Morgunblaðið - 22.04.1982, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982
29
Næsta ár þar á eftir stundar hann
verzlunarstörf, en þau áttu aldrei
hug hans, og mun hugur hans hafa
leitað annarra verkefna, og fór
hann til Danmerkur að sjá nýjan,
óþekktan heim, og vann þar ýmis
störf næstu fjögur árin eða svo.
Merk þáttaskil verða þó í lífi
Þórðar í Danmörku, því þar kynn-
ist hann konu sinni sem heitir
fullu nafni Anna Camilia Sylvia
fædd Hansen frá Kallundborg á
Sjálandi, fædd 2. júlí 1900. Þórður
og Anna eignuðust alls 5 börn, og
eru 4 þeirra á lífi en þau eru:
Sveinn, fæddur 1. ágúst 1922, Ásta
Benedikta, fædd 17. júní 1924,
Björn Víkingur, fæddur 10. júní
1931 og Baldur, fæddur 20. sept-
ember 1932.
1930 eignuðustu þau litla dóttur
sem andaðist skömmu eftir fæð-
ingu og var skírð Regina. Öll voru
þetta mannvænleg börn með hlýtt
hjarta og prúða framkomu sem
arf frá góðum foreldrum.
Árið 1924 komu þau Anna og
Þórður til íslands, og settust að í
Vestmannaeyjum. Vann Þórður
þar ýmis störf við verzlun og fisk-
vinnslu og þau störf er til féllu í
þessum útgerðar- og athafnabæ,
og deildi Þórður kjörum Eyjar-
skeggja jafnt í blíðu sem stríðu.
Viðkvæm lund og hlýtt hjarta
Þórðar, fann til með fólki í þeirri
fátækt og atvinnuleysi sem fylgdi
í kjörfar heimskreppunnar miklu,
og gerðist Þórður þá talsmaður
þeirra afla, að mannkærleikinn
væri aðeins til með framkvæmd
kenningar Lenins og rússnesk
fyrirmynd um alræði öreigans ein
gæti leyst af hólmi kreppu og at-
vinnuleysi, en sú trú Þórðar mun
hafa glatast við nánari viðkynn-
ingu, og hann hafi aftur hallað sér
að sinni barnatrú frá Grenjað-
arstaðaárunum. 1942 var Þórður
kosinn sem uppbótarþingmaður til
Alþingis, en seta hans var skömm,
því þá veiktist hann hastarlega af
berklum, og varð að fara að Víf-
ilsstöðum til meðferðar og dvelur
þar næstu 3 árin, þó sat hann á
Alþingi frá janúar 1946 til þing-
loka, en hann gaf ekki kost á sér
til frekari þingsetu, því nú hafði
hann kynnst þjáningum meðborg-
ara sinna á öðru sviði, og tók það
hans hug allan, hvernig hann gæti
orðið þjáningarbræðrum sínum að
liði, og verður það nú heilög köllun
að vinna af lífi og sál fyrir Sam-
band íslenskra berklasjúklinga,
nú oftast nefnt SÍBS. Fyrir þau
störf hefir Þórður orðið þekktur
jafnt innanlands sem utan, en þá
sögu munu aðrir skrifa um mér
fróðari.
1973 veiktist Þórður illa, sem
hafði í för með sér nokkra lömun,
sem hann aldrei fékk bata við, og
hefir hann mestmegnis síðan
dvalið á heimili sínu og notið að-
hlynningar elskulegrar konu sinn-
ar Önnu, sem hefir sýnt honum þá
fórnfýsi, ástúð og kærleika að við
sem til þekkjum finnst aðdáun-
arvert. Dugnaður Önnu við aðföng
til heimilisins, og halda uppi risnu
með reisn á gestkvæmu heimili, og
um leið að hjúkra þjáðum ástvini.
Allir aðstandendur og vinir Þórð-
ar standa í mikilli þakkarskuld við
Önnu, því hún er alveg frábær
mannkosta kona.
Þegar ég skrifa þessar línur,
verður mér hugsað til allra föð-
ursystkina minna frá Grenjað-
arstað, þá stendur í hugskoti mínu
sú einlæga hlýja og sá mikli kær-
leikur, sem var á milli þéssara
systkina og grundvallaðist af
bernskuheimilinu að Grenjaðar-
stað, þar sem tengdist saman, ást,
gleði og söknuður, og þau munu
hafa staðið á ströndinni handan
móðunnar miklu og tekið á móti
yngsta syninum og yngsta bróð-
urnum, þegar hann kom heim til
nýrra heimkynna með útbreiddan
faðminn. Guð blessi þau öll.
Eftirlifandi konu og niðjum
sendi ég hugheilar samúðarkveðj-
ur og bið guð að blessa þau, og
gefa þeim í arfleifð mannkærleika
látins föður. Vernharður Bjarnason
ic^rel/
>A04
Súlna- i
salur
FÖSTUDAGSKVÖLD W
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar
ásamt Maríu Helenu
Opiö 10—3
Boröapantanir í síma 20221
Söngur - Grín - og Gleði
ÆW '
' w »sr
—,. ■ i
W
Ekkert mál,
að klæðast Lee Cooper
LAUGAVEGI 47 SIM117575
Vi5 erum ekki slærstir. en
þú getur treyst okkar ferðum
FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstígl. Símar 28388 og28580