Morgunblaðið - 22.04.1982, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982
Minning:
Þórður Benediktsson
fyrrv. formaður SIBS
Fæddur 10. marz 1898
Dáinn 14. apríl 1982
Aldrei framar munum við í
SÍBS sitja við pall meistara okkar
og foringja, Þórðar Benediktsson-
ar, og ræða við hann um málefni
sambands okkar og fyrirætlanir.
Það höfum við gert naer undan-
tekningalaust á annan tug ára
a.m.k. einu sinni í viku, að jafnaði
á laugardögum, til að leita ráða
hjá okkar gamla og trausta for-
ingja eða gefa honum skýrslu um
gang mála hjá sambandinu.
Þótt farinn væri að heilsu og
hefði látið af störfum sem fram-
kvæmdastjóri Vöruhappdrættis
SIBS 1967 og af formennsku sam-
bandsins 1974 eftir gifturíka og
farsæla forystu frá bernskuárum
þess, og var áhugi hans til síðustu
stundar hinn sami og hann hafði
ávallt verið, þótt getan til athafna
og orða væri að miklu leyti ekki
lengur fyrir hendi.
Ef til vill hljómar það nokkuð
undarlega að tala um lán þegar
minnst er á jafn banvænan sjúk-
^ dóm og berklaveikin var 1942 þeg-
ar Þórður veiktist af þessum voð-
asjúkdómi og hann varð að yfir-
gefa störf sín á Alþingi Islendinga
sem hann hafði verið nýkjörinn til
fyrir Vestmannaeyjar, aðeins eftir
eins dags setu, í febrúar 1942.
Afturkvæmt átti Þórður ekki
fyrr en í febrúar 1946 og sat þá
aðeins í þrjá mánuði á Alþingi til
loka kjörtímabilsins.
Haustið 1938 höfðu berklasjúkl-
ingar á hælunum bundist samtök-
um og stofnað samband sem hlaut
nafnið Samband íslenskra berkla-
sjúklinga og því má segja að lán
þessa nýstofnaða félagsskapar var
að fá þennan nýja liðsmann, sem
var lífið og sálin í samtökunum
eftir að hann kom til hælisins.
Ahugamál sambandsins voru
mörg, en getan smá, og því beind-
ist hugur þeirra fyrst og fremst að
fjáröflun til að mögulegt væri að
gcra að veruleika draum berkla-
sjúklinganna um að koma upp
vinnuheimili og starfsþjálfunar-
aðstöðu fyrir sjúklingana.
Ekki hafði Þórður verið lengi á
Vífilsstöðum þegar hann þurfti að
fá bæjarleyfi.
Mörg voru bæjarleyfin, en það
voru ekki aðeins sjúidingarnir á
Vífilsstöðum sem vissu um hinar
tíðu ferðir hans, heldur fundu al-
þingismenn fyrir komu hans á
þeirra fund, að tala máli SÍBS og
þarfir félagsskaparins til að
hrinda í framkvæmd áhugamáli
þeirra um vinnuheimili.
Þingmenn hafa á öllum tímum
verið tortryggnir gegn ýmsum
„þrýstihópum" sem leita eftir
opinberum stuðningi við hin
margvíslegustu málefni.
Svo fór einnig þegar Þórður
kom á fund þingmannanna sem
fulltrúi nýstofnaðs félagsskapar
sjúklinga með enga getu en ótrú-
lega bjartsýni, en fyrsta beiðni
Þórðar til vina sinna á Alþingi var
um flutning frumvarps til laga um
skattfrelsi gjafa til SÍBS.
Frumvarpið fékk virðulega en
þinglega meðferð, og var vísað til
nefndar sem síðan lagði til að
frumvarpið yrði fellt.
Þessi var Þórðar fyrsta ganga,
en hann lét ekki bugast við fyrsta
mótlætið og hélt baráttunni
ótrauður áfram, og með sínum
persónutöfrum, þrautseigju og
óbilandi trú á málefninu var
frumvarpið samþykkt í desember
1943.
Þannig var fyrsti sigur þessa
févana félagsskapar unninn, sem
varð slík lyftistöng, að þegar var
hafist handa um undirbúning að
byggingu vinnuheimilis og endur-
hæfingarstöðvar fyrir sjúklinga af
hælunum.
Leit var hafin að landi, það
fundið í Mosfellssveit, arkitekt
ráðinn og aðrir sérfræðingar til
hinna ýmsu verkefna, sem fram-
kvæma þurfti.
Segja má, að Þórður hafi tæp-
lega haft tíma til að liggja sjúkur
á Vífilsstöðum, svo mörg voru
verkefnin, öll það brýn og aðkall-
andi, að engan tíma mátti missa,
enda voru störfin hafin meðan á
Vífilstaðadvölinni stóð og af Víf-
ilsstaðahæli fór Þórður beint til
starfa fyrir SÍBS í erindrekstur
fyrir sambandið.
I stjórn sambandsins var Þórð-
ur kosinn 1946, þá varaformaður,
og frá 1956 stjórnarformaður þar
til hann lét af störfum eins og fyrr
segir af heilsufarsástæðum 1974.
Saga Þórðar er saga SIBS á
sama hátt og saga sambandsins er
saga Þórðar Benediktssonar, sem
við nú erum að kveðja og þakka
fyrir farsæla forystu og trausta.
Farsæl var fyrsta ganga Þórðar
á fund stjórnvalda, eins og fyrr er
getið, en þær urðu margar fleiri
sem skemmst af að segja báru
ríkulegan árangur, eins og best
sést af þeim árangri sem náðst
hefur og alþjóð þekkir með starf-
semi Reykjalundar, sem ekki að-
eins hefur borið SIBS hróður,
bæði innanlands og utan, enda
endurhæfing sjúkra algjör ný-
lunda í félagslegri aðstoð við sjúka
og vanmegnuga til sjálfsbjargar,
en fyrstu sjúklingarnir komu af
yfirfullum berklahælunum þegar í
byrjun árs 1945.
Að þessi draumur skyldi verða
að veruleika á jafn stuttum tíma
og raun ber vitni má þakka þjóð-
inni allri og þeim velvilja sem hún
veitti samtökum sjúklinganna við
að koma á fót þeirri fyrirmynd-
arstofnun sem við þekkjum í dag á
Reykjalundi.
Þórður var erindreki og forystu-
maður fyrir þeim áróðri og þeirri
kynningu á starfsemi og stefnu-
miðum SIBS um „að styrkja sjúka
til sjálfsbjargar" eins og það hét í
fyrstu stefnuskrá SÍBS frá stofn-
un sambandsins haustið 1938.
Ekki var á betri erindreka kosið
en þar sem Þórður fór að kynna
stefnu og óskir berklasjúklinga.
Hann var með afbrigðum vel máli
farinn, mælskur og ritaði mál af
hinni mestu list og kunnáttu, og
komst auðveldlega að kjarna
hvers máls í stuttu en skýru máli.
Margar eru minningarnar um
ræður hans og ávörp við ýmis
tækifæri, og kveðjur hans til vina
og stuðningsmanna SÍBS báru af
um innileik og traust til þess er
kveðjuna fékk, enda var hópur
stuðningsmanna og velunnara
SIBS vaxandi og traustur, ekki
hvað síst vegna persónutöfra
Þórðar og kynna fólks af störfum
sambandsins fyrir tilstuðlan hans.
Framkvæmdir allar gengu með
ævintýralegum hraða, og má frek-
ar segja að um kraftaverk hafi
verið að ræða, svo undraverður
var árangurinn af SIBS með
bjartsýnina eina að veganesti þeg-
ar hafist var handa.
Peninga þurfti þó til hjálpar og
margar voru leiðirnar reyndar til
fjáröflunar því yfirleitt voru
framkvæmdir örari en getan
leyfði, en drýgstur var Þórður og
fundvísastur á fjáröflunarleiðir.
Frægt varð SÍBS af sínum marg-
víslegu skyndihappdrættum, og
þeim stóru og nýstárlegu vinning-
um sem í boði voru.
Má þar nefna t.d. flugvélarvinn-
ing, tuttugu bíla happdrætti, á
sama tíma og lokað var fyrir inn-
flutning slíkra lúxustækja, enda
hélt ráðherra að Þórður væri ekki
með öllum mjalla þegar hann
fyrst leitaði leyfis fyrir bílunum,
en þá eins og oft fyrr fékk Þórður
leyfið og mörg sjúkrarúm voru
byggð fyrir hagnaðinn af happ-
drættinu.
SIBS flutti inn sirkus, þann eina
raunverulega sirkus með lifandi
dýrum, auk fimleikafólks og lista-
manna sem slíkri skemmtan
fylgja.
Stóri áfanginn í glæstri sögu
sambandsins var þegar SÍBS fékk
samþykkt lögin um vöruhapp-
drættið 1949, en það mætti tölu-
verðri andstöðu á þingi vegna
einkaleyfis Háskóla íslands á
happdrætti, en Þórður benti þá
réttilega á, að með tilkomu nýs
happdrættis myndi Háskóla happ-
drættið rísa úr sínum öldudal, sem
það var þá komið í.
Allt voru þetta mjög stór fyrir-
tæki og vöktu á sínum tíma mikla
athygli og gáfu góðar tekjur í
tóma kassa fjárfreks fyrirtækis,
sem var bygging Reykjalundar og
sú þjónusta sem var stefnt að
fyrir útskrifaða sjúklinga af
berklahælunum, sem áður áttu
engra kosta völ annarra en þeirra
erfiðisstarfa sem þeir komu úr er
þeir veiktust, ef þess var þá kostur
á tímum atvinnuleysis og óvissu,
er ríktu þegar sambandið var
stofnað 1938.
Starfsemi Reykjalundar bar
þegar tilætlaðan árangur, en
áfram skyldi haldið.
Næst var að koma upp vernduð-
um vinnustað fyrir sjúklinga eftir
útskrift frá Reykjalundi en þó
vanmegnuga til almennra starfa.
Því ákvað stjórn SÍBS að koma
á fót vinnustofu í Reykjavík árið
1957 sem svo tók til starfa 1958 og
hefur veitt um 50 manns vinnu við
léttan iðnað í vinnustofu sam-
bandsins að Múlalundi í Ármúla.
Enn reyndi á hugkvæmni Þórð-
ar við fjármögnun þessa nýja
fyrirtækis, sem ekki brást, og naut
hann fyllstu tiltrúar þeirra stjórn-
valda sem leita þurfti til, svo að sú
ósk náði fram að ganga.
Oft voru framkvæmdir unnar
með meiri hraða en geta SÍBS
leyfði, enda höfðu meðstjórnar-
menn Þórðar smitast af bjartsýni
hans og tekið ákvarðanir, í þeirri
fullvissu að honum tækist að
hrinda þeim í framkvæmd.
Ótaldar eru þær næturnar er
Þórður lá andvaka í leit að ráðum
til úrlausnar, en að morgni voru
þær fundnar og framkvæmdar.
Er ég hef verið að skrifa þessar
línur til að þakka vini mínum og
foringja fyrir áratuga leiðsögn og
ljúfa vináttu hef ég freistast til að
skrifa sögu sambands okkar,
SÍBS, en eins og ég hef fyrr sagt
verður saga Þórðar og saga sam-
bandsins ekki sögð aðskilin vegna
þess að hún er ein glæsiganga
undir frábærri forystu áróðurs-
meistarans og foringjans Þórðar
Benediktssonar.
Þórður á til gagnmerkra þing-
eyskra og húnvetnskra ætta að
telja, sem einkenndust af frábær-
um gáfum, ljúfmennsku og glæsi-
leik, sem verður einnig aðalsmerki
hans við öll störf og kynningu.
Ungur að árum giftist Þórður
danskri stúlku, frú Önnu, sem bor-
ið hefur hita og þunga dagsins við
hin erilsömustu störf og gesta-
komur, sem fylgdu bónda hennar.
Margan fundinn hélt stjórn
SIBS á heimili þeirra hjóna og má
segja að saga samtaka okkar hafi
að miklu leyti verið skráð í þeim
anda friðar og kærleika sem þar
réðu ríkjum.
Margar eru ferðirnar sem við
hjónin höfum farið með þeim
hjónum, Önnu og Þórði, bæði
utanlands og innan og ekki var
hægt að hugsa sér elskulegri
ferðafélaga en þau voru, enda til-
hlökkun hverju sinni þegar för var
fyrirhuguð.
Fjögur börn gift eiga þau hjón,
öll hin mannvænlegustu eins og
þau eiga kyn til, en um ætt og
uppruna Þórðar Benediktssonar
mun verða fjallað af mér fróðari í
þessu blaði.
En nú þegar óumflýjanleg
kveðjustund rennur upp er margs
að minnast og fyrir svo mikið að
þakka að öll orð verða fátækleg
þegar mikið skal segja og stórt að
þakka. Við hjónin viljum sérstak-
lega þakka Þórði og hans elsku-
legu frú fyrir ógleymanlegar sam-
verustundir og vináttu, en samtök
berklasjúklinga og öryrkjasamtök
önnur standa í mikilli þakkar-
skuld fyrir ómetanleg störf í þágu
öryrkja landsins.
Sem þakklætisvott fyrir ómet-
anleg störf Þórðar Benediktssonar
og forystumanns og brautryðj-
anda SIBS og umburðarlyndi konu
hans, frú Önnu, voru þau hjón
heiðruð æðsta heiðursmerki sam-
taka okkar, gullmerki SÍBS, er
Þórður lét af formannsstörfum
1974. Einnig hafði Þórður áður
verið heiðraður af íslenska ríkinu
fyrir hans margvíslegu félags-
málastörf og sæmdur Fálkaorð-
unni.
SÍBS færir frú Önnu Bene-
diktsson, börnum þeirra hjóna og
skyldmönnum öllum alúðarfyllstu
samúðarkveðjur vegna fráfalls
vinar okkar allra og foringja,
Þórðar Benediktssonar.
Útför Þórðar Benediktssonar
verður gerð á morgun, föstudag,
frá Dómkirkjunni kl. 3 e.h.
Kjartan Guðnason,
formaður SÍBS.
Hjartkær frændi minn, Þórður
Benediktsson fyrrverandi formað-
ur og brautryðjandi SÍBS, verður
kvaddur hinstu kveðju frá Dóm-
kirkjunni föstudaginn 23. apríl kl.
3 e.h.
Þórður fæddist að Grenjaðar-
stað, S-Þing. 10. marz 1898 sonur
síra Benedikts Kristjánssonar
prófasts og konu hans, Ólöfu Ástu
Þórarinsdóttur frá Víkingavatni.
Þórður var yngsta og sextánda
barn séra Benedikts, en yngsta og
sjöunda barn seinni konu hans,
Ástu Þórarinsdóttur.
Séra Benedikt var áður giftur
Reginu Magdalenu Sivertsen. f. 22.
maí 1857 og átti með henni 9 börn,
en 1882 gerast hörmuleg atvik á
Grenjaðarstað og fleiri íslenzkum
heimilum.
Hafís leggst að landinu, og er
landfastur fram á höfuðdag í
ágúst, og fylgdu honum miklar
hríðar og frosthörkur, og grasleysi
algjört, og féll þá búpeningur hjá
fjölda bænda.
Annar verri vágestur heimsótti
þá líka landið, en það var dílapest
eða mislingar. I Reykjavík einni
lágu 1100 manns í júnímánuði af
2800 íbúum alls. Veikin barst
norður í Þingeyjarsýslur strax i
júní, og lagðist þungt á byggðina.
Á Grenjaðarstað veiktist húsmóð-
irin frú Regina, öll börn og heimil-
isfólk flest, og þar sem saman fóru
veikindin og grimmdarleg harka
náttúrunnar, urðu fylgihvillar
margir, svo sem heilabólga,
brjósthimnubólga og berklar, þar-
eð læknisþjónusta fyrir einni öld
var ekki mikil í þessu landi. Nú
dynur hvert reiðarslagið eftir
annað yfir fjölskylduna á Grenj-
aðarstað. Þann 31. júlí deyr Rann-
veig litla, 8 mánaða gömul, og er
jarðsett 9. ágúst. Þann 20. október
andaðist Gunnar, þriggja og hálfs
árs, úr heilabólgu sem er afleiðing
mislinganna, og áður en tekst að
jarðsetja hann deyr 3. barnið,
Ingibjörg, 2ja ára þann 31. okt.
Gunnar og Ingibjörg eru bæði
jarðsett 8. nóvember og sett í
sömu gröf, og enn er höggvið í
ranninn því Kristján andaðist 4.
desember, sex og hálfs árs gamall,
og jarðsettur 13. desember. Það
voru haldin döpur jól á Grenjað-
arstað þá. Húsmóðirin sárþjáð af
veikindum, og heltekin af sorg yfir
missi barnanna. Hún nær sér
aldrei eftir þetta, og er meira og
minna rúmföst, og andast 18. sept.
1884 úr tæringu. Harmþrungin
eiginmaður, börn og aðrir ástvinir
kveðja hana við gröfina 2. okt.
1884.
Þegar neyðin er stærst, er oft
hjálpin næst, því þegar séra Bene-
dikt var prestur á Skinnastað,
þjónaði hann líka Garðskirkju í
Kelduhverfi, þá fermdi hann síð-
asta ár sitt þar Ólöfu Ástu, dóttur
hjónanna Þórarins Björnssonar og
Guðrúnar Árnadóttur á Víkinga-
vatni. Veturinn 1885 dvaldist Ásta
á Kvennaskólanum að Laugalandi
í Eyjafirði, og um vorið fór Björn
Víkingur bróðir hennar inn eftir
að sækja hana, og þegar þau komu
á heimleið að Grenjaðarstað og
Ásta vissi af heimilinu í sárum, þá
ákvað hún að koma þar við og
votta prestinum samúð sína. Séra
Benedikt var þessi sending sem
frá guði kominn, og síðar um
sumarið skrifaði hann Ástu á Vík-
ingavatni og bað hana að giftast
sér og taka við uppeldi barna
sinna, hvað hún samþykkti. Um
haustið fór séra Benedikt norður
að Víkingavatni og giftist þar
Ástu þann 26. september. Ásta var
þá 26 ára gömul, fædd á Víkinga-
vatni 20. júní 1859. Frú Ásta flyt-
ur með sér sólargeisla á þetta
hrjáða heimili. Hún var svo frá-
bær mannkostakona, að víðfrægt
varð um héraðið og út yfir það.
Hún gengur í móður stað 5 börn-
um séra Benedikts af fyrra hjóna-
bandi, 3—15 ára að aldri og elur
séra Benedikt 7 glæsileg börn, og
stjórnar mannflesta heimili hér-
aðsins með slíkri rausn, að lengi
var í minnum haft. Ég leyfi mér
að endurprenta lýsingu óskylds
aðila, herra Gísla Jónssonar al-
þingismanns, hvernig hann lýsti
frú Ástu í afmælisgrein um Þórð
Benediktsson sjötugan.
„Ásta, móðir Þórðar, var af
hinni alkunnu Víkingavatnsætt.
Hún var frábær kona að glæsileik,
menntun, dugnaði og gáfum. Nam
hún snemma lífspeki af þeim
mikla og góða bókakosti, sem til
var á heimili hennar í æsku. Var
það jafnan rómað, hvað djúpan
skilning hún hafði á margslungn-
um gátum hins mannlega lífs. Frú
Ásta var 19 árum yngri en maður
hennar, en hjónaband þeirra var
slíkt, að það var sem hver stund
væri lofsöngur í lífi þeirra. Undir
þessum áhrifum mótast barnssál
Þórðar Benediktssonar. Fræin
sem móðirin sáir í hjarta hans á
unga aldri, nærast allar stundir af
geislum kærleikans, sem aldrei
tapar ljóma sínum. Það er því eng-
in tilviljun, að sonurinn velur sér
það fagra lífsstarf, að bera geisla
inn í líf þeirra manna, sem skugg-
ar þungra örlaga vildu ráða ríkj-
um.“
Það að ég dreg þennan aldar-
gamla harmleik fram í minn-
ingargrein um þennan hjartkæra
frænda minn, er af því að mér er
það ljóst, að þeir mótuðu það and-
rúmsloft af ástúð og trega í því
umhverfi er Þórður fæddist inn í.
Þórður líktist föður sínum með
þennan milda fallega augnsvip, og
góða barnslega hjarta, sem ekkert
má aumt sjá, og samtímamenn
hafa orðið varir við í öllum hans
störfum, og leyfi ég mér að birta
hér að neðan lítið erindi er Árni
Óla, blaðamaður og frændi hans
sendi honum er hann var sjötugur.
I*vgar adrir borgir brutu,
hyW^ir þú, og slarfs þíns nutu,
þeir, sem erfid orlog hlutu.
en eru nú á sigurleið,
og blessa allt þitt æílskeið.
Öll kveður þjóðin einum rómi,
ætur þinnar og landsins sómi,
sönnum máttu una vel.
Mestur er sá, er sigrar llel.
Séra Benedikt gerðist þreyttur á
miklum búrekstri og stóru presta-
kalli, og afræður að stofna til
verzlunar og útgerðar með Bjarna
syni sínum á Húsavík, og byggja
þeir í félagi íbúðarhús og annað
verzlunarhús, rétt fyrir sunnan
hina nýbyggðu, fögru kirkju á
Húsavík. Séra Benedikt flytur þvi
með fjölskyldu sína í september
1907 til Húsavíkur í þetta nýja
íbúðarhús, sem enn setur svip á
Húsavík og er merki um stórhug í
byrjun þessarar aldar. Séra Bene-
dikt flutti einnig póstafgreiðsluna
frá Grenjaðarstað til Húsavíkur,
og annaðist hana til dauðadags, en
Bjarni annaðist verzlunina og út-
gerðina, og var frumkvöðull að
stofnun vélbátaútgerðar á Húsa-
vík.
Þórður er þá 9 ára gamall og
gengur í barna- og unglingaskóla
á Húsavík, en vinnur þess á milli
unglinga- og verzlunarstörf hjá
Bjarna bróður sínum, þar til 1916
að hann fer í Verzlunarskólann í
Reykjavík og líkur þar námi 1918.