Morgunblaðið - 16.04.1982, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982
47
11 LANDNÁM ÍStANOS ÁRiD 874
FUNOUR VINIANDS ÁRIÐ 1000
EUROPA
350
ÚTVECSBANKINN
Greinilega bankinn íyrir þig líka.
Útgeíandinn sýnir þér skilríki sem sannar heimild hans til útgdíu
dbyrgðartékka. Á skírteininu stendur hve hdr tékkinn megi vera.
Bankinn ábyrgist innlausnina.
Frímex 1982
Ég leyföi mér aö nota þetta heiti
sem fyrirsögn þessa þáttar.
Ástæöan er sú, aö Félag frímerkja-
safnara. sem eru fjölmennustu
samtök frímerkjasafnara hér á
landi, veröur 25 ára á þessu ári.
Ekki verður þaö talinn hár aldur,
en er þó merkilegur aö því leyti, aö
ekkert félag hefur náö svo háum
ÁBYRGOARTÉKKAR Á ÚTVEGSBANKANN ERU
ÖRUGGUR
GIALDMHMLL
FRÍMEX
1982
Þessi frímerkjaþáttur er endurprentaöur hér vegna mistaka viö birt-
ingu hans 2. apríl sl. Haföi þá gleymzt aö láta heföbundin titil og
höfundarnafn fylgja honum, en einnig myndir þær af nýjum frímerkj-
um sem út koma 3. maí. Úr þessu vill blaöiö bæta nú. Jafnframt notar
höfundur tækifæriö til aö leiðrétta tvennt viö síöasta þátt. Niöur haföi
fallið nafn Hjalta Jóhannessonar, þegar stjórnar F.F. var getiö. Þá er
sjálfsagt aö benda á, að frímerkjauppboö F.F. veröur sunnudaginn 25.
þ.m., en ekki laugardaginn 24. þ.m., svo sem fram kom á einum staö í
þættinum.
afmælis F.F. í ágústmánuöi og þá
meö frímerkjasýningu, Frímex
1982. Veröur þetta sjötta sýningin,
sem er algerlega á vegum félags-
ins á liðnum aldarfjóröungi. Hún
veröur haldin á Kjarvalsstööum
dagana 19.—23. ágúst. Er enginn
efi á, aö þar verður margt gott efni
til sýnis, en auövitaö er of snemmt
aö ræöa nánar um þaö á þessu
stigi. Þá er ætlunin, aö út komi lítiö
afmælisrit, þar sem rakin veröur
saga F.F. í aöalatriöum, en auk
þess birtar stuttar greinar um
margs konar frímerkjaefni. Þegar
undirbúningur er kominn vel á veg,
veröur sagt nánar frá afmælissýn-
ingunni og ööru henni tengdu.
Frímerkjauppboð
25. apríl
F.F. heldur fund 25. þ.m. og þar
veröur frímerkjauppboö meö
margvíslegu frímerkjaefni, bæði
stökum frímerkjum og heilum serí-
um. Eins munu veröa þar margir
áhugaveröir stimplar og umslög
meö frímerkjum á. Þegar þetta er
skrifaö, hef ég ekki fengiö ( hendur
uppboösskrá, en hún er væntanleg
á næstu dögum. Geta menn fengiö
hana keypta hjá félaginu og eins í
frímerkjaverzlunum. Ef tími veröur
til, mun ég reyna aö greina nánar
frá uppboðsefninu í næsta þætti.
Ný frímerki 3. maí nk.
Póst- og símamálstofnunin hef-
ur tilkynnt útkomu næstu frímerkja
3. mat. Eru þaö hin árlegu Evrópu-
frímerki og aö venju tvö verögildi,
sem eru nú 350 og 450 aurar. Að
þessu sinni er sameiginlegt
„þema“ Evrópufrímerkjanna
„sögulegir atburöir“. íslenzku
merkin sýna landnám islands áriö
874, þegar Ingólfur varpar öndveg-
issúlum sínum fyrir borö, og svo
fund Vínlands, þar sem Leifur
heppni heldur á vínberjaklasa.
Merkin hefur Þröstur Magnússon
teiknaö, en þau eru prentuö í
Sviss.
Kílóvara
Póststjórnin hefur auglýst eftir
tilboöum í kílóvöru sína (notuö ís-
lenzk frímerki), og veröa þau aö
•hafa borizt fyrir 1. maí nk. í
ábyrgðarbréfi. Utanáskriftin er:
Frímerkjasalan, P.O. Box 1445,
121 Reykjavik. Þá skal merkja um-
slögin meö oröunum „Tilboð í kíló-
vöru“. Skýrt er frá því, aö lægsta
tilboð, sem tekiö var í fyrra, hafi
veriö 590 krónur. Síöan má ekki
gleyma því, aö innlendir safnarar
veröa aö greiða söluskatt ofan á
tilboösveröiö, en útlendingar
sleppa viö hann. Af þessu hefur
leitt, aö æ færri íslenzkir safnarar
hafa treyst sér til aö bjóöa í þessi
frímerki. Og í fyrra fór svo, að ein-
hverjir þeirra, sem buöu í og fengu
rétt til kaupa, sóttu ekki kílóvöru
sína, þegar til kom. Sat póststjórn-
in þá uppi meö eitthvaö óselt, en
þaö mun ekki hafa komið oft fyrir
áöur. Viröist mælirinn þá loksins
oröinn fullur. Ættu póstyfirvöld
þess vegna aö íhuga í fullri alvöru,
hvort ekki sé tími til kominn aö
freista þess aö létta þessum rang-
láta skatti af íslenzkum söfnurum.
Jón Aðalsteinn Jónsson
Síðasti þáttur, þar sem rætt var
um fyrstadagsumslög og verölagn-
ingu þeirra og söluhorfur, mun
hafa vakið nokkra athygli — og
þaö er vel. Raunar hefur mér
heyrzt á sumum, aö óhætt heföi
veriö aö taka enn dýpra í árinni að
vara menn viö aö kaupa mikiö af
slíku efni. Hér er því til aö svara,
aö ég held, aö nógu skýrt hafi ver-
iö komizt aö oröi og enginn þurfi
aö fara í grafgötur um álit mitt á
þessum umslögum og raunar alls
konar umslögum og stimplum af
ýmsu tilefni. Og mér þykir vænt
um, að margir eru sömu skoöunar
um þetta efni, þ.e. álíta þetta mjög
hæpna ráöstöfun fjármuna sinna,
ef ekki er um beina söfnun að
ræöa. Hitt er svo annað mál, aö
menn veröa sjálfir að ákveöa gerö-
ir sínar í þessu sem ööru, en þá
líka um leið vera búnir undir aö
taka meölæti eöa mótlæti eftir at-
vikum, þegar losa á sig viö þessa
hluti.
í sambandi viö skrif mín minntist
einn lesandi á það viö mig, en
hann er mjög kunnugur frímerkja-
málum, aö þarft gæti veriö aö vara
venjulega safnara viö ýmsum
„gildrum", sem leynast viö söfnun
íslenzkra frímerkja. Er þaö trúlega
rétt hjá honum. Hann vék m.a. aö
svokölluöum tollstimpluöum frí-
merkjum og eins frímerkjum, sem
hafa sannanlega veriö stimpluö
löngu eftir aö þau voru gengin úr
gildi til buröargjalds, og þvi miklu
veröminni en þau merki, sem bera
samtímastimpla. Vissulega má
lesa um þetta allt í ýmsum verðlist-
um og handbókum, en engu aö
síöur getur veriö rétt aö ræöa þaö
sérstaklega í þáttum þessum. Mun
ég íhuga þaö nánar síöar.
aldri meöal frímerkjasafnara hér-
lendis.
F.F. var stofnaö 11. júní 1957,
og stóöu aö stofnun þess 34
þekktir safnarar hér í Reykjavík.
Félagsmönnum fjölgaöi verulega
fyrstu árin, en síöar nokkru hægar.
Nú munu vera um 300 félagar
dreifðir víöa um land og sumir
búsettir erlendis. Aöalfundur F.F.
var haldinn fyrir nokkrum vikum og
stjórnin aö mestu endurkjörin.
Hana skipa nú: Páll H. Ásgeirsson
formaöur, Hugi Ármannsson vara-
formaöur, Magni R. Magnússon
gjaldkeri, Óskar Jónatansson rit-
ari, Ellen Sighvatsson, Hjalti Jó-
hannesson og Þórir Kristmunds-
son meöstjórnendur. Varamenn
eru Hlööver Jónsson og Ólafur
Jónsson.
Ákveöiö hefur veriö aö minnast
Horowitz
til London
London, 14. april. Al*.
VLADIMIR Horowitz, rússneski
pianósnillingurinn sem er 77 ára
og býr í New York, fer í fyrstu
hljómleikaferð sína til Evrópu i
30 ár í næsta mánuði.
Hann leikur í Royal Festival
Hall í London 22. maí að við-
stöddum Karli prins til styrkt-
ar konunglegu óperunni. Hann
lék síðast í London 19. okt.
1951. Hann leikur aftur í Lond-
on 29. maí og í París 13. og 20.
júní.
Hann kom síðast fram í
Bandaríkjunum 28. marz í
Washington og 28. febrúar í
Los Angeles.
Frímerki