Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 Englabörn Leiklist Bolli Gústafsson í Laufási Leikfélag Menntaskólans á Akureyri SKÝIN Höfundur: Aristofanes. I*ýðing: Karl GuAmundsson. Leikstjórn: Andrés Sigurvinsson. Ljósahönnun: Viðar Garðarsson. Fyrir nokkru sá ég næsta dap- urlegan þátt í sjónvarpi um inn- antóma dægradvöl unglinga á Hallærisplani í miðbiki Reykja- víkur. Þarna var sérstakur þáttur nútímaþjóðlífs á íslandi rofinn úr samhengi heildarmyndar og síð- an velta hneykslaðir menn vöng- um yíir ólæknandi unglinga- vandamálum. Það hugtak, kennt við æskulýðinn sem einangrað fyrirbæri, á raunar engan rétt á sér og er einber blekking, enda var niðurstaða samtals við greinagóðan eftirlitsmann á Hallærisplani sú, að nær sé að nota hugtakið samfélagsvanda- mál. Að þessari kynningu var ekki alls kostar rétt staðið, vegna þess að unglingarnir eiga ekki völ á því, að bera hönd fyrir höfuð sér, enda ekki skirrst við að mynda þá í bak og fyrir í dapur- legu ástandi. Það hefði aldrei ver- ið tekið í mál, að sjónvarpsmenn kæmu með tól sín og tæki inn á öldurhús eða í einkasamkvæmi, til þess að kvikmynda þar niður- lægingu þeirra eldri, sem í raun og veru bera mesta ábyrgð á því hrikalega úrkynjunarástandi, sem setur mót sitt á þetta sísífr- andi velferðarsamfélag. Þessar hugsanir sóttu fast að mér, þegar ég nokkru síðar sat í Samkomuhúsinu á Akureyri og horfði á leiksýningu mennta- skólanema í þunnskipuðum sal. Og mér varð hugsað til þeirra hneykslunargjörnu. Hvar voru þeir nú, þegar ungt fólk bauð til samfunda þar sem það hafði sannarlega af miklu að miðla? Víðsfjarri, einmitt þegar hægt var að gleðjast yfir vel gerðri og menningarlegri leiksýningu. Fjöldi ungs fólks hafði lagt hart að sér í langan tíma við undir- Hátíðarstund hjá Sóka. Feidippides (Eðvald Valgarðsson), Þræll (Halldór Ásgeirsson) og Strepisides (Hjálmar Hjálmarsson). búning. Auðnuleysislegar og drafandi raddir á Hallærisplani töluðu kergjulega um „englabörn", sem munu vera sá stóri hópur, er sjaldan er minnst á í fjölmiðlum. Hópurinn, sem á sér hugðarefni, er leiða til þroska og mannlegrar reisnar, og á oft í vök að verjast vegna brigslyrða þeirra og frýju- orða, sem ýmist skortir mannd- óm til þess að takast á við verðug viðfangsefni eða eru andlega brotnir og brenglaðir vegna van- rækslu kærulausra uppalenda, sem skýla sér á bak við tíma- skortsnöldur og fjáraflakjaftæði. En þarna sátum við í leikhús- inu og horfðum á „englabörnin" vinna merkilegt afrek. Það er ekki of djúpt í árinni tekið. Sýn- ingin á Skýjunum eftir gríska ádeiluskáldið Aristofanes (á dög- um árin 445 til 385 f.Kr.) var fá- gætlega af hendi leyst og hafði yfir sér klassískan þokka. Á leik- stjórinn, Andrés Sigurvinsson, þakkir skildar og heiður fyrir vönduð og öguð vinnubrögð. í leikritinu, sem mun vera frá ár- inu 423, birtast draumórarnir í skýjunum, sem eru táknuð með kórum. Þeir eiga, þrátt fyrir fagra náttúruljóðrænu í upphafi verksins, að tákna allt það au- virðilega og innantóma í slóttug- um kenningum sófistanna (grískra orðaflækjumanna), rangtúlkun þeirra á sannleika og rétti og í óraunhæfum hugarór- um. Glíma þess skulduga Strepsi- adesar við forráðamenn í húsi hugsunarinnar á býsna brýnt er- indi við okkur nútímamenn, því óneitanlega virðast sófistarnir grísku eiga margt sammerkt með þeim fjölmörgu, sem leika sér frjálslega að tölum og hugtökum í samfélagi okkar. Menntaskólanemarnir réðu ágætlega við viðfangsefnið. Það var skemmtilegt, hvernig leik- gleðin og aginn fóru saman í rétt- um hlutföllum. Helstu hnökrar voru á framsögn og er næsta eðli- legt, þegar óreyndir leikarar eiga hlut að máli, en hreyfingar og samleikur voru með miklum ágætum. Búningar, svið og lýsing gæddu sýninguna ótvíræðum þokka. Þýðing Karls Guðmunds- sonar á hinum forna texta er vel gerð með þeirri klassísku reisn, sem krafist verður. Ég óska Leikfélagi Mennta- skólans á Akureyri til hamingju með glæsilega sýningu og gleðst sannarlega yfir þessu lofsverða framtaki ungra fulltrúa gamla skólans. Gott framlag leikbrúðulands Brautrydjandi íslensks brúðuleikhúss Brúðuleikhú.shátíð að Kjarvalsstöðum: íslenska brúðuleikhúsið: GAMLA KONAN OG KABARETT Leikmynd og brúður: Jón E. Guðmundsson. Stjórnendur brúða: Jón E. Guð- mundsson, Sigriður Hannesdóttir og Gunnar Gunnarsson. I 'ndirleik annast Sigurður Rúnar Jónsson og Einar Logi Einarsson. Kynnir: Sigríður Hannesdóttir. Upptaka: Stúdíó Stemma. Gamla konan í samnefndum brúðuleik Jóns E. Guðmundssonar er að mörgu leyti skemmtileg, sameinar það að höfða jafnt til barna og fullorðinna. Við kynn- umst henni fyrst niður við Tjörn þar sem hún er að gefa fuglunum. Síðan fáum við að vita að hún er á elliheimilinu Grund og hefur tölu- verð samskipti við Gísla. Þetta er jákvæð kona sem vill öllum vel og hefur gaman af lífinu. Hún dansar stundum á Grund við jafnaldra sína og þeir eru síður en svo slokknaðir, að minnsta kosti þrýsta þeir henni áberandi fast að sér. Það bar nokkuð á því á sýningu Jóns E. Guðmundssonar að börnin voru ekki alltaf með á nótunum, einkum hvað varðaði gömlu kon- una. Að þessu sinni er Jón E. Guð- mundsson ekki með dæmigerðan brúðuleik. Honum til aðstoðar er Sigríður Hannesdóttir og lætur að sér kveða á sviðinu. Það er hún sem talar við gömlu konuna og kynnir atriðin í Kabarett. Sigríður Hannesdóttir er vön að tala við börn og heldur athygli þeirra og fær þau til að syngja. Síðari hluti dagskrár Jóns E. Guð- mundssonar er eiginlega gerður fyrir yngstu börnin, margt er of smábarnalegt fyrir eldri börn. Það spillti að upptaka tónlistar var ekki nógu góð og þannig urðu sum atriði máttlítil þótt þau ættu betra skilið. Ég nefni í þessu sam- bandi kvartettinn og söngkonuna. Stjórn brúða var í ýmsum atriðum ekki nógu nákvæm. Jón E. Guðmundsson er óum- deilanlega brautryðjandi íslensks brúðuleikhúss. Það vekur líka at- hygli hve vel gerðar brúður hans eru. Eitt sem ég tók eftir var hve Leiklist Jóhann Hjálmarsson augun eru lifandi. Brúður eins og ýmsir þeir skemmtikraftar sem koma við sögu hjá Jóni E. Guð- mundssyni og samstarfsfólki hans eru í anda sannrar listar brúðu- leikhússins, en eiga heimtingu á því að fyrir þær sé skrifaður markvissari texti. Jón E. Guð- mundsson styðst kannski einum of mikið við tónlist í þetta skipti, en það skal ekki lastað að hann virð- ist hafa fjarlægst þá tilhneigingu að segja sögu, lætur brúðurnar njóta sín og byggir fyrst og fremst á þeim. Það var við hæfi að Brúðuleik- húshátíðinni á Kjarvalsstöðum lauk á framlagi Jóns E. Guð- mundssonar. Jón hefur lyft þess- ari listgrein og stuðlað að því að listafólk sem mikils má vænta af hefur tekið upp merki hans. Brúðuleikhúshátíð að Kjarvalsstöðum: lA'ikbrúðuland sýnir þrjár þjóðsögur. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Tónlist leikin af Helgu Þórarinsdótt- ur. ÁTJÁN BARNA FAÐIR í ÁLFHEIMUM Ilandrit: Helga Steffensen og Hallveig Thorlacius. Leikmynd: Hallveig Thorlacius. Brúður: Helga Steffensen. SAGAN AF GÍPU llandrit, brúður leikmynd: Brvndís Gunnarsdóttir. SÍKllIR AF SÆMUNDI FRÓÐA llandrit, brúður: Erna Guðmarsdóttir. Ix-ikmynd: Stigur Steinþórsson. Lokasöngur: Böðvar Guðmundsson. Með frumsýningu þriggja þjóð- sagna á Brúðuleikhúshátíðinni á Kjarvalsstöðum birtir Leikbrúðu- land árangur óeigingjarns starfs í þá átt að gera þróttmikið íslenskt brúðuleikhús að veruleika. Ég vona aftur á móti að Leikbrúðu- landi auðnist að koma saman frumlegri sýningum en boðið er upp á nú, en hefðbundin frásagn- araðferð virðist orðin föst í sessi hjá Leikbrúðulandi. Aðalatriðið er þó að verkið sé unnið vel. Allir þekkja söguna Átján barna faðir í Álfheimum. Þær Helga Steffensen og Hallveig Thorlaeius túlka þessa sögu sam- kvæmt þeim skilningi sem við eig- um að venjast. Brúðugerð er í hin- um þjóðlega anda og einnig leik- mynd, handrit fylgir þjóðsögunni trúverðuglega. Sýningin var vel heppnuð, ekki síst vegna þess að í henni var góður húmor, samanber átján barna föðurinn. Sögur af Sæmundi fróða vöktu athygli mína fyrir mjög lifandi brúður og verulega fallega leik- mynd. Erna Guðmarsdóttir á heiður skilinn fyrir þessa sýningu. Það hvarflaði að mér að frá viðsk- iptum Sæmundar fróða við myrkraöflin væri hægt að segja mun lengur en Erna kaus þessu sinni. Sæmundur er ákaflega vel fallinn til brúðuleiks. Sagan af Gípu sameinar kyrr- láta frásagnaraðferð og lifandi fantasíu. Gípa étur svo sannarlega yfir sig. Það er ekki nóg með að hún borði karl og kerlingu heldur borðar hún bæinn líka, dýr, menn og bát. Það gaf sýningunni gildi að bregða upp myndum á tjaldi. Bryndís Gunnarsdóttir hefur ekki komið við sögu Leikbrúðulands í vetur eftir því sem ég best veit, en sannar í Gípu hugkvæmni sína og skemmtilegheit. Auk þeirra sýninga sem hér er getið var framlag Leikbrúðulands fræðslusýning um fötlun, Hátíð dýranna og Eggið hans Kiwi. Ég vil að lokum koma með eina aðfinnslu um sýningu sem á fyrst og fremst lof skilið. Raddir leikar- anna þótt góðar séu eru dálítið óeðlilegar í upptökunni. Best væri að vera laus við þessar fjandans upptökur og láta leik og tal renna saman. Það gerir að vísu meiri kröfur til stjórnenda brúðanna, en þeir geta áreiðanlega komið til móts við þær. Það er ekki nauð- synlegt að leita til atvinnuleikara í þessum efnum. Ferskleikinn hverfur. Það er galli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.