Morgunblaðið - 22.04.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982
13
Sumardagurinn fyrsti:
Skrúðgöngur,
flugdrekakeppni
og trúðar
— meðal dagskráratriða skátanna
HÉR FARA á eftir nokkrar upplýs-
ingar um hátíöahöld sumardagsins
fvrsta á nokkrum stöðum á landinu,
en yfirleitt eru það skátafélög sem
hafa veg og vanda af skipulagningu
þessara hátíðahalda.
Reykjavík
Að venju eru skrúðgöngur ómiss-
andi þáttur dagsins. Hefjast þær kl.
13:30 og eru sem hér segir: Frá fé-
lagsheimilinu Árseli í Árbæjar-
hverfi, Verslunarmiðstöðinni
Grímsbæ við Bústaðaveg, Breið-
holtsskóla, Hólabrekkuskóla, þar
sem gengið verður um hverfið og
síðan ferðast með sérstökum auka-
vögnum SVR niður á Elliðaáa-
hólma, en þar fara aðalhátíðahöldin
fram, Ölduselsskóla, þar sem sami
háttur er á og frá Hólabrekkuskóla.
Göngunum stjórna skátar og
verður fánaborg fyrir hverri göngu,
trúðar og aðrir sprellikarlar fylgja
og lögreglan er til aðstoðar göngu-
mönnum. En aðalhátíðahöldin fara
sem fyrr segir fram í hólmanum við
Elliðaárnar og þar gerist m.a.:
Flugdrekakeppnin 1982, fyrsta
keppni sinnar tegundar hérlendis og
er keppt í 2 flokkum: barnaflokki og
pabbaflokki. Keppt verður í þessum
greinum: Stærsti flughæfi flugdrek-
inn, minnsti flughæfi flugdrekinn,
fallegasti heimatilbúni, frumlegasti,
hæstfljúgandi og fallegasta flugið.
Þá verður mikið um leiki og söngva
og allir fá að taka þátt í póstakeppn-
inni. Þar eiga menn að leysa ýmsar
þrautir, þungar sem léttar. Boðið
verður upp á „stóru-þrautabraut-
ina“ og „litlu-þrautabrautina“.
Varðeldur verður kveiktur og þar
verða skátar með leikþætti, þeir
ætla að sýna tjaldbúðalíf skáta, en
þessi félög eru Arbúar, Garðbúar,
Hafernir, Segull, Skjöldungar og
Urðarklettur.
ísafjörður
Skátar taka þátt í skátamessu,
sem haldin verður í ísafjarðarkirkju
og hefst kl. 9. Geirþrúður Charles-
dóttir safnaðarsystir og skátarnir
hafa skipulagt messuna, en sr.
Kristinn Ág. Friðfinnsson á Suður-
eyri prédikar. Að lokinni messu
verður gengið fylktu liði frá kirkju
og niður í bæinn og endar skrúð-
gangan síðan við hús Landsbanka
Islands. Síðdegis eru kvenfélagskon-
ur með kaffisölu.
Meðal dagskráratriða skáta í Reykja-
vík er sérstök flugdrekakeppni í Ell-
iðaáahólminum.
Þá er einnig ráðgerð í dag
svonefnd Fossavatnsganga, sem er
árleg skíðaganga, um 20 km.
Garðabær
Skátafélagið Vífill í Garðabæ
gengst fyrir hátíðahöldum sumar-
dagsins fyrsta þar að venju. Hátíða-
höldin verða með hefðbundnum
hætti og hefjast með skátamessu í
Garðakirkju klukkan 11 fyrir há-
degi. Klukkan 14.00 verður svo geng-
ið í skrúðgöngu frá gatnamótum
Karlabrautar og Hofstaðabrautar
að skátaheimilinu. Þar verður fána-
hylling, en að henni lokinni verður
ýmislegt gert til skemmtunar.
Skátaheimilið verður opið og verður
hægt að fá kaffiveitingar þar.
Akureyri
Skátar safnast saman á Strand-
götu og ganga þaðan í skrúðfylkingu
til kirkju. Þar hefst skátamessa
klukkan 11 þar sem Ingólfur Ár-
mannsson fræðslustjóri prédikar,
en séra Þórhallur Höskuldsson
þjónar fyrir altari. Hestamenn, sem
oft hafa farið hópreið um bæinn á
sumardaginn fyrsta, munu í þetta
sinn fresta henni til laugardagsins
og fara þá ekki um bæinn heldur inn
að Hrafnagili. Munu þeir drekka
þar kaffi og fagna sumri.
Hafnarfjörður
Skrúðganga sem skátar standa
fyrir hefst við skátaheimilið kl. 10
og verður gengið til Þjóðkirkjunnar
þar sem messa hefst kl. 11. Skátar
verða einnig með fánaborg við úti-
guðsþjónustu sem verður á Víði-
staðatúni og hefst kl. 14. Þá er að
venju ráðgert víðavangshlaup.
í Vatnaskógi gefst drengjunum kostur á hvers kyns leikjum og starfí úti
inni, en í sumar er ráðgert að þar dvelji 10 flokkar.
r
Arleg kaffísala
Skógarmanna KFUM
sem
ÁRLEG kaffísala Skógarmanna
KFIJM verður í húsi KFIJM og K við
Amtmannsstíg í Reykjavík í dag,
sumardaginn fyrsta. Stendur hún yf-
ir milli kl. 14 og 17—18 og um
kvöldið kl. 20:30 verður sérstök
samkoma þar sem m.a. verður greint
frá starfí Skógarmanna i Vatna-
skógi.
Innritun í sumarbúðirnar í
Vatnaskógi er nú hafin og fer hún
fram á aðalskrifstofu KFUM og K
í félagshúsinu við Amtmannsstíg.
Fyrsti dvalarflokkur drengjanna
fer í Vatnaskóg 28. maí. Alls eru
skipulagðir 10 flokkar og endar
sumarstarfið síðustu helgina í ág-
ústmánuði. Er þá ráðgert að bjóða
elstu drengjunum er dvalist hafa í
Skóginum í sumar að dvelja þar
eina helgi.
Rauðavatnssvæðið á sprungu-
sveimi Reykjanesskaga
Á kortinu sjást sprungu-
sveimar á Reykjanesskaga.
Rauðavatnssvæöið, þar sem
vinstri meirihlutinn í borg-
arstjórn Reykjavíkur vill að
framtíðarbyggð borgarinnar
rísi, er á elsta hluta
sprungusveims, sem liggur
til norðausturs og er fram-
hald á virku umbrotasvæði
á Reykjanesskaga, Krísu-
víkursvæðið. Ekkert bendir
til að eldsumbrotum sé lok-
ið á Reykjanesskaga og er
mjög líklegt að við umbrot
þar verði hreyfingar á
sprungum á Rauðavatns-
svæðinu, einkum ef um-
brotin eiga upptök sín á
Krísuvíkursveimnum. Þess-
ar upplýsingar koma fram í
jarðfræðilegri greinargerð,
sem lögð var fram í fram-
kvæmdaráði Reykjavíkur-
borgar í gær.
^ára
abyrgð
fyrirfö/ksemgerirkrtífur!
Kalmar
Kalmar innréttingarh.f,, Skeifunni8,108 Reykjavík, slmi 82011