Morgunblaðið - 22.04.1982, Page 17

Morgunblaðið - 22.04.1982, Page 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982 17 fttttgmifrliifrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- aistræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö. Skattastefnunni verður að breyta Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur lagt fram frumvarp til breyt- inga á gildandi skattalögum, sem felur í sér, ef samþykkt verður, um 450 milljóna króna lækkun á tekjusköttum og eignasköttum. Miðað við skattvísitölu 1982, sem ekki er í samræmi við tekjuþróun milli áranna 1980 og 1981, eru skattar hinsvegar vanáætlaðir á fjár- lögum ársins um 150 m.kr. Niðurskurðarvandinn vegna þessarara skattaiækkana er því nálægt 300 m.kr., sem er hliðstæð upphæð og aukning niðurgreiðslna, sem ríkisstjórnin áformar á þessu ári. For- dæmi eru og fyrir því að iaunþegasamtök meti skattalækkun til lækkunar á verðbótum launa, en það gerðist í desember 1978, og ekki er úr vegi, að ríkisvaldið ræði slíkan möguieika við launþegasamtök- in, að lækka skatta, a.m.k. að hluta, í stað þeirrar hrikalegu aukning- ar niðurgreiðslna sem í farvatninu virðast. Sjálfstæðismenn hafa jafnframt tjáð sig reiðubúna til samstarfs í fjárveitinganefnd og á Alþingi um að skera niður ríkisútgjöld í því skyni að ná fram skatta- lækkunum. Þau grundvallarsjónarmið, sem koma fram í skattafrumvarpi sjálfstæðismanna, eru þessi: • Jaðarsköttum sé stilit svo í hóf að þeir lami ekki vinnuframlag og athafnaþrá manna. Skattar til ríkisins af síðustu tekjum fari ekki fram úr 40% og verði því ekki hærri en rúmlega 50% að meðtöldu útsvari. Að óbreyttu geta jaðarskattar orðið sem hér segir: tekju- skattur 50%, útsvar 12%, sjúkratryggingargjald 2% og nýr skyldu- sparnaður 6%, ef samþykktur verður, eða samtals um 70% af síðustu tekjum. • Tekjuskattar af almennum launatekjum verði felldur niður. • Eignaskattar verði stórlega lækkaðir þann veg, að skattstigar og skattleysismörk verði færð í sama horf og þau vóru 1977, áður en vinstri stjórnin 1978 kom til sögunnar. • Fólk verði hvatt til beinnar þátttöku í atvinnulífinu með því að skattleggja arð af hlutabréfum á hliðstæðan hátt og annan sparnað, t.d. í formi ríkisskuldabréfa. Atvinnulíf verði örvað með því að létta af sköttum og lækka skattstiga í 53% af félögum, eins og var þegar sjálfstæðismenn báru ábyrgð á ríkisfjármálum. Frá haustinu 1978 hafa nýir og hækkaðir skattar, mældir á verðlagi fjárlaga 1982, komizt í 929.000 nýkrónur, sem jafngildir rúmlega 20.000 nýkrónum eða 2ja milljóna gamalkróna viðbótarálögum á hverja 5 manna fjölskyldu. Verði framlagt skyldusparnaðarfrumvarp samþykkt ráðstafar ríkisvaldið 70 af hverjum 100 aflakrónum af síðustu tekjum fólks. Sveinn Jónsson, löggiltur endurskoðandi, skrif- ar grein um skattaskriðið í Morgunblaðið í gær þar sem hann fjallar m.a. endurteknar afturvirkar álögur, skyldusparnað o.fl., sem dæmi um réttleysi skattgreiðenda, og háa eigna- og fasteignaskatta, sem neytt geti fólk, t.d. eftirlifandi maka, til að selja íbúð — og gangi gegn friðhelgi eignaréttarins. Orðrétt segir Sveinn: „Þrátt fyrir alla al- menna réttarvernd í vestrænum þjóðfélögum er allt of margt sem rennir stoðum undir þá staðhæfingu, að skattgreiðandanum megi líkja við réttlaust dráttardýr." Ofsköttunarstefnan dregur úr vinnuframlagi, framtaki og verð- mætsköpun og þar með úr lífskjörum, er til lengdar lætur. Þessa sér þegar stað í íslenzku þjóðfélagi. Meir en tímabært er að snúa af þessari óheiilabraut. Frumvarp sjálfstæðismanna um skattalækkanir vísar veginn til hinnar réttari áttar. Hinn almenni borgari verður að brjóta ísinn fyrir það sjónarmið, sem frumvarpir geymir. Sumardaguriim fyrsti Sumardagurinn fyrsti á sterkari hljómgrunn í hjörtum íslendinga en flestir aðrir hátíðisdagar. Landbúnaðurinn, sem brauðfæddi þjóðinna að mestu frá landnámi fram um og yfir síðustu aldamót, var — og er — háður árferði, sumri og sól. Þessvegna var sumardagurinn fyrsti ekki aðeins tákn nýs lífs í umhverfi fólks, heldur jafnframt þeirrar undirstöðu er líf og afkoma þjóðarinnar hvíldi á. Enn í dag er vorkoman bezti sállæknir íslenzkrar þjóðar, hvati bjartsýni og gleðigjafi í hugum allra, borgarbarnsins engu síður en hins, er í sveitinni býr. Fáir hafa lýst vorkomunni eða hughrifum hennar betur en borgar- og þjóðskáldið Tómas Guðmundsson, sem ekkert leit fegurra en vorkvöld í Vesturbænum. Hann heyrði jafnvel og sá gamla símastaura syngja í sólskininu og verða græna aftur. Þannig vekur vorið líf og list í þjóðarsálinni. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleði- legs sumars! Hér fer á eftir í heild ræða dr. Jóhannesar Nordals, formanns bankastjórnar Seðlabankans, á árs- fundi bankans í gær: Mér er það ánægja að bjóða yður öll velkomin á þennan 21. ársfund Seðlabank- ans, en eins og bankaráðsformaður hefur þegar greint frá staðfesti viðskiptaráð- herra í dag ársreikning bankans fyrir árið 1981. Jafnframt liggur nú fyrir ársskýrsla bankans, þar sem er að finna rækilegar upplýsingar um þróun efnahagsmála á hinu liðna ári, en þó einkum þá þætti, svo sem peninga- og lánsfjármarkað og gjald- eyrismál, er sérstaklega varða starfsemi Seðlabankans. Formaður bankaráðsins hefur þegar rætt um reikninga bankans og afkomu á síðastliðnu ári, en ég mun nú fyrir bankastjórnarinnar hönd fjalla um helztu þætti í þróun efnahagsmála á síð- astliðnu ári og ræða nokkur þeirra vanda- mála, sem við blasa í stjórn efnahagsmála um þessar mundir. Heimsbúskapur í lægð Þegar litið er yfir þróun efnahagsmála að undanförnu á alþjóðavettvangi, er fáa sólskinsbletti að sjá. Enn er heimsbúskap- urinn fastur í þeirri lægð, er hann komst í á árinu 1980 í kjölfar olíuverðshækkan- anna, sem þá voru nýgengnar yfir. Þær vonir um afturbata, sem menn ólu í brjósti um þetta leyti á síðastliðnu ári, hafa hingað til að engu leyti rætzt. Þvert á móti seig enn á ógæfuhlið á síðara helmingi ársins í fyrra, einkum vegna mikils sam- dráttar í efnahagsstarfsemi í Bandaríkj- unum. Og jafnvel þótt ýmsir búist við hægum bata á síðara helmingi þessa árs, virðist nú allt benda til þess, að árið 1982 verði þriðja árið í röð, er einkennist af efnahagslegri stöðnun og vaxandi atvinnu- leysi. Jafnframt hafa vextir á alþjóða- mörkuðum verið óvenjulega háir og óstöð- ugir, og sveiflur í gengi milli helztu gjald- miðla heimsins meiri en nokkru sinni fyrr. Hefur hvort tveggja haft mjög neikvæð áhrif bæði á þróun alþjóðaviðskipta og fjárfestingu. Þótt hinn mikli vandi, sem nú er við að etja í efnahagsmálum hvarvetna í heimin- um, hafi siglt beint í kjölfar hinna miklu hækkana olíuverðlags á árunum 1978—1980, er orsakanna augljóslega ekki eingöngu þar að leita. Það sem einkennir þá hagsveiflu, sem nú er að ganga yfir, er ekki fyrst og fremst, hversu djúp lægðin hefur verið, heldur miklu frekar lengd samdráttartímabilsins, sem nú er búið að standa á þriðja ár og ekki sér enn örugg- lega fyrir endann á. Um orsakir þeirra vandamála, sem hér er við að stríða og einkennast af stöðnun eða samdrætti í framleiðslustarfsemi, rótgróinni verðbólgu og jafnvægisleysi í alþjóðagreiðsluviðskiptum, hefur margt verið rætt og ritað, og fer því fjarri, að jafnvel fræðimenn séu á eitt sáttir um skilgreiningu vandans, hvað þá um leiðir til úrlausnar. Jafnframt því sem þeirri skoðun hefur vaxið fylgi, að óhjákvæmi- legt sé að beita ströngu aðhaldi um aukn- ingu peningamagns, ef takast eigi að draga úr verðbólgu, hefur á hinn bóginn reynzt torsótt bæði að hemja aukningu ríkisút- gjalda, einkum vegna vaxandi félagslegra útgjalda, og að draga úr áframhaldandi launahækkunum. Þótt tekizt hafi með að- haldssamri stefnu í peningamálum að draga nokkuð úr verðbólgu meðal hinna helztu iðnaðarríkja, hafa þessar mótsetn- ingar í hagstjórn komið fram í þrenging- um og háum vöxtum á lánsfjármörkuðum, versnandi afkomu atvinnufyrirtækja og samdrætti í atvinnu. Við þessi vandamál, er varða almenna stjórn efnahagsmála, bætast svo alvarleg iðnþróunarvandamál, einkum í hinum eldri iðnaðarríkjum, þar sem atvinnustarfsemina hefur vantað sveigjanleika til þess að aðlaga sig sí- breytilegum samkeppnisaðstæðum, sem stafa bæði af örum tæknibreytingum og aukinni samkeppni frá nýiðnvæddum ríkj- um. Þegar litið er til eðlis þeirra vandamála, sem við er að glíma, og stefnu þeirra ríkja, sem mestu ráða um þróun efnahagsmála í heiminum, er full ástæða til þess að óttast, að leiðin upp úr öldudalnum reynist bæði löng og seinfarin. Hið alvarlega ástand og horfur í efna- hagsmálum umheimsins, sem ég hef nú lýst, varðar þróun þjóðarbúskapar íslend- inga með margvíslegum hætti, enda eiga þeir við mörg hin sömu hagstjórnarvanda- mál að glíma og aðrar þjóðir, þótt þau hafi lýst sér með nokkuð öðrum hætti en víðast annars staðar. Hér á landi hefur verðbólga verið margfalt meiri en í flestum nálægum löndum, en framleiðslustarfsemi aftur á móti blómlegri og atvinnuástand með Dekkri mynd en áður blasir nú við Ræða dr. Jóhannesar Nordals, formanns bankastjórnar Seðlabankans, á ársfundi bankans í gær bezta móti. Margt bendir hins vegar til þess, að verulegar breytingar séu að verða á framleiðsluþróun hér á landi og horfurn- ar framundan í þeim efnum tvísýnni en þær hafa verið um langt skeið. Gefur efna- hagsþróunin á síðastliðnu ári sterka vís- bendingu í þessa átt. Samdráttur í fram- leiðslu sjávarafurða Þegar litið er yfir árangur efnahags- stjórnar á liðnu ári, skiptir mjög í tvö horn. Annars vegar dró verulega úr verð- bólgu í fyrsta skipti síðan árið 1977. Á hinn bóginn minnkaði hagvöxtur og við- skiptahallinn við útlönd jókst, og hefur hvorugt verið óhagstæðara síðan á árinu 1975. Hér voru vitaskuld bæði að verki áhrif breyttra ytri skilyrða og efnahagsað- gerða stjórnvalda. Kemur þetta betur í ljós, þegar raktir eru einstakir þættir í þróun þjóðarbúskaparins á síðastliðnu ári. Lítum þá fyrst á þróun framleiðslu og þjóðartekna. Samkvæmt nýjustu áætlunum Þjóð- hagsstofnunar dró enn úr aukningu þjóð- arframleiðslu á síðastliðnu ári, en þá var aukning hennar aðeins 1,3% samanborið við 2,8% 1980 og 4,4% 1979. Á hinn bóginn hefur samtímis orðið gagnstæð þróun í viðskiptakjörum, sem höfðu rýrnað um 9,2% árið 1979 og 3,4% árið 1980, hvort tveggja vegna hækkunar olíuverðlags, en bötnuðu lítils háttar, eða um 1%, á síðast- liðnu ári. Samkvæmt þessu hefur aukning þjóðartekna á síðastliðnu ári verið um hálft annað prósent, en að meðaltali hafa þjóðartekjur aðeins hækkað um rúmlega 1% á ári undanfarin þrjú ár. Þetta þýðir, að þjóðartekjur á mann hafa nánast staðið í stað á þessu tímabili, svo að ekki hefur verið miklu úr að spila til aukningar neyzlu og fjárfestingar. Ef nánar er litið á þá tvo þætti, sem mestu ráða um þróun þjóðartekna, þ.e.a.s. framleiðslu sjávaraf- urða og viðskiptakjör, er því miður varla við bata að búast á næstunni, frekar hinu gagnstæða. Sú mikla breyting varð á síðastliðnu ári, að framleiðsla sjávarafurða jókst aðeins um 2% eftir að hafa vaxið að meðaltali um nálægt 13% árlega fjögur árin þar á und- an. Er þessi breyting meginskýringin á minnkandi hagvexti á síðastliðnu ári. Að tonnatölu minnkaði heildarfiskaflinn úr 1509 þús. tonnum í 1412 þús. tonn, og varð lækkunin einkum á loðnuaflanum, en botnfiskaflinn hélt áfram að vaxa, og hef- ur hann nú aukizt um nálægt 60% á und- anförnum fimm árum. Þótt enn kunni að vera unnt að auka botnfiskafla með auk- inni sókn á þessu ári, eru allar líkur til þess, að hann sé nú kominn mjög nálægt þeim mörkum, sem ekki megi fara fram úr, ef forðast á að stefna fiskistofnunum sjálfum í voða. Hið snögga hrun loðnu- stofnsins á síðastliðnu ári er hér vissulega til varnaðar, en nú er með öllu óvíst, hvort hann getur gefið nokkurn umtalsverðan afla á þessu ári. Á grundvelli þessarar stöðu gerir Þjóðhagsstofnun nú ráð fyrir því, að framleiðsla sjávarafurða geti dreg- izt saman á þessu ári um 3—7%, eftir því hver loðnuaflinn verður. Um horfurnar lengra fram í tímann getur vafalaust eng- inn spáð svo marktækt sé, en það bæri vitni um litla fyrirhyggju, ef menn byggðu áætlanir um rekstur þjóðarbúsins á nokk- urri teljandi aukningu sjávarvörufram- leiðslu á allra næstu árum. Blikur á lofti um viðskiptakjör Um horfur í viðskiptakjörum er jafnvel enn erfiðara að spá en um sjávarafla. Hækkun olíuverðlags á árunum 1979 og 1980 veitti Islendingum þungar búsifjar í versnandi viðskiptakjörum. Nú hefur sú hagstæða breyting á orðið, að olíuverðlag hefur lækkað nokkuð að undanförnu. Virð- ast viðskiptakjör fremur stöðug um þessar mundir, eftir lítils háttar hækkun á síð- astliðnu ári, sem einkum stafaði af geng- ishækkun Bandaríkjadollars, sem er aðal- útflutningsmynt íslendinga. Sé litið fram á við þá eru ýmsar blikur á lofti, er gætu bent til þess, að viðskiptakjör ættu frekar eftir að versna á þessu og næsta ári. Gengi dollars er nú óvenjulega hátt, m.a. vegna mjög hárra vaxta í Bandaríkjunum, en lækkun á gengi dollarans gagnvart Evr- ópumyntum gæti rýrt viðskiptakjörin verulega. Hér við bætist, að verðlag á flestum hráefnis- og matvælamörkuðum í heiminum er nú veikt eftir langvarandi efnahagssamdrátt, og er greinilegt, að verðsamkeppni er vaxandi á mörgum út- flutningsmörkuðum íslendinga. Loks er að nefna hina sérstöku óvissu, sem nú ríkir um sölu á skreið af þessa árs framleiðslu vegna vaxandi gjaldeyriserfiðleika Níger- íumanna í kjölfar minnkandi útflutnings og lækkandi olíuverðs. Allt hvetur þetta til mikillar varkárni í mati á afkomuhorfum þjóðarbúsins á næstunni. Stöðnun í þjóðartekjum í iðnaði virðist hafa orðið innan við 2% aukning á framleiðslu á síðastliðnu ári, en þróunin varð mjög mismunandi í einstök- um greinum. Lágt gengi á Evrópumyntum var þess valdandi, að samkeppnisaðstaða iðnaðarins versnaði verulega bæði á heimamarkaði, en þó sérstaklega í útflutn- ingi, þar sem mikill hluti iðnaðarútflutn- ings fer á markað í Evrópu. Óhagstætt verðlag var á áli og kísiljárni, einkum á síðara hluta ársins, og eru litlar horfur um bata í þeim greinum á næstunni. Yfirleitt virðist fremur þunglega horfa um þróun iðnaðarútflutnings, á meðan efnahags- ástandið í viðskiptalöndunum batnar ekki verulega frá því sem nú er. í landbúnaði var árferði óhagstætt sök- um kulda, og er talið að landbúnaðar- framleiðslan hafi dregizt saman um 3% á árinu, en útflutningur landbúnaðarvara minnkað um 12%. Ennfremur varð lítils háttar samdráttur í byggingarstarfsemi á árinu, en á hinn bóginn veruleg aukning í verzlun og annarri þjónustu. Þær tölur, sem ég hef nú rakið, sýna að á undanförnum þremur árum hefur verið um sáralitla aukningu raunverulegra þjóð- artekna að ræða, og að því er virðist hreina stöðnun í þjóðartekjum á mann. Engar horfur eru á bata á þessu ári og jafnvel ekki þótt lengra sé litið fram í tímann. Sé hins vegar litið á ráðstöfun- arhlið þjóðarbúskaparins kemur í Ijós, að þjóðarútgjöld hafa undanfarin þrjú ár aukizt verulega umfram vöxt þjóðartekna og hefur þessi mismunur farið vaxandi ár frá ári og komið fram í auknum viðskipta- halla við útlönd. Mestur varð þessi mismunur á síðasta ári, en þá nam aukning þjóðarútgjalda 4,2% samanborið við aðeins 1,6% aukn- ingu þjóðartekna. Meginhluti útgjalda- aukningarinnar stafaði af meiri einka- neyzlu, en talið er að hún hafi vaxið um 5% á fyrra ári, en á því ári hafi einka- neyzlan staðið í stað. Aukning samneyzlu varð hins vegar aðeins 2%, sem er sama aukning og árið áður. Útgjöld til fjárfestingar jukust um 2% á árinu, sem er mun minna en árið áður, þegar hún jókst um 8,7%. Fjárfesting at- vinnuveganna jókst um 6%, en athyglis- vert er, að aukningin varð einna mest í fiskiflotanum, og svo mun væntanlega enn verða á þessu ári, þótt löngu sé ljóst orðið, að afkastageta flotans sé orðin of mikil með tilliti til styrks fiskistofnanna. Bygg- ing íbúðarhúsa dróst hins vegar saman um 10%, en opinberar framkvæmdir jukust um rúm 4%, og munaði þar mest um aukn- ingu orkuframkvæmda. í heild nam fjár- festingin 27,3% af þjóðarframleiðslu, sem er ívið hærra hlutfall en undanfarin þrjú ár. Alls nam aukning þjóðarútgjalda um- fram þjóðartekjur 2,6% á síðastliðnu ári, og kom sá mismunur fram í auknum við- skiptahalla við útlönd. Reyndist hallinn á viðskiptajöfnuði 5% af þjóðarfamleiðslu í samanburði við 2,4% á árinu 1980, og hef- ur viðskiptahallinn ekki verið jafn mikill síðan á árinu 1975. Samdráttur í útflutningi — aukning í innflutningi Heildarverðmæti útflutnings nam á síð- asta ári 6536 millj. kr., sem er 70% aukn- ing frá árinu áður. (Er þá miðað við með- algengi íslenzku krónunnar á árinu 1981, og ég mun hafa þann hátt á varðandi það, sem hér verður sagt um utanríkisviðskipti og gjaldeyrismál, nema annað sé fram tek- ið.) Um 12% aukning varð á útflutningi sjávarafurða á árinu, en samdráttur bæði í útflutningi iðnaðarvara og landbúnaðar- afurða. Útflutningsvörubirgðir jukust mjög verulega á árinu, og munaði þar mest um auknar birgðir af sjávarafurðum og áli. Áætlað er, að útflutningsverðlag hafi að meðaltali hækkað um 8,1% í erlendri mynt á árinu miðað við fast meðalgengi, og hefur því orðið um 1% samdráttur í útflutningsmagni frá fyrra ári. Heildarverðmæti vöruinnflutnings nam 6732 millj. kr., sem er nálægt 14% aukning frá árinu áður, ef enn er miðað við sama meðalgengi bæði árin. Almennt innflutn- ingsverðlag hækkaði um rúmlega 7% í er- lendri mynt, svo að aukning innflutnings að magni til hefur orðið um 6,3% miðað við árið áður. Dreifðist innflutningsaukn- ingin nokkuð jafnt á helztu vöruflokka að öðru leyti en því, að um 4% samdráttur varð á olíuinnflutningi á árinu. Samkvæmt framangreindum tölum um inn- og útflutning varð 196 millj. kr. halli á vöruskiptajöfnuði á síðastliðnu ári, en árið 1980 hafði verið 120 millj. kr. afgang- ur á vöruskiptajöfnuði. Við þennan halla á vöruskiptajöfnuðinum bættist svo 812 millj. kr. halli á þjónustujöfnuði, svo að viðskiptahallinn í heild reyndist vera 1008 millj. kr., sem jafngildir 5% af þjóðar- framleiðslu og er hlutfallslega helmingi meiri halli en árið áður. Þótt meginorsaka vaxandi viðskiptahalla sé að leita í aukn- um þjóðarútgjöldum, er á það að benda, að útflutningsvörubirgðir í landinu jukust á árinu um sem næst 250 millj. kr., sem jafngildir um einum fjórða af viðskipta- hallanum. Einnig jukust vaxtagreiðslur til útlanda um 200 millj. kr., eða um einn fimmta hluta viðskiptahallans. Heildarskuldir 37,2% af þjóðarframleiðslu Viðskiptahalli síðastliðins árs var jafn- aður eða rétt rúmlega það með erlendum lántökum til langs tíma umfram afborgan- ir. Auk þess var um verulegar aðrar fjár- magnshreyfingar inn í landið að ræða á árinu, t.d. til álbræðslunnar vegna aukinn- ar rekstrarfjárþarfar, m.a. vegna birgða- söfnunar og til framkvæmda. Varð fjár- magnsjöfnuðurinn í heild hagstæður á ár- inu um 1442 millj. kr. samanborið við 1008 millj. kr. halla á viðskiptajöfnuði. Reynd- ist því heildargreiðslujöfnuðurinn hag- stæður um 435 millj. kr., sem kom fram í aukinni nettógjaldeyriseign bankakerfis- ins. Jókst gjaldeyrisforði Seðlabankans um rúman þriðjung á árinu, og nam hann í árslok 1890 millj. kr. reiknað á gengi í árslok. Jafngilti gjaldeyrisforðinn þá 120 daga almennum innflutningi miðað við meðaltal undanfarinna 12 mánaða, og hef- ur þetta hlutfall farið ört hækkandi und- anfarin ár og má nú teljast vel viðunandi, þótt það sé enn allmiklu lægra en flest árin á tímabilinu 1961 til 1973. Erlendar lántökur til langs tíma námu 1686 millj. kr., en afborganir af eldri lán- um 641 millj. Var því skuldaaukningin við útlönd 1045 millj., sem var rúmlega 17% meira en árið áður reiknað í erlendum gjaldeyri. í lok ársins námu heildarskuldir þjóðarbúsins til langs tíma 8474 millj. kr. miðað við gengi í árslok, sem fært til með- algengis ársins nemur 37,2% af þjóðar- framleiðslu ársins, samanborið við 34,7% árið áður, og hefur þetta hlutfall aldrei fyrr verið jafn hátt. Á það er hins vegar að benda, að vegna mikillar aukningar gjald- eyrisforðans hefur nettóskuldastaða þjóð- arbúsins við útlönd í hlutfalli við þjóðar- framleiðslu haldizt nokkurn veginn óbreytt undanfarin fimm ár, þrátt fyrir verulega aukningu erlendra skulda til langs tíma. Greiöslubyröin þyngist ört Greiðslubyrðin af erlendum lánum hef- ur haldizt furðu stöðug á undanförnum ár- um, þrátt fyrir auknar erlendar skuldir, og hefur það fyrst og fremst verið að þakka ört vaxandi gjaldeyristekjum. Veruleg breyting varð þó á í þessu efni á síðast- liðnu ári, en þá námu afborganir og vextir 16,6% af tekjum þjóðarbúsins af útflutt- um vörum og þjónustu, og hafði þetta hlutfall hækkað úr 14,1% árið áður, og hefur það aðeins einu sinni orðið álíka hátt. Eitt af því, sem haft hefur áhrif til þyngingar á greiðslubyrði að undanförnu, eru hinir háu vextir, sem ráðandi hafa ver- ið á erlendum lánamörkuðum. Hafa með- alvextir af erlendum lánum íslendinga hækkað um 4% á síðastliðnum þremur ár- um, úr 8,5% í 12,4%, og hefur þessi vaxta- hækkun ein út af fyrir sig valdið yfir 3% þynging greiðslubyrðarinnar á ári. Nálægt helmingur erlendra skulda íslendinga er nú með breytilegum vöxtum, og er því greiðslubyrðin mjög viðkvæm fyrir þróun vaxta, einkum á dollaramarkaði. Mundi því aðeins þurfa um 2,5% lækkun á vöxt- um á þessum markaði til að létta heildar- greiðslubyrðina um nálægt 1%. Fari hins vegar svo, eins og nú er útlit fyrir, að útflutningstekjur vaxi lítið á næstunni, benda allar líkur til þess, að greiðslubyrð- in muni þyngjast all ört, og er nú reyndar gert ráð fyrir því, að hún komist í um 20% þegar á þessu ári, en hlutfall erlendra skulda af þjóðarframleiðslu upp í um 40%. Þegar einnig er haft í huga, hve mikil óvissa ríkir um efnahagsþróunina á næstu árunver full ástæða til þess að staldra við og endurmeta þá stefnu, sem fylgt hefur verið varðandi erlendar lántökur að und- anförnu. Skuldabyröin orðin þung — förum meö gát Þótt hlutfallstölur um skuldastöðuna við útlönd og greiðslubyrði geti verið gagn- legar til vísbendingar um það, hvert stefn- ir í þessum efnum, verða þær aldrei út af fyrir sig einhlítur mælikvarði á það, hve langt megi ganga í erlendum lántökum. Á sama hátt og hjá einstaklingum og fyrir- tækjum skiptir það mestu máli, hvers vegna til skuldanna er stofnað og hvernig lánsfénu er varið. Erlend skuldaaukning, sem hefur þann tilgang að auka gjaldeyr- istekjur þjóðarinnar og styrkja efnahags- lega stöðu hennar, getur verið fullkomlega réttlætanleg, þótt hún leiði til hás skulda- hlutfalls, enda sýnir það sig, að erlendir lánveitendur eru fúsir til þess að lána þeim þjóðum, sem lánsfé nota með þessum hætti. Þessa hafa íslendingar notið, ekki sízt að því er varðar lán til nýtingar inn- lendra orkulinda. Hitt er svo annað mál, að lántökur sem fyrst og fremst hafa þann tilgang að jafna viðskiptahalla við útlönd, sem stafar af jafnvægisleysi í þjóðarbúskapnum og óhóflegri aukningu í neyzlu og opinberri þjónustu, eru að sama skapi varhugaverð- ar, enda er þá aðeins verið að velta vanda líðandi stundar yfir á framtíðina, án þess að á móti komi nokkur uppbygging fram- leiðslutækja. Þær þjóðir, sem þannig halda á málum, varðveita ekki til lengdar lánstraust sitt á erlendum lánamörkuðum. Nú virðist mér enginn vafi leika á því, að meginhluti þess erlenda fjármagns, sem íslendingar hafa notað á undanförnum áratugum, hefur nýtzt þóðinni vel til upp- byggingar og efnahagslegra framfara. Hins vegar er skuldabyrðin nú orðin svo þung, að nauðsynlegt er að fara með allri gát, jafnvel þótt um fjáröflun til mjög nytsamlegra hluta sé að ræða, sérstaklega þegar mikil óvissa er ráðandi varðandi af- komuhorfur og greiðslugetu þjóðarinnar. Ef litið er á þróun síðustu tveggja áratuga, er ljóst, að stökkbreytingar í skuldastöðu hafa fyrst og fremst átt sér stað, þegar stórfelldir ytri erfiðleikar hafa steðjað að þjóðarbúskapnum, eins og t.d á árunum 1967 og 1968, þegar útflutningstekjur lækkuðu um nálægt 44% á tveimur árum, og svo aftur árin 1974 og 1975, þegar olíu- kreppan fyrri gekk yfir. 1 bæði skiptin hækkaði hlutfall erlendra skulda af þjóð- arframleiðslu um nálægt 10% á tveggja ára tímabili. Við slíkum vanda verður að- eins brugðizt með því að hægja á ferðinni um sinn og reyna að búa svo um hnútana, að erlent lánsfé sé notað í hófi, að arðbær- ar framkvæmdir gangi fyrir um fjármagn og reynt verði að auka sem mest hlutdeild innlends sparnaðar í fjármögnun nauð- synlegra framkvæmda. Mun ég víkja nán- ar að því efni síðar í máli mínu. Veruleg umskipti til hins verra Sú mynd, sem ég hef nú reynt að draga upp af þróun helztu þjóðhagsstærða á ár- inu 1981, ytri skilyrðum þjóðarbúskapar- ins og horfum á þessu ári, virðist sýna, svo að varla verður um villzt, að veruleg um- skipti hafa orðið til hins verra í framvindu efnahagsmála á síðastliðnu ári. Þessi um- skipti, sem fyrst fóru að koma í ljós undir lok ársins, fólust í versnandi útflutnings- horfum, minni aukningu þjóðarfram- leiðslu og vaxandi viðskiptahalla við út- lönd. Meginmarkmið þeirrar efnahags- stefnu, sem fylgt var á árinu og fram kom í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar í upp- hafi ársins, fólst hins vegar í því að koma fram verulegri lækkun verðbólgu jafn- framt því sem full atvinna yrði tryggð. Þótt ný vandamál kæmu fram á öðrum sviðum efnahagsmála, er ljóst, að ótvíræð- ur árangur náðist í þessu hvoru tveggja, atvinnustig hélzt hátt allt árið og verulega dró úr verðbólgu. Árin 1979 og 1980 hafði verðbólgustig hér á landi verið 55—60% hvort árið, og eftir launasamningana haustið 1980 var allt útlit fyrir, að verðbólgan mundi að öðru óbreyttu fara enn hækkandi á árinu 1981. í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar var leitazt við að draga úr þessum vanda, einkum með því að hemja víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags. Annars vegar voru kaupbætur á laun 1. marz skertar verulega og leitað eftir samvinnu við launþegasam- tök um hóflega stefnu í kjaramálum, en hins vegar var hamlað gegn verðhækkun- um bæði með því að herða verulega á verð- lagshöftum og með því að stöðva gengissig og taka upp aðhaldssamari stefnu í geng- ismálum. Hvort tveggja hafði þetta mikil áhrif á verðlagsþróun, einkum á fyrra helmingi ársins, en miðað við verðhækkun á milli áramóta reyndist verðbólgan á ár- inu 41—45%, eftir því hvaða mælikvarði er notaður, í samanburði við 57—59% árið áður. Sú breyting var gerð á stefnunni í geng- ismálum í upphafi ársins, að ákveðið var að halda meðalgengi krónunnar óbreyttu fram á vorið, en í lok maí var því breytt tiltöluiega lítið miðað við hækkun inn- lends framleiðslukostnaðar, og sama gerð- ist aftur í ágúst og nóvember. Framan af bar þessi gengisstefna umtalsverðan árangur, og dró verulega úr verðhækkun- um vor- og sumarmánuðina, án þess að alvarieg neikvæð áhrif færu að koma fram. Sá árangur, sem náðist í þessum efnum, var þó að nokkru leyti því að þakka, að mikill hluti útflutningsatvinnu- veganna naut mjög þeirrar miklu hækkun- ar, sem á þessu tímabili varð á gengi Bandaríkjadollars, og þeirra hagstæðu viðskiptakjara, sem henni fylgdu. Megin- hluti innflutnings kemur hins vegar frá Evrópulöndum, en gjaldmiðlar þeirra stóðu lágt, einkum á fyrra helmingi ársins. Dró þessi þróun bæði úr þörfinni á geng- islækkunum í þágu útflutningsatvinnuveg- anna og hélt niðri verði á innflutningi. Þessum jákvæðu áhrifum af hækkun á gengi Bandaríkjadollars fylgdu aftur á móti vaxandi erfiðleikar fyrir þau at- vinnufyrirtæki, sem fluttu út á Evrópu- markaði, þar sem gengi var lágt, eða áttu í samkeppni við innflutning iðnaðarvara frá Evrópulöndum. Versnandi afkoma atvinnuveganna ásamt tímabundinni lækkun á gengi doll- arans haustmánuðina kölluðu á mun meiri lækkun á gengi krónunnar en framan af ári. Gengisbreytingarnar í ágúst og nóv- ember voru þó ekki nægilegar til þess að tryggja útflutningsatvinnuvegunum við- unandi rekstrarafkomu, en jafnframt hélzt innflutningsverð, einkum frá Evr- ópu, mjög lágt miðað við verð- og tekju- þróun innanlands. Frekari leiðréttingar á gengi biðu þó fram yfir áramót, þegar meðalgengið var lækkað um 13%. Hins vegar átti vaxandi óvissa um gengisþróunina ásamt lágu verðlagi á innflutningi frá Evrópu og Jap- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.