Morgunblaðið - 31.03.1982, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 31.03.1982, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 Feðgaminning: Sigurbjörn Guðjónsson og Sigurkarl Sigurbjörnsson Að loknum vinnudegi hefur ungur maður brugðið sér á bygg- ingarstað í Mosfellssveit, þar sem framtíðarheimilið á að rísa. Faðir hans er honum þar til halds og trausts — að venju. Sem þeir huga að lögnum í hús- grunninum fellur á þá aurskriða, og þeir eru allir. Sigurbjörn Guðjónsson var fæddur þann 22. ágúst árið 1922 í Eyjum i Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Foreldrar hans voru þau merku hjón, Kolfinna Jóns- dóttir og Guðjón Jónsson, tré- smiður, sem mörgum eru að góðu kunn. Sigurbjörn fluttist 4ra ára að aldri ásamt fjölskyldu sinni til Hólmavíkur, og þar ólst hann upp í hópi sjö óvenju mannvænlegra systkina. Árið 1939 lést Guðjón faðir Sigurbjörns og tveimur ár- um síðar flutti Kolfinna, sem enn lifir í hárri elli, ásamt Sigurbirni og þremur yngstu börnunum til Reykjavíkur. Skömmu eftir að til borgarinnar kom hóf Sigurbjörn nám í húsa- smíði, lauk sveinsprófi árið 1945 og fékk meistarabréf þremur ár- um síðar. Hann hóf snemma að standa fyrir húsbyggingum og starfaði sem húsasmíðameistari í Reykjavík og nágrenni allt til árs- ins 1978 er hann réðst til starfa hjá Karnabæ hf. þar sem hann vann til dauðadags. Sigurbjörn var eftirsóttur bygg- ingameistari og hafði oft margt manna í vinnu. Hann var góður stjórnandi, útsjónarsamur, dug- mikill og nákvæmur. Sigurbjörn tók virkan þátt í fé- lagsstörfum allt frá skólaárunum, enda félagslyndur að eðlisfari og ávann sér auðveldlega traust sam- ferðamanna sinna. Hann var m.a. einn stofnenda Meistarafélags húsasmiða árið 1954, sat í stjórn þess árin 1966—1972, þar af for- maður tvö síðustu árin. Hann sat í sambandsstjórn Landssambands iðnaðarmanna á árunum 1973 til 1980 og í framkvæmdastjórn Iðn- ráðs frá 1976. Þá er ógetið fjölda annarra trúnaðarstarfa sem á hann hlóðust. Þann 28. september 1946 kvænt- ist Sigurbjörn Magneu Gróu Karlsdóttur trésmiðs Þorvalds- sonar, hinni ágætustu konu, og eignuðust þau fjögur börn. Elst þeirra var Sigurkarl, sem nú fylg- ir föður sínum yfir móðuna miklu. Næstur í aldursröðinni er Guðjón, fæddur 7. mars 1952, húsasmiður, kvæntur Lindu Sigurðardóttur og eiga þau tvö börn, þá er Hildur, fædd 3. maí 1953, keramiker, gift Sigurði Björnssyni, efnaverkfræð- ingi, og eiga þau tvö börn. Yngstur er Óskar, fæddur 31. janúar 1954, húsasmiður, kvæntur Maríu Sveinbjörnsdóttur, háskólanema, og eiga þau eitt barn. Sigurkarl Sigurbjörnsson var fæddur í Reykjavík 7. febrúar 1947. Hann var eins og áður segir elsta barn foreldra sinna og varð snemma hjálparhella móður sinn- ar við heimilisstörfin og eftirlæti allra er honum kynntust. Sigur- karl lauk stúdentsprófi frá M.R. árið 1967 og hóf að því loknu nám í viðskiptafræði við Háskóla ís- lands. Þann 1. febrúar 1969 kvæntist hann Hrefnu Sigurðar- dóttur, meinatækni. Þau hjón héldu til Svíþjóðar skömmu síðar, þar sem Sigurkarl hélt áfram námi í viðskiptafræði og síðan kerfisfræði. Árið 1973 komu þau heim til íslands, og starfaði Sigur- karl hjá Skýrsluvélum ríkis og Reykjavíkurborgar um tveggja ára skeið, en þá fluttu þau aftur til Svíþjóðar, þar sem Sigurkarl starfaði sem ráðgefandi kerfis- fræðingur til ársins 1980. Það ár kom fjölskyldan alkomin heim og hóf Sigurkarl þá störf hjá íslensk- um aðalverktökum og vann þar til dauðadags. Þau Hrefna og Sigur- karl eignuðust tvö börn: Karen Þóru, f. 16. nóvember 1972, og Hönnu Christel, f. 6. janúar 1977. Sigurkarl var eins og faðir hans frábærlega vel gerður maður á all- an hátt. Hann þótti framúrskar- andi á sínu atvinnusviði og var eftirsóttur til starfa, bæði hér heima og erlendis. Sem heimilis- faðir var hann fáum líkur að um- hyggju og elskusemi. Hér hefur í örfáum orðum verið drepið á nokkur æviatriði þeirra feðga, og er þó flest ósagt. Það eru nær fjörutíu ár síðan fundum okkur Sigurbjörns bar fyrst sam- an. Það var í hvítasunnuferðalagi iðnskólanema um Snæfellsnes. Ég, unglingurinn, fékk samstundis dálæti á þessum prúða, glæsilega og einkar viðmótsþýða unga manni. Hann var þá, eins og jafn- an síðar, bindindismaður á vín og tóbak, en það hindraði hann ekki í að vera hrókur alls fagnaðar í þessari ferð, fundvís á skemmtileg uppátæki og ljúfa söngva. Kynni okkar urðu nánari síðar, eftir að við tengdumst báðir sömu fjöl- skyldunni, og reyndi ég hann þá oft að hjálpfýsi og drengskap, sem voru raunar áberandi eiginleikar í fari hans. Sannarlega hefur það verið ánægjulegt að fylgjast með ham- ingjuríku fjölskyldulífi Didda og Stellu allt frá upphafi, þar sem allt blómgaðist og dafnaði í skjóli þessara einstaklega samhentu og umhyggjusömu hjóna. Ekki skal þess látið ógetið hver lífsförunautur Stella var manni sínum. Hún var ekki aðeins frá- bær móðir barnanna þeirra og rösk húsfreyja á stóru heimili, þar sem gestrisni var mikil, heldur traustur félagi Didda, hvetjandi hann og virkur þátttakandi í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ástríki þeirra í milli var ekki minna um það er lauk en það var í upphafi viðkynningar þeirra. Fregnin um sviplegt fráfall þeirra feðga, Sigurbjörns og Sig- urkarls, kom eins og reiðarslag yf- ir hinn fjölmenna hóp ættingja þeirra og vina. Það reyndist okkur sem fjær stöndum vissulega erfitt að átta okkur á því að þessir geð- þekku menn væru báðir horfnir úr tölu lifenda. Og af þeim sökum eigum við hægara með að ímynda okkur hversu örðugt það er fyrir nánustu ástvinina að sætta sig við þennan harða raunveruleika. Já, það er vissulega mikill harmur kveðinn að aðstandendum þessara mætu feðga og stórt skarð fyrir skildi í frændgarðinum. Sárastur er þó missir eiginkvenna þeirra, barna og barnabarna. Það væri þó síst í samræmi við karlmennsku og æðruleysi Sigurbjörns og Sig- urkarls að láta hugfallast, þótt syrti í álinn um sinn. Við treystum því að tíminn græði sárin og birta minninganna lýsi eftirlifendunum fram á veginn. Við Þórhildur sendum syrgjendunum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Þorsteinn Sigurðsson Þegar lágnættið víkur fyrir veldi rísandi dagsólar birtir í hug barna móður jarðar. Athafnaþrá- in eykst og fólk lítur til framtíðar- innar. Þeir sem eldri eru og farnir að draga við sig vanabundna dags önn líta í sólarátt og ganga við hlið hinna yngri að verkefnum líð- andi stundar. Sjá, vorið er í nánd. En þótt sól renni hátt um him- inhvel kann að búa að baki hins skynjanlega sjónhrings dökkur skýflóki sem skyndilega bregður yfir og byrgir sólarsýn. Gleðin, sem gaf lífinu ljóma í morgunsár- ið hefur að kvöldi breyst í sárustu sorgarstund. Þannig var það daginn sem feðgarnir Sigurbjörn Guðjónsson, byggingameistari, og Sigurkarl Sigurbjörnsson, byggingaverk- fræðingur, gengu síðast til starfa að morgni. Þeir komu ekki aftur til síns heijna að kvöldi. Þegar helfregn sem þessi berst þjóðinni er sem tíminn standi kyrr og vitund þeirra sem heyra verði hljóð og andvana. Hér voru feðgar á ferð, faðirinn, sem skilað hefur þjóð sinni giftu- drjúgu starfi, vitur og vel metinn af þeim sem meta manngildi öðru ofar. Sonurinn, fjölmenntaður maður, víðsýnn og vel fær. Maður sem með þekkingu sinni og starfi bauð framtíðinni betra og bjart- ara líf. í hóp þeirra mörgu manndóms- manna, sem Strandasýsla hefur fært þjóðinni er höggvið stórt skarð. Átthagafélagið, sem er tengiliður byggðarinnar heima og búsetunnar í þéttbýlinu, er harmi slegiö, og hver sem vaxinn er til fullrar'vitundar skynjar, að hér hefur brostið sterkur hlekkur. Sigurbjörn var um skeið einn af fremstu mönnum í forystusveit Átthagafélags Strandamanna. Fumlaus og einörð framkoma hans vakti virðingu og traust. Þannig var þetta í hverju því starfi sem hann tók sér fyrir hendur og hverju því máli er hann léði fylgi sitt. Sigurkarl, hann var að stíga fyrstu fetin á manndómsævi full- þroska manns, og þau fet lofuðu góðu. Drengur í barnaskóla, fyrstu sporin á langri menntabraut, prúður, hlýr og hugþekkur nem- andi. Trúr í starfi og góður félagi. Þessar eigindir munu hafa fylgt honum að síðasta fótmáli. En eng- inn má sköpum renna. Stundaglas ævinnar er útrunnið. Þessir feðgar eru ekki lengur á meðal vor. En minningin um mæta og virta menn lifir. Menn sem uxu af eigin verkum. Vér Strandamenn gefum gaum að því, að þótt stórt sé höggvið vaxa enn gildir stofnar frá sömu rót. Og þótt nú sé dagskinið dap- urt, þá er huggun harmi gegn, ef við höfum menn að missa meiri og betri en aðrar byggðir. Átthagafélag Strandamanna þakkar góða samfylgd og heillarík störf. Það sendir fjölskyldum feðganna, vinum öllum og vanda- mönnum innilegar samúðarkveðj- ur. Megi það verða þeim sorgarlétt- ir, að gleðjast yfir gengnum gæfu- sporum. Átthagafélag Strandamanna Hann Sigurbjörn okkar er dá- inn, hljómuðu tíðindin uppí Karnabæ sl. miðvikudagsmorgun og menn störðu skilningsvana hver á annan. Hvað segirðu? Get- ur þetta verið? Hvernig má þetta vera? Og smám saman varð mönnum ljóst að þetta var bláköld staðreynd. Sigurbjörn hafði látist í hörmulegu slysi ásamt Sigur- karli elsta syni sínum kvöldið áð- ur. Leiðir okkar Sigurbjörns hafa legið saman sl. 9 ár, eða frá því að Hildur, einkadóttir þeirra Sigur- bjarnar og Stellu, og Sigurður, næstyngsti bróðir minn, giftust. Sérstaklega hefur samneyti okkar þó verið náið undanfarin 3 ár eftir að við hófum að starfa saman. Okkar fyrsta samstarfsverkefni var að reisa verksmiðjuhúsið á Fosshálsi, sem segja má að hafi hafist í febrúar 1979 eftir marg- háttaða hönnunar- og skipulags- vinnu og hóf verksmiðjan starf- semi í 2500 m2 húsi fullkláruðu 13. ágúst það ár, eftir 6 mánaða bygg- ingartíma. Þarna kom reynsla Sigurbjörns sem byggingarmeist- ara í góðar þarfir. I öllum störfum sínum fyrir Karnabæ, umsjón með fasteignum og byggingarfram- kvæmdum, naut starfsreynsla Sigurbjörns sín sérstaklega og rækti hann starf sitt af þeirri alúð og trúmennsku að ekki hefði hann getað gert það betur þótt hans eig- in eignir hefðu átt í hlut. Sátu þarfir fyrirtækisins jafnan í fyrir- rúmi fyrir persónulegum þörfum hans sjálfs. Fer það ekki á milli mála að Sigurbjörn var úrvals- maður í hvívetna og má þar til nefna umfram það sem þegar er fram komið að hann var velvirkur, traustur, ráðhollur, jákvæður, hógvær og félagslyndur og yfir höfuð þannig maður að hann bætti hvern hóp og öllum fannst betur ráðið málum þar sem hann var nærri. Má m.a. marka þetta af margháttuðum forystustörfum hans í félögum iðnaðarmanna og um málefni iðnaðarmanna sem ég veit að aðrir munu gera grein fyrir hér á síðum blaðsins. Var hann alls staðar til forystu valinn þar sem hann fór á lífsleiðinni. - Þrátt fyrir mikinn eril í starfi veit ég að Sigurbjörn lifði ham- ingjuríku fjölskyldulífi með eig- inkonunni Stellu, börnunum fjór- um, mökum þeirra og stækkandi hópi barnabarna að ógleymdum fjölda vandamanna og vina. Tókst honum þannig á aðdáunarverðan hátt með ljúfleika sínum og lipurð að sameina mikið starf og umönn- un fjölskyldu og vina. Féll þetta allt svo eðlilega saman að aldrei sá ég á honum asa eða óþolin- mæði. Missir fjölskyldunnar í Goða- landi er mikill. Enn einu sinni sjá- um við að vegir Drottins eru órannsakanlegir. En minningin um góða drengi lifir og við þökk- um þeim samfylgdina. Megi þjóðin eignast fleiri slíka syni. Fyrir hönd stjórnenda Karna- bæjar vil ég að leiðarlokum þakka Sigurbirni fyrir frábært starf og þó að sagt sé að maður komi í manns stað er nú skarð fyrir skildi. Við Kristín sendum Stellu og fjölskyldunni innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum ykkur guðs blessunar. Haukur Björnsson Að leiU þín í húmi nætur var sárt, aó finna þig í húmi nætur er ólýKanlegt, ad kveAja þig er mér þungbært, en þær stundir, sem ég fæ ad minnast þín verða léttbærar, bezti vinurinn gleymist aldrei. Þótt við Sigurkarl hefðum verið saman í skóia frá barnsaldri, þá kynntumst við ekki fyrr en í „gaggó" og það finnst mér í dag allt of seint. Þegar litið er til baka, er samt ótrúlegt, hvað við náðum að bralla mikið saman á þessum stutta tíma, í skólaum, í körfu- boltanum, í síldarbrælunni á Reyðarfirði, í fríunum, já alveg sama hvar var. Ég átti ekki bróð- ur, en með kynnunum við Sigur- karl upplifði ég þá tilfinningu og í dag finnst mér ég vera að kveðja bróður og föður. Þær voru ekki svo ófáar stundirnar, sem ég átti á heimilinu að Langholtsvegi 87. Það eru fáir menn gæddir þeim hæfileikum, sem hann hafði til að bera, en hæglátari og prúðari fé- laga er ekki hægt að hugsa sér. Hann var ákveðinn en réttsýnn, ósérhlífinn og alltaf reiðubúinn til hjálpar, enda naut ég þess í ríkum mæli, bæði í námi og leik. Þegar bókastríðið í „menntó" stóð sem hæst, kom hans góða kona til sögunnar og var gaman að fylgjast með honum þá dagana, því sjaldan hef ég séð hann ánægðari í lífinu, nema ef vera skyldi, þegar litlu stúlkurnar tvær litu dagsins Ijós. Ekki varð hún til að veikja okkar samband, nei, þvert á móti, ég held við Gunilla gleymum aldrei þeim yndislegu stundum, sem við fjögur áttum saman bæði í og eftir stúdents- prófin vorið 1967, svo og ferðalög- in það sumar. Þetta haust skildust leiðir okkar, er við fórum utan til náms og Sigurkarl byrjaði í Háskólan- um. Én það átti einnig fyrir hon- um að liggja að leita til annarra landa, til Svíþjóðar, til að ljúka náminu í formi hagfræðinnar. En það var honum ekki nóg, því hag- sýnin var enn meiri. Hann gerði sér grein fyrir því strax þá, að tölvuvæðingin var í uppsiglingu og hún var því einfaldlega tekin með. Hann stóð með pálmann í hönd- um, hagfræðipróf frá Lundarhá- skóla, með tölvufræði sem sér- grein. Á þessum tímum hittumst við ekki oft, en þeim mun innileg- ar. Er til heimalandsins kom, fór Sigurkarl að leggja grunn að framtíðarheimilinu upp í Mos- fellssveit, en málin æxluðust þannig, að þetta varð framtíðar- heimilið mitt og er mér það sér- staklega ljúft eftir þessa örlaga- ríku atburði að vita af öllum þeim handtökum, sem feðgarnir eiga í þessu húsi. Til Svíþjóðar fór Sigurkarl aft- ur og þar átti að byggja upp nýtt heimili, sem var og gert af sama myndarbragnum. En þá ber yfir stóran skugga. Alvarlegur sjúk- dómur gerði vart við sig hjá Hrefnu. Ekki ætla ég að tíunda það mál hér, en ég efast um, að nokkur maður og kona hefðu stað- ist betur þær raunir og erfiðleika, sem því fylgdi, en bjartsýnin og samheldnin urðu til þess, að þau hjónin sigruðu. Þetta var líkast kraftaverki og nú þurfti hún bara tíma til að ná sér aftur og til þess að svo mætti verða á sem skemmstum tíma, var ákveðið að halda til heimahaganna á ný. Með sömu eljunni var aftur byrjað að byggja upp á nýjum dvalarstað og enn dró Mosfells- sveitin Sigurkarl til sín, en nú um of. Það kom högg og það var þungt. Þetta var ósköp venjulegt þriðjudagskvöld. Síminn hringdi, það var gaman að heyra að Hrefna var í símanum, við höfðum ekki heyrt í henni lengi. Hún talaði um heima og geima, eins og gengur, en kannski þó til að fela svolítið kvíðann, sem lá að baki erindinu, hún var orðin hrædd um þá feðga. Ekkert var sjálfsagðara en að fara upp eftir og litast um eftir þeim. Eftirmála þess máls þekkja allir. Höggið hafði verið heljarhögg. Stundum er erfitt að skilja til- gang lífsins, en að leggja svo óréttlátan bagga á eina fjölskyldu, er mér óskiljanlegt. Hvar er mis- kunnsemin? Guð styrki fjölskyldu Sigur- karls til að standast þessa þol- raun. Guð blessi hann. Jón Um leið og ég kveð Sigurbjörn, er mér það bæði ljúft og skylt að þakka fyrir samverustundirnar, bæði á hinu góða heimili, sem þá var á Langholtsveginum, svo og í sumarvinnunni. Undir ákveðinni og traustri handleiðslu hans lærði ég margt til verka. Stella mín. Þig, börn þín og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.