Morgunblaðið - 22.04.1982, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982
Mótmæla
sætaskipan
Kómahor)!, 21. apríl. Al’.
FLESTIR hryðjuverkamennirnir
sem grunaðir eru um að hafa verið
viðriðnir morðið á Aldo Moro fyrr-
um forsætisráðherra, mættu ekki til
réttarhaldanna í dag í mótmæla-
skyni við sætaskipan í réttarsalnum.
Dómari í máli hryðjuverka-
mannanna sagði sakborninga ekki
skylduga til að vera viðstaddir
réttarhöld. Flestir hryðjuverka-
mannanna 63ja neyttu þessa rétt-
ar, þar sem þeir sættu sig ekki við
sætatilhögun í búrunum sem þeir
eru hafðir í við réttarhöldin, og
einnig vildu þeir með þessu mót-
mæla viðurvist lögreglumanna í
réttarsalnum. Hyggjast hryðju-
verkamennirnir ekki mæta fram-
ar við réttarhöldin ef þeir fá ekki
sjálfir að velja í hvaða klefa járn-
búrsins þeir setjast í, en alls er
búrinu stíað upp í fimm hólf.
Schmidt reynir að lægja
öldur ágreinings í flokknum
Miínchen, 21. apríl. Al'. viðeigandi fjölda bandarískra vopna skotmörk víðs vegar í Vestu
IIKLMIJT Schmidt kan/.lari revndi að í Rvrnnn pf pntrinn árAnirnr vrði -if Rvrnnn
Lögregluþjónn leysir handjárn eins
helzta leiðtoga hryðjuverkamanna
Kauðu herdeildanna, Antonio Sa-
vasta. Hryðjuverkamennirnir eru
jafnan hlekkjaðir við járnbúrið, þeg-
ar þeir mæta til réttarhaldanna.
Miinchen, 21. apríl. Al*.
IIKLMUT Schmidt kanzlari reyndi að
ná samstöðu í flokki sínum um kjarn-
orkustefnu Atlantshafsbandalagsríkja
á þingi Dokksins á þriðjudag, og varði
fyrir andstæðingum hennar, að nýjum
handarískum kjarnorkuvopnum yrði
komið fyrir í Kvrópu með því að minna
á „sovézku vigvélarnar", sem beint
væri að Þjóðverjum.
Schmidt hvatti mótherja sína til
að endurskoða hug sinn. Hann lagði
áherzlu á andstöðu sína við einhliða
bann vestrænna ríkja við fram-
leiðslu kjarnorkuvopna, sem hann
sagði mundi færa Sovétríkjunum
mikla yfirburði í kjarnorkuvígbún-
aði í Evrópu.
Schmidt sagði í þessu sambandi,
að því aðeins væri hægt að vænta
árangurs af viðræðum Bandaríkja-
manna og Rússa um takmörkun
kjarnorkuvígbúnaðar, ef Rússum
yrði gert ljóst að komið yrði fyrir
viðeigandi fjölda bandarískra vopna
í Evrópu ef enginn árangur yrði af
viðræðunum fyrir árslok 1983.
Hafnaði Schmidt boði Rússa um
stöðvun vopnaframleiðslu af þeirra
hálfu, því það væri aðeins bragð til
að reyna að koma í veg fyrir stað-
setningu bandarísku flauganna.
„Þess geta Rússar ekki vænst öðru
vísi en þeir fækki SS-20 flaugunum,
vígvélunum sem beint er að okkur,"
sagði Schmidt. Hann sagði það
brýnasta hagsmunamál Þjóðverja,
að Rússar fækkuðu SS-20 kjarn-
orkuflaugunum, sem beint er á
skotmörk víðs vegar í Vestur-
Evrópu.
Schmidt höfðaði mjög til flokks-
einingar í ræðu sinni og minntist
fremur fyrri afreka flokksins en að
fjalla um framtíðarstefnu. Sérfræð-
ingar segja ræðuna hafa fallið í góð-
an jarðveg og ætti hún líklega eftir
að leiða til þess að öldur ágreinings
lægði og sundrung í flokknum
minnkaði.
Þannig var Erhard Eppler, einn
helzti gagnrýnandi Schmidts, stillt-
ari í ræðu sinni og hógværari en
endranær.
SINDRA
STALHE
Fyrirliggjandi í birgðastöð
ÁLPLÖTUR
(ALMg3) Sæ- og seltuþolnar.
Hálfhart efni í þykktum
frá 0,8 mm — 6,0 mm.
Plötustæröir 1250 mm x 2500 mm.
Matvæli og benzín
hamstrað í stór-
um stíl í Noregi
Borgartúni31 sími27222
» ■
U
Osló, 2I. april. AP.
MIKH) hamstur matvæla og benzíns
einkenndi norskt þjóðlíf í dag, þegar
almenningur gerði sér Ijóst, að verk-
fall samgönguverkamanna, sem hófst
á þriðjudag, gæti orðið langvinnt.
Kkkert benti til að stjórn Kaare
Willochs mundi skerast í leikinn og
binda endi á verkfallið með því að
vísa deilunni til gerðardóms.
Um gjörvallan Noreg mynduðust
langar biðraðir við benzínstöðvar,
og voru yfir eitt þúsund bílar í
sumum þeirra, einkum í höfuð-
borginni. Af þessum sökum tæmd-
ust geymar hverrar stöðvarinnar á
eftir annarri, enda keypti fólk
benzín á tunnur og flöskur í stórum
stíl.
„Segja má að Noregur sé nú ein
stór benzínsprengja," sagði
Dagbladet í stórri fyrirsögn, þar
sem sagði frá benzínhamstrinu.
Sagði blaðið kjallara og geymslur
allar fullar af flöskum eða tunnum
af benzíni, og eldhætta því gífurleg.
Biðraðir mynduðust ekki aðeins
við benzínstöðvar, heldur einnig í
stórmörkuðum. Greip um sig al-
gjört kaupæði og seldust ýmsar
nauðsynja- og hreinlætisvörur upp
á skömmum tíma í mörgum verzl-
ana.
Við verkfallið stöðvaðist öll
vöruafgreiðsla í skipahöfnum, en
Tvátta léttir heimilsstörfin.
Tvátta er milt og ilmurinn f rábær.
80dl n*.pö«-‘hw,",!'
-rU*\
80 dl
ÍSrlÍa
'mzsz
Æil
( eORCARHELLA )
SIMI 11660
farþegaflutningar lögðust ekki
niður. Flugsamgöngur og lestar-
samgöngur voru með eðlilegum
hætti. Hins vegar var búizt við ein-
hverri röskun á flugáætlunum í
innanlandsflugi á fimmtudag.
Ferðir almenningsvagna í einka-
eign lögðust niður, en samgöngu-
fyrirtæki í eign ríkis eða bæja
störfuðu með eðlilegum hætti. Bú-
izt er við talsverðri röskun á dreif-
ingu olíu og benzíns frá olíufélög-
Sovéskur
njósnari
rekinn frá
Svíþjóð
Stokkhólmi, 21. apríl. AP.
SÆNNKA utanríkisráðuneytiö vísaði
í gær úr landi vararæðismanni Sov-
étríkjanna, Albert Liepa, og var hon-
um gefið að sök að hafa stundað
njósnir í Svíþjóð.
Talsmaður utanríkisráðuneytis-
ins, Magnus Faxen, sagði, að sendi-
fulltrúi sovéska sendiráðsins hefði
verið kvaddur í ráðuneytið og hon-
um sagt, að Liepa yrði að fara af
landi brott tafarlaust. „Með tilliti
til þeirra upplýsinga, sem við höfð-
um frá sænsku öryggislögreglunni,
höfðum við ærna ástæðu til að reka
hann á stundinni," sagði Faxen.
Albert Liepa starfaði í sovéska
sendiráðinu í Stokkhólmi á árunum
1971—74 og kom aftur 1978 sem
vararæðismaður. Hann er Letti að
þjóðerni og hafa njósnir hans eink-
um beinst að samtökum útlægra
landa hans í Svíþjóð, að því er
Magnus Faxen sagði.
19 tilfelli af gin-
og klaufaveikinni
Kaupmannahöfn. 21. apríl. Al*.
NÍTJÁNDA tilfellið af gin- og klaufa-
veikinni kom upp á bæ á Fjóni i dag
og öllum bústofninum, 32 grisum og
10 nautgripum, var slátrað samstund-
is. Fjón er nú allt talið sýkt svæði og
miklar varúðarráðstafanir viðhafðar
á eyjunni.
Að sögn dr. Erik Stougaards, yf-
irdýralæknisins í Danmörku, er
ástandið af völdum veikinnar enn
„mjög alvarlegt" en hann segir það
þó góðs viti, að ekki hafa komið upp
ný tilfelli á Suður- og Austur-Fjóni
síðasta hálfa mánuðinn, en þar
varð veikinnar fyrst vart. Danskir
kúabændur hafa lagt mjög hart að
yfirvöldum að hefja allsherjarbólu-
setningu en dýralæknar vara ein-
dregið við því á þessu stigi. Segja
þeir, að bólusetning kynni að vísu
að bjarga nautgripunum en þeir
yrðu þá bara smitberar, sem hæg-
lega gætu lagt svínastofninn að
velli en hann er miklu næmari
fyrir veikinni.