Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.03.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 15 Henry Fonda ásamt konu sinni, Shirlee (t.h.), og dóttur, Jane, eftir að hann hafði fengið hin eftirsóttu Óskarsverð- laun í hendur á heimili sínu í Bel-Air í Hollywood. „Ég er svo hamingju- samur og hreykinn“ — sagði leikarinn Henry Fonda þegar hann hafði fengið sín fyrstu Óskarsverðlaun Hollywood, 30. mars. AP. „ÉG ER svo hamingjusamur og hreyk- inn,“ sagði leikarinn aldni, Henry Fonda, eftir að tilkynnt hafði verið, að hann hefði hlotið Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni „On Golden Pond“. Mótleikari hans, leikkonan Katharine Hepburn, fékk einnig Óskarinn fyrir sitt hlutverk en hún var ekki viðstödd verðlaunaafhendinguna og hefur ekki verið sl. 11 ár. Þetta er í fjórða sinn, sem hún fsr þessi eftir- sóttu verðlaun. „Hann fór bara að gráta. Hann er ,líka svo viðkvæmur," sagði Shirlee Fonda, eiginkona Henry Fonda, á heimili þeirra hjóna í Bel-Air í Hollywood en Henry hefur verið rúmfastur í nokkra mánuði vegna hjartveiki og annarra kvilla. „Hann var allur eitt sólskinsbros. „Vissi ég ekki,“ var allt og sumt sem hann sagði." Henry Fonda er 76 ára að aldri og hefur leikið í kvikmyndum í 48 ár. Eins og fyrr segir eru þetta hans fyrstu Öskarsverðlaun en hann hef- ur oft verið heiðraður fyrir leik sinn á öðrum vettvangi. Dóttir hans, Jane Fonda, tók vtð verðlaununum fyrir hans hönd en hún sagði frétta- mönnum á eftir, að það hefði í fyrstu verið ósk föður hennar, að móðir hennar tæki við. „En hún vildi vera með pabba í kvöld eins og alltaf," sagði hún. Katharine Hepburn, sem er 74 ára gömul, fær nú Óskarsverðlaunin í fjórða sinn en hún hefur ekki sótt hátíðina sl. 11 ár og var í gær í Washington þar sem hún fer með hlutverk í leikritinu „West Side Waltz" eftir Ernest Thompson, en hann fékk Óskarsverðlaun fyrir handritið að „On Golden Pond“. „On golden Pond“ fjallar um hjón og dóttur þeirra, sem Jane Fonda leikur, og fer leikurinn fram í sumarhúsi fjölskyldunnar. Henry Fonda leikur prófessor á eftirlaun- um, sem gerir hvort tveggja að fagna og kvíða ellinni, sem er að færast yfir hann, en kona hans (Hepburn) er þolinmæðin uppmáluð og gerir sitt tii að sefa ótta hans og koma á sáttum milli þeirra feðginanna. Katharine Hepburn Lögreglumenn standa vörð um vagninn, sem tcttist í sundur í sprengingunni, sem varð í hraðlestinni milli Parísar og Toulou.se í Frakklandi. Fimm manns létust og 28 slösuðust í sprengingunni, sem yfírvöld telja án efa verk hryðjuverkamanna. AP-símamynd. Frakkland: Lestarsprengingin talin verk hryðjuverkamanna Limoges, Frakklandi, 30. mars. AP. DÓMSMÁLAYFIRVÖLD í frönsku borginni Limoges hafa byrjað sakamála- rannsókn á sprengingunni, sem varð í dag í hraðíestinni milli Toulouse og Parísar, en í henni fórust fimm manns. Þar með er Ijóst, að yfírvöld telja að um hryðjuverk hafí verið að ræða. Louis Dumond, saksóknarinn í Limoges, sagði í dag í yfirlýsingu, sem afhent var fréttamönnum, að ríkisstjórnin hefði búið mál á hendur óþekktum mönnum vegna sprengingarinnar í hraðlestinni en í henni sprakk einn lestarvagn- anna að heita má í tætlur. Fimm menn fórust eins og áður sagði og 28 slösuðust, þar af þrír mjög al- varlega. Embættismenn járnbrautanna segja, að 300 manns hafi verið með lestinni þegar sprengingin varð en hún var svo öflug, að brak úr vagninum og fólkið, sem í honum var, þeyttist allt að 50 metra frá teinunum. Að sögn sprengjusér- fræðinga getur það tekið allt að tvær vikur að grafast fyrir um orsök sprengingarinnar. Franska lögreglan er viss um að sprengju hafi verið komið fyrir undir lestarvagninum en þrátt fyrir það vilja menn ekki trúa því að svo komnu máli, að Carlos, hryðjuverkamaðurinn alræmdi, hafi verið hér að verki, eins og sumir hafa látið sér detta í hug, en fyrr í mánuðinum hótaði hann að- gerðum gegn frönskum stjórn- völdum ef þau létu ekki lausa úr haldi tvo félaga hans. Handtökur og átök á Vestur- bakkanum Taibeh, ísrael, 30. mar.s. AP. ÍSRAELSKIR lögreglumenn hand- tóku í dag 38 Araba eftir að komið hafði til allmikilla átaka víða á Vesturbakka Jórdanar en Arab- arnir voru að minnast þess, að þennan dag árið 1976 féllu sex fé- lagar þeirra í skothríð ísraelskra hermanna. Að sögn ísraelsku lögreglunn- ar urðu óeirðir á fimm stöðum á Vesturbakkanum og á Gaza- svæðinu og hvað mestar í Sakhnine í Norður-Galileu þar sem fáni Palestínumanna var víða dreginn að hún, en hann er bannaður. I Jerúsalem var hand- sprengju kastað á fjölfarinni verslunargötu án þess þó að valda fólki tjóni og þykir það mikil mildi. Um það bil 500 Arabar fóru í friðsamlega mótmælagöngu í borginni Taibeh, sem er um 30 km norðaustur af Tel Aviv, og sagði borgarstjórinn í ræðu, sem hann hélt, að Arabar væru að „mótmæla innlimun lands okkar í ísrael og aðgerðum stjórnar- innar á Vesturbakkanum". Haft er eftir heimildum, að ísraels- stjórn hafi miklar áhyggjur af ástandinu og óttist, að það geti dregið dilk á eftir sér á alþjóða- vettvangi svo ekki sé talað um áhrifin í Arabaríkjunum. Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Arnarfell 19/04 Arnarfell .03/05 Arnarfell 17/05 ROTTERDAM: Arnarfell 02/04 Pia Sandved 13/04 Arnarfell 21/04 Arnarfell 05/05 Arnarfell 20/05 ANTWERPEN: Arnarfell 03/04 Pia Sandved 15/04 Arnarfell 22/04 Arnarfell 06/05 Arnarfell 20/05 HAMBORG: Pia Sandved 17/04 Helgafell 22/04 Hvassafell 11/05 HELSINKI: Zuidwal 15/04 Dísarfell 14/05 LARVIK: Hvassafell 13/04 Hvassafell 26/04 Hvassafell 10/05 GAUTABORG: Hvassafell 03/04 Hvassafell 14/04 Hvassafell 27/04 Hvassavell 12/05 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell 15/04 Hvassafell 28/04 Hvassafell 12/05 SVENDBORG: Helgafell 02/04 Hvassafell 16/04 Helgavell 23/04 Hvassafell 29/04 Helgafell 11/05 GLOUCESTER, MASS.: Jökulfell 19/04 Skaftafell 27/04 HALIFAX, KANADA: Jökulfell 21/04 Skaftafell 29/04 1 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 FLUG OG BÍLL — SÉRGREIN ÚRVALS Óýrasti ferðamátinn sumarið 1982 KAUPMANNAHÖFN Fjölmargar geröir bíla - Ótakmarkaður akstur. 2 vikur 3 í bíl kr. 5.440.- á mann / 3 vikur 5 í bíl kr. 6.503.- á mann.. URVAL S 26900 Umboðsmenn um allt land Tryggðu þérfar STRAX í dag! o Við Austurvöli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.