A. Magnússon, Sigurður Pálsson, Einar Kristjánsson Sigvaldi Hjálmarsson, frá Hermundarfelli, Stefán Júlíusson, . Eiríkur Jónsson, Stefán V. Snævarr, Guðjón Sveinsson, Steingerður Guðmundsdóttir, Guðmundur Daníelsson, Ulfur Hjörvar, Guðmundur G. Hagalín, Valdís Óskarsdóttir, Gunnar Dal, Vésteinn Lúðvíksson, Hannes Sigfússon, Þórarinn Eldjárn, Helgi Sæmundsson, Þóroddur Guðmundsson, Hrafn Gunnlaugsson, Þorsteinn Antonsson, Inga Huld Hákonardóttir, Þorsteinn Marelsson, Jóhannes Helgi, Þórunn Elfa Magnúsdóttir, Jón Bjarman, Þráinn Bertelsson, Jónas Guðmundsson, Kristján frá Djúpalæk, 2ja mánaða laun hlutu: Kristmann Guðmundsson, Aðalsteinn Ásberg Sigurðss., Lúðvík Kristjánsson, Agnar Þórðarson, Páll H. Jónsson, Andrés Indriðason, Matthías Johannessen, Ármann Kr. Einarsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Björn Bjarman, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Einar Guðmundsson, Vilborg Dagbjartsdóttir. Geðdeild Borgarspítalans: Hannes Pétursson ráðinn yfírlæknir Hannes Pétursson, geðlæknir, hefur verið ráðinn yfirlæknir geð- deildar Borgarspítalans í Reykjavik. Karl Strand, sem hefur gegnt því starfi, lætur nú af því fyrir aldurs sakir og bárust fjórar umsóknir um stöðuna. Hannes Pétursson er fæddur í Reykjavík, árið 1947, og lauk hann stúdentsprófi frá MR 1968. Læknaprófi frá Háskóla íslands lauk hann í júní 1975 og haustið 1976 hélt hann til framhaldsnáms í geðlækningum í Englandi við Maudsley Hospital í London. Lauk hann þaðan sérfræðiprófi í maí 1979 og hefur jafnframt stundað sérfræðinám og rannsóknir við Institute of Pshyciatry. Vinnur hann nú að undirbúningi doktors- ritgerðar í sumar og kemur síðan til starfa við geðdeild Borgarspít- alans. Kona Hannesar Péturssonar er Júlíana Sigurðardóttir og eiga þau tvær dætur. Hannes Pétursson geðlæknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.