Morgunblaðið - 22.04.1982, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 22.04.1982, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982 27 Minning: Árni Vigfússon bifreiöastjóri Fæddur 10. júlí 1914 Dáinn 16. apríl 1982 Það hefur orðið skammt stórra högga á milli í vinahópnum mín- um. Fyrir nokkrum dögum fylgd- um við Árni til grafar háöldruðum vini okkar, Sveini Jónssyni, síst grunaði mig þá að hann yrði sá næsti. Til síðasta dags starfaði hann með okkur á BSR og bland- aði við okkur geði. Fyrir 20 árum fékk hann hjartaáfall og gekk ekki eftir það heill til skógar, þó var heilsan betri og lífdagarnir lengri en hann mun hafa reiknað með. Ég heyrði hann stundum segja að hann væri undir það búinn að kveðja þetta jarðneska líf, en um trú hans á æðra tilverustig efast ég ekki. Árni var fæddur hér í Reykjavík 10. júlí 1914. Hann var sonur hjón- anna Vigfúsar Árnasonar, starfs- manns í Reykjavíkurapóteki, og konu hans Vilborgar Elínar Magn- úsdóttur. Hann var elstur af ellefu systkinum, en þrjú létust ung. Geta má nærri að mikið hefur þurft til að sjá svo stórri fjöl- skyldu farborða og systkinin hafa snemma þurft að leggja hönd á plóginn. Á þeim árum lá meira við að afla brauðs en læra í skólum. Hann var góður sonur og reyndist systkinum sínum vel. Ungur vann hann öll algeng störf hér í Reykja- vík eftir því hvernig til féllu. Hann var alllengi í millilandasigl- ingum á flutningaskipum, kom þá víða við og hafði frá þeim ferðum margt að segja. Helminginn af ævinni, eða sem næst 34 ár, var hann starfandi bifreiðastjóri á BSR. Hann var traustur í því starfi, vinsæll og vinamargur og átti marga fasta viðskiptavini. Árið 1940 giftist hann eftirlif- andi konu sinni, Huldu Halldórs- dóttur. Þau eignuðust fjögur börn sem öll eru á lífi; Gunnar Magga, prentsmiðjustjóra, kvæntur Stef- aníu Flosadóttur, þau búa hér í borginni; Vigfús Þór, sóknarprest á Siglufirði, kvæntur Elínu Páls- dóttur; Höllu Vilborgu, gifta Gísla Jónssyni, viðskiptafræðingi, bú- sett hér í borg; Rúnar Jón, banka- fulltrúa á Neskaupstað, kvæntur Kristínu Eiríksdóttur. Þess skal getið að barnabörnin eru orðin tíu að tölu. Árið 1960 veiktist Hulda alvar- lega í baki og hefur ekki gengið heil til skógar síðan, en síðustu árin hefur hún verið mikill sjúkl- ingur og Árni annast hana með svo mikilli umhyggju að engin orð fá lýst. Hann var frábær heimil- isfaðir og fyrir konu og börn var ekkert of vel gert, það var hans fórn bæði í lífi og starfi. Á bakvið vináttu okkar Árna eru bráðum fjörutíu ára kynni. Síðustu 34 árin höfum við starfað samfleytt saman á BSR, en fyrst unnum við saman nokkrum sinn- um í Sænska frystihúsinu seinni part vetrar við venjuleg verka- mannastörf. Hann var bráðdug- legur, verklaginn og samvinnu- þýður. Sagði vel frá, glaðlyndur og glettinn. Eg gleymi því ekki ef við vorum tveir einir saman hvað honum varð tíðrætt um heimilið sitt, ég fann að það átti hann all- an. Með ástúð, virðingu og örlitlu stolti ræddi hann um konu sína, og umhyggjan fyrir þeim börnum sem þá voru fædd leyndi sér ekki. Ég var þá bæði ógiftur og barn- laus og hafði tæpast nokkurn mann heyrt tala eins um heimilið sitt eins og þennan samstarfs- mann minn. Þess vegna er þessi minning svo fastmótuð í huga mínum. Þegar byrjað var að byggja Hlíðahverfið hér í borg fékk Árni lóð fyrir sambýlishús ásamt tveimur bræðrum sínum. Það var ekki algengt í þá daga að óbreyttir borgarar ættu þak yfir höfuðið, ef svo mætti að orði komast. En hér nýttist vel samheldni bræðranna, dugnaður og viljastyrkur. Hér var ekki um veraldarauð að ræða en baráttan veitti þeim brautargengi. Ég gleymi því ekki þegar hann sýndi mér íbúðina sína og heimilið í Mávahlíðinni. Leiddi mig um velbúnar stofur og glæsilegt eld- hús og annað eftir því. Hér fylgdi hugur máli, hann ljómaði allur hress í tali og léttur í hreyfingum, en það sem mestu máli skipti voru börnin og húsfreyjan sjálf, glæsi- legur og traustur lífsförunautur. Hann var glaðlyndur að eðlis- fari og átti gott með að blanda geði við fólk. Það ég þekkti til neytti hann ekki víns og notaði ekki tóbak en góðum bjór á góðri stundu neitaði hann ekki. Hann tók lítinn þátt í samkvæmislífi og veisluhöldum, utan þess ramma sem ættingjar og vinir höfðu upp á að bjóða, þó naut hann sín vel í fjölmenni, hafði fágaða framkomu og höfðinglegt viðmót. Hann naut þess að fara í leikhús, hlýða á tónleika, óperur og kórsöngva, list var honum lifandi hugðarefni. Ungur festi ég í minni þetta gamla máltæki: „Sá er vinur sem til vamms segir“. Árni verður mér, sem mörgum öðrum, ógleymanleg- ur samferðamaður. Sterkustu eig- inleikar hans sem sneru að manni frá degi til dags voru hreinlyndi og drengskapur. Hjálpfús var hann og bóngóður og vildi hvers manns vanda leysa sem til hans leitaði. Hann veitti þeim skjól sem minna máttu sín og tók nærri sér erfiðleika annarra. Hann var ein af þeim hetjum sem voru stærstar þegar mest á reyndi. Hann var ör í lund og bjó yfir stóru geði og tók ekki nærri sér að segja manni til syndanna, ef hann taldi ástæðu til. Þá gat yfirborðið orðið gárað, en á eftir storminum kom logn og heiðríkja hugans tók völdin að nýju. Árni var svo hreinlyndur drengskaparmaður að hann varð að tjá það sem innra fyrir bjó. Þó hann væri orðhvatur í málflutn- ingi skildi meining hans hvorki eftir sviða eða sár, heldur áminn- ingu sem skyldi tekin til greina. Það var fjarri því að við værum alltaf skoðanabræður og fékk ég oft að kenna á því, en ég tel mér það fremur til ávinnings en lasts að hafa hlotið gagnrýni hans. Hins vegar átti ég vináttu hans trausta og ósvikna og hún brást mér aldrei og veit ég með vissu að hann var oft málsvari minn þegar ég var ekki nærri. Hann var traustur hlekkur í þeirri keðju sem myndað hefur samtök okkar á stöðinni. Baráttumaður sem lét ekki deigan síga, þegar mest þurfti með. Nú er vandfyllt skarð fyrir skildi, því hann var gleðigjafi og ljósberi hvert sem hann fór og hvar sem hann kom. Honum var ekkert óviðkomandi sem var BSR eða starfsbræðrum hans til góðs. Við kveðjum hann með söknuði, en með þakklæti fyrir traust og góð kynni. Fyrir fjórum árum naut ég þess að eiga kvöldstund með flestum þeim starfsbræðrum mínum á stöðinni sem ég þá hafði starfað með samfleytt í 30 ár. Að sjálf- sögðu voru eiginkonur þeirra líka sem gátu komið því við. Vegna veikinda gat Hulda ekki mætt, en kveðjan sem Árni flutti mér frá henni og brosandi blómin töluðu máli sem ekki verður skilið nema á einn hátt, stundum segir góður hugur meira en töluð orð. Árni er fyrstur af þeim sem kveður hóp- inn er glöddu mig á þessu kvöldi. Við hjónin þökkum einlæga vin- áttu á vegferð langri. Ég bið þann sem öllu ræður og öllu stjórnar að veita styrk og þrek heilsulítilli eiginkonu og sorgmæddum fjöl- skyldum. Megi sól og ljómandi gæfa signa vegi afkomenda hans. Ég kveð hinn látna svo með orð- um frelsarans: „Ég er upprisan og lífið, hver sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ Jakob Þorsteinsson Þegar dauðinn ber að dyrum, gerir vart við sig, og nemur á brott þann, sem virtist enn eiga og búa yfir svo miklum lífskrafti, setur okkur hljóð og spurningar leita á hugann. Þrátt fyrir allt, er því einu sinni þannig varið, að við erum aldrei að fullu reiðubúin að samþykkja þann þátt veruleikans, sem dauð- inn er. Jafnvel þó að við vitum að sá þáttur sé óumflýjanlegur, ein sú staðreynd í lífinu, sem allir standa andspænis einhvern tíma. Einkum og sér í lagi er erfitt að samþykkja þennan þátt lífsins, þegar sá, sem á brott er numinn, er tengdur þeim sem eftir lifa sér- staklega sterkum tryggðar- og vináttuböndum. Slíkar hugsanir komu upp í hugann þá er tengda- faðir okkar, Árni Ingvar Vigfús- son, lést hinn sextánda þessa mánaðar. Hann hafði verið sístarfandi fram á síðasta dag. Aldrei eða sjaldan féll dagur úr hjá honum í vinnu, þrátt fyrir sjúkdóm, er hann átti í stríði við síðustu tutt- ugu árin. Snemma kynntist Árni því, hvað það var að hafa vinnu, en hann var elstur í stórum systkina- hópi og þurfti því fljótt að rétta fram hönd til hjálpar fjölskyldu sinni. Hann var sonur hjónanna Vigfúsar Lúðvíks Árnasonar og Vilborgar Elínar Magnúsdóttur. Þau hjón bjuggu að Bergstaða- stræti 31a, en þar var hinn stóri systkinahópur alinn upp. Með þeim systkinum mynduðust fljótt sterk ættar- og fjölskyldubönd, sem héldust allt til þessa dags. Það var skemmtilegt fyrir okkur, sem inn í fjölskylduna tengdumst, að upplifa og tengjast þeim fast- mótuðu fjölskylduböndum. Aldrei rann upp sá afmælisdagur í fjöl- skyldunni, að hún kæmi ekki öll saman til fagnaðar og á þeim mannfundum var oft glatt á hjalla. Þegar líf og starf Árna er skoð- að, kemur fljótt upp í huga okkar góðvild hans og hjálpsemi gagn- vart náunganum. Hann virtist ávallt vera reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd og meira en það. Við það könnumst við, tengdabörnin, og við vitum að margir vinir hans þekktu til þessa eiginleika hans. Ekki skemmdi heídur jafnlyndi hans og glað- lyndi. Einhvern veginn varð því þannig háttað í lífi hans, að það var ávallt bjart í kringum hann. Áræðni hans og vilji til fram- kvæmda fylgdu honum í öllu hans lífi. Ekki þurfti að þekkja Árna lengi til að komast að því að allt hans líf snerist um konu hans, börn og heimili. Fyrir fjörutíu og tveimur árum, eða 10. maí 1940, á eftirminni- legum degi fyrir land og þjóð, hernámsdeginum svonefnda, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Huldu Halldórsdóttur. Hún er dóttir hjónanna Halldórs Sveinssonar og Guðrúnar Guð- mundsdóttur, en þau eru bæði lát- in. Þau Hulda og Árni eiga að baki sérstaklega gott og traust hjóna- band. Þau sameinuðust í því að undirbúa börn sín undir lífið. Þau sköpuðu þeim aðstæður til náms, sem þau sjálf nutu ekki. Allt sner- ist um börnin og heimilið. Þegar barnabörnin bættust í hópinn, voru þau einnig þau blóm, sem Hulda og Árni hlúðu að, þannig að ekki mun gleymast þó árin líði. Árni átti marga góða vini. í starfi sínu kynntist hann fjöl- mörgum einstaklingum, sem bundust honum ævilöngum tryggðarböndum. Hann átti m.a. marga viðskiptavini, sem vildu helst ekki leggja leið sína um veg- ina, innanbæjar sem utan, nema Árni, eða Addi, eins og hann var oft nefndur af vinum og vanda- mönnum, sæti undir stýri. Starfs- félagar hans á BSR nutu einnig starfsgleði hans og bjartsýni. „Það dimmdi í hugum okkar,“ sagði einn af starfsfélögum hans, þá er Guðbjörg var fædd hinn 22. júní 1910 á Ólafsfirði, dóttir hjónanna Halldóru Jónsdóttur og Guð- brands Randvers Bergssonar, sjó- manns. Á Ólafsfirði ólst hún upp til tíu ára aldurs, ásamt sjö systkinum, en þá lá leið hennar til Siglufjarð- ar þar sem hún réðist í vist á heimili Matthíasar Hallgrímsson- ar, kaupmanns. Átján ára gömul kemur hún suður til Reykjavíkur þar sem hún dvaldi lengst af. Um miðjan fjórða áratuginn ræðst hún sem ráðskona til Sand- gerðis og þar kynnist hún Sigurði ðlafssyni seinna múrarameistara í Reykjavík, sem varð lífsföru- nautur hennar, unz dauðinn skildi þau að, en hann lést í Reykjavík 9. október 1967. Þau gerðust ein af fyrstu hús- byKKÍendum í Kleppsholtinu og byggðu sér hús að Langholtsvegi 24 og þar var heimili þeirra alla tíð. Þar sem er hjartarúm þar er húsrúm, segir hið fornkveðna og sannaðist það á þeim Sigurði og Guðbjörgu því þrátt fyrir stóran barnahóp og miklar annir hús- móðurinnar, var alltaf hægt að skjóta skjólhúsi yfir þá, sem á þurftu að halda. Af sjö börnum, komust sex á legg, en þau eru Hulda Guðfinna, Þórdís, Halldóra, Ólafur Jens, Ingibjörg og Sigurður Randver. Eina dóttur, Ingibjörgu, misstu þau aðeins fárra mánaða. Starfsvettvangur Guðbjargar var fyrst og fremst heimilið og vinnudagurinn oft langur. Þegar aðrir gengu til náða, settist Guð- björg niður við sauma fram eftir nóttu, en var jafnframt fyrst að rísa úr rekkju að morgni, því búa þurfti bóndann til vinnu og börnin í skólann. Enga konu hefi ég þekkt sem hefur haft jafn mikla ábyrgð- andlátsfrétt hans barst þeim til eyrna. I vinahópi hafði Árni gaman af að skiptast á skoðunum. Gat hann þá á stundum verið fastur fyrir, hafði fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum. Hafði hann ávallt yndi af allri þjóðmála- umræðu og umræður um trúmál og kirkju voru honum svo og hugstæðar. Erfitt er að sætta sig við að Árni sé ekki lengur hér á meðal okkar. Erfitt er að gera sér grein fyrir því að við, og aðrir ættingjar og vinir, fáum ekki lengur notið umhyggju hans og fórnfýsi; fáum ekki notið glaðlyndis hans og jafn- aðargeðs. Missirinn er þó mestur fyrir Huldu, tengdamóður okkar.- Árni var henni og hún honum allt í öllu, í lífi og starfi. Þau voru mjög samrýnd og samhent. Glödd- ust saman á góðum stundum í líf- inu um leið og þau öxluðu saman þær byrðar, er á þau voru lagðar. Hjá þeim báðum brast heilsan, en undravert var að fylgjast með á hvaða hátt þau komust ávallt heil heim í höfn með alla áhöfn inn- anborðs. Við getum sagt að með Árna sé genginn „drengur góður“. Víst er um það, að minning hans lifir hjá þeim er hann tengdist á lífsgöng- unni. ..Margs er aÁ minnast margt er hér að þakka." Efst í huga okkar nú, þá er við kveðjum elskulegan tengdaföður okkar, eru þakkir. Þakkir fyrir allt það er hann gaf okkur í öllu lífi, þakkir fyrir þá gleði er hann veitti okkur og börnum okkar. Einnig er efst í huga okkar, að góður guð, sem þerrar tregatárin og veitir okkur frið í lífi og dauða, styrki þá sem syrgja. Sérstaklega biðjum við um huggun til handa eftirlif- andi tengdamóður okkar, sem okkur öllum er svo kær. „Guði sé lof fyrir liðna tíð.“ Honum einum felum við Árna á hendur. Honum felum við hina ókomnu tíð. Tengdabörn artilfinningu og verið fórnfúsari og óeigingjarnari gagnvart börn- um sínum, heimili og barnabörn- um, en Guðbjörgu, tengdamóður mína. Hún spurði aldrei hvort hún gæti liðsinnt, heldur rétti fram hjálparhönd ótilkvödd, lét verkin tala og ætlaðist ekki til þakklætis. Heimili þeirra Sigurðar og Guð- bjargar var rikara af andlegum auði en veraldlegum, það var menningarheimili. Þar voru góðar bókmenntir og þjóðlegur fróðleik- ur í hávegum hafður. Nú síðari ár fóru kraftar og heilsa Guðbjargar þverrandi. Henni fannst erfiðast, tel ég, að geta ekki gengið að öllum störfum sem áður. En hún stóð á meðan stætt var, þessi eljusama heiðurs- kona. Hún andaðist á heimili sínu hinn 15. þ.m. Útför hennar fer fram á morgun, föstudag. Ég þakka henni hlýju og vin- semd. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi. GfSLI GUÐMUNDSSON, málarameiatari. Meöalholti 8. verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 23. april kl. 10.30 f.h. Halla Gísladóttir, Bryndís Gísladóttir, Reynir Schmidt, Björgvin Gíslason, Guöbjörg Ragnarsdóttir og barnabörn. Guðbjörg Guðbrands- dóttir — Minning Kristjón Kolbeins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.