Morgunblaðið - 22.04.1982, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982
21
Hólmfríður Davíðs-
dóttir Minningarorð
Fædd 9. september 1911
Dáin 28. mars 1982
Þegar fundum okkar Fríðu
frænku bar saman síðast, fannst
mér hún lítið hafa breyst frá því
ég mundi hana fyrst á morgni lífs
míns. í þá daga var hún jafnan
það skjól, sem lítil „skjáta“ gat
leitað í, hvort sem var í gleði eða
sorg, sá vizkubrunnur, er kunni
svar við flestum hlutum og sá
ráðgjafi, sem alltaf fann einhver
úrræði, þótt öðrum væru þau hul-
in. Slík stórmenni bernskunnar
eiga það stundum til að skreppa
saman, þegar árin líða og mæli-
kvarðarnir verða flóknari. Með
Fríðu frænku var þessu öfugt far-
ið. Við okkar síðustu fundi þótti
mér hún enn hafa aukið við stærð
sína. Ekkert var henni þó fjær
skapi en að hreykja sér hátt. Það
voru mannkostir hennar, sem
báru hana hátt.
Hólmfríður Davíðsdóttir eða
Fríða frænka, eins og við systk-
inabörnin nefndum hana jafnan,
fæddist á Þórshöfn á Langanesi 9.
sept. 1911. Foreldrar hennar voru
þau Halldóra Arnljótsdóttir og
Davíð Kristjánsson, sem var
kaupmaður nyrðra, en siðan í
Reykjavík. Er ekki ofmælt að
Hólmfríður hafi hlotið beztu eðl-
iskosti foreldra sinna beggja. Fá-
dæma dugnað og atorku hafði hún
frá föður sínum, en fróðleiksfýsn
og höfðingslund frá móður sinni.
Listrænan smekk og kímnigáfu
hafði hún frá þeim báðum, og öll
sín fullorðinsár ávaxtaði hún
drjúgum það pund, er hún hafði
meðferðis að heiman.
Á unglingsárum Hólmfríðar
vofði kreppan mikla yfir og leiðir
til náms voru ógreiðar. Hún naut
því lítillar skólagöngu, en fór
snemma að vinna fyrir sér. Um
nokkurra ára skeið starfaði hún
við verzlunina Baldursbrá, og
minntist þess tíma ávallt með hlý-
hug. Starfsvettvangurinn var þó
umfram allt heimilið, sem hún
veitti forstöðu í tæpa hálfa öld.
Engin önnur kona hefur mér fund-
izt bera starfsheitið húsmóðir með
jafnmikilli reisn. Á þeim árum er
ungum konum fór að finnast hús-
móðurstarfið harla fánýtt og lít-
ilsmegandi, ympraði ég eitt sinn á
því við Fríðu frænku, að hún hefði
kastað hæfileikum sínum á glæ.
Þá hló hún. Hún gerði sér grein
fyrir því, að á okkar hraðfleygu
stund var hefðbundið hlutverk
kvenna að breytast. Eigi að síður
var hún stolt af því starfi, sem
hún hafði innt af hendi enda væri
heimurinn öðruvísi og betri, ef all-
ir ræktuðu garðinn sinn af sömu
alúð og samvizkusemi og hún.
Hólmfríður giftist ung Helga
Elíassyni, sem áratugum saman
gegndi embætti fræðslumála-
stjóra. Vísast hefur hann haft
styrk af glæsilegri og dugmikilli
eiginkonu í margháttuðum emb-
ættis- og trúnaðarstörfum. Hann
vílaði það heldur ekki fyrir sér að
hafa afskipti af heimili og börn-
um, sem mörgum karlmönnum
þótti langt fyrir neðan sína virð-
ingu á þeim árum. Voru þau hjón-
in afar samhent, ekki sízt í rækt-
arsemi og hjálpfýsi við ættingja
og vini. Heimili þeirra að Há-
teigsvegi 16 var miðdepill ættingj-
anna beggja vegna. Þar ríkti
rausn, heiðríkja og gleði. I þessum
hamingjuranni ólust upp fjögur
börn þeirra hjóna, Þórhallur,
Gunnlaugur, Gyða og Haraldur,
en þau og börnin þeirra öll hafa
sýnt, að svo er uppskorið sem sáð.
í lífi gjöfullar móður og ömmu var
engu á glæ kastað.
Skyndilegt Iát Hólmfríðar kom
ástvinum hennar og aðstandend-
um í opna skjöldu. Þótt hún hefði
náð sjötugsaldri var hún enn ung
og styrk og átti mikið að gefa.
Hún setti þann svip á umhverfi
sitt, að tómarúmið, sem eftir er,
mun nísta lengi. Hún var kvödd í
kyrrþey samkvæmt eigin ósk 5.
apríl sl. Var það að vissu leyti
táknrænt fyrir lífsstarf hennar,
sem var aldrei mælt eftir launa-
flokkum né launað með vegtyllum.
Að hinztu hvílu hennar streymdi
hins vegar innilegra þakklæti,
kærleikur og virðing en margir
svonefndir máttarstólpar hafa
hlotið. Ugglaust er það bezta veg-
arnestið, sem unnt er að hafa yfir
móðuna miklu.
Blessuð sé minning Hólmfríðar
Davíðsdóttur.
Guðrún Egilson
Síðdegis föstudaginn 26. mars lá
leið mín sem oft áður á Háteigs-
veg 16 til að leita frétta af Helga
frænda mínum og njóta góðrar
stundar í heimilishlýjunni hjá
honum og Fríðu konu hans. Sem
ætíð áður varð það unaðsstund,
þótt viðræður við frænda minn
gangi nú tregar en fyrr sakir van-
heilsu hans. En gleði þeirra hjóna
yfir gestkomu var enn ósvikin, og
Fríða skenkti okkur nöfnunum
óspart í bollana að venju. Þótt hún
hefði þá fáum dögum fyrr kennt
nokkurs lasleika og leitað læknis-
ráða, þá lét hún það ekki á sig fá
eða valda sér kvíða. Hugur henn-
ar, tal og viðmót snerist allt um
hvernig hún gæti hlúð best að
bónda sínum og með hjálp barna
þeirra og tengdabarna veitt hon-
um aðhlynningu og unaðsstundir.
Er hún fylgdi mér til dyra, tjáði
hún mér nánar um úrbætur er hún
hygði að létt gætu manni hennar
sjúkdómsbaráttuna. Kvöddumst
við því með bjartsýni og góðum
vonum.
En skjótt skipast veður í lofti.
Gildir svo einnig um mannlífið. Er
ég kom heim næsta sunnudags-
morgun úr stuttri bæjarför, ber
kona mín mér þessa fregn: „Hún
Fríða er dáin“. Við slík tíðindi
verðum við agndofa. Fríða hafði
að vísu á miðjum aldri orðið að
búa við mikla vanheilsu, en fékk
þar á góðan bata. Og nú hafði hún
tvö síðustu árin leyst afrek af
hendi við mjög erfiða aðhlynn-
ingu, er maður hennar lamaðist
verulega og þurfti að staðaldri
mikils stuðnings við. Þar reyndi
svo á Fríðu að kunnugir fylltust
undrun og aðdáun hversu vel
henni tókst að leysa og hvílíu
þreki hún bjó yfir bæði líkamlegu
og andlegu. Naut hún þar að vísu
ætíð sinna frábæru barna og eigi
síst yngsta sonarins, sem enn bjó
heima í foreldrahúsum.
En hér eru þáttaskil. Við, sem
um áratugi höfum yljað okkur við
arin heimilishlýju, gleði og gest-
risni á Háteigsvegi 16, eða hvar
sem leiðir hafa legið saman, get-
um nú ekki lengur þakkað fyrir
okkur með handabandi eða kossi á
vanga og notið þess að hlakka til
endurfunda. Þess vegna eru orð
þessi fest á blað, fátækleg þakkar-
orð fyrir allt hið liðna, ótal marg-
ar stundir, sem hafa gefið mér og
mínum minningar um fagurt
mannlíf, um tápmikla, lífsglaða,
elskulega konu, sem öllum vildi
vel gera og vann manni sínum og
börnum allt sem hún mátti.
En hvar skal byrja, hvar skal
standa?
Hólmfríði Davíðsdóttur kynnt-
ist ég fyrst eftir að hún giftist
frænda mínum, Helga Elíassyni,
skrifstofustjóra og síðar fræðslu-
málastjóra árið 1934. Leyndist ei
að þessi unga kona var glæsileg,
fríð og fínleg að allri gerð. Ætíð
bar hún hefðarsvip, en án alls
hroka, enda hlýjan henni eðlislæg.
Fríða, en svo var hún ætíð nefnd
af kunnugum, var fædd á Rauf-
arhöfn, dóttir Halldóru Arnljóts-
dóttur og Davíðs Kristjánssonar,
kaupmanns. Naut hún góðs upp-
eldis í foreldragarði ásamt systk-
inum sínum. Ung lagði hún leið
sína til Reykjavíkur og vann þar
einkum að verslunarstörfum uns
hún giftist. Síðan var heimilið
starfsvettvangur hennar, fagurt
og vel búið. Þar uxu upp og döfn-
uðu börn þeirra fjögur: Þórhallur,
Gunnlaugur, Bergljót Gyða og
Haraldur. Þau hjónin voru sam-
hent um störf sín öll, heimilishald
og barnauppeldi. En erilsömu
embættisstarfi Helga fylgdi aukin
ábyrgð og forsjá hjá Fríðu um
dagleg heimilisverk, en heimilis-
faðirinn lét ekki á sér og hagleik
sínum standa þegar stund gafst
heima. Barnalán þeirra er mikið
og ættmót beggja foreldra augljós
í fasi og viðmóti hvar sem börn
þeirra fara.
Á heimili Fríðu og Helga mætti
snyrtimennska og hreinleiki, birta
og hlýja hverjum gesti hvort held-
ur hann var nákominn ættingi og
vinur, samstarfsmaður í skóla-
starfi eða úr forystuliði fræðslu-
mála erlendrar þjóðar. Höfðing-
skapur húsfreyjunnar brást aldr-
ei, en vinarþelið hefi ég sannreynt
að framandi gestum varð ógleym-
anlegt eigi síður en okkur vensla-
fólki. Sess islenskrar húsfreyju
hefur víða gert garð okkar frægan.
Auk margra yndisstunda á
heimili þeirra hjóna, þá eigum við
hjónin ótal endurminningar af
öðrum vettvangi, sem geyma hug-
ljúfar myndir af Fríðu. Þær ber-
ast upp í hugann hver af annarri:
Samvistir að loknu skólamóti í
Finnlandi fyrir tæpum aldarfjórð-
ungi, heimsókn á heimili okkar við
vötnin fögru í Kaupmannahöfn
eða í sumarkot okkar í Múlakoti,
þar sem við Helgi höfðum raunar
báðir átt okkar bernskuslóðir og
leikvelli. Hlýtt var og glatt á
skemmtikvöldum og í ferðalögum
tengdum árlegum skólastjóra-
fundum þar sem konurnar fengu
okkur til að gleyma amstri dags og
áhyggjum. Og hvar var betra að
raþba saman, njóta hvíldar, unað-
ar og kjarngóðrar máltíðar en með
þeim elskulegu hjónum í kjarrilmi
í Skaftafelli í boðsferð Fríðu og
Helga á yndisfögrum sumardegi?
Þessar minningar tengdust og
hverri heimsókn í sumarbústaðinn
fagra, sem þeim hjónum auðnaðist
að búa sér fyrir hagleik og
smekkvísi þeirra beggja í Alviðru
við Ingólfsfjall. Þar skín morgun-
sólin fegurst á glugga, þil og
grundir, en kvöldroðinn vefur
fjarlæg fjöll í yndisskrúða.
Með þessum hætti finnst mér líf
hennar Fríðu hafi allt verið. Hún
gladdist við hvern sólargeisla sem
vermdi heimili hennar, en fagnaði
einnig með hverjum þeim sem
gæfu naut eða óvæntra gleði-
stunda. Þessir eiginleikar gerðu
henni svo létt að laða til sín börn
og barnabörn, vini, venslafólk og
vandalausa.
Nú höfum við kvatt hana Fríðu.
En þessi fíngerða, léttstíga kona
hefur skilið eftir sig spor sem ekki
mást. Þau lifa í ljúfum minning-
um, sm við geymum hvert og eitt,
og í mannkostum barna hennar og
barnabarna.
Þeim biðjum við styrks og hugg-
unar. En mest hefur þjakaður eig-
inmaðurinn misst. í stuðningi við
hann munu börnin þeirra sanna
best hvert upplag og uppeldi þau
hafa hlotið frá sínum mætu for-
eldrum.
Við hjónin og börn okkar þökk-
um fyrir hana Fríðu, biðjum henni
og öllum er hún unni, blessunar
Guðs, sem gaf.
Helgi Þorláksson
Flugáhugamenn
Látiö drauminn rætast
— læriö aö fljúga
Ókeypis reynsluflug
'W
GAMLA FLUGTURNINUM
REYKJAVlKURFLUGVELLI
Mmm
UPPTAKA OG VINNSLA MYNDBANDA
SKIPHOLTI31 FRAMLEIÐIR
SÍMI21900 Kynningamyndir
fyrir sölumenn
Buderus-Juno
Jón Jóhannesson & Co. sf.
Hafnarhúsinu viö Tryggvagötu,
símar 15821 og 26988.
Arinofnarnir frá JUNO eru komnir.
Verð kr. 8.530.
Þeir sem þegar hafa pantaö eru beðnir aö hafa sam-
band viö okkur sem fyrst.