Morgunblaðið - 22.04.1982, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982
Skattur á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði:
Samþykktur með 17
atkvæðum gegn 16
Pálmi og Friðjón með — Eggert Haukdal sat hjá
Sumargjöf til
Siglufjarðar
Siglufirði, 21. apríl.
SIGLUFJARÐARBÆR fékk góéa
sumarjijof í gærdau, þogar 150—180
skólabörn úr Barnaskóla Siglufjaróar
fóru um götur hæjarins ásamt fjórum
kcnnurum og hreinsuðu hann.
Börnin voru mætt út á götur
snemma í morgun vopnuð sópum og
sögðust ætla að gefa bænum þessa
hreinsun í siimargjöf. Börnin stóðu
sig með afbrigðum vel og hér er allt
annað um að litast á eftir.
— Fréttaritari.
Sóttu sjúkan
skipverja af
NATO-kafbáti
AÐ SÖGN Helga Ágústssonar, deild-
arsljóra í varnarmáladeild utanríkis-
ráðuneytisins, barst í fvrradag beiðni
frá NATO um, að Varnarliðið sækti
sjúkan skipverja af kafbáti eins aðild-
arríkjanna, sem var staddur um 40
sjómílur undan Austurlandi.
Flugvél og þyrla frá Varnarliðinu
fóru á staðinn og fluttu hinn sjúka í
sjúkrahús. Gekk aðgerðin sam-
kvæmt áætlun.
LOTHAR ('iesielski, sem hér á landi
er kunnur fyrir „áhuga“ á fálkaung-
um kom hingað til lands á þriðjudag
en fór af landi brott í gær eftir að
Útlendingaeftirlitið hafði afskipti af
ferðum hans. Lothar var handtekinn
hér á landi fyrir tæpum fjórum árum
ásamt foður sínum eftir að þeir feðg-
ar höfðu verið eltir víðs vegar um
landið i fimm daga. Astæða þess að
islenzk yfirvöld gjalda varhug við
ferðum þeirra feðga hingað til lands
er, að þeir eru kunnir víða um Evr-
ópu fyrir þjófnað á fálkaungum.
Útlendingaeftirlitið spurði
Ciesielski um ástæður farar sinn-
ar til íslands. Hann kvaðst hingað
kominn í frí. Kvaðst ætla að fara
til Þingvalla. Hins vegar fundust í
fórum hans kort af Vestfjörðum
u
, #
§
Skátar verða með flugdreka-
keppni í Elliðavogi i dag. Hér má
sjá þá æfa sig fyrir keppnina á
Arnarhól.
og Norðurlandi og vegakort. En án
nokkurra útskýringa ákvað Ciesi-
elski að fara af landi brott, þó ferð
hans hingað geti í engu talist
saknæm.
„Ciesielski hafði fullkominn
fjallabúnað í fórum sínum, en þeg-
ar hann var spurður hvað hann
hyggðist fyrir hér á landi, þá
hætti hann við áform um að ferð-
ast um landið. Ég held að einsýnt
sé, að Ciesielski hafi ætlað sér að
komast yfir fálkaegg en fálkinn er
byrjaður að verpa og kort, sem
hann hafði í fórum sínum, ná ein-
mitt yfir aðalútbreiðslusvæði
fálkans," sagði Ævar Petersen,
fuglafræðingur, í samtali við Mbl.
„Lothar Ciesielski kom hingað
STJÓRNARFRHMVARP um fram
lengingu sérstaks skatts á verzlunar-
og skrifstofuhúsnæði var samþykkt
frá fyrri þingdeild í gær, að viðhöfðu
nafnakalli, með 17 atkvæðum gegn
16, 1 sat hjá en 6 vóru fjarverandi.
Með frumvarpinu greiddu atkvæði
allir viðstaddir þingmenn Alþýðu-
bandalags og Framsóknarflokks, auk
Friðjóns pórðarsonar og Pálma
Jónssonar. Eggert Haukdal sat hjá.
Geir Hallgrímsson (S) vitnaði til
ummæla Steingríms Hermannsson-
ar, formanns Framsóknarflokksins,
í umræðu um stefnuræðu forsætis-
ráðherra 1980, þar sem hann taldi
þennan sérstaka skatt vafasaman,
enda legðu framsóknarmenn
áherzlu á niðurfellingu hans, sem
og orð Tómasar Árnasonar, ritara
Framsóknarflokksins, sem sagði í
til lands um sama tíma í fyrra og
var þá í 2—3 vikur. Stúlka kom
hingað til lands í fyrra og dvaldi
einn sólarhring og leikur grunur
á, að þau hafi smyglað eggjum úr
landi.
Þessi sama stúlka kom nú til
landsins og í hennar fórum fannst
veski, sem var sérstaklega ein-
angrað. Ég held að tilgangur far-
arinnar sé ljós; að stela fálkaeggj-
um. Og í þessu sambandi er vert
að minnast þess, að fyrir Alþingi
liggur nú frumvarp, sem m.a. ger-
ir ráð fyrir verulegri þyngingu
refsingar við stuldi á fálka og
eggjum og er mjög brýnt, að það
nái fram að ganga,“ sagði Ævar
Petersen.
þingræðu 1981, að þessi skattur
kæmi þunglega niður bæði á sam-
vinnu- og einkaverzlun, einkum í
strjálbýli, og þyrfti endurskoðunar
við. Ég spyr þessa ráðherra báða,
sagði Geir, hvort þeir séu sama
sinnis nú, og ef svo er, hversvegna
þeir standi þá að stjórnarfrumvarpi
um framlengingu skattsins? Ekki
skorti þá, að ég hygg, samstöðu af
hálfu ráðherra úr hópi sjálfstæð-
ismanna. Er þetta þá eitt dæmið
enn, þess efnis, að Alþýðubandalag-
ið beygir samstarfsaðila undir sinn
vilja.
Steingrímur Hermansson, sam-
gönguráðherra, sagði m.a., að sér
hefði virzt þensla í byggingu verzl-
unarhúsnæðis úr sögunni 1980, en
síðar hafi komið í ljós, að svo væri
ekki. Hann hefði því sætzt á fram-
lengingu skattsins. Tómas Árnason,
viðskiptaráðherra, sagðist hinsveg-
ar enn sömu skoðunar og þá er fyrri
orð hans vóru töluð, að þessi skatt-
ur, sem mismunaði atvinnugrein-
um, væri ranglátur, en í stjórnar-
samstarfi yrði að taka tillit til sam-
starfsaðila. Við náðum fram lækk-
un á launaskatti en ekki niðurfell-
ingu þessa skatts.
Geir Hallgrímsson (S) sagði skatt
þennan ganga gegn efnislegri
niðurstöðu í áliti starfsskilyrða-
nefndar, þó hún fjallaði ekki sér-
staklega um verzlunarrekstur, þ.e.
nauðsyn á jafnstöðu atvinnugreina.
Skatturinn hefði valdið því, að hús-
næði í verzlunarsamstæðum væri
nýtt til annars en verzlunarþjón-
ustu, þ.e. hin mismunandi sköttun
húsnæðis. Þessi skattur, til viðbót-
ar óhóflegri hækkun fasteignamats
og sköttun húsnæðis í miðbænum í
Reykjavík, væri meðvirkandi í því,
Skoðanakönnun DV:
Helmingur
AF ÞEIM helmingi, sem tók afstöðu í
skoóanakönnun Ilagblaðsins & Vísis
um helgina um fylgi borgarstjórnar-
flokkanna, sögðust 66% styðja Sjálf-
stæðisflokkinn, 10,1% Alþýðubanda-
lagið, 9,8% kvennalistann, 9% Alþýðu-
Geir Hallgrímsson
að slæva þann mikilvæga borgar-
hluta. Mismunun í sköttun húsnæð-
is, eftir notkun, byði og upp á spill-
ingu. En skatturinn kæmi máske
ekki sízt við strjálbýlisverzlun, sem
talin væri berjast í bökkum.
Albert Guðmundsson (S) sagði
skattinn ekki bara ranglátan, held-
ur stórhættulegan. Það skapaði
ekki ný atvinnutækifæri að þrengja
að einstökum atvinnugreinum.
Framsóknarráðherrar segðu sam-
vizku sína mæla gegn þessum
skatti, en þó segðust þeir standa
með honum, til að þóknast Alþýðu-
bandalaginu. Þetta eru stór orð og
stórfurðuleg afstaða, það að selja
samvizku sína fyrir völd. Fram-
sóknarmenn ættu að taka höndum
saman við sjálfstæðismenn og fella
þetta frumvarp. Margir fleiri tóku
til máls og verður vikið nánar að
umræðunni á þingsíðu Mbl. síðar.
óákveðinn
flokkinn og 4,9% Framsóknarflokkinn.
í skoðanakönnuninni voru 600
manns spurðir, hvaða lista þeir
myndu kjósa, ef borgarstjórnarkosn-
ingar færu fram þann daginn. Af
þessum 600 sögðust 36,3% vera
óákveðnir og 16% svöruðu ekki, en
31,5% sögðust myndu kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn. 4,8% sögðust myndu
kjósa Alþýðubandalagið, 4,6%
kvennalistann, 4,3% lista Alþýðu-
flokksins og 2,3% sögðust myndu
kjósa Framsóknarflokkinn.
í síðustu borgarstjórnarkosning-
um fékk Sjálfstæðisflokkurinn
47,4% atkvæða og 7 borgarfulltrúa,
Alþýðubandalagið 29,8% atkvæða og
5 borgarfulltrúa, Alþýðuflokkurinn
13,4% og tvo borgarfulltrúa og
Framsóknarflokkurinn 9,4% og einn
borgarfulltrúa.
Nefnd á Seltjarnarnesi
um erlent sjónvarpsefni:
Möguleiki á mót-
töku efnis frá
þremur aðilum
SÉRSTÖK nefnd á vegum bæjarstjórn-
ar SeltjarnarnoNK, sem hefur að undan-
förnu kannað möguleika á móttöku
sjónvarpsefnis frá erlendum stöðvum,
hefur komÍNt að þeirri niðurstöðu að
mögulegt verði að ná þremur erlendum
sendingum á íslandi gegnum gervi-
hnött.
í Seltirningi, blaði sjálfstæð-
ismanna á Seltjarnarnesi, kemur
fram í frétt sem höfð er eftir Júlíusi
Sólnes formanni sjónvarpsnefndar-
innar, að mögulegt verði að ná send-
ingum frá Nordsat-gervihnettinum,
bresku sjónvarpi og sendingum frá
hnetti er skotið verður upp 1984, en
um hann fer valið efni frá flestum
sjónvarpsstöðvum í Evrópu.
Enginn mælti meÖ því aö
fella íslenzka ákvæðið út
Krá Kyjóin Konrárt Jónssyni,
New Vork, 21. apríl.
í ALMENNUM umrædum hér á
hafréttarráðstefnunni, þar sem full-
trúar um 90 þjóða tóku til máls,
mælti cnginn beint með tillögu
Zaire um að fella burt 71. grein
uppkastsins að hafréttarsáttmála,
íslenzka ákvæðið svonefnda. Flestir
eru sammála þeim sjónarmiðum ís-
lendinga að ekki eigi að hrófla við
tcxtanum varðandi málefni annarr-
ar nefndar og því ætti ekki að þurfa
að óttast breytingar, sem skerða
myndu fiskveiðiréttindi okkar.
Ilans G. Andersen telur að samn-
ingsuppkastið verði samþykkt með
þeim hætti, sem okkur sé nægilegt.
Maraþonumræður hafa staðið
yfir á allsherjarfundum hafrétt-
arráðstefnunnar og augljóst að
margar ræður hafa verið fluttar
fyrir heimamarkað. Hafa full-
trúarnir verið að sýna, að til hins
síðasta hafi þeir reynt að koma
fram hagsmunamálum þjóða
sinna. Flestir hafa þó lagt
— í almennum
umræðum á haf-
réttarráðstefnunni
áherzlu á, að málefni varðandi
efnahagslögsöguna séu útkljáð og
margir hafa skorað á þá, sem
flutt hafa breytingartillögur, þar
á meðal um brottfellingu 71.
greinar, að draga tillögurnar til
baka.
Hans G. Andersen, sem sæti á í
11 manna samninganefndinni,
hefur eftirfarandi að segja um
horfurnar nú: „Forsetinn, Tommy
Koh, stjórnar nú erfiðum samn-
ingaviðræðum um auðævi hafs-
botnsins í samráði við 11 manna
sáttanefndina og eru stöðugar
viðræður, annars vegar við 77
ríkja hópinn og hins vegar iðnrík-
in, það er Bandaríkin, Bretland,
Beigíu, Þýzkaland, Frakkland, ít-
alíu og Japan auk Rússlands og
Fndlands.
Þróunarríkin tóku þá afstöðu,
að vilja ekki tala um nema eitt
atriði í einu og því hefur mest
allur tíminn undanfarið farið í að
ræða fjárfestingu þá, sem frum-
kvöðlar á sviði vinnslu þessara
auðæfa hafa þegar lagt í eða hafa
á prjónunum. Er þar aðallega
fjallað um nánari ákvæði um
réttindi þeirra og skyldur, eink-
um í sambandi við stærð vinnslu-
svæða og fjármálaskuldbind-
ingar. Af hálfu iðnaðarríkjanna
er lögð áherzla á að ræða ýmis
önnur atriði, svo sem samsetn-
ingu alþjóða hafsbotnsráðsins og
ákvarðanatöku þar, endurskoðun
samningsins um miðlun tækni-
þekkingar og svo framvegis. Hins
vegar gerir starfsáætlunin hér
ráð fyrir því, að föstudaginn 23.
þessa mánaðar skuli allsherjar-
fundur taka ákvörðun um það,
hvort allt, sem hægt er, hafi verið
gert til að ná samkomulagi, en
þegar slík ákvörðun liggur fyrir,
er ekki um annað að ræða en að
greiða atkvæði um það, sem kann
að standa eftir.
Á föstudaginn mun forsetinn
leggja fyrir fundinn tillögur í
þessu efni og ef hann telur sig
þurfa meiri t.íma til að ná frekara
samkomulagi, er hugsanlegt að
ofangreindri ákvörðun verði
frestað í nokkra daga.“
Aðspurður um endalok ráð-
stefnunnar sagði Hans: „Ég held
að það sé vaxandi fylgi fyrir því
að komast hjá atkvæðagreiðslum
um einstakar greinar sáttmálans
og þá er um tvennt að ræða, ann-
aðhvort verði samningsuppkastið
samþykkt án atkvæðagreiðslu
eða borið upp í heild. Það yrði þá
samþykkt með yfirgnæfandi
meirihluta. Það væri okkur nægi-
legt en hins vegar lítið gagn að
því hvað alþjóða hafsbotnssvæðið
varðar, ef iðnaðarþjóðirnar væru
ekki með. Þess vegna eru nú gerð-
ar úrslitatilraunir til að sætta
sjónarmiðin.
Kunnur fálkaþjófur hér á landi:
„Hefur ætlað sér að
komast yfir fálkaegg“